Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. Iþróttir Magnús áfram á Setfossi Magnús Jónatansson knattspyrnu- þjálfari verður áfram hjá Selfossi á næsta leiktímabili. Hann þjálfaði þar við góöan orðstír á nýliðnu sumri og var liðið nærri fyrstu deildar sæti. „Það er engin spuming að Selfoss hefur skapað sér nafn á landabréfi knattspymunnar hér á landi,“ sagði Magnús í spjalli við DV í gær. „Því veldur áhugi leikmanna og gífurleg vinna þeirra sem starfa að málum hðsins. Við missum vissulega sterka leikmenn - og það er á margan hátt áfall - en það kemur ávallt mað- ur í manns staö.“ Þess má geta að næsta starfsár Magnúsar hjá Selfyssingum var bundið í samningi sem báöir aðilar undirrituðu fyrir tímabilið sem nú er að baki. Samningurinn var hins vegar uppsegjanlegur af báðum aðil- um í ákveðinn tíma nú í haust en hvorugur lét verða af slíku. -JÖG Fara strax út á flugvöll Það verður allt á fullri ferð hjá leikmönnum íglenska landsliðsins eftir leikinn gegn Rússum í Simferopol í kvöld. Þeir halda af stað til Moskvu | aðeins klukkutíma eftir aö leik- urinn eru úti, eða kl. 21 að I staðartíma. Farið verður þá til Moskvu og síðan verður flogið til London í fyrramálið. -SOS • Guðmundur Torfason, markaskorarinn mikli, fser erfitt hlutverk í kvöld í keppninni viö rússneska björninn. Tekst honum aö fagna marki? Slæmar aðstæður íslenska liðsins á Krímskaga: „Við getum ekki breytt neinu hér - sagði Sigi Held landsliðsþjálfari sem bað leikmenn íslenska landsliðsins að hugsa eingöngu um leikinn gegn Rússum „Við verðum að sætta okkur við þessar aðstæöur - láta þær ekki hafa áhrif á okkur heldur hugsa aðeins um leikinn sem framundan er. Við getum ekki breytt neinu hér,“ sagði Sigi Held, landshðsþjálfari íslands í knattspymu, á fundi með leikmönn- um íslenska landsliðsins í gær. Held var þá að ræða um slaka aðstööu sem íslensku leikmennimir eru ekki á- nægðir með í Simferopol á Krím- skaga. Held sagði að allar aðstæður væm ekki þær heppilegustu fyrir íslenska hðið. Kuldinn er mikill, jafnt inni á hótelinu sem íslensku leikmennirnir búa á og úti. „Við verðum að láta aðstæðumar ekki fara í skapið á okkur heldur einbeita okkur að leiknum gegn Rússum sem vefður erfiður. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Held. Islensku landshðsmennirnir æfðu tvisvar sinnum í gær. Fyrst í gær- morgun og síðan í gærkvöldi - þá á leikveflinum sem leikurinn fer fram á. „Nei, það óttast enginn skeh hér. Strákamir em ákveðnir að gefa allt sem þeir eiga í leikinn. Ef þeir leika skynsamlega og yfirvegað, eins og gegn Norömönnum, þá eigum við að geta veitt Rússum harða keppni,“ sagöi Guðni Kjartansson, aðstoðar- maður Sigi Held. Guðni sagði að það væri Ijóst að margir leikmanna íslenska Uösins væm ekki í nægUega góðri leikæf- ingu. Það hefur verið vandamál hjá okkur undanfarin ár hve margir leikir hafa verið leiknir löngu eftir að keppnistímabiUnu heima er lok- ið,“ sagði Guðni. Þaö er mikiU hugur í leikmönnum íslenska landsUðsins. Allir leik- mennimir em heilir nema Gunnar Gíslason sem finnur til meiðsla í vöðva í kviði. Þess má geta að þeir Bjami Sigurðsson og Ómar Torfason