Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Síða 30
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. , 42 Menning_______________________ i>v Að framkalla hið ófyrirséða Asger iöm í Norræna húsinu Asger Jörn á grafíkverkstæðinu. Danski listamaðurinn Asger Jörn var í list sinni eins og síspúandi eld- Qall. í rúmlega þrjátíu ár komu listaverk og listmunir frá honum í stríðum straumum: málverk, teikn- ingar, graflk, skúlptúrar, keramík, glerverk, vefnaður. Þar að auki gaf Jörn út ljóðabæk- ur, ritgerðasöfn, heimspekilegar og menningarsögulegar vangaveltur, ritstýrði bókum, blöðum og tímarit- um, hélt uppi stöðugum áróðri fyrir virkari listpólitík og flengdist um gjörvalla Evrópu til að sýna verk sín og félaga sinna. Þegar Jörn var loks kominn í álnir eftir áratuga efnaleysi hóf hann að öngla saman í nútímalistasafn það sem nú er að finna í Silkeborg og hægt er að mæla með við hvern sem er. Allt hans lífsstarf grundvallaðist á framköllun hins ófyrirséða, því sem Svavar Guðnason, lagsbróðir hans, nefndi „spontanítetið". í höndum margra annarra enduðu HLJOMPLÖRIR/KASSETTUR Venjul. Okkar verð verð 1. Pet Shop Boys - Actually ...... 799 719 2. Michael Jackson - Bad ......... 799 719 3. La Bamba - Úr kvikmynd ........ 799 719 4. ABC - Alphabet City ........... 799 719 5. Whitesnake - 1987 ............. 799 719 6. Sting - Nothing Like The Sun ................ 1.099 989 7. Bruce Sprihgsteen Tunnel Of Love ................ 799 8. Torfi Úlafsson - Nóttin flýgur ........... 9. Guðjón Guðmundsson - Gaui .......................... 899 10. Meatloaf - Live ............. 799 719 899 799 Veniulegt Okkar verð verð 1. ABC - Alphabet City ...... 1.299 1.169 2. Pet Shop Boys - Actually .....................1.499 1.349 3. Michael Jackson - Bad ......1.499 1.349 4. Reykjavikurflugur - Ýmsir flytjendur ........... 1.399 1.259 5. Sting - Nothing 6. Guðjón Guðmundsson - Gaui ................... 7. Magnús Eiríksson - 20 bestu lögin ............. 1.399 8. Berl. Philh./Karajan - Albinoni, Bach o. fl........ 1.399 9. Vilhj. Vilhjálmss. - Hananú 1.399 1.399 1.259 1.259 1.259 1.259 Like The Sun .................... 1.499 1.349 10. Bubbi - Frelsi til sölu ......... 1.299 1.169 Tilboð vikunnar Vikutilboð okkar er U2 - The Joshua Tree. Venjul. verð á LP og kass. er 799,-, okkar verð 680,-. Venjulegt verð á geisladiski er 1.199,-, okkar verð 1.020,-. Einnig er 15% afsláttur af öllum og geisladisk- svo tilviljunarkennd vinnubrögð ósjaldan með marklausu fálmi eða ósköpum. Jöm kunni hins vegar að virkja þær tilviljanir sem urðu á vegi hans, snúa þeim upp í dramatísk, já, allt að því háskaleg átök, þar sem allt virtist lagt undir. Um leið hafði hann nógu sterk bein til að þola þá óvissu sem listsköpun af þessu tæi hafði í för með sér. Frítt spil fyrir hugann Aðferð Jörns var einatt sú að hefja leikinn með hugsunarlausu pári, gefa huganum frítt spil, uns ákveðin mynstur tóku að hrannast upp á myndfletinum. Asger Jörn - Ovættir, steinprent, 1955. DV-mynd Brynjar Gauti Næsta skrefið var að „túlka“ þau mynstur sem Jörn gerði gjarnan í samræmi við hugmyndir Jungs um hinar svokölluðu arfteknu hug- myndir (archetypes). Þeir Jung og Jörn trúðu því nefni- lega að slíkar hugmyndir, hugsana- form eða tákn ættu sér „rætur í reynslu kynstofnsins", væru „sam- eiginlegar mannkyninu öllu“, svo vitnað sé í ensk-íslensku orðabókina. