Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Side 5
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
5
Stjómmál
Áhyggjur af
bílasímum
„Sú sjón er orðin algeng í umferð-
inni á höfuðborgarsvæðinu að
ökumenn séu að tala í síma meðan á
akstri stendur og hafa menn af því
nokkrar áhyggjur að af því kunni að
stafa slysahætta," segir í greinargerð
með ályktimartillögu sem lögð hefur
verið fram á Alþingi um notkun síma
í bifreiðum.
Flutningsmenn vilja að settar verði
almennar reglur um notkun farsíma
í ökutækjum hér á landi. Nefnd verði
skipuð til að finna leiðir til að auka
fræðslu um áhrif notkunar síma á
ökumenn við akstur og kanna sér-
staklega hver áhrif aksturshraði
kann að hafa í því sambandi, um leið
og nefndin athugaði sérstaklega
áhrif sívaxandi notkunar bifreiða-
síma á þéttbýlissvæðum.
Mál þetta flytja alþýðubandalags-
þingmennirnir Guðrún Helgadóttir,
Margrét Frímannsdóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon og kvennalista-
þingkonurnar Guðrún Agnarsdóttir
og Málmfríður Sigurðardóttir.
-KMU
Vilja reglur
um einnota
umbúðir
„Lög og reglur um umbúðir eiga
að miða að því að halda mengun í
lágmarki og draga úr óhóflegri hrá-
efnisnotkun," segir í greinargerð
með þingsályktunartillögu sem lögð
hefur verið fram á Alþingi um ein-
nota umbúðir.
Þingmennirnir Kristín Einarsdótt-
ir, Kvennalista, Hjörleifur Guttorms-
son, Alþýðubandalagi, Árni
Gunnarsson, Alþýðuflokki, Valgerð-
ur Sverrisdóttir, Framsóknarílokki,
og Salome Þorkelsdóttir, Sjálfstæðis-
flokki, vilja að ríkisstjórnin undirbúi
frumvarp til laga um framleiðslu,
innflutning og notkun einnota um-
búða hér á landi.
„Nauðsynlegt getur verið að banna
notkun ákveðinna umbúða og setja
reglur um notkun annarra. Æskilegt
er að taka upp skilagjald, sem væri
það hátt að það hvetti fólk til að safna
saman umbúðum og skila frekar en
að fleygja, eða framleiðslugjald sem
nota mætti til umhverflsmála," segja
þingmennirnir í greinargerð.
-KMU
Námsmenn
vilja
meira
„Ekki er gert ráð fyrir að heildar-
ráðstöfunarfé sjóðsins aukist nægj-
anlega til að sjóðurinn standi undir
því hlutverki sínu að lána fyrir eðli-
legum framfærslukostnaði náms-
manna,“ segir í athugasemd sem
fulltrúar námsmanna í stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna hafa
sent DV „í tilefni af umræðum um
fyrirhuguð stóraukin framlög ríkis-
ins“ til Lánasjóðsins.
Fulltrúar námsmanna segja að hér
sé um það að ræða að sjóðnum sé
ætlað að taka minna fé að láni er-
lendis frá. Beint ríkisframlag sé því
hækkað. Er því fagnað að sjóðurinn
sé treystur með þessum hætti.
Hins vegar undirstrika fulltrúar
námsmanna það að ekki sé gert ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu að
námslán standi undir framfærslu-
kostnaði. Telja þeir að námslán
þyrftu að vera 15% hærri og ráðstöf-
unarfé sjóðsins um 200 milljónum
króna meira.
-KMU
vegna sérstakra samninga á þess-
um frábæra trimm-gormi fyrir alla
fjölskylduna
TRIMM-
gormurirm
Æfðu á hverjum degi í magamegrunartækinu frá Vestur-Þýskalandi og þú verð-
ur sem nýr maður. Þú færð nýja vellíðunartilfinningu og verður stolt(ur) yfir
horfnum kílóum og sentímetrum. Selt í miklu magni í Vestur-Þýskalandi.
Leiðbeiningar á íslensku
DÆMI UM ÆFINGAR
EINFALDUR
GORMUR
40%
afsláttur
TVÖFALDUR GORMUR
30%
afsláttur
Nú kr. 1590
(áður kr. 2.290)
Þúspararkr. 700
Nú kr.
(áður kr. 1.690)
Þú sparar kr. 700
1. Upphandleggir og
brjóst.
★ Sitjið á gólfi með beina fætur.
★ Togið gorminn aftur (að maga).
★ Endurtakið ca 15 sinnum.
2. Fótleggir og neðri
A magavöðvar.
★ Sitjið á gólfi með beina fætur.
★ Togið í gorminn og leggist á bakið.
★ Endurtakið ca 10 sinnum.
B.
★ Lyftið bæði fótum og baki frá gólfi
sVo líkaminn myndi V. Togið og
slakið.
3. Magavöðvar.
★ Liggið á bakinu með fæturna lóð-
rétta.
★ Fætur látnir síga hægt niður.
★ ATH. Þrýstið mjóhrygg að gólfi.
★ Endurtakið ca 10 sinnum.
MEIRIHÁTTAR
TRIMMTÆKI
HEIMA OG í
FERÐALAGIÐ
(Póstkostnaður15kr.)
Pöntunarsímar 91-651414 og 623535
Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00 - 22.00
Póstverslunin Príma, Box 63, 222 Hafnarfirði
Fótóhúsið, Bankastræti
sími 91-21556
Opið kl. 10 - 18, laugard. 10 - 14
© VISA © EUROCARD