Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. Stjónunál Húsnæðismálin: Deilt um öll aðalatriði „Stóryröi félagsmálaráðherra spilla fyrir lausn málsins," sagöi þingmaður í Sjálfstæðisflokki í við- tali við DV um húsnæðisfrum- varpið. „Frumvarpið er illa unnið og ráðherra tO skammar," sagði þingmaður í Framsóknarflokki. Hnútukastið um húsnæðisfrum- varpið hefur ekki farið fram hjá neinum. Rifrildið dundi yfir Al- þingi í fyrradag, þegar stjórnarlið- amir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Alexander Stefánsson, fyrrum félagsmálaráð- herra, tókust á. Deilurnar hafa að undanfomu grasserað í öllum fjöl- miðlum. Framvarpið er þó stjórn- arframvarp. Ríkisstjómin leyfði Jóhönnu að flytja það í nafni stjómarinnar. En fyrirvarar sjálf- stæðis- og framsóknarþingmanna era miklir um öll aðalatriði máls- ins. Jóhanna Siguröardóttir vill að foringjar þeirra-flokka knýi liðs- menn sína til stuðnings við frumvarpið. En mikið þarf á að ganga, eigi frumvarpið að ná fram að ganga nema gjörbreytt. Koma munu í ljós brestir í stjómarsam- starfmu við þá umræðu, þótt of snemmt sé að slá fram, að upp úr slitni. En um hvað er deilt svo hart? Kannski er það ekki öllum ljóst í moldviðrinu. Núgildandi kerfi komst í gagnið í seþtember í fyrra. Það hafði orðið til í kjarasamningum aöila vinnu- markaðarins veturinn á undan. Með því bera lífeyrissjóðir hús- næðiskerfið uppi með kaupum á skuldabréfum Byggingasjóðs. Aðil- ar vinnumarkaðarins telja eðlilegt, að við þá sé rætt, þegar enn á ný á að gjörbreyta þessu kerfi. Forystu- menn lífeyrissjóðanna vilja hafa eitthvað að segja um breytingar, Við þetta fólk hefur ekki veriö formlega rætt. Þá hefur félags- málaráðherra engu breytt í frumvarpi sínu þrátt fyrir andmæli samstarfsmanna, Kannski verða breytingarnar í meðferð þingsins - ella virðist frumvarpið ekki munu ná fram að ganga. Þessi skortur á samráði er eitt af því, sem gagnrýnt er, en aðeins hluti af deilunum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra leggur tram hið umdeilda húsnæðisfrumvarp. DV-mynd GVA Ríkir út í kuldann Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Fréttaljós Haukur Helgason synja megi umsækjendum um lán, eigi þeir töluverðar eignir fyrir. Þar er fyrst tiltekið um synjun eða skerðingu, ef umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð, ennfremur ef hann á það, sem nefnt er mikil íbúðareign, skuldlítil eða skuld- lans Nánari ákvæði um bað verði sett í reglugerð. Ennfremur ef fyrri íbúðareign umsækjanda er skuld- lítil og stærri en 180 fermetrar brúttó, að frádregnum bílskúr, og umsækjandi er að minnka við sig. Með þessu yrði hluta af félögum lífeyrissjóðanna úthýst. Þingmað- ur í Framsókn bendir á, að þessi grein sé illa samin, þar sem sumt sé tvítekið, sem sé heimild til skerð- ingar eða synjunar, eigi umsækj- andi mikla íbúðareign, og síðan enn sagt, að skerða megi, eigi hann skuldlitla 180 fermetra íbúð. Því mætti vafalaust breyta. Sjálfstæð- ismenn segja, að frumvarpið sé ekki í samræmi við mikilvæg atriði í samkomulagi aðila vinnumarkað- arins um skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna. Sem sé, til stendur að útskúfa sumum félögum sjóðanna. Þingmaður í Sjálfstæðisflokki sagði í viðtali við DV: „Okkar viðbrögð hljóta að verða að fá fyrst viðbrögö aðila vinnumarkaðarins og lífeyr- issjóðanna. Ég tel ólíklegt, að þeir fallist á þessar breytingar, þar sem ýmsir félagar