komu tíl Simferopol ásamt Steini Halldórssyni, stjórnarmanni KSÍ, rétt fyrir miðnætti á mánudags- kvöldið - eftir ævintýralega ferð um flugvelU í Rússlandi. Þeir lögðu upp í ferðina frá Dússeldorf á mánudags- morgun. SOS AIH í ólestri hjá norska knattspymusambandinu Gauti Grétarssan, DV, Noregi: Mikið fár hefur ríkt í norskúm flöl- miðlum síðustu dagana vegna afsagnar stjómarmanna í þarlendu knattspymusambandi. Vom fjármál stofnunarinnar komin í ólestur vegna ýmissa ytri þátta. Meðal annars minnkuöu tekjur vegna fækkunar áhorfenda svo að dæmi sé tekið. Þrátt fyrir vissu um þessa ytri þætti kusu forkólfar knattspymu- sambandsins að kenna skrifstofu- stjóra sínum um ófarimar. Sá beygði sig hins vegar ekki undir þann dóm og sagði farir sínar ann- að en sléttar í norskum fjölmiðlum. í kjölfar blaðaskrifanna sagði formaðurinn, Eldar Hansen, af sér og kom hann þannig málum í bhndgötu. Efuðust enda fjölmargir um rétt- mæti fullyrðinga hans og annarra stjórnarmanna. Var því stjóminni allri þröngvað til að segja af sér skömmu síðar. ■ Nýstjómvarsíðankjörinímiklu ■ hasti á laugardag, rétt fyrir úrsUta- I leikinn í bikarkeppninni. Finna " varð ábyrgan mann til að sitja við g hhð Ólafs fimmta en sá er konung- . ur Noregs. Hans-hátign hefur | nefnfiega vanið komur sínar á vöU- ■ inn þegar barist hefur verið um I sigurlaunin í norsku bikarkeppn- I inni. -JÖG | Punktar fiá Krímskaga: Gamla, góða föðuriandið illa fjarri góðu gamni Aöbúnaður íslenska lands- Uðsins í Simferopol á Krím- skaga er ekki sem bestur. Það fer ekki vel um leikmennina | sem halda sig að mestu inni á slöku hóteU vegna kúlda. • Matur er ekki eins og menn eiga að venjast. Kuldi er inni á hótehnu þannig að leikmenn þurfaaðhvílastmeð'mörgteppi | ofan á sér. • íslensku leikmennirnir sjá j eftir því að hafa ekki tekið með j sér lopahúfur, peysur og gamla, góða föðurlandið - til að klæö- ast. • AlUr starfsmenn hótelsins tala aðeins rússnesku. Leik- menn hafa oft lent í því að fá | ranga lykla að herbergjum sín- um. • Á bæklingi um hóteUð seg- ir frá ýmissi þjónustu. Þegar starfsmenn eru spurðir um hluti skilja þeir ekkert og benda á næstu menn. T.d. gat einn ís- lensku landsUðsmannanna j ekki komið bréfi í póst. • Menn eru aUt annað en | ánægðir með aöbúnaðinn. • Uppselt er á leik Rússlands , og íslands sem fer fram kl. 16 | að íslenskum tíma, eða kl. 19 | að staðartíma. 26 þús. áhorfend- in* sjá leikinn sem verður 1 sjónvarpað um öU Sovétríkin. Forráðamenn sovéska knatt- spymusambandsins segja að ef I leikurinn heföi farið fram í f Moskvu heföu 100 þús. áhorf- endur séð hann. • Þess má geta að Samúel Örn ErUngsson, íþróttafrétta- maður Ríkisútvarpsins, mun | lýsa leiknum í beinni útsend- ingu á rás 2. Lýsingin hefst kl. 16. Einnig verður lýst á stutt- bylgju. -SOS Gunnar ekki Rússum? Þaö er óvist hvort Gunnar Gíslason, vamarmaðurinn sterki sem leiktn- með Moss, getur leikið með íslenska Uðinu gegn Rússum í Simferopol í dag. Gunnar er með verki í kviövöðva og gat hann ekki æft með landaUðinu í gær. „Það veröur ekki Ijóst fyrr en rétt íyrir leikinn hvort Gunnar getur leikið með,“ sagði Guðni