Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987.
Útlönd
Kapteinn úr lögreglunni í Manila
á FUippseyjum, Eduardo Media-
villo, var í morgun myrtur í iyrir-
sát, sem talið er aö skæruliöar
kommúnista á eyjunum hafi staöiö
fyrir.
I gær uröu sprengingar í tveim
sjónvarpsstöövum á Filippseyjum
og braust eldur út f báðum þeirra.
í morgun var önnur þeirra enn lok-
uð en tvær af þrem hæðum bygg-
ingar sjónvarpsstöðvarinnar
skemmdust mikið í eldinum.
Sjónvarpsstöðvamar eru báðar í
sömu byggingu en önnur þeirra er
ríkisstöö, hin í einkaeiga Það er
ríkisstöðin sem enn er óstarfhæf.
Talið er hugsanlegt aö sprenging-
amar hafi verið skemmdarverk.
Hafnimar opnar
Nýr samningur milli ríkja Vestur-Evrópu, sem auka mun á samvinnu
flota ríkjanna á Persaflóa, sýnir aö Evrópuríki geta gripiö til samhæfðra
vamaraðgeröa utan athafnasvæðis Atlantshaísbandalagsins ef þörf þykir
til sliks, að sögn embættismanna.
Forseti Vestur-Evrópubandalagsins, Hans Van den Broek, utanríkisráð-
herra Hollands, sagði í gær að sú ákvörðun aðildarríkja baiidalagsins að
auka á samvinnu flota þeirra á Persaflóa væri hluti af áætlun um að
samhæfa vamir V-Evrópu meira en verið hefúr.
Sagði ráðherrann aö V-Evrópuþjóöir vildu ekki hætta aðild aö NATO
en þegar eitthvað geröist utan athafnasvælðis þess gætu ríki þessi gripið
sjálf til aðgerða á samhæfðan hátt
Tokýo á upplefð
Verðbréf á markaðinum í Tokýo,
stærsta verðbréfamarkaði heims,
fór aftur upp á viö í morgun, annan
daginn í röö, í kjölfar hækkunar
sem varð á Wall Street í New York
í gær.
Markaðurinn í Wall Street tók
kipp upp á við í gær, annars vegar
vegna þess að hækkanir uröu á
mörkuðunum í Tokýo og i Hong
Kong, hins vegar vegna þeirrar
ákvörðunar IBM að kaupa um eins
mifljarðs dollara virði af hlutabréf-
um sínum til baka.
Þá virðast verðbréfamarkaðir
annars staðar, til dæmis í London
og Ástralíu, vera stöðugri en þeir
vom í síðustu viku.
Endumýja loftvamir
Bretar em nú að endumýja loft-
vamir sínar með því að taka í
notkun nýjar Tornado ormstuþot-
ur til þess að mæta því sem hátt-
settur foringi í konunglega breska
flughemum segir að sé hræðileg
ógnun frá Sovétmönnum.
Að sögn breska flughersins er
áætlunin um þessa endurnýjun sú
umfangsmesta sem hefur veriö
gripið tU.
Tomado-þotumar em langfleyg-
ar og voru hannaöar af Bretum,
Vestur-Þjóövetjum og ítölum í
sameiningu.
TVeir blaða-
menn myrtir?
Talið er að tveir bandarískir blaða- heimildarkvikmyndar um skæm- myrtir í fyrirsát fyrr í þessum mán-
menn, sem voru að vinna við gerð hemað í Afganistan, hafi verið uði, nærri Kabúl, höfuðborg Afgan-
istan. Er þetta haft eftir heimildum
innan bandarísku utanríkisþjón-
ustunnar svo og aðilum úr röðum
skæruhða í Afganistan.
Ekki ber öllum heimildum um
málið saman því að aðrar fregnir
herma að blaðamennirnir hafi verið
teknir höndum af hermönnum
stjómarinnar í Afganistan. Segja
þær heimildir að mennimir hafi ver-
ið fluttir til Kabúl og em bandarísk
stjórnvöld nú að reyna að finna út
hvað varð um mennina tvo.
Blaðamennimir tveir, Lee Shapiro
og Jim Lindelof, hafa verið í Afgan-
istan frá því snemma á síðastliðnu
sumri. Þeir unnu þar, sem fyrr segir,
að gerð heimildarkvikmyndar en
Shapiro er sjálfstæður framleiðandi
fréttamynda og Lindelof starfar sem
hljóðmaður.
Stjómvöld í París eru einnig að
rannsaka orðróm um að franskur
kvikmyndatökumaður hafi verið
handtekinn þegar hann var á ferð í
Afganistan með islömskum upp-
reisnarmönnum. Á hann að vera í
haldi í fangelsi í Kabúl. Frakkinn
Alain Guyot, sem starfaði fyrir
Sygma TV, var handtekinn í sept-
ember og síðar afhentur sovéska
hemámsliðinu í Afganistan, að sögn
Bandarísku blaðamennirnir Lee Shapiro og Jim Lindelof. Simamynd Reuter heimilda.
