Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Page 7
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987. 7 Viðtalið dv Fréttir Haraldur Sumariiðason forseti Landssambands iðnaðarmanna: Grunnur lagður að framsækinni stefriu Nýkjörin stjórn Landssambands iönaðarmanna. Fremri röð f.v.: Gissur Símonarson, Arnfriður isaksdóttir, Haraid- ur Sumarliðason forseti, Guðjón Tómasson, Hannes Vigfússon. Aftari röð f.v.: Sigurður Danielsson, Garðar Erlendsson, Gunnar S. Björnsson, Björn Lárusson og Haraldur Friðriksson. DV-mynd GK Sigurður Sigurðarson, settur yfir- dýralæknir. Settur yfirdýralæknir: Stunda ekki heimaslátrun „Þaö má segja aö ég sé kominn í nokkurs konar orrustu við heilt rík- isvald þó ég sé starfsmaöur þess. En ég fagna því ef úr verður skorið hvort starfandi yfirdýralæknir hefur farið út fyrir sitt verksvið í þessu máli,“ sagði Sigurður Sigurðarson, settur yfirdýralæknir. Sigurður Sigurðarson var settur yfirdýralæknir um miðjan júlí í veik- indaforfóllum Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis. Sigurður hafði áður um nokkurra ára skeið starfað að Keldum viö hlið yfirdýralæknis en þó ekki á vegum embættisins. En hefur þetta sláturhúsamál ekki verið blásið um of út? „Það eru náttúrlega verslunar- hagsmunir að baki þessu máli. Ég er óvanur því að vera sakaður um eiginhagsmunapot eða persónulega óvild í garð nokkurs manns. Mér finnst sjálfsagt að taka við heiðar- legri og eðlilegri gagnrýni, en vont að á mig séu bornar sakir sem ekki eru sannar. í þessu máli tel ég mig vera borinn röngum sökum. Þess vegna hefur þessi orrahríð verið létt- bærari.“ - Þú ert alls ekki sáttur við slátur- húsið á Bíldudal eins og fram hefur komið í fréttum. „Nei, ég hef að vísu ekki skoðað það í haust en ég hef séð það áður þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagn- stæða. Ég tel mig því þekkja slátur- húsið í grundvallaratriðum. Svo hef ég upplýsingar frá þremur héraðs- dýralæknum sem þekkja vel til. Það er því verið að saka þessa dýra- lækna um tilbúning og persónulega óvild um leið og þeim ásökunum er skellt á mig.“ Sigurður sagði að aðalatriðin í sambandi við sláturhús væru aö hægt væri að koma við heilbrigðis- skoðun, hreinlæti og að þar væri nóg af hreinu og góðu vatni. Svo þyrfti að vera fyrsta flokks frárennsli. Það hefði skort töluvert á að þessum grundvallarskilyrðum væri fullnægt í sláturhúsinu á Bíldudal. „Við viljum ekki að lambakjötið okkar sé meðhöndlað við vafasamar aðstæður því það myndi skaða sam- keppnisaðstöðu okkar í útlöndum og heima fyrir líka,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að vinnan tæki upp mikið af tíma sínum en hann reyndi þó alltaf að hafa einhvern tíma fyrir fjölskuldu og frístundir. „Tómstundir mínar á haustin fel- ast þó ekki því því að slátra heima, eins og Ólafur Hannibalsson gaf í skyn í útvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum. Ég á hins vegar nokkra hesta og ég hef gaman af því að ríða út þegar tími gefst. Þá sest ég gjarnan við píanóið mitt eða orgelið þegar ég vil slaka á og spila þá eingöngu fyrir sjálfan mig. Svo hef ég gaman af útivist og nátt- úruvernd og hef unnið með áhuga- hópi að stofnun náttúrufræðihúss. Ég hef fræðst mikið af þeirri vinnu.“ Sigurður Sigurðarson er 48 ára gamall, kvæntur Halldóru Einars- dóttur. Þau eiga fjögur börn, það elsta 18 ára gamalt og það yngsta 9 ára. -ATA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta þing hefur sýnt að það er mikill hugur í rekstraraðilum í iðn- aði að taka upp nútímalegri vinnu- brögð í rekstri og ráðstefnan á þinginu um nýja tækni í iðnaði og aukna framleiðslu gaf mörgum nýja mynd af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru,“ sagði Haraldur Sumar- liðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna, eftir að 42. þingi sam- takanna lauk á Akureyri um helgina. „Þetta þing samþykkti ekki nein stórmál en það lagði grunninn, m.a. með lagabreytingum, að framsæk- inni stefnu sem mun skila sér á næstu árum,“ sagði Haraldur. - Nú varst þú nokkuð hvassyrtur í garð ríkisstjórnarinnar í setningar- ræðu þinni. Er illa vegið að ykkar samtökum þessa dagana? „Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að reynt sé að skera niður útgjöld hins opinbera en þegar borið er sam- an hvernig sá niðurskurður