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Því er það að pár Jöms tekur smátt og smátt á sig goðsagnalegar eða framstæðar myndir; við sjáum í myndum hans eftirhreytur af alls kyns skurðgoðum, tröllaminnum og forynjum sem eru hvort tveggja í senn hugarfóstur hans og í samræmi við þær hugmyndir sem fólk hefur ævinlega gert sér um slíkar verur. Verk Jörns eru því langt frá því að vera „afstrakt" í viðteknum skiln- ingi þess hugtaks þótt stundum sé djúpt á hinu þekkjanlega í þeim. Aðferöir Jöms njóta sín best í mál- verkunum, þar sem saman fer rauðglóandi litaspil og hamslaus teikning, en hins vegar tók hann snemma ástfóstri við grafíklistina. Hann byrjaði á því þegar fyrir síð- ara stríð að vinna dúkristur, ætingar og steinprent og hélt áfram að gera tilraunir með þessa og aðra grafík- tækni meðan hann lifði. í tveimur víddum Á sýningunni í Norræna húsinu er að finna einstaklega gott úrval graf- íkmynda Jöms frá 1952 til 1972 sem koma úr einkasafni tveggja aðila, Bjöms Rosengreens prentsmiðju- stjóra og Halldórs Laxness. Það er eiginlega sama hvar Jörn ber niður, alls staðar tekst honum að þaulnýta bæði tækni og mótíf. Eins og „vores egen“ Kristján Dav- íðsson hugsar hann í tveimur víddum í senn: um hrynjandi línanna á fletinum og dýpt þá sem litimir skapa á sama fleti. Það er engum blöðum um það að fletta: Jörn er einn af „þeim stóra“ í norrænni nútímamyndlist. Og auð- vitað er alltaf gaman að hitta gamla og góða vini; ég tala nú ekki um ef þeir eru líka „stórir". En undarleg vöntun á metnaði er það að vera sífellt að sýna sams kon- ar verk eftir sömu norrænu lista- mennina. Grafikverk eftir Jörn hafa nefni- lega verið til sýnis hér í þrígang; hví ekki aö efna einu sinni til sýningar á málverkum hans? Eða þá á málverkum Richards Mortensen, Svends Wiig-Hansen eða Pers Kirkeby, ef menn vilja endilega sýna verk eftir fræga Dani? -ai KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI Sjónmál kvikmyndanna Tímaritið Sjónmál Útgefandi: Útgáfufélagiö Staka hf. Út er komið annað eintak tímarits- ins Sjónmál sem mun vera eina tímaritið hér á landi sem fjallar eingöngu um kvikmyndir. Blað sem þetta hlýtur að teljast nauð- synlegt fyrir þjóð í leit að kvik- myndahefö og því ekki annað hægt en að óska því velfarnaðar. Tíma- ritið á þó eftir að sanna lífslöngun sína en kvikmyndatímarit hér á landi hafa yfirleitt verið andvana fædd, enda markaðurinn lítill fyrir svo þröngan efnisflokk. Mikil metnaður virðist einkenna þessi tvö fyrstu blöð sem era sér- lega glæsileg, prentuð á glanspapp- ír með tilheyrandi litskrúði. Þá er mikið lagt upp úr útliti og tekst bara ágætlega til, sérstaklega meö- annað tölublaðið. Má vera að bog- inn sé spenntur fullhátt hvað útlit varðar þó vissulega sé ánægjulegt að finna enn einn hóp bjartsýnis- manna í íslensku kvikmyndalífi. Tímarit sem þetta hlýtur að lifa og hrærast í kjölsogi nýrra ís- lenskra kvikmynda. Sem dæmi um efni, sem á að