Rætumar i Bandaríkjunum
og Vestur-Þýskalandi
Gizur Helgason, DV, V-Þýskalandi:
Kauphallarsérfræðingar í V-
Þýskalandi hafa látið þau orð falla
að ef haldbær lausn er fyrir hendi á
fjármálamarkaðnum þá sé hana að
finna í Bandaríkjunum og Vestur-
Þýskalandi og að annað hvort landið
þurfi að taka afgerandi frumkvæði
til að leysa þessi alþjóðlegu jafn-
vægisvandamál í heiminum.
Eftir að dollarinn féll verulega í
gær á alþjóðamarkaði hafa þær radd-
ir orðið æ háværari er krefjast
ráðherrafundar þeírra sjö landa er
mega sín hvað mest í fjármálaheim-
inum. í gær fór dollarinn niður fyrir
1,8 strikið í V-Þýskalandi. í Frank-
furt var gengi hans skráð 1,76 v-þýsk
mörk.
Það sem setti skriðuna í Wall Street
af stað voru erjur á milli Bandaríkj-
anna og V-Þýskalands. í síðustu viku
gagnrýndi fjármálaráðherra Banda-
nkjanna, Baker, V-Þýskaland kröft-
uglega og hótaði því, að þyí er
sögusagnir herma, að láta dollarann
falla. Þjóðverjar eru mjög mikið á
móti lækkun dollarans þar eð það
skaðar útflutning V-Þýskalands
verulega. Bandaríkin hafa auðsjáan-
lega hótað því að nota dollarann sem
vopn gegn þeirri vaxtahækkun er
varð nú nýlega í V-Þýskalandi og auk
þess til þess að reyna að fá Þjóðveija
til þess að fara í gagnstæða átt, með
lækkun vaxta. Svar Þjóðveija er hins
vegar að það séu Bandaríkin sem
verði að komast fyrir rætur vandans
á heimaslóðum og eiga þar við óhag-
stæöan vöruskiptajöfnuð þar í álfu.
Þegar verðhrunskriðan skall yfir
reyndu V-Þjóðverjar að róa stóra
bróður í vestri en óopinber ummæli
nú hina síðustu daga benda til þess
að Þjóðveijar séu famir að brýna
raustina. Þeir óttast að Bandaríkja-
menn, með hjálp seðlabankans, láti
dollarann falla enn meir.
Síðan í febrúarmánuði hafa iðnað-
arlöndin haldið sig við Lourve-
samkomulagið um haldreipi til að
verjast sveiflum dollarans en það
hefur aldrei verið gert heyrum kunn-
ugt hvar mörkin eru, hvenær iðnað-
arlöndin grípa verulega í taumana.
Einn af þátttakendunum í Lourve-
samkomulaginu sagði nýlega í
Financial Times að ákveðið hefði
verið að halda genginu þar sem það
er og að tryggja frávik. Það var líka
allt og sumt. Því má segja að gengis-
fall dollarans sé ekki endilega
samningsrof eða stríði gegn sam-
þykktunum í Louvre.
Kauphallarmenn eru nú vitni að
því að stjóm Bandaríkjanna reynir
að beita eigin efnahagskerfi hörðu,
það er minnka hallann á vöruskipta-
jöfnuði en um leið að leggja þrýsting
á V-Þjóðverja til meiri samræmingar
í efnahagspólitíkinni.
Kjamorkuvopn
á Persaflóa?
Arkin segir að öll flugmóðurskip
beri kjamorkuvopn þegar þau eru á
hafi úti.
Talsmaður Pentagon, sem beðinn
var um viðbrögð við fullyrðingum
höfundarins, notaði við það tækifæri
hefðbundið svar bandariskra her-
málayfirvalda, þess efnis að ekkert
yrði sagt til um hvort kjamorkuvopn
væra eða væra ekki á einhveiju
ákveðnu skipi, hvar sem er á höfum
úti.
Að sögn höfundar nýrrar skýrslu
má telja víst að nokkur þeirra banda-
rísku herskipa, sem nú era á Persa-
flóa til verndar skipaumferð, beri
kjarnorkuvopn, allt frá Tomahawk-
flaugum til B-57 djúpsprengja.
William Arkin, sem er höfundur
skýrslu um kjamorkuvígbúnaðar-
kapphlaupið á höfúm úti, fullyrðir aö
flugmóðurskipið Ranger, sem nú er á
norðanverðu Arabíska hafinu, beri að
jafnaði bæði &43 og B-61 kjamorku-
vopn, auk djúpsprengjanna.
Eru kjarnorkuvopn á Persaflóa?