verði settir hjá þvert ofan í fyrra samkomulag." Aðilar vinnumarkaðarins eru tortryggnir á frumvarpið. En Jóhanna Sigurð- ardóttir segir, að nú reki menn upp ramakvein, þegar útiloka eigi hina auðugu, kannski sjö prósent af umsækjendum, en enginn hafi æmt eða skræmt, þegar í núgildandi kerfi séu útilokaðir þeir, sem taldir séu of fátækir, sem einnig séu um sjöprósentafumsækjendum. Sjálf- stæðisþingmaðurinn benti DV á, að í frumvarpinu væri bara talað um íbúðareign, ekki aðrar eignir. Auðvelt væri að fela íbúðareign, til dæmis með því að taka út á hana lán, sem nota mætti til öflunar ann- arra eigna. Þetta væri í sjálfu sér mikill galli. Skömmtun Frumvarpið gerir ráð fyrir for- gangshópum, sem fái lán fyrr en aðrir. Þar segir, að úthlutun lána til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, svo og vegna lána til viðbyggingar, endurbóta eða orkusparnaðar, skuli ganga fyrir úthlutun lána til þeirra, sem eiga íbúð fyrir. Nánari reglur skuli settar í reglugerð. Heimilt sé ríkis- stjóm að ákveða mismunandi vexti efir röðun í forgangshópa. Þetta atriði segja sjálfstæðismenn, að orki tvímælis og geti leitt til spill- ingar. Framsóknarþingmenn hafa sagt við DV, áð heimild verði að vera um að niðurgreiða ekki vexti fyrir þá, sem ekki þurfi á að halda. En þeir óttast framkvæmdina. Erf- itt verður að kanna svo ofan í kjölinn hag allra umsækjenda, að ekki skeiki. Vissulega eru skatt- framtöl vafasöm heimild um fjár- hag sumra. Þá dragi þetta úr því unga fólki, sem nú hefði efni á tveggja herbergja íbúð, en yrði kannski að ráðast í kaup fjögurra herbergja íbúðar, meðan það er í forgangshópi, og reisa sér hurðarás um öxl. Iðnnemar og háskólanem- ar yrðu kannski nú í forgangshópi en eftir fimm ár hefðu þeir hugsan- lega margfaldað tekjur sínar. Hvaða rannsóknardómstóll getur fylgst með þessu? spyrja menn. Þessi síðasttöldu atriði vefjast því mjög fyrir þingmönnum Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokks. Valdaafsal til Jóhönnu Þá er eitt stærsta atriðið, að fram- varpið gerir ráð fyrir afgreiðslu mála með reglugerð hér og reglu- gerð þar. Samstarfsmenn félags- málaráðherra óttast valdaafsal til hennar. Einn þingmaður í Sjálf- stæðisflokki sagði í gær, að næsta skrefið yrði að vera, að ráðherra legði fram uppköst að fyrirhuguð- um reglugerðum, svo að þingmenn vissu, um hvað verið væri að ræða. Vissulega er núgildandi kerfi komið í ógöngur. í forsendum þess var gert ráð fyrir 3800 umsækjend- um á ári fyrstu tvö árin. Á rúmu ári hafa hins vegar borist um tíu þúsund umsóknir. Afgreiðsla þeirra mundi kosta fimmtán millj- arða, tíu milljörðum meira en ráð var fyrir gert. Biðtíminn er að verða þrjátíu mánuðir. Ógöngur kerfisins era slíkar, að menn geta verið sammála um, að úrbóta sé þörf. Haukur Helgason í dag mælir Dagfari Bíldudalsbólið Það fór eins og við spáðum. Sauðféð úr Arnarfirðinum var flutt á fæti yfir til Patró og leitt þar til slátrun- ar. Yfirdýralæknir bar sigur úr býtum í deilunni um sláturhúsið á Bíldudal og sitja nú Bílddælingar eftir með sárt ennið og sviptir æranni. Övíst er um framhaldið. Samkvæmt ályktunum sveitar- stjórnarinnar hefur yfirdýralækn- ir kastað rýrð á bæjarfélagið með því að segja frá sóðaskapnum í plássinu sem þýðir að Bílddælingar verða að ganga um með hauspoka til aðrir beri ekki kennsl á þá. Ef marka má lýsingar læknisins er spuming hvort ekki veröur að setja Bíldudal í sóttkví eða samþykkja