Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Side 13
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
13
Neytendur
Svanfríður
Hagvaag
skrifar
Pott-
steik
Núorðiö vilja flestir magurt
kjöt en gallinn við það er að það
vill verða þurrt í matreiðslu. Fita
í kjöti virkar eins og einangrun
og minnkar áhrifin af háum hita
við matreiðslu. Kjöt án fitu þorn-
ar fyrr og verður seigara þegar
hitinn er hár. Það soðnar líka
fyrr en feitt kjöt.
Það er hægt að komast hjá þess-
um vanda með því að halda
hitanum niðri, sama hvaða mat-
reiðsluaðferð er notuð.
Pottréttir ættu að mafla rétt um
suðu og steikur ætti að steikja við
um þaö bil 150 gráður eða minna.
Eini tíminn, sem magurt kjöt á
að komast í snertingu við háan
hita, er fyrst í matreiðslunni þeg-
ar verið er að loka inni kjötsafann
með því að láta myndast skorpu
utan á kjötinu. Eftir það á að
lækka hitann eins fljótt og hægt
er á sem stystum tíma svo að hái
hitinn nái ekki inn fyrir skorp-
una.
Oft er notuð feiti þegar verið er
að elda úr mögru kjöti til aö koma
í veg fyrir að það þorni upp. En
ef notuð er mikil fita við mat-
reiðsluna er búið að eyðileggja
áhrifin af því að borða mat með
lágu fituinnihaldi.
Hvers vegna ekki að halda sig
við lága hitann og borða mjúkt
safaríkt kjöt án fitunnar?
En hér kemur ágæt uppskrift
að pottsteik sem hægt er að nota
í næstum hvaða kjöt sem er, að-
eins ef það er magurt.
1 '4 kg magurt kjöt
2-3 hvítlauksbátar
heilhveiti
1-2 msk. matarolía
2 laukar, saxaðir
2 stórar gulrætur í sneiðum
1 rófa í bitum
1 græn paprika í strimlum
3^4 stórar kartöflur í bitum
salt og pipar eftir smekk
1 muliö lárviðarlauf
2 bollar kjötsoð eða vatn
Nuddið steikina með skornum
hvítlauksbát og veltið henni síð-
an upp úr heilhveiti. Hitið
þykkbotna pott og látið matarol-
íuna út í. Brúnið kjötið, snúið því
oft svo allar hliðar verði jaifnt
brúnaðar. Þegar kjötið er hálf-
brúnað látið þá út í pottinn
laukinn og grænmetið sem óskað
er eftir að hafa með því. Það er
ekki nauðsynlegt að einblína á
það sem talið er upp hér að ofan,
hægt er að hafa næstum hvaða
grænmeti sem er.
Þegar búið er að brúna kjötið
er lárviðarlaufið sett út í og nóg
kjötsoð svo að það nái svona um
það bil upp á hálft kjötstykkið.
Látið lokið á og látið malla við
lítinn hita í 2-3 klukkutima eða
þangað til kjötið er meyrt. Kjöt
af fullorðnu getur þó verið lengur
að soðna. Ef potturinn er með
þéttu loki á ekki aö þurfa að bæta
við vökva en það þarf að fylgjast
með og bæta við vökva ef með
þarf. Þegar kjötið er næstum soð-
ið er kryddað með salti og pipar
eftir smekk.
Berið fram með sósu sem búin
er til úr soðinu og grænmetinu
sem soðið var með kjötinu.
Gott er að bera fram soðin hrís
gijón með þessu en það er ekki
nauðsynlegt.
Nlillibrimt
Teg. 3710-25, svart
loðfóðrað leftur-
Verð
Svart og brun
fóðrað leður
rennilás. V
3514-60,
t leður mei
hæl. Verö
ITALSKIR VETRARSKOR
14190
29350
Snorrabraut 38, s.m.
, Borgartúni 23, s.m.
^ Skóbúðin
Póstsendum Lipurtá
ÚTLEIGA Á
RYKMOTTUM
ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKI
fyrir verslanir, fyrirtæki, stofnanirog húsfélög.
Rykmotturnar, sem FÖNN leigir út, eru hreint ótrúlegar.
Vegna sérstakra eiginleika mottunnar hreinsar hún um 85% óhreininda
undan skósólum þeirra sem yfir hana ganga. Skipt er um motturnar reglu-
lega þannig að „enginn kemst vaðandi inn á skítugum skónurn".
Þar sem mottan er fyrir hendi hefur vinna og kostnaður viö hreingerningu
innandyra lækkaö stórkostlega.
Hægt er að velja um stæröir og liti.
Hinar gífurlegu vinsældir rykmottunnar sanna ágæti hennar.