Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. Tarðarfarir Svava S. Guðmundsdóttir lést 20. okt- óber sl. Hún var faédd í Reykjavík 21. ágúst 1955, dóttir hjónanna Margrétar Tómasdóttur og Guö- mundar Magnússonar. Svava lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og stundaði síðan fram- haldsnám í Svíþjóð. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Pétur Tyrf- ingsson. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Útför Svövu verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, áöur til heimil- is á Kleppsvegi 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.30. Harpa María Björnsdóttir, Ægis- grund 20, sem lést miðvikudaginn 21. október, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni flmmtudaginn 29. október kl. 13.30. Tage Möller hljómlistarmaður, Skúlagötu 54, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 15. Hulda Tryggvadóttir, Aragötu 16, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 29. októb- er kl. 10.30. Jóhanna Stefánsdóttir verður jarð- sungin frá Stykkishólmskirkju laugar- fjaginn 31. október kl. 14. LUKKUDAGAR 28. okt. 78194 Raftæki frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 3.000. Vinningshafar hringi í síma 91-82580. Betzy Kristín Elíasdóttir lést 20. október sl. Hún var fædd í Reykjavík 11. júní 1945. Foreldrar hennar voru hjónin Randí Þórarinsdóttir og Elías Kristjánsson. Betzy var tvígift. Fyrri maður hennar var Kristján Friðjóns- son og eignuðust þau tvö börn. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Haraldur Örn Haraldsson og eignuðust þau saman eina dóttur. Útför Betzyar verður gerð frá Dómkirkjunni kl. 15. Emil A. Sigurjónsson lést 20. oktöb- er sl. Hann fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1907. Foreldrar hans voru Emilía Sigurbjörg Ingimundardóttir og Sigurjón Sigurðsson. Emil lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskól- anum í Reykjavík og stundaði þá iðn , alla tíð meðan aldur og heilsa leyfðu. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Guðjónsdóttir. Þau hjónin eignuðust fimm börn en Emil eignað- ist eina dóttur fyrir hjónaband. Útfór hans verður gerð frá Hallgríms- kirkju í dag kl, 13.30. Fundir ITCdeildin Melkorka heldur kvnningarfund í kvöld, miðviku- daginn 28. október. Fundurinn verður í Gerðubergi og hefst kl. 20. Norræni sumarháskólinn Nú er Norræni sumarháskólinn að hefja vetrarstarfið. Kynningarfundur verður í Norræna húsinu í kvöld, 28. október, kl. 20.30. Norræni sumarháskólinn er opin öllu áhugafólki. Haukur Bergmann, starfsmaður Tilkynningaskyldunnar, við tölvubúnaðinn. DV-mynd Tölvuvædd Tllkyniungaskylda: Biörgunarlíkur aukast að mun Með tölvuvæðingu Tilkynninga- skyldunnar mun öryggi íslenskra sjómanna aukast að mun. Auk þess gerir tölvan alla vinnu léttari og ör- uggari. Frá því í vor hefur tölva verið notuð ásamt handskráningu. Hewlett-Packard umboðið hefur gefið Slysavarnafélaginu tölvu sem notuð hefur verið og Oddfellow- stúkan Þorfinnur karlsefni gaf fullkominn prentara. Með tölvunni er hægt að sjá á augnabliki þá báta og skip sem eru stödd næst því hafsvæði sem hugsan- legt slys verður á. Þar með verður fljótlegt og auðvelt að gera þeim bát- um, sem næstir eru, viðvart á augnabliki. -sme I gærkvöldi Ester Jakobsdóttir skrifstofumaður: Aðalheiður bar af Það fyrsta sem ég horfði á í gær- kvöldi var 19.19 fréttaþátturinn. Ég tek hann fram yfir fréttaþátt ríkis- sjónvarpsins vegna tímasetningar- innar, ekki endilega vegna þess að hann sé betri. Það er talsverður eðlismunur á fréttum sjónvarps- rásanna, Stöð 2 tekur meira fyrir dægurmál en fréttir eru ítarlegri hjá ríkissjónvarpinu. Ég fylgdist með um það bil einum „umgangi" af ræðumönnum frá Alþingi og var þar. fátt sem mér kom á óvart eða vakti sérstaklega athygli mína. Þó fannst mér Aðal- heiöur Bjarnfreðsdóttir úr Borg- araflokki mjög röggsöm í ræðuflutningi, þó ég væri henni ekki endilega sammála. Það er undravert þegar tekið er tillit til þess að hún er nýgræðingur á þingi. Aðrir þingmenn höguðu orð- um sínum eins og við mátti búast. Ég skaut inn í dagskrána hjá mér þætti frá Stjömunni þar sem Bjarni Arason valdi gömul Presley-lög. Ég er gamall Presley-aðdáandi og fannst lagavalið ágætt hjá Bjarna en hann er greinilega ekki nógu vanur að koma fram í útvarpi því hann er ekki nægilega skýrmæltur. Ég stillti einnig á Stöð 2 og horfði á Hunter sem getur oft