Kjartansson, aöstoðarmaður Sigi Helds landsUðsþjálfara, i stuttu spjalU við DV. -SOS Öflugt fylgdar- lið og blikk- andi Ijós! íslenski landsUðshópurinn í Sim- feropol hefur haft öflugt fylgdarlið. Það eru lögreglumenn sem ferðast með landsliðshópnum tfi og frá æf- ingum. Lögreglubifreiö hefur verið ekið meö blikkandi ljósum á undan langferðabifreið þeirri sern íslensku leikmennimir ferðast með. -SOS A-STIG ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ í knattspyrnu veröur haldið dagana 30. okt.-1. nóv. í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Þátttökutilkynningar ásamt gjaldi, kr. 4000, skulu berast til skrifstofu KSl, Pósthólf 8511,128 Reykjavík, fyrir 29. okt. nk. Tækninefnd KSÍ ÞROTTARAR Haustfagnaður félagsins verður haldinn í félags- heimili Þróttar laugardaginn 31. október og hefst kl. 20.30. Rúllugjald - miðar við innganginn. Mætum öll. Aðalstjórn. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. 17 fþróttir Ólympíuleikamir 1988: HSI með hóp- ferð til Seoul? - beðið eftir tilboði firá Korean Airiines „Ég er mjög bjartsýnn á að samning- ar takist með Handknattleikssam- bandinu og Koreán Airlines um að HSÍ fái mjög hagstætt hópflug til Seoul þegar ólympíuleikamir verða haldnir þar næsta sumar,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í stuttu spjalh við DV í gærkvöldi. Jón sagði að það væri veriö að vinna í málinú og vonaðist hann fljótlega eftir svari frá S-Kóreu. Þama er um að ræða hópflug fyrir allt að 200 manns og vonast HSÍ eftir þvi að verðið á leiguflugihu verði hagstætt þannig að fólk geti farið frá íslandi í hópferð á mjög góðu verði. Þaö yrði mikill stuðningur fyrir landshð íslands ef svo stór hópur færi til Seoul til að styöja við bakiö á leikmönnum landshðsins í hinni hörðu keppni sem verður á OL. -SOS • lan Fleming. Flemingtil KS? Svo kann að fara að Ian Fleming, fyrrum þjálfari FH, fari aö predika á Siglufirði á næsta leiktímabili. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa aðilarnir rætt málin en Flemm- ing fékk einhvern umhugsunarfrest. Colin Tacker frá Englandi mun leika með KS á ný. Hann lék á Siglu- firði fyrir tveimur árum. -JÖG Strákarnir a i Jugoslaviu - HSÍ fékk boð þess efnis í gær Allt bendir til þess að 21 árs lands- liðiö í handknattleik, sem stóð sig frábærlega vel í V-Þýskalandi um sl. helgi, taki þátt í heimsmeistaramóti 21 árs landsliös sem fer fram í Júgó- slavíu 3.-13. desember. „Viö fengum skeyti frá alþjóða handknattleiks- sambandinu (IHF) í gær þar sem tilkynnt var aö Argentína heföi dreg- ið sig út úr keppninni og spurt hvort við værum tiibúnir að senda lið til Júgóslavíu,“ sagði Jón Hjaltalín, Evrópuieikur Víkings gegn Kolding á sunnudag: Mikilvægt að ná upp sterkri vöm - segir Hallur Hallsson hjá handknattleiksdeild Víkings íslandsmeistarar Víkings mæta dönsku meisturunum Kolding á sunnudagskvöld. Fer leikurinn, sem er liður í Evrópu- keppni meistaraliða, fram í Laugardals- höíl. