Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 34
50 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Jarðaifarir Þorbjörg Pálsdóttir lést 15. sept- ember sl. Hún fæddist í Búlandsseli i Vestur-Skaftafellssýslu 1. janúar árið 1915. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson og Margrét Þorleifs- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sigurjón Björnsson. Þau hjónin eignuðust níu börn. Árið 1961 hóf Þorbjörg störf við pósthúsið í Kópavogi og starfaði hún þar til árs- ins 1985, síðustu árin sem póstfulltrúi og aðalgjaldkeri. Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju i morgun. Sigurður Ægir Jónsson lést 10. september sl. Hann fæddist i Reykja- vík 20. mars 1943. Foreldrar hans voru Jón G. Sigurgeirsson og Aðal- heiður Sigurðardóttir. Ægir starfaði hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð frá árinu 1964, síðustu árin sem innheimtu- stjóri. Hann sat einnig mörg ár í stjórn knattspyrnudeildar KR. Eftir- lifandi eiginkona hans er Helga Guðmundsdóttir. Þau hjónin eignuð- ust einn son. Útför Ægis verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30. 'Emma Guðjónsdóttir lést á Hrafn- istu 10. september. Jarðarförin hefur farið fram. Jón B. Thorarensen andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 5. september sl. Útförin hefur farið fram. Útför Ragnars Einars Einarsson- ar, Furugerði 1, sem andaðist þann 6. september í Landspítalanum, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Þorkelsdóttir lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi fímmtudagsins 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Samúelsdóttir, áður Goðatúni 7, Garðabæ, er lést á ^Jdrafnistu í Hafnarfirði 12. september sl., verður jarðsungin frá Garða- kirkju í dag, 21. september, kl. 13.30. Brynhildur Ólafsdóttir, Nýlendu- götu 22, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 22. september kl. 10.30. f.h. LUKKUDAGAR 21. september 15177 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. Styrkár Guðjónsson frá Tungu, Hörðudal, Miklubraut 76, sem and- aðist 12. september, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 15. Eiríkur Erlendsson, Leirubakka 12, Reykjavík, verður jarðsunginn miðvikudaginn 23. september kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Hátúni 4, verður jarðsungin frá F'ossvogs- kirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Jóhanna Marteinsdóttir frá Fá- skrúðsfirði verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag, 21. september, kl. 15. Halldóra Pálína Halldórsdóttir lést 12. september sl. Hún var fædd í Hnífsdal 27. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Elín Elsabet Jensdóttir og Halldór Hermann Kristjánsson. Eftirlifandi eiginmaður Halldóru er ísleifur Magnússon. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. Útför Hall- dóru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Sorg og sorgarviðbrögð Samstarfshópur áhugafólks um sorg og sorgarviðbrögð heldur kvöldvöku í Templ- arahöllinni þriðjudaginn 22. september kl. 20. Dagskrá: Tveir stuttir fyrirlestrar, sr. Sigfmnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur og Páll Eiríksson læknir. Fyrirspurnum svar- að. Álmennar umræður, m.a. um formlega stofnun samtakanna. Kaffi. Allt áhugafólk velkomið. Aðgangur ókeypis. ,,Slökun og lífefli“ Á dagskrá fræðslustarfs Þrídrangs á síðari hluta árs 1987 er námskeið í djúpslökun og lífeðli. Eftir því sem sjúkdómar tengd- ust streitu og spennu fjölgar í tæknivæddu þjóðfélagi okkar tíma verður brýnni þörf fyrir sérhvern einstakling að hafa vald á leiðum til hvíldar og slökunar. Lífeðli er kröftug aðferð sem eykur orku og kraft, losar um djúpstæða vöðvasgennu og skilar sér í ánægjulegra kynlífi. Á námskeiðinu sem hefst 26. september nk. verða þessum aðferðum gerð skil. Einnig verður fjallað um þjálfun hugans og hagnýting ímyndun- araflsins við