Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 7 Flugfélag Norðuriands: Réttum megin við núllið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri „Ég var aö fá í hendurnar uppgjör fyrs'tu níu mánaöa ársins. Þaö hefur ekki enn verið kynnt fyrir stjórnar- mönnum en ég get sagt þér að þetta kemur mjög vel út og við erum rétt- um megin við núllið," sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, í samtali við DV. Sigurður sagði að starfsemi félags- ins heföi verið með eðlilegum hætti á árinu. Flogið er til 11 staða í áætl- unarflugi á svæðinu frá ísafirði austur til Egilsstaða og einnig áætl- unarflug til Reykjavíkur. Flugfélag Norðurlands hefur í mörg ár flogið talsvert til Græn- lands. Sigurður sagði að það flug hefði fram til þessa mest verið á aust- urströndina en upp á síðkastið hefði einnig verið flogið á vesturströndina. Þetta flug er í gangi allan ársins hring en þó mest á sumrin og FN notar aðallega Twin Otter vélar í Grænlandsflugið. Sú nýjung var tek- in upp með vetraráætlun FN að bjóða upp á helmings afslátt á öllum áætl- unarleiðum félagsins. Þetta afslátt- arflug er sérstaklega merkt í vetraráætlun félagsins þannig að fólk getur séð hvaða daga það er í gildi á hverri áætlunarleið. „Með þessu vildum viö reyna að hafa áhrif á hvenær fólk flýgur og ekki síður stuðla að því að fólk fljúgi oftar en það hefur gert,“ sagði Sigurður Aðal- steinsson. Flugfélag Norðurlands á þrjár Twin Otter vélar, tvær vélar af gerð- inni Chieftain, eina Piper Aztec og einnig á FN tvær vélar sem notaðar eru við kennslu. Fiskmarkaður Norðuriands: Verður afla ekið suður? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki búið að tengja neina .aðila á suðvesturhorninu við tölvu- netið en við höfum fengið fyrirspurn- ir sem sýna áhuga manna þar á því,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands á Akureyri. „Ég ætla ekki að hafa frumkvæði að því að við förum að tengjast aðil- um fyrir sunnan og á Austfjörðum um tölvunet okkar,“ sagði Sigurður. „Mér sýnist þó að áhugi sé á þessu og menn viröast vera tilbúnir að keyra afla frá Norðurlandi suður til vinnslu þar.“ Dæmi eru um að afla hafi verið ekið frá Norðurlandi að undanfórnu og hann sendur á markaði í Reykja- vík með góðum árangri. Bílar eru nú fyrir hendi sem taka allt að 15 tonnum og ef tíðarfar er hagstætt og færð góð er þessi aðferð ekki talin óhagstæð hvað sem líður meðferð hráefnisins. Ríkisjarðir: Fari úr ábúð „Það kom ályktun frá nefnd um að þær jarðir þar sem byggingar eru í lélegu ásigkomulagi yrðu ekki settar í ábúð aftur ef ábúendurnir ákvæðu að hættu búskap," sagði Jón Helga- son landbúnaðarráðherra aðspurður hvort hætt væri að byggja ríkisjarðir aftur þar sem ábúendurnir hefðu ákveðið að hætta búskap. „Ríkisjarðir á landinu öllu skipta hundruðum og ef á að hætta að byggja þær þarf að taka tillit til margra hluta, svo sem hversu marg- ar eru í hverri sveit og hvort það raskar byggðinni á viðkomandi sveitum að setja þær í eyði.“ -J.Mar Atvinnumál ^ Grásleppuveiðar á næsta ári: Utlit fyrir hrun á markaði eriendis - nær 10 þúsund tunnur af hrognum óseldar hér á landi Utlit er fyrir að ekki þýði fyrir íslenska grásleppukarla að ætla að stunda veiðar á komandi vertíð. í landinu eru og verða í byrjun ver- tíðar 8 til 10 þúsund tunnur af hrognum óseldar. Þess vegna skor- ar Landssamband smábátaeigenda á félaga sína að heíja alls ekki veið- ar á vertíð 1988 nema að eiga trygga sölu á hrognunum. Ástæðan fyrir því hve illa gengur að selja grásleppuhrogn er oífram- boð á markaðnum vegna mikilla veiða Kanadamanna sem lítið hafa sinnt þessari atvinnugrein þar til fyrir tveimur árum. Kanadamenn eiga nú í Danmörku 800 tunnur óseldar og bjóða þær á 925 mörk tunnuna en í vor var verðið 1200 mörk. Þá er vitað að Kanadamenn eiga nokkur þúsund tunnur óseld- ar heima og í Noregi er einnig eitthvað af óseldum birgðum. Þetta ástand er mjög alvarlegt fyrir íslenska trillukarla sem hafa bætt sér upp höft í bolfiskveiöum með því að stunda grásleppuveiðar frá því í febrúar og fram á sumar eftir landshlutum. Artúr Bogason, formaður Sambands smábátaeig- enda, sagði þetta vera alvarleg áfall fyrir trillukarla og kæmi nú ofan í þá skelfingu sem við blasti ef setja á aflakvóta á smábáta eins og gert er ráð fyrir í drögum aö frumvarpi um fiskveiðistefnuna. Artúr sagðist vara trillukarla sterklega við því að fara að fjár- festa í veiðarfærum og öðru sem þarf til grásleppuveiða en slíkur útbúnaður kcstar ekki undir einni milljón króna. -S.dór Talsmenn