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingar mæta dönskum mótherjum. Hallur Halls- son, formaöur handknattleiksdeildar Víkings, háföi þetta að segja um andstæð- ingana á blaðamannafundi í gær: „Leikmenn danska liðsins eru þekktir Fyrir hraðan og skemmtilegan handbolta sem brýtur gjarnan vörn mótherjanna á bak aftur. Það er því mikilvægt að ná upp sterkri vörn gegn Kolding. „Fari svo,“ hélt hann áfram, „sláum við íið Kolding út af laginu og þá eigum við jafna mögu- leika á aö komast áfram.“ Mikill áhugi er á leik Víkings og danska liösins, raunar með sarna lagi og fyrir sennu Stjörnunnar og Urædd sem verður háð í Digranesi á laugardag. Forsala aðgöngumiða að viðureign Vík- ings og Kolding hefst í Höllinni á laugar- dag kl. 12 og varir hún til kl. 15 þann daginn. Miðar verða síðan seldir frá klukkan 18 á sunnudeginum en leikurinn sjálfur hefst kl. 20.30. -JÖG • Siggelr Magnússon, lelkmaðurinn efnílegi hjá Vlkingum. Milljón í hagnað hjá Víkingi Handknattleiksdeild Víkings skilaði einnar milljónar króna hagnaði á síðasta starfsári, að sögn formanns deildarinnar, Halls Hallssonar. Vega þar einna þyngst tekjur af þátttöku liðsins í EvTÓpukeppni. Þrátt fyrir þetta hagstæða ár varð tekjuafgangur lítill sem enginn. Handknattleiksdeildin mátti nefnilega greiða niður skuldir frá fyrri árum. -JÖG Víkingar skæðir í Evrópukeppni Víkingar, sem mæta danska liðinu Kolding á sunnudag, kalla gjarnan á athygli manna þegar þeir glíma í Evrópukeppni. Hæðargarðskappar hafa enda spilað á einhverju Evrópumótanna síðustu tíu árin og jafnan staðið sig vel. í heildina hefur félagið leikið 38 sinnum á þeim vettvangi, unnið í 19 skipti, gert jafntefli þrívegis en tapað 16 sinnum. Markahlutfallið er nokkuð hagstætt eða 794 mörk gegn 715. Gína vígtennur Eins og fram kom í DV fyrir skemmstu eru Dariir býsna bjart- sýnir á leiki Kolding og Víkings sem fara fram á sunnudag hér heima en viku síðar ytra. Eru þeir á því aö Víkingar veröi lagðir lágt enda telja Danir sína menn meðal þeirra bestu í Evrópu. Þrátt fyrir stór orð hefur gengi Kolding verið fremur rysjótt það sem af er v'etri. Liöið hefur glímt tvívegis á landsmótinu danska og oröið undir í bæði skiptin. Fyrst i leik við Helsingör og síðan í viður- eign við HIK Hellerup sem óö raunar einnig yfir Blikana fyrir skemmstu. Það er ljóst aö Víkingar hyggja á hefndir fyrir hönd Kópavogsbúa. -JÖG 1 Venables til Tottenham j inu: „Ég er ánægður með að koma til ■ Englands að nýju. Ekki skyggir það á gleðinaaðvinnahjámínu gamla félagi • - Tottenham," sagði hann. „Ég tek þessu tilboði félagsins fegins hendi og ég hlakka til að takast á við _ verkefniö." Clive Allen, markvarðaskelfirinn ■ ógurlegi, sagðist einnig lukkulegur I með farsælan endi mála: Hinn sljömum prýddi her Tottenham Hotspur þarf ekki að velkjast mikið lengur í hafi knattspyrnunnar án skip- stjóra á skútunni. Terry Venables, sem var nýlega sett- ur af hjá Barcelona á Spáni, tekur nefnilega við stjómvelinum hinn fyrsta desember. Verður Venables arftaki Davids Ple- at en sá hvarf úr herbúðum Tottenham nýveriö vegna framgöngu sinnar í kvennamálum. Þóttu þau víst lítt mannbætandi enda hin skrautlegustu. í spjalíi við heimspressuna í gær sagðist Venables alsáttur við fram- kvæmdastjórastarfið hjá Lundúnalið- Guðmundur hetja ÍR - skoraðl jöfnunarmaikið, 24-24, úr aukakasti I „Eg kvíði ekki að vinna með Vena bles,“ sagði Allen. „Ráðning hans er hreinlega frábær. Þetta er allt sem ég hef að segja í þessu máli.