eiga sér vettvang í íslensku kvikmyndatímariti, má nefna umfjöllun um kvikmyndirn- ar Foxtrot í fyrsta tölublaði og í skugga hrafnsins í því seinna. Seinni umfjöllunin er skemmtilega myndskreytt en efnislega rýr. Blað sem þetta ætti að geta veitt nýja innsýn í það sem er aö gerast bak við tjöldin við kvikmyndagerð og jafnvel gagnrýnt þá þegar ef svo ber undir. Nýjum, íslenskum kvik- myndum eru gerð ágæt skil á síðum dagblaðanna, sérstaklega varðandi þá umræðu sem má telja til dægurmála. Kvikmyndatímariti er því nauðsynlegt að kafa dýpra i hlutina, jafnvel rýna í handrit og spá í hugsanlega útkomu. Þama heföi mátt vera kraftmeiri umfjöll- un. Enn um Polanski Meðal annars efnis í öðra tölu- blaði er pistill sem heitir Bígerð og er þar sagt frá væntanlegum verk- um íslenskra kvikmyndagerðar- manna. Þetta er þörf samantekt og sannar svo ekki verður um villst að enn eru íslenskir kvikmynda- gerðarmenn ekki dauöir úr öllum æöum. Þá er umfjöllun um Roman Pol- anski sem er ágætlega tímasett nú í kjölfar heimsóknar hans. Greinin segir margt um Polanski og er býsna fróðleg. Hún er þó fremur lýsandi en skýrandi og hefði gjarn- an mátt reyna meira til að finna Polanski sess í kvikmyndasögunni, ef hann á einhvern. Tímarit Sigurður M. Jónsson Tvö tölublöð hafa nú litið dagsins Ijós af tímaritinu Sjónmál. Þá er lýrísk grein um bíóferöir sem reyndar siglir undir fölsku flaggi vísindanna. Greinin er skemmtileg og bent er réttilega á þau gamal- reyndu sannindi að: „Þrátt fyrir allt er bíóferðin félagsleg athöfn." Meðal annars efni blaðsins má nefna viðtal við Friðrik Þór Frið- riksson og seinni hluta umfjöllunar um Orson Welles. Einnig er þarna skemmtileg grein um Ronald Reag- an og kvikmyndir hans en menn þreytast seint á því að gera grín að þessari dýrustu sviðsmynd banda- rískra stjómmála. Ronny boy er ekki borin vel sagan enda mjög í tísku að hæðast að honum. Myndbandadómar taka æðimikið rými á síðum blaðsins og er lítið um það að segja. Dómar sem þessir era taldir nauðsynlegir hverju kvikmyndablaði og er þá sama hvort það kemur út hér á landi eða erlendis. Ekki veit ég hvort gagn- rýni á erlendar kvikmyndir verður í blaðinu en hæpið er að það gangi upp enda má lesa umfjallanir af því tagi daglega í dagblöðum. Hvað sem því líður er þó ávallt þörf fyrir nýja og skarpa gagnrýni í blaða- heiminum og þannig þjónusta sjálfsögð fyrir lesendur. Dægurmálaumfjöllun Þá eru nokkrar greinar sem flokkast undir dægurmálaumfjöll- un, svo sem stuttir pistlar um nýjustu myndirnar og heitustu stjörnurnar. Þrátt fyrir frísklega útlitshönnun viðast hvar er eins og smádoði færist yfir þegar kemur að því að ganga frá efni sem greini- lega er ætlað til uppfyllingar. Því er spurning hvort þessu efni megi ekki hreinlega sleppa og einbeita sér í þess stað að dýpri straumum í kvikmyndalistinni. Það myndi örugglega undra marga að komast að raun um hve margvíslegar hug- myndir og skoðanir þrífast hér á landi meðal kvikmyndaunnenda. Þá era straumar og stefnur er- lendrar kvikmyndagerðar enn óplægður akur. Þetta verður þó að telja fremur persónulegar óskir sem ekki er víst að eigi neitt erindi viö þann markaðsraunveruