Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987.
7
DV
Frétdr
Mikil ábyrgð er lögð á
aðila vinnumarkaðarins
- sagði Þorsteinn Pálsson for^ætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi
Kaupleiga ríkisfyrirtækja:
Úttekt ólokið
„Þetta er í deiglunni ennþá,“ sagöi
Jón Ólafsson hjá Ríkisendurskoðun
þegar DV spurðist fyrir um það hvað
hði úttekt Ríkisendurskoðunar á
kaupleiguviðskiptum ríkisfyrir-
tækja.
í kjölfar frétta af umtalsverðum
kaupleiguviðskiptum ríkisfyrir-
tækja, þar á meðal Ríkisútvarpsins,
óskaði fjármálaráðherra eftir úttekt-
inni.
„Þessu er ekki lokið enn og ég hef
ekkert að segja á þessu stigi. Það
þarf að safna gögnum,“ sagði Jón.
Karl Th. Rirgisson, blaðafulltrúi
fjármálaráðherra, sagðist í gær telja
að vinna við úttektina hefði ekki taf-
ist umfram það sem ætlað hefði
verið. „Gangurinn í þessu fer eftir
því hvernig gengur að fá svör frá rík-
isfyrirtækjum og ráðuneytum. Ég get
ekki lagt mat á það hvort þetta er
óeðlilega langur tími,“ sagði Karl.
-ój
„Blikur eru á lofti í efnahagsmál-
um en rikisstjórnin hefur með
aðgerðum af sinni hálfu lagt grun-
dvöll að áframhaldandf stööug-
leika. En um leið hefur verið lögð
mikil ábyrgð á aöila vinnumarkað-
arins. Ríkisstjórnin hefur ekki í
hyggju að hverfa frá markmiðum
sínum eða losa um þá umgerð sem
efnahagslífinu hefur verið sett
meðal annars með gengisstefn-
unni,“ sagði Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra í stefnuræðu
sinni á Alþingi í gærkvöldi.
„Eitt mesta hagvaxtarár í ís-
lenskum þjóðarbúskap er senn
liðið. Svo virðist sem þjóðartekjur
muni ekki aukast á næsta ári. Það
er raunveruleiki sem við verðum
að laga okkur að ef við ætlum ekki
að kasta framtíðarmöguleikum
okkar á bái verðbólgunnar."
Þorsteinn sagði að á síðastliðnu
ári hefði tekist í tvígang að semja’
á almennum vinnumarkaði um
kaup og kjör þannig að samræm-
dist stefnu stjórnvalda um stöðug-
leika. Ríkissjóður hefði þá tekið á
sig byrðar til aö ná fram markmið-
um samninganna. Lýsti hann
ríkisstjórnina reiðubúna til áfram-
haldandi samstarfs við aðila
vinnumarkaðarins.
Þorsteinn sagði að gjaldeyris-
verslun og fjármagnshreyfmgar
milli íslands og umheimsins yröi
að gera frjálsari. Þróun í viðskipta-
og samkeppnislöndum stefndi
hröðum skrefum í þá átt að fjár-
magnsstraumar lytu engum landa-
mærum. Boðaði hann lagabreyt-
ingar til að greiða fyrir aðgangi
íslenskra fyrirtækja að erlendu
áhættufé, svo og til að hægt yrði
að heimila erlendum aðilum að
eiga meirihlutá í íslenskum iðnfyr-
irtækjum.
Þá boðaði hann virðisaukaskatt í
stað söluskatts í ársbyrjún 1989.
-KMU
nanAhrAÍncait
i/ciiivi ii wii mciv
með geislun
Á Akranesi er vandamál vegna . sett á vatnskrana heima bjá sér ef
gerlamengaðs neysluvatns leyst þeir treysta ekki vatninu.
með því að geisla vatnið áður en Daníel sagði að Akumesingar
það fer inn á kerfið. Að sögn Daní- hefðu kynnt sér þessi mál erlendis
els Ámasonar bæjartæknifræðings áður en ákvörðun var tekin um að
hefur þessi aðferð reynst mjög vel. sefja tækin upp og hefði reynslan
'Sýni, sem send em reglulega, hafa ytra, til að mynda í Noregi, verið
alltaf verið jákvæð síðan byrjað var mjöggóð.
að geisla vatnið árið 1982. Nú munu nokkur bæjarfélög á
NeysIuvatnAkumesingaertekið landinu vera með í athugun að
upp undir Akrafjalli og var í ára- setja upp geislunarbúnaö og munu
tugi talið vont vatn. Eftír því sem Seyðfirðingar þegar vera búnir að
varp og fuglalíf jókst í Akrafjalli setja upp geislunarbúnað og Bol-
versnaði vatnið uns svo var komið víkingar langt komnir 1 málinu.