markaðssetningu. Þátttak- eridum er gert kleift að nota hugtæknileg- ar aðferðir námskeiðsins á persónubund- inn hátt, eftir því hvað hver og einn vill ná fram. Þannig má t.d. grenna sig, hætta tóbaksreykingum, styrkja viljann eða sjálfstraust sitt og starfsárangur. Leið- beinandi er Gunnhildur H. Axelsdóttir, en hún hefur lokið námi lífeðlissálfræði við Center for Biosynthesis. Námskeiðið er eitt kvöld og helgi og eru allar upplýsing- ar gefnar hjá Þrídrangi milli kl. 17 og 19 í síma 622305 eða í s. 671168 milli kl. 21 og 23. bllémcmll Blómaval eykur þjónustu við landsbyggðina Um þessar mundir eru íbúar utan höfuð- borgarsvæðisins að fá í hendúrnar 8 síðna litprentaðan pöntunarlista frá Póstversl- un Blómavals. Listinn er gefinn út í 40.000 eintökum og verður honum dreift í öll hús. Að þessu sinni er boðið upp á 58 mis- munandi tegundir haustlauka og í listan- um eru leiðbeiningar um ræktun þeirra. Póstur og sími sér um dreifingu listans. I gærkvöldi Olafur Unnsteinsson kennari: Bestu fréttir Norðurlanda hér Það verður að segjast eins og er að mikil framför hefúr orðið í frétta- flutningi hér á landi að undanfömu. Fréttimar hér í sjónvarpi gefa ekk- ert eftir því sem best gerist á hinum Norðurlöndunum, em jafnvel betri. Ég hef dvalist mikið á Norðurlönd- unum og tel mig hafa góðan samanburð. Fréttimar hér em betur framsettar og fjölbreytriiri og er þá sama á hvorri stöðinni er. Með harðnandi samkeppni verða þær auðvitað betri en þessi nýji þátt- ur á Stöð 2,19.19, er heldur langdreg- inn. Það stendur þó væntanlega til bóta. Þá vildi ég fá, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum, seinni fréttir á milli 10-11 og þá með stuttum íþróttaþætti. Sá tími sem nú tíðkast á seinni fréttum er full óreglulegur. Erlendis tíðkast að hafa íþróttaþátt með nýjustu atburðum í seinni frétt- Ólafur Unnsteinsson. um . Það virðast margir skemmtilegir þættir vera á leiðinni en vonandi verða góðir skemmtiþættir á dag- skránni í vetur, bæði innlendir og erlendir. Það veitir ekki af því að hafa nóg af skemmtiþáttum til að lifa af skammdegið. Spumingaþættir em góðir á sinn hátt en em þó full þungir. Skemmtiþættir verða að vera léttir og með nóg af músík. Myndir helgarinnar vom ekki upplífgandi en á einn þátt horfði ég með mikilli athygli en það var þátt- urinn Aldarhvörf eða bábilja? Forvitnilegur þáttur og nú er bara að vona að betri tíð sé framundan í framhaldi af þeim mikilsverðu at- burðum sem nú em að gerast. Ég horfði með athygli á íþrótta- fréttir, sérstaklega frá HM í Róm. Þrátt fyrir skemmtilega þætti vil ég lýsa yfir vanþóknun minni á því að ekki skuli hafa verið lýst beint frá þessari merkilegu keppni. Þegar boltakeppni er annars vegar stendur ekki á fjölmiðlafólki að vera með beinar lýsingar en ftjálsar íþróttir virðast ekki eiga upp á pallborðið. Skákþing íslands: Davíð vann Helga Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Stórmeistarinn Helgi Ólafsson tapaði skák sinni gegn Davíð Ólafs- syni í 4. umferð í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í gær. Helgi gafst upp þegar mát blasti við en hann hafði lent f miklu tímahraki. Margeir Pétursson skaust í efsta sætið í gær er hann sigraði Hannes Hlífar Stefánsson. Karl Þorsteins og Jón Garðar Viðarsson em jafnir í 2.-3. sæti. Karl gerði í gær jafntefli við Sævar Bjamason en Jón Viðar vann Áskel Öm Kárason. Önnur úrslit í gær urðu þau að Dan Hansson og Gylfi Þórhallsson gerðu jafntefli og einnig Þröstur Þórhallsson og Ólafúr Kristjánsson en Þröstur Ámason vann Gunnar Frey Rúnarsson. Margeir hefur 3 'A vinning, Karl og Jón Viðar 3, en siðan koma Helgi, Þröstur Þórhallsson, Ólafur og Dav- íð með 2 Vi vinning. Fimmta umferð verður tefld í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri klukkan 17 í dag. Merming dv Frá Sinfóníutónleikunum í Langholtskirkju. Norræn hefð - um norræna sinfóníutónleika sl. föstudag Leiðindaveður um allt land „Hér er búið að vera bijálað veður í alla nótt og ekki nokkur maður á ferli. Þó hefur ekkert fokið því hér er allt fokið í burtu fyrir mörgum árum sem á annað borð hefúr getað fokið,“ sagði lögreglumaður í Vestmannaeyj- um í samtali við DV í morgun. Að sögn lögreglunnar var veðrið lít- ið farið að ganga niður í morgun og allir héldu sig innandyra sem gátu komið því við enda var vindhæðin 10-11 stig. Mjög hvasst var á öllu Suðurlandi í nótt en ekki er vitað um skemmdir eða að fólk hafi lent í vandræðum vegna veðurs. Sömu sögu er að segja af Austfjörðum. Þar hefur verið mjög hvöss og köld norðaustanátt og hefur mikil væta fylgt storminure. Ekki er vitað til þess að veðrið hafi valdið skaða. -ATA Pýrt spark Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það verður honum dýrt, unga mann- inum sem í reiðikasti sparkaði í rúðu á Landsbankanum á Akureyri að- faranótt laugardags. Rúðan brotnaði við sparkið og er talið að það kosti um hundrað þúsund krónur að kaupa nýja. Rúðan var sérs- taklega þykk og voldug og verður að panta aðra erlendis frá. Pilturinn náð- ist og verður að bæta tjónið sem þetta dýra spark hans olli. Stefán Valgeirsson: „Ég er ekki hissa“ „Ég er ekkert hissa á útkomu J- listans í þessari skoðanakönnun. Það verður að taka mið af því að skoðan- könnunin er ekki marktæk fyrir fylgi J-listann þar sem svo lítið af úrtakinu, sem spurt var, er úr Norðurlandi eystra. Við erum hins vegar mikið spurð alls staðar á landinu hvað við hyggjumst fyrir. Það er því gott hljóð í mínu fólki,“ sagði Stefán Valgeirsson um skoðanakönnun DV. „Það sem kemur mér hins vegar mest á óvart er hversu mikið fylgi stjómarflokkamir hafa samkvæmt skoðanakönnuninni því mér virðist fólk ekki hrifið af ríkisstjóminni,“ sagði Stefán Valgeirsson. -jme Það voru sinfóníutónleikar hjá UNM í Langholfrkirkju sl. föstudag. Sinfóníuhljómsveit íslands var þar mætt, nýkomin fersk og útitekin frá Grænlandi og hafði engin vettlinga- Tónlist Leifur Þórarinsson tök á hlutunum. Stjómandinn var enda hreint afbragð, enn einn ungur Finni úr skóla Panulas, heitir sá Osmo Vánska. Þama voru flutt átta tónverk, og vissulega vom þau í misjöfnum gæðaflokki. Það sem meira var, að þama heyrði maður loksins eitt eða tvö verk sem vom virkilega léleg og létti mönnum nokkuð við það. Það er gott til þess að vita að unga fólk- ið hefúr ekki alveg tapað samband- inu við hina merku, norrænu Nýja fyrirkomulagið í getraununum, að ekki sé greiddur út 1. vinningur nema fyrir tólf rétta hefur valdið því að potturinn var orðinn þriggja vikna gamall á laugardaginn. Enginn náði tólf réttum í vikunum þar á undan en loksins kom fram snjall tippari í Ár- tradisjón. Tónskáldin ungu em ann- ars stödd misjafnlega í þróunarstig- anum, sem er sjálfeagt og eðlilegt. Sumir kunna býsna margt fyrir sér og hafa fengið góðan skóla, aðrir em lireinir byijendur. Hvaða nefnd eða ráð velur á svona hátíð veit maður ekki, en það em greinilega fijáls- lyndir menn og velviljaðir. Hvort nokkur raunvemleg talent finna nokkum tíma náð fyrir þeirra aug- um skal að vísu látið ósagt, slíkt er alltaf nokkrum tilviljunum háð. En það kæmi mér síst á óvart að marg- ir þeirra sem áttu verk á þessum tónleikum fæm tiltölulega fljótt út í annað en tónsmíðar. Síðustu tónleikar þessarar þriðju UNM-hátíðar, sem haldin er á Is- landi, vom daginn eftir í Skálholti. Þar vom flutt nokkur verk eftir pena eldri herra frá ýmsum löndum og var Þorkell Sigurbjömsson sá eini frá Norðurlöndum. Verður sagt frá þeim síðar hér í blaðinu. bænum núna um helgina og var hann með alla leikina rétta. Úrslit vom ekki mjög óvænt en þrátt fyrir það var hann einn með allan fyrsta vinning og fær fyrir vikið 1.112.755 krónur. 37 aðilar vom með ellefú rétta og hlutu tæplega 5600 krónur hver. -E.J. LÞ Fýrsti vinningur gekk út um síðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.