verið spenn- andi þó hann skilji lítiö eftir sig. Af öðrum dagskrárliðum þá sá ég um það bil helminginn af bíómynd- inni Strok milli stranda sem er dæmigerð gamanmynd. Ester Jakobsdóttir. Það fer nokkuð í taugarnar á mér að mikið af spennandi efni er sýnt á matmálstímum og því oft erfitt að sameina fjölskylduna við matar- borðið. Menriing Einlægni og trú - kirkjutónleikar í Laugamessókn komum. Einsöngvararnir Sigrún V. Gestsdóttir, sópran, og bassinn Halldór Vilhelmsson leystu sín hlutverk með góðum stíl og ekki skemmdu textar í þýðingum Sigur- björns Einarssonar og Heimis Pálssonar. Aðalverkið var þó Glor- ia eftir Vivaldi en sá hafði lika, eins og aUir vita, mikil áhrif á Bach sem umskrifaði mörg verka hans sér til gagns og ánægju. Þar kom ágæt altsöngkona til skjalanna, Guðný Árnadóttir, og gladdi ásamt Sig- rúnu viðstadda með furðu örugg- um flutningi erfiðra einsöngs- og tyísöngskafla. Ég ætla ekki að halda fram að þetta hafi verið magnaður flutning- ur, til þess voru kór og hljómsveit einfaldlega of fámenn. En þetta var gert af einlægni og trú og náði til hjartáns. Ann Toril mun nú eftir- leiðis verða ein um organistastarfið í Laugameskirkju því Þröstur hef- ur fengið stöðu í Garðabæ og hyggur áreiðanlega gott til glóðar- innar þar. En hún mun líka vera einfær um slíkt, það gat maður sannarlega heyrt úr frábærum leik hennar á Prelúdíu eftir Buxtehude, margslungnu einleiksverki fyrir orgel. Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir í Laugamesi með hana við orgelið. -LÞ Tónlistarstarf í kirkjum hefur gjörbr-eyst á undanfórnum árum.' Komnir eru til starfa margir vel menntaðir organistar, búnir hæfl- leikum og góðum vilja, og þeir drífa upp söng og hljóðfæraleik út um allt. Gott dæmi um þetta eru tónleikar sem haldnir voru í Laugarnes- kirkju sl. sunnudag. Þröstur Ei- ríksson hefur starfað þar ásamt konu sinni, Ann Toril Lindstad, í fjögur ár, en þau eru bæði organist- ar. Hafa þau komið upp ágætum kór og nú fengu þau til liðs við sig þrfá einsöngvara og sjö hljóðfæra- leikara og efndu til tónleika með verkum eftir Buxtehude og Vi- valdi. Fyrst var kantatan „Jesús, heill míns hjarta" eftir Buxtehude, Tónlist Leifur Þórinsson: meistarann frá Lubeck, sem hafði meiri áhrif á Bach en flestir aðrir. Þetta er fallegt verk og sterkbyggt' og það var í heild vel flutt þrátt fyrir smávegis öryggisleysi í inn- Tónleikar í Laugarneskirkju. Mynd-GVA Skák Skákmótið í Belgrad: Jóhann tapaði aftur - teflir við Kortsnoj í dag Jóhann Hjartarson missti foryst- , una á Invest-banka skákmótinu í Belgrad í gær er hann tapaði fyrir júgóslavneska stórmeistaranum Predrag Nikolic. Jóhann jafnaði taflið því sem næst eftir byrjunina en tilraunir hans til þess að brjóta upp stöðuna í miðtaflinu mistókust algjörlega. Nikolic náði miklum þrýstingi á drottningarvæng, vanri peð og eftir 28 leiki, er Jóhann sá að frekari barátta var vonlaus, gafst hann upp. Önnur úrsht 8. umferðar urðu þau áð Ljubojevic vann Salov eftir nótum en Sovétmaðurinn mun eiga við lasleika að stríða. Þá vann Tim- man Short í vel tefldri skák og skemmtilegri. Öldungurinn Glig- oric vann landa sinn Maijanovic sem hefur aðeins hlotið hálfan vinning og er að verða rænulaus eftir öll vinstri handar höggin. Beljavsky og Popovic gerðu jafn- tefli eftir að Beljavsky hafði reynt til þrautar að knýja fram vinning. Ljubojevic og Timman hafa þó Skák Jón L. Árnason náð forystu á mótinu með 5'A v. Kortsnoj gæti náð þeim en skák hans við Ivanovic stefndi í biðskák. Að sögn Timmans var staðan lík- legt jafntefli. Kortsnoj hefur 4 'A v. auk biðskákarinnar. Jóhann Hjart- arson, Beljavsky, Popovic og Nikohc hafa allir 4 !/2 v. og eru jafn- ir í 4.-7. sæti. Ivanovic hefur 3'/2 v. og biðskák, Short hefur 3'/2 v., Salov og Gligoric 3 v. og Marj- anovic '/2 v. Búast má við spennandi viður- eign í dag því að Jóhann Hjartarson mætir Viktor Kortsnoj, tilvonandi mótherja í áskorendakeppninni í Kanada. Þess má geta að Kortsnoj og Timman tóku upp hanskann fyrir Jóhann í gær en hann þurfti að bíða í 4 klst. á skákstaö eftir að tefla biðskákina við Popovic sem átti annarri skák ólokið. Þeir félag- ar töldu til háborinnar skammar að skákstjórar skyldu hafa krafist þess að Jóhann yrði til taks á skák- stað í stað þess að hvíla sig á hótelherbergi sínu og engin ákvæði um shkt væri að finna í skáklögum. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.