“- -JÖG „Eg er virkilega ánægöur með mína menn og þetta var hreint ævintýra- legur endir á leiknum," sagöi Guðmundur Þórðarson, þjálfari IR- inga, eftir jafnteflisleik, 24-24, gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Lokamínút- ur leiksins vom æsispennandi og það var einmitt Guðmundur sem tryggði Mði sínu annaö stigið með marki beint úr aukakasti eftir venjulegan leiktíma. Annsirs var leikur liðanna frekar slakur. Stjörnumenn höföu frum- kvæðið allt frá fyrstu mínútu og höfðu ávallt 2-4 marka forystu. ÍR- ingar vora þó aldrei langt undan og tókst með geysilegri baráttu að jafna. Guömundur Þórðarson og Ólafur Gylfason voru mjög sterkir í hði ÍR og þá átti Hrafn Margeirsson frábær- an leik í markinu. Hjá Stjömunm bar mest á þeim Skúla Gunnsteinssyni og Sigurjóni Guðmundssyni. Mörk Sijömunnar: Sigurjón 7, Skúli 5, Gylfi 4, Hermundur 4/1, Magnús 2, Emar 2. Mörk ÍR: Ólafur 8/1, Guömundur 7, Bjarni 4, Orri 1/1, Magnús 1, Frosti 1, Matthías 1 og Finnur 1. -RR formaður HSI, í viðtali við DV í gær- kvöldi. Jón sagöi að stjóm HSÍ heföi komió saman í gærkvöldi og ákveðið í fram- haldi af hinni frækilegu framgöngu strákanna í V-Þýskalandi að senda IHF skeyti og þiggja boðið. „Þetta er afar spennandi verkefni sem mun kosta HSÍ 1,5 millj. Við munum heíjast handa strax við að afla peninga til að undirbúa strákana sem best fyrir keppnina," sagði Jón. • Liður í undirbúningnum verður að fá aukedeiki fyrir strákana gegn ísrael og Portúgal þegar landslið þjóðanna koma hingað til landsins í nóvember. • Þess má geta aö fjórir leikmenn bætast í hóp þann sem lék í V-Þýska- landi. Það eru Víkingamir Bjarki Sigurðsson og Einar Einarsson, Skúli Gunnsteinsson úr Stjömunni og Guðmundur Arnar, markvörður Fram. -SOS QPR og Forest eru úr leik! QPR og Nottingham Forest vom slegin út úr ensku deildabikarkeppn- inni í gærkvöldi. Bury vann mjög óvæntan sigur, 1-0, yfir QPR á heimavelli. Liam Robinson, sem hef- ur skorað níu mörk á keppnistímá- bilinu, Skoraði sigurmark Bury á 26. mín. Sammy Mcllroy átti stórleik með Bury. • Man. City lagði Nott. Forest að velli, 3-0. Imre Varadi skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mín. og síð- an bætti hann öðru marki viö í seinni hálfleik. Það gerði einnig Paul Stew- art. • Arsenal átti ekki í vandræðum með Boumemouth á Highbury, 3-0. Michael Thomas, Alan Smith og Ke- vin Richardson skoruðu mörkin. • Sheff. Wed. vann sigur, 2-1, í Bamsley. Charlton tapaði heima, 0-1, fyrir Bradford, Ipswich lagði Southend, 1-0, og Stoke sló Norwich út, 2-1. -SOS Sveinböm í Stjömuna Sveinbjöm Hákonarson, fyrrum Skagamaður, er genginn til Uðs við Stjörnuna í Garðabæ. Þar er raunar fyrir önnur Skagakempa, Árni Sveinsson, sem er hættur viö að hætta. " -JÖG Getraunaforrit Vissmark 1-X-2 fyrir PC og samhæfar tölvur. Hjálpa þérviðgetraunavinninga viku eftir viku. Einfalt í notkun. Verð aðeins kr. 1.700. Pöntunarsími 91-623606. miili kl. 16 og 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.