Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
Útiönd
KYRRAHAF
Suður- M
Kfnatiar -ife_ FILIPSEYJAR
rilipfskahafli
Breska blaðið Sunday Times birti í gær niðurstöður skoðanakannana
sem sýna að vinsældir bresku krúnunnar hafa dvínað nokkuö á þessu ári.
Samkvæmt skoðanakönnun þessari telja um sextíu og þijú prósent
Breta aö landið myndi bíða skaða af því ef konungdæmi yrði lagt þar
niður en í febrúar reyndust sjötíu og þrjú prósent þeirrar skoðunar.
Tuttugu og níu prósent töldu að afnám konungdæmis myndi ekki breyta
neinu, samanborið viö tuttugu prósent i febrúar. Einungis firnm af hundr-
að töldu hins vegar að ástand mála á Bretlandi myndi batna ef krúnan
yrði lögð niður.
Talið er að minnkandi vinsældir bresku krúnunnar eigi rætur sínar
að rekja til mikillar og oft neikvæðrar umfjöllunar fiölmiðla um konungs-
fiölskylduna. Einkum eru það yngri meðlimir hennar sem orðið hafa fyrir
barðinu á þessari umfiöllun.
Óeirðir í S-Kóreu
Þúsundir sfiórnarandstæöinga
lentu í gær í höröum átökum við
lögreglu í Seoul, höíuðorg Suötlr-
Kóreu, eftir kosningafund sem
haldinn var til stuðnings Kim Dae-
Jung, forsetaframbjóöanda annars
af stærstu stjórnarandstöðuílokk-
um landsins.
Lögreglan beitti táragasi til þess
að dreifa um tuttugu þúsund fylgis-
mönnum frambjóðandans sem
gengu fylktu liði á eftir honum um
götur borgarinnar í trássi við bann
yfírvalda viö göngum af þessu tagi.
Að sögn talsmanna tveggja helstu leiðtoga stjómarandstöðunnar í S-
Kóreu hefur nú verið tekin endanleg ákvörðun um að þeir bjóði sig báöir
fram til forseta í kosningum þeim sem fyrirhugaðar eru í landinu.
Gorbatsjov ákveði sig
George Shultz, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna, sagði i gær að Mik-
hail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkj-
anna, yrði aö ákveða mjög fljótlega
hvort hann kærði sig um leiðtoga-
fund í Bandaríkjunum eða ekki, ef
af slíkum fimdi ætti að verða. Sagði
Shultz að ekki væri hægt aö taka á
móti Gorbatsjov eftir að kosninga-
baráttan fyrir forsetakosningam-
ar, sem fara eiga fram í nóveraber
a næsta ári, hefst fyrir alvöru.
Vinsældir krúnunnar dvína
Þúsundir í fnðargöngu
Þúsundir Belga efndu í gær til
friðargöngu um Brussel, höfuðborg
landsins, og kröfðust tafarlausrar
kjarnorkuafvopnunar.
Talsmaður lögreglunnar í borg-
inni sagði í gær að liðlega tuttugu
og fimm þúsund manns hefðu tekiö
þátt í göngunni en þeir sem skipu-
lögðu hana héldu því fram aö
þátttakendur hefðu verið um
hundrað og fimmtíu þúsund.
Meöal þátttakenda vom leiðtogar
sfiórnarandstöðu landsins 9em
hvöttu ríkisstjómina til þess að af-
nema heimildir til þess að banda-
rískum eldflaugum verði komiö
fyrir í Belgíu.
Tveir menn létu lifið og tuttugu
og sex særðust í gær þegar sprengja
sprakk á stúdentagarði á Jolo-eyju
á Filippseyjum. Fjölmennur hópur
leiðtoga í viðskiptum og embættis-
manna var staddur í stúdentagarð-
inum þegar tilræði þetta var gert
en þeir vom þar til fundarhalda.
Jolo er miðstöð frelsishreyíingar
múhameðstrúarmanna sem beij-
ast fyrir sjálfstæðu ríki sínu þar.
_______________DV
Skæruliðar sluppu
út í frumskóginn
Indverskir hermenn héldu sýningu á jarðsprengjum sem þeir höfðu náð
af skæruliðum tamíla. Símamynd Reuter
Skæruliðar tamíla hafa sloppið í
gegnum net indversku hersveitanna
og hafast nú við í frumskógunum
umhverfis Jaffna, að því er indversk-
ur herforingi sagði í gær. Kvað hann
herlið sitt aðeins hafa takmarkað
vald yfir Jaffna eftir sextán daga
umsátur.
Sagðist hann vera þeirrar skoðun-
ar að allt að tólf hundruð tamíltígrar
hefðu flúið með vopn gegnum net
Indverja er baráttan um Jaffna
harðnaði í síðustu viku.
Sprengjuárás var gerð á skrifstofu
indverska sendiráðsins á Sri Lanka
í gær um leið og bardagarnir um-
hverfis Jaffna héldu áfram, sextánda
daginn í röð. Haföi sprengjunni verið
komiö fyrir á salemi á skrifstofunni
og jafnvel talið að marxistar úr röð-
um sinhalesa hafi verið að verki.
