Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987.
Spumingin
Hefur þú breytt um
mataræði síðustu mán-
uði?
Margrét Karlsdóttir: Nei, held mig
við það sama en hef alltaf borðað
mikið grænmeti.
Þór Ragnarsson: Nei, ekki held ég
það. Það var svo heilsusamlegt fyrir.
Kristín Ólafsdóttir: Ég borða nú helst
hollan mat yfirleitt.
Ingibjörg Pétursdóttir: Nei, það hef
ég ekki gert. Held mig við það sama
að mestu. Alltaf borðað t.d. mikið af
fiski.
Eygló Ólafsdóttir: Borða venjuíega
það sem maður var alinn upp við.
Lesendur
Hvers vegna eru hér ekki heilsuhæli?
Mynd frá heilsuhæli i ísrael - sérstök aðstaða, innisundlaug fyrir giktarsjúklinga, o.m.fl.
Þorbjörn skrifar:
í landi, sem getur státað af því
að eiga heitt vatn í landi sínu og
sennilega einu auðlindina, sem
hægt er að nýta með einhverri
vissu, ólíkt því sem t.d. er um fisk-
inn, ætti að vera sjálfgefið að nota
þessa auðlind í miklu stærri mæli
en nú er gert.
Auðvitað er það mikilvægt að
nýta heita vatnið til upphitunar
húsa og fleiri þæginda við dagleg
störf. Og þessi þægindi eru ekkert
ódýrari fyrir þaö að vera innlendur
orkugjafi - stundum síður en svo.
En heita vatnið myndum við ekki
vilja missa.
Það er þó hin hliðin á málum
heita vatnsins okkar sem er mér
áhugamál, það að nýta þessa auð-
lind til gjaldeyrisöflunar. Það
höfum við ekki enn gert, nema
óbeint, þ.e. þegar útlendingar gista
í húsum okkar og hótelum.
Mönnum, sem hafa stundað og
verið í forsvari fyrir hinum hefð-
bundnu, gömlu atvinnugreinum,
landbúnaði og fiskveiðum, hefur
verið ráðlagt að taka sér stöðu ann-
ars staðar og margir hafa gert það.
Þá hefur mörgum fundist eldi loð-
dýra og fiska vera nærtækast og
hafa mörg og öflug fyrirtæki verið
stofnuð í þessum tilgangi með þátt-
töku einstaklinga og opinberra
aðila, t.d. sveitarfélaga.
Nú hefði mátt ætla að í sumum
tilfellum, t.d. á stöðum, þar sem
jarðhita er aö finna, væri auðveld-
ast að takast á við þessa auðlind
og reisa heilsustöðvar sem byggðu
á heitu vatni, leirböðum og hvers
konar þáttumn öðrum sem taldir
eru upp, þegar verið er að höfða til
allra þeirra sem sækjast eftir dvöl
á þessum stöövum.
Lengi vel voru margir þeirrar
skoðunar hér að heitt vatn fyndist
óvíða í heiminum utan íslands..
Þetta er ekki lengur þannig. Heitt
vatn og leir til notkunar við endur-
hæfingu og líkamsrækt er notað
víða um heim.
í ísrael t.d. hafa verið byggðar
upp frábærar heilsustöðvar með
öllum nýjasta útbúnaði og þangað
sækir árlega fjöldi fólks alls staðar
úr heiminum. Sama er upp á ten-
ingnum í Frakklandi, Þýskalandi
og víðar í Evrópu, að ógleymdu
Sviss.
Við íslendingar hefðum fyrir
löngu átt að taka við okkur á þessu
sviði og fylgja eftir þeim athugun-
um sem þegar hafa þó verið gerðar
um þessi mál, t.d. á stöðum eins og
í Hveragerði og við Svartsengi hjá
Grindavík.
Við eigum nokkra þekkta áhuga-
menn um þessi mál en þeir hafa
ekki fengið hljómgrunn sem skyldi
hjá opinberum aðilum sem ráða í
raun ferðinni í fjármagnsstreymi,
t.d. hjá sveitarfélögum.
Ég legg nú til að þingmenn okkar
og aðrir, sem geta haft forgöngu
um nýskipan atvinnumála, þ.m.t.
einstaklingar og stjómir sveitarfé-
laga, láti gera úttekt á því hvort
bygging heilsuhæla og rekstur
þeirra geti ekki orðið arðvænleg
hér líkt og annars staöar þar sem
þessi starfsemi virðist skila góðum
árangri.
Hringið í síma 27022
milli kl. 13 og 15, eða skrifið.
Dyravarsla í Evrópu
E.E. hringdi:
Ég hef verið fastagestur í veitinga-
staðnum Evrópu síðastliðnar helgar
og alltaf fengið hinar bestu móttökur
- þar til um sl. helgi er ég fór þangað
með vinnufélögum mínum til að
skemmta mér sem endranær.
Við biðum fyrir utan í um það bil
10 eða 15 mínútur þangað til við vor-
um komnir að dyrum staðarins en
þar sýndist mér nýr mannskapur
vera viö stjórn.
Ég var beðinn um að sýna skilríki
en þeim hafði ég gleymt heima. Þaö
skipti þá engum togum að mér var
hreinlega hrint frá aftur án þess að
nokkrar frekari orðræður ættu sér
stað.
Þetta kom mér algjörlega í opna
skjöldu þar sem ég hafði ekki átt
þessu að venjast þarna.
Ég vona að þetta séu ekki nýir takt-
ar hjá veitingahúsinu Evrópu og
vænti þess að forráðamenn staðarins
vandi betur móttökur við gesti sína
í framtíðinni.
Félagsmálaráðherra kynnir húsnæðisfrumvarpið.
Harmóníkan á ávalit tryggan hóp aðdáenda.
i utvarpi
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Það er í sambandi við harmón-
íkuþættina. Mér finnst ráðamenn
hjá Ríkisútvarpinu sniöganga um
of íslenska harmóníkuleikara. 1
þættinum laugardaginn24. f.m. var
td. ekki eitt einasta lag leikið af
íslenskum Iiarmóníkuleikurum en
þeir eru alls ekki siðri en þeir er-
lendu.
Hvers eiga þessir menn að gjalda?
Þetta er auðvitaö til stórskammar
af síjómendum þáttarins að sýna
íslenskum harmóníkuleikurum
ekki meiri viröingu.
Það hafa margir minnst á þetta
við mig. Ég er því sammála og þess
vegna læt ég frá mér heyra. Út-
varpsstjóri ætti að ræða þetta við
umsjónarmenn þáttarins og þaö
sém fyrst svo að hlustendur fái að
heyra í okkar mönnum.
Af gráti og
gnístran tanna
Guðmundur Sigurðsson skrifar:
Svo segja menn, sem eru fróðir um
stjómmálasögu síðustu áratuga, að
einn helsti foringi Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokksins,
hafi haft þá siðvenjnu, ef ágreiningur
kom upp í þeim herbúðum, að „gráta
flokkinn saman“. Að því er sögur
herma gafst sú aðferð oft vel.
Þá er og sagt að foringi nýs stjórn-
málaflokks hafi á næstliðnu vori
verið gráti nær í sjónvarpsfréttum.
Telja ýmsir að vegna þessa hafi hann
fengiö mörg atkvæði í kosningunum.
En ekki er ömggt að þessi aðferð
gefist alltaf jafn vel. Tahð er að
nokkrir þingmenn í tveimur stærstu
stjómmálaflokkunum hafi nú í sum-
ar reynt að „gráta“ sig inn í ráð-
herraembætti en án árangurs.
Því er það að svo virðist sem þeir
líti vart glaðan dag síðan og kemur
vanlíðan þeirra m.a. fram með þeim
hætti að reyna að setja fótinn fyrir
stjómarfmmvörp.
Nú síðast reyna þeir að torvelda
framgang húsnæðisfmmvarps Jó-
hönnu Sigurðardóttur með því að
telja því flest til foráttu og segja t.d.
að það sé á vondri íslensku.
Þess má nú geta, svona í fram-
hjáhlaupi, að alþingi hefur um
áratuga skeið haft íslenskufræðinga
á launum til þess að færa til betra
máls jafnt þingmanna- sem stjórnar-
frumvörp að ógleymdum endurbót-
um á ræðum þingmanna.
Sumir telja að þingmenn þeir sem
hér um ræðir stefni að því að
sprengja stjórnina í þeirri von að
betur gangi með ráðherraembætti
næst.
Nú kann auðvitað að vera að sitt-
hvað megi að hinu nýja húsnæðis-
framvarpi finna en úr því mætti
auðveldlega bæta. Og hitt er víst aö
hinir lakar settu í þjóðfélaginu hafa
þegar fundið að þar er reynt að rétta
hlut þeirra.
Það má glöggt sjá af einróma stuðn-
ingsyfirlýsingu fulltrúanna á þingi
Verkamannasambands íslands.