Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 36
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 52 Svidsljós Ólyginn sagði... Cybil Sheperd gengur með tvíbura. Hún varð yfir sig hrifin þegar hún fékk fréttirnar og segir að þetta hafi verið það sem hana dreymdi um. Cybil seg- ist alveg vera sama hvort hún eigi stráka eða stelpur en segir þó að skemmtileg- ast væri auðvitað að fá sitt af hvoru kyni. Móðirin til- vonandi hefur látið út ganga, til vina og ættingja, lista yfir þær vörur sem hún helst óskar að sér og börn- unum verði gefnar. Á þeim lista er að finna jafnhvers- dagslega hluti eins og barnavagn, kerru, leikföt og fatnað ýmiss konar. Boy George segir það með ólíkindum hve aðdáendurnir eru dug- legir að fylgjast með. Eins og kunnugt er hefur hann breytt útliti sínu ansi mikið að undanförnu. Litað og klippt hárið og ýmislegt fleira. Hörðustu aðdáend- urnir sem alltaf hafa viljað líkjast poppstjörnunni hafa nú breytt útliti sínu á sama veg. Það voru færustu sér- fræðingar frá New York sem lögðu Boy George lið sitt og gáfu honum nýju línuna. Og eins og segir er nú svo komið að fjöldi manns skoppar inn á snyrtistofur og biður um Boy George- útlit. Diana prinsessa er farin í megrun. Eins og flestir vita þá eyddi hún sumarfríinu ásamt fjölskyl- dunni á Mallorca og klædd -st hún þar auðvitað engu öðru en bikinibaðföt- um. Henni og bónda hennar til mikillar hrellingar pös- suðu baðfötin ekki eins vel og sumarið þar áður. Mag- inn var orðinn alltof stór og slappur og hreinlega hékk yfir bikinibuxunum. Þegar heim var komið lét prinsess- an útbúa fyrir sig sérstakan þriggja mánaða megrunar- matarkúr sem samanstendur af grænmeti og annarri holl- ustufæðu. Prinsessan hyggst líka iðka líkamsrækt og synda tvisvar í viku. Allt gert til að öðlast spengileg- an kropp á nýjan leik. DV Norsku og íslensku nemendurnir ásamt Frederick Roastad frá Noregi, sem kennt hefur íslensku þar I landi og gefið út kennslubók I íslensku, Liv Hag- en, kennari norsku nemendanna, og Brynjúlfur Sæmundsson cand mag. DV-mynd Brynjar Gauti Norskir nemar í heimsókn Tuttugu og fjórir norskir krakkar komu ásamt kennara sínum í heim- sókn til íslands í síðustu viku. Krakkarnir eru á aldrinum átján til nítján ára og stunda nám í Stabekk menntaskólanum í Bærum sem er rétt utan við Osló. Þeir höfðu kynnst fslandi og íslenskri tungu dálítið í norskunáminu í skólanum en þar er hægt að velja á milli kafla um ís- lensku eða fornnorsku. Krakkarnir sem völdu íslenskuna hrifust af þvi sem þau lærðu um landið og hafa síðastliðið ár safnað fyrir ferðinni hingað til lands. Norskukennari þeirra Liv Hagen hafði áður komið til íslands og leist vel á þessa hug- mynd krakkanna. Á meðan á dvölinni stóð ferðuðust krakkamir um landið, meðal annars til Þingavalla, í Skálholt, Gullfoss og Geysi og til fleiri staða. Þá voru þau í þrjá til fjóra daga í Mennta- skólanum við Sund þar sem þau hlýddu á fyrirlestra um landafræði og sögu landsins og kynntust ís- lenskum jafnöldrum sínum. Þessa daga bjuggu krakkarnir á heimilum MS-inga. Ætlunin er svo síðar að nemendur MS fari í svipaða fræðslu- ferð til Bærum í Noregi. Nemendurnir og fylgdarmenn þeirra létu mjög vel af dvöl sinni hér á landi. Fékk bréf frá Europe Hljómsveitin Europe á án efa marga aðdáendur hér á landi en líklega er enginn þeirra eins dygg- ur og hann Baldur Ingi Ólafsson, 10 ára strákur í Reykjavík. Baldur segist hafa hrifist fyrst af Europe þegar hann heyrði í henni á Stöð 2. Hann sagði að honum hefði þótt lagið The Final Count- down svo skemmtilegt að hann hefði tekið það upp. Hann hefði síðan séð heimilisfang hjá aðdá- endaklúbbi Europe og skrifað honum og gerst félagi. Baldur lét sig ekki muna um að skrifa sjálfur þó að bréfið þyrfti að vera á ensku. Baldur er að læra á hljómborð og hefur mikinn hug á því að verða tónlistarmaður. Að sjálfsögðu fór hann á tónleika Europe í vor en ekki náði hann að spjalla við goð- in. Hann varð að fara snemma heim af því að hann þurfti að bera út blöðin daginn eftir en hann er í þeim röska her sem ber út DV. Baldur hefur fleiri áhugamál en að hlusta á Europe því hann stund- ar bæði badminton og knattspymu. Hann veit ekki af fleiri stuðnings- mönnum Europe hér á landi en hefur mikinn hug á því að heyra frá þeim og þá jafnvel að stofna aðdáendaklúbb. Baldur Ingi með blaðið sem hann fékk með eiginhandaráritun strákanna i Europe hljómsveitinni DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.