smábátaeigenda, taldir frá vinstri: Artúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, Sævar Einarsson, Sigurður Gunnars- son, Haraldur Jóhannsson og Sveinbjörn Jónsson. DV-mynd BG Smábátaeigendur og fískveiðistefnan: Kvóti á smábátana þýðir gjaldþrot og byggðaröskun Smábátaeigendur um allt land eru uggandi þessa dagana. í drögum að frumvarpi til laga um fiskveiði- stjórnun er gert ráð fyrir því að bátar undir 10 tonnum falli undir kvótakerfið í fyrsta sinn. Þar er gert ráð fyrir að bátar, sem eru 6 lestir og minni, megi ekki veiða nema 40 lestir á ári og þeir megi ekki stunda netaveiðar. Þá er eig- endum báta undir 10 tonnum óheimilt að selja kvóta sinn og eru það einu útgerðarmenn landsins sem ekki mega versla með kvóta. Smábátaeigendur kalla þetta afar- kosti og ætla í slag til að koma í veg fyrir að kvóti verði settur á smábátana. Eignaupptaka Talsmenn Landssambands smá- bátaeigenda, sem DV ræddi við, segja að kvóti á smábáta nú þýði í raun eignaupptöku. Fjöldi smá- bátaeigenda muni verða gjaldþrota bara vegna þess að þeir hafl íjár- fest í nýjum bátum og netum og netabúnaði sem þeim sé nú bannað að nota. Þá benda þeir á að 40 lest- ir á ári af þorskígildum sé svo lítill afli að útilokað sé fyrir þá sem hafa smábátaútgerð að aðalatvinnu að komast af með svo lítinn afla. Þess- ir menn hafl verið að veiða 60 til 70 lestir á ári undanfarin ár. Þá benda talsmenn smábátaeig- enda á að hver togarasjómaður hafi að baki sér 200 lestir af fiski á ári en að trillukarlar séu tveir til þrír með 200 tonn. Þetta kalla þeir ____Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson að mismuna sjómannastéttinni. Þeir segjast muni berjast fyrir því að kvótinn verði ekki settur á smá- bátana með öllum ráðum, eða eins og Artúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, orðaði þaö: „Ef alþingismenn stöðva ekki þetta gerræði þá munum við ganga eins langt og þurfa þykir til að af- létta okinu.“ Byggðaröskun Smábátaeigendur fullyrða að ef kvóti verður settur á trillurnar muni það hafa mikla byggðaröskun í för með sér. Áki Guðmundsson frá Bakkafirði bendir á að af 11 bátum þar muni 8 missa netaveiðileyfi ef frum- varpið fer í gegnum Alþingi óbreytt. Hann sagði að þessir 8 bát- ar taki 70% af ársafla sínum í net og að þessir bátar standi undir 50% af þeim afla sem berst á land af smábátum á Bakkafirði. Áki segir að kvóti á trillurnar og netaveiði- bann yrði til þess að fólk myndi flytjast frá Bakkafirði í stórum stíl. Þar yrði ekki lífvænlegt eftir svo haröar aðgerðir stjórnvalda. Haraldur Jóhannsson úr Gríms- ey segir að vegna hafnleysu í Grímsey séu heimamenn dæmdir til að gera út smábáta og það sé mikill misskilningur ef menn haldi að það sé að ósk þeirra sjálfra að minnstu bátar eru gerðir þaðan út. Hann segir jafnframt að þessi smá- bátaútgerð sé undirstaða atvinnu- lífsins á staönum. Ef frumvarpið verði að lögum óbreytt muni það koma svo hart niður á Grímseying- um að staðurinn standi það naumast af sér. Vilja okkur á stóru bátana Artúr Bogason, formaður sam- bandsins, segir trillukarla bestu sjómenn landsins. Það þurfi dug- legustu og harðgerðustu sjómenn- ina til að stunda trilluveiðar. Þetta segja þeir Kristján Ragnarsson, formann Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, vita fullvel. Þess vegna séu hann og aðrir tals- menn útvegsmanna hlynntir því að þrengja svo að trilluútgerðinni að menn gefist upp og ráði sig á stóru bátana. Þeir segja að þetta sé í sjálfu sér ekkert nýtt, það hafi lengi verið vitað að útgerðarmenn vflji fá trillukarlana yfir tfl sín. Fyrstu 9 mánuði þessa árs varð heildarþorskaflinn 321.176 lestir, sem er 27.478 lestum meira en var á sama tíma í fyrra. Afli báta undir 10 tonnum varð um 200 lestum meiri í ár en í fyrra. Smábátaeig- endur benda á að þótt stærri bátarnir fari 27 þúsund lestum fram úr segi enginn neitt en um leið og trillurnar fara 200 lestir fram úr eigi að hegna þeim með því að setja þessa minnstu báta á kvóta. Loks benda smábátaeigendur á að með þessum aðgerðum gegn trillukörlum sé boðið upp á það að menn einblíni á reglur í stað þess að líta til veðurs og vinda. Þeir segj- ast óttast að kvótakerfið eins og það er útfært í frumvarpsdrögunum muni hafa í för með sér djarfari sókn manna á smábátum sem aftur myndi þýða aukna slysahættu. Þeir halda því fram allir sem einn, stjórnarmenn Landssambands smábátaeigenda, aö ekkert jákvætt sé að finna í frumvarpsdrögunum, sem snertir smábátaeigendur. -S.dór J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.