útgöngubann úr plássinu til að koma í veg fyrir smithættu og gerlasýkingu. í gamla daga voru reistar mæðu- veikigiröingar þvert og hreitt um landið til að forða sýktu sauðfé frá því að ganga laust yfir í önnur byggðarlög. Nú á dögum eru eyðni- sjúklingar geymdir í gerilsneyddu húsnæði í sama tilgangi. Sennilega má búast við að heilbrigðisyfirvöld grípi til sambærilegra ráðstafana gagnvart Bflddælingum miðað viö þann óþrifnað sem fyrirfinnst í sláturhúsinu á staðnum. Nokkrar deilur era um sann- leiksgildi skýrslunnar frá yfirdýra- lækni, sérstaklega aö því er varðar rottuganginn á staðnum. Dýra- læknirinn heldur því fram að rottur séu þar húsgangar, einkum og sér í lagi í sláturhúsinu en Bíld- dælingar mótmæla þessum áburði harðlega og segja að öllum rottum hafi verið útrýmt fyrir löngu. Illar tungur halda því fram að ástæðan fyrir rottueyðingunni hafi einmitt verið sú að rotturnar nærðust á slátrinu í sláturhúsinu og hafi ekki lifað það af. Þetta getur verið nærri lagi ef þaö er rétt að saurgerlar hafi grasserað í húsinu enda eru rottur miklu næmari fyrir slíku fæði heldur en mannskepnan. Eftir að Alþingi, ráðuneytið og heilbrigðisyfirvöld áváðu að taka meira mark á yfirdýralækni heldur en heimamönnum sjálfum varð- andi það atriði hvaða meindýr halda til í sláturhúsinu á Bíldudal hefur kvikfénaðurinn verið fluttur til milli byggðarlaga og leiddur tfl slátrunar á Patreksfiröi. Engar skýrslur liggja hins vegar fyrir frá meindýraeyðurum hvemig rottu- gangi er háttað á Patró en vonandi dafna gerlar og salmónellur vel í sláturhúsinu þar svo að rotturnar fái líka matareitrun og drepist af sjálfu sér, þannig að neytendur geti verið öraggir um að kjötið af lömbunum sem alin era upp í Arn- arfirðinum og drepin á Patreksfirði bragðist ómengað. Ekki er ennþá kunnugt um við- brögð Bflddælinga við þeim tíðind- um að þeir búi í svo gerlasýktu byggðarlagi að almenningur geti ekki lagt sér neitt til munns sem þaðan kemur. En ef marka má sært stolt þeirra og yfirlýsingar sveitarstjómarinnar kæmi ekki á óvart þótt Bíldudalur sliti stjórn- málasambandi við umheiminn. Hvernig getur þetta fólk átt sam- skipti viö aðra íslendinga eftir að þeir hafa veriö útskúfaðir úr sam- félaginu vegna óþrifnaðar og sóðaskapar? Hvernig geta Bílddæl- ingar setið undir þeirri niðurstöðu að heilbrigðisyfirvöld setji bann á framleiðsluna, sem frá þeim kem- ur, af ótta við að rottur séu búnar að smakka á matnum áður en hann kemur í búðimar? Auðvitað geta þeir farið að ráðum Dagfara frá því í gær og étið sjálfir sína eigin fram- leiðslu en það er víst alveg sama þótt þeir hafi heimaslátrað í alla mata. Kvikfénaðurinn í Arnarfirð- inum ku vera meiri og íleiri en svo að Bílddælingar einir geti torgað honum. En það er annað sem snjöllum mönnum hefur dottið í hug. Al- kunna er að landbúnaðurinn veröur ýmist að urða eða henda á öskuhaugana nokkrum tonnum kindakjöts á hverju ári. Þetta er meira að segja yfirlýst stefna stjórnvalda og fer ekki leynt. Hvers vegna þá ekki að láta sláturhúsið á Bíldudal slátra þeim skammti sem þannig þarf að henda hvort sem er? Það yrði heilmikil hagræðing í því éf kerfið kæmi sér upp sérstökum sláturhúsum, eins og þessu á Bíldudal, sem hefðu það verkefni að slátra þeirri framleiðslu, sem aka má beint á haugana. Þá þarf enginn að hafa áhyggjur af því þótt rottumar hafi smakkað á því á undan! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.