kemur niður í atvinnulífinu þá fer iðnaður- inn mjög illa út úr slíkum saman- burði. Ef við lítum til sjávarútvegsins t.d. þá er ljóst að þar erum við á vendipunkti og þar er ekki hægt að auka mikið viö. í mínum huga er það iðnaðurinn sem því mun taka við stórum hluta þess fólks sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Ef við lítum til þess að landbúnaður- inn fær 420 milljónir á flárlögum til vöruþróunar en iðnaðurinn ekkert þá sjáum við að þetta er ekki í takt við þær yfirlýsingar stjórnvalda að i það eigi að bæta stöðu og jafna starfs- Um 250 manns mættu á ráðstefnu ríkisstarfsmanna um lífeyrisréttindi á laugardagsmorgun og kröföust þess að lögum um Lífeyrissjóð ríkis- starfsmanna verði ekki breytt. Ráðstefnan taldi að tillögur svokall- aðrar 17 manna nefndar um lífeyris- mál landsmanna stefni að verulegri skerðingu á heildarkjörum ríkis- starfsmanna. Ályktað var að finna yrði mark- vissar leiðir til þess að auka öryggi og jöfnuð allra lífeyrisþega með end- urbótum á almannatryggingakerf- inu og haga lífeyriskerfi þannig að borgi sig að spara til elliára. í ályktuninni var óskað eftir því , að 17 manna nefndin lyki upphaflegu hlutverki sínu og skilaði tillögum um samfellt lífeyriskerfi allra lands- manna'sem byggi á kaupviðmiðun. Þessi ályktun var samþykkt að til- lögu stjórna Kennarasambands íslands og Bandalags háskólamennt- Birgir Dýrfjörð á þingi Birgir Dýrljörð rafvirki hefur tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem vara- maður. Hann tekur sæti Jóns Sæmundar Siguijónssonar, þing- manns Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, sem er erlendis. Jón Magnússon lögmaður hefur einnig sest inn á þing, fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann kemur í stað Friðriks Sophussonar sem einnig dvelur erlendis. Jón hefur oft áður setið á þingi. -KMU skilyrði allra atvinnuvega landsins." - Innra skipulag Landssambandsins var til umfiöllunar á þinginu en eng- in niðurstaða fékkst. Er þetta vandamái? „Samtök okkar eru of flókin eins og þau eru í dag og innan raða Land- sambandsins eru mörg ólík félög og sérgreinasambönd. Ég tel aö það sé tiltölulega auðvelt að einfalda skipu- lagiö og það yrði til þess að gera samtök okkar miklu virkari en nú er.“ aðra ríkisstarfsmanna sem boðuðu til ráðstefnunnar. Einnig var samþykkt samhljóða til- laga frá Ásgerði Jónsdóttur þar sem Fræðslumál voru mjög til umræðu á þinginu. Haraldur sagði að nám í iðnaði hefði ekki verið nægilega vel kynnt og það hefði ekki breyst með tilkomu íjölbrautaskólanna þótt menn hefðu gert sér vonir um það. „Þingið samþykkti að gera átak í þessum málum. það hefur orðið fækkun í sumum iðngreinum. Því er ekki að neita að iðnnám hefur ekki þótt fint nám og ungt fólk hefur ekki gert sér grein fyrir þeim leiðum sem fyrir hendi eru varðandi það nám." heitið er á Alþýðusamband íslands að breyta afstöðu sinni gagnvart frumvarpi um lífeyrisréttindi opin- berra stafsmanna og að afla sér sagði Haraldur. Varðandi meistaraskóla fyrir allar iðngreinar sagði Haraldur að hann hefði reiknað með að ákveðnara svar um það mál kæmi fram í ávarpi menntamálaráðherra á þinginu. „Málið er þó langt komið; einur.gis lítil tæknileg atriði sem eftir er að leysa og ráðherra er formlega búinn að samþykkja að meistaraskóli taki til starfa fyrir allar iðngreinar og nám \ið hann verði skilyrði til þess að fá meistarabréf." sagði Haraldur. frekar aukinna réttinda með stuðn- ingi opinberra starfsmanna en stuðla að réttindaskerðingu hiá beim. -HERB TIL SÖLU PORSCHE944 Á GAMLA VERÐINU Vandfundinn gullmoli. Góð fjárfesting. Þessi btil er árgerð 1985, vinrauður sanseraður, ekinn aðeins 28.000 km frá upphafi og er ástandið algjörlega eins og á nýjum bíl. Auk þess er hann hlaðinn aukahlut- um, svo sem rafm. topplúgu, rúðum og speglum, sportstólum, útv./segulb., auk fjölda annarra verðmætra aukahluta. I innflutningi i dag væri sams konar bill um 400.000 kr. dýrari vegna breyttra innflutnings- reglna. Betri kaup eru vandfundin. Verð miðað við stgr. er kr. 1.125.000 - en einnig eru lánakjör í boði. Billinn er til sýnis og sölu á staðnum. umboðið - Austurströnd 4 - s. 611210. 250 manna fundur um Irfeyrismál opinberra starfsmanna: Krafðist lífs fyrir lífeyrissjóðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.