að þaö var talið óhæft til neyslu Þaö sem vinnst viö aö geisla vat-
óspðið. nið er að bragðið breytist ekkert
Árið 1982 var tekið tíl bragðs að eins og þegar vatn er dauðhreinsað
geisla vatniö með fyrrgreindum með því að kiórblanda það. Geisl-
árangri. Daníel sagði aö það væri urún fer þannig fram að geislaper-
ekki mikiö né dýrt fyrirtæki aö um er beint aö vatninu og ljós
koma upp búnaöi til geislunar. þeirraferígegnumvatniðogdauð-
Hann sagði að til væri litiil og ódýr hreinsar þaö.
geislunarbúnaður sem menn gætu -S.dór
Könnun meðal Þjoðverja:
Taka íslenskan fisk
framyfir þann þýska
- ieiðtogafundurinn er gleymdur
Þjóðverjar telja íslenskan fisk hafa
yfirburði yfir þann þýska. Aðalá-
stæðan er uppruni vörunnar í
heilnæmu umhverfi. Þetta kemur
fram í könnun sem Útflutningsráð
íslands lét gera í Þýskalandi skömmu
eftir að ormaþátturinn frægi var
sýndur í þýska sjónvarpinu.
„Ég er ánægður með niðurstöður
könnunarinnar," segir Þráinn Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsráðsins. „Það sem vekur
mesta athygli er hve margir Þjóð-
verjar muna eftir íslandi vegna
náttúrufegurðar en fáir vegna þjóð-
arinnar sjálfrar og atvinnulífsins
hérna.“
Þráinn segir að mikilvægt sé nú
fyrir íslendinga að tengja vörurnar
meira uppruna landsins í allri kynn-
ingu og jafnframt að leggja meiri
áherslu á þjóðina sjálfa, að á íslandi
búi þjóð með þróað atvinnulíf.
Tæpur helmingur þýskra neytenda
telpr íslenskar framleiðsluvörur,
einkum fiskafurðir, vera góðar vör-
ur. Flestir þeirra höfðu enga sérstaka
reynslu af íslenskum vörum og var
matið til komið vegna umhverfisins
á íslandi.
Þegar spurt var hvað kæmi fyrst í
hugann, þegar ísland væri nefnt,
nefndi 51 prósent náttúru landsins,
49 prósent nefndu veðurfar og tengdu
það kulda og snjó, 24 prósent nefndu
staðsetningu landsins á norðurhveli
jarðar, 18 prósent nefndu fisk og
fiskafurðir, 13 prósent nefndu ís-
lenska hestinn og 12 prósent nefndu
íslensku sauðkindina.
Það vekur mikla athygli að í könn-
uninni nefndu 3 prósent leiðtogafund
Regans og Gorbatsjovs í Reykjavík
fyrir um ári þegar spurt var um hvað
helst kæmi í hugann þegar ísland
væri nefnt. Þetta þýðir að toppfund-
urinn gleymist fyrr en menn halda.
Mjög jákvætt viðhorf er til íslands,
samkvæmt könnuninni. Þgtta við-
horf er í hærra hlutfalli meðal betur
menntaðs fólks. Þeir sem höfðu lítinn
áhuga á íslandi höfðu frekar litla
menntun.
Vegagerðarmenn hafa áhyggjur af minnkandi framlögum:
Viðhald malaivega
vaxandi vandamál
„Þrátt fyrir viljayfirlýsingar Al-
þingis um að 2,4% af vergri þjóðar-
framleiðslu færi til vegagerðar er svo
komið að á árinu 1987 ná framlög til
Vegagerðar ríkisins aðeins 1,4 til
1,5% af vergum þjoðartekjum.“
Svo segir Félag héraðs- og rekstrar-
stjóra hjá Vegagerð ríkisins. Lýsir
félagið verulegum áhyggjum yfir
síminnkandi fjármagni til vegagerð-
ar.
„Þessi samdráttur bitnar ekki síst
á viðhaldi malarvega sem víða er
orðið að verulegu vandamáli og fer
vaxandi. Þar sem til viðbótar versn-
andi viðhaldi koma auknar kröfur
vegfarenda um betri vegi, enda við-
miðun öll við bundin slitlög.“
Héraðs- og rekstrarstjórar Vega-
gerðarinnar segja að vanefndir frá
markmiðum langtímaáætlunar nemi
um þremur milljörðum króna á ár-
unum 1983 til 1987. Fyrir þann
niðurskurð heföi verið hægt að
leggja um tvö þúsund kílómetra af
bundnu slitlagi eða grafa um 20 kíló- Vegir með bundnu slitlagi hérlendis vaeru um tvö þúsund kilómetrum lengri
metra löng jarðgöng. hefði verið staðið við viljayfirlýsingu Alþingis um framlög til vegagerðar,
-KMU segja héraðs- og rekstrarstjórar hjá Vegagerð ríkisins. DV-mynd EJ.
GULLIÐ TÆKIFÆRI
Bestu sölumánuðir framundan.
Af sérstökum ástæðum er til sölu fjölskyldufataverslun á góðum stað. Greiðslukjör.
Sími 20114.
AUGLÝSING
Tryggingastofnun ríkisins
Styrkir til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra.
x Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. nóvember.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Tryggingastofnun ríkisins og hjá
umboðsmönnum hennar um allt land.
AFGREIÐSLUNEFND
-JGH