Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Side 15
FÖSTUÐAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 15 DV Lesendur NILFISK GS 90 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISK JFOniX engin venjuleg ryksuga Hátuni6AsiMi01)24420 Hótel Öifc kom á óvart Guðrún Jónsdóttir skrifar: Fyrir stuttu dvaldi ég í eina viku mér til hressingar á Hótel Örk í Hveragerði. Ýmislegt hefur verið rit- að og rætt um þann stað á undan- fómum misserum. Ég fór því þangað með blöndnu geði en opnum huga. Ég verð að segja að staðurinn kom mér yndislega á óvart. Hótelið er vel og skemmtilega hannað, afar vel ein- angrað og mikil tillitssemi við dvalargesti. Þar sem ég hef talsverðan saman- burð erlendis frá þá tel ég möguleika þessa hótels geta orðið á heimsmæli- kvarða. Því vil ég segja við þá, sem ekki sýna biðlund og þolinmæði; hót- „Allir vita að börn eru sólgin í aug- lýsingar i sjónvarpi," segir bréfritari. Aðhafa bömin jákvæð Sigrún Björgvins skrifar: I vor sem leið, nánar tiltekið hinn 7.4., birtist grein í DV um hina nýju verslunaránauð sem ég leyfi mér að kalla þann ósvífna áróður sem hafð- ur er í frammi í formi sölumennsku á ýmsum dýrum vörum með afborg- unarskilmálum. í þessari grein sagði m.a.: „Fjöldi manna er farinn að hafa ofan af fyr- ir sér með því að rugla heila þjóð. Auglýsingastofur útbúa þaulhugsað- ar „heilaþvottaseríur" fyrir unga og aldna. Það er læðst aftan að fólki, hörnum og fullorðnum, og áróðurinn er klæddur í skemmtilegan búning fyrir augu og eyru. Það þýðir ekkert að segja að þess sé gætt að börnum sé ekki misboðið. Allir vita að börn eru sólgin í auglýsingar í sjónvarpi." Þetta er viðhorf mitt sem neytanda. Svo kemur verslunin með sín við- horf og þá kveður að sjálfsögðu við annan tón. í Morgunblaðinu hinn 25. júní sl. er grein um kynningarsölu á svala- drykk í Bretlandi. Nú gleður það auðvitað íslendinginn að heyra um nýjar útflutningsvörur. í því sam- bandi má minna á stórkostleg áform um að flytja út vatn. Það ætti að vera vel seljanlegt. Hreint og gott vatn er víða munaðarvara. Og aukinn út- flutningur þýðir meiri gjaldeyri. Ekki veitir af að auka fjárráðin. í áðurnefndri grein um svala- drykkinn tekur umsjónarmaður þessa markaðs-átaks furðulega til orða, að mér finnst, og rökstyður þann hugsanagang sem ég er að gagnrýna. - Hann talar um að ætlun- in sé að hefja kynningu í skólum og mikið atriði væri að hafa börnin, já- kvæð“, því þau hefðu svo mikil áhrif á vöruval hinna fullorðnu. Þar höfum við það. Það sem í mín- um augum er þaulhugsaður heila- þvottur heitir á máli sölumenns- kunnar „að hafa börnin jákvæð“. Þurfum við frekar vitnanna við? Mér finnst vera kominn tími til að spyrna við fótum. Eigum við neytendur ekki að reyna að skapa almenningsálit sem sniðgengur og fordæmir slíkar aðferðir? elið er nú ekki nema nokkurra mánaða gamalt og varla búið að ná andanum ennþá, hvað þá að það sé fullmótað. Nýr og efnilegur hótelstjóri, for- framaður í virtum skólum erlendis, er nýtekinn til starfa. Hann býr yfir merkilegum hugmyndum sem eru nú þegar byrjaðar að taka á sig mynd. Starfsfólkið er elskulegt og er allt af vilja gert til þess að láta manni líða sem best. Ég flyt Hótel Örk bestu þakkir fyrir ógleymanlega dvöl, Frjálst,óháð dagblað Askrifenduri Takið vel á móti blaðberunum DV býður aukna þjónustu Blaðberar okkar um land allt bjóða nú áskrifendum að áskriftargjaldið verði fært á EURO- eða VISA-reikning mánaðarlega. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt: S Þærlosaáskrifendur viðónæðivegnainn- heimtu. greiðslumátisem tryggir skilvisar greiðslur þrátt fyrir annireðafjarvistir. S Þærléttablaðberan- umstöriinenhann heldurþóóskertum tekjum. § Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtölu- verðarfjárhæðirsem getaglatast. Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga. laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.