Að minnsta kosti átta þúsund ind-
verskir hermenn reyna nú að fá
skæruliða tígra til að gefast upp og
ganga aö friðarsamkomulaginu sem
undirritað var í sumar. Að sögn vitna
hafa skæmliðar komið fyrir jarð-
sprengjum í Jaffna um helgina og
indversku hermennirnir halda sig
nú á aðalvegum af ótta við sprengj-
urnar.
Kötturinn Grettir í stórþinginu
sagðist því miður lítiö geta gert í
málinu og sér þætti Grettir næsta
saklaus köttur.
Fyrirspurn þingmannsins vakti
athygli í Noregi og í fiölmiðlum er
spurt hvort þingmenn hafi ekki viö
alvarlegri mál að fást en að rífast
um teiknimyndasögur.
Hvetja til dreifingar —
valds innan lögreglunnar
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Kötturinn Grettir í samnefndri
teiknimyndasögu, sem daglega
birtist í dagblöðum víða um heim,
var á dagskrá í fyrirspurnatíma í
norska stórþinginu.
Þingmaðurinn Kristilega þjóðar-
flokksins, Britt Harkestad, fór fram
á það við menntamálaráðherra að
kennslubók, sem hefur Gretti sem
myndskreytingu á kápu, verði tek-
in úr umferð. „Teiknimyndasagan
Grettir heldur að fólki og fegrar
skróp, lygi, illkvittni og fyrirlitn-
ingu á konum,“ sagði þingmaður
KristOega þjóðarflokksins.
Menntamálaráðherra Noregs
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Valddreifing innan norsku lögregl-
unnar er æskileg, segir í niðurstöðu
nefndar sem skipuð var af dóms-
málaráðuneytinu til að fialla um
hlutverk lögreglunnar í norsku sam-
félagi.
Nefndin segir valddreifinguna best
framkvæmda með því að stofnuð
verði lögreglustjórn í hverju um-
dæmi og stjórnin kosin í almennum
kosningum. Með þeim hætti verði
nánara samband á milli lögreglunn-
ar og almennings, segir í nefndarálit-
inu.
Fyrstu viðbrögð lögreglunnar eru
varkár gagnrýni á tillögurnar. Fæst-
ir innan lögreglunnar vilja fá yfir sig
stjórn sem skipuð er öðrum en lög-
•reglumönnum sjálfum.
A næstu vikum og mánuðum fara
fram umræður og skoðanaskipti í
norsku samfélagi og síðan mun stór-
þingið undir vorið taka afstöðu til
hugmyndarinnar um valddreifingu
innan lögreglunnar.
Skriffinnska undir smásjánni
væri enn alvarlegt vandamál.
Róttækasta breytingartillaga Zha-
os var að leggja niður nefndir þær
er hafa yfirumsjón með stofnunum
ríkisins. Ef sú tillaga verður sam-
þykkt gæti hún haft í för með sér að
milljónir flokksstarfa leggist niður.
Deng, sem er orðinn 83 ára gamall,
var fagnað innilega þegar hann gekk
í fararbroddi í þingsalinn. Hann leit
vel út og brosti tO viðstaddra. Aðrir
eldri flokksmeðlimir þurftu á aðstoð
að halda við að setjast og sumir áttu
greinilega erfitt með að halda sér
vakandi.
SjúkrabOar voru fyrir utan þing-
húsið þar sem mörg þúsund manns
höfðu safnast saman. Erlendum
fréttamönnum var í fyrsta skipti síð-
an 1956 leyft að vera við þingsetn-
ingu. Aðrir fundir verða haldnir
fyrir luktum dyrum.
Bunkar með ræðu Zhaos voru
keyrðir í hjólastólum inn í þingsal-
inn og afhentir fréttamönnum.
Búist er við að harðlínumenn inn-
an flokksins víki úr embætti er
þinginu lýkur og er það liður í áætlun
Dengs um aö fá yngri kynslóðinni
völdin í hendur.
Á flokksþingi kínverska kommún-
istaflokksins, sem sett var í gær, var
lögð áhersla á hraðskreiðari umbæt-
ur, aðgerðir gegn spilhngu og stuðn-
ing við yngri leiðtoga.
Zhao Ziyang, formaður flokksins,
sem búist er við að taki viö af Deng
Xiaoping sem leiðtogi Kína, mætti tO
leiks í vestrænum klæðnaöi og skar
hann sig úr hópi hinna flokksmeð-
limanna sem klæddir .voru í hin
hefðbundnu Maofót og herbúninga.
Zhao ávarpaði hina tvö þúsund
þátttakendur sem komið höfðu tO
Peking hvaðanæva úr landinu og
benti á að misbrestur væri á stjórnun
landsins. Valdið væri enn of mikið í
höndum fárra og skriffmnskubáknið
Leiðtogi Kiná, Deng Xiaoping, og formaður kínverska kommúnistaflokksins,
Zhao Ziyang, við setningu þings kínverska kommúnistaflokksins í Peking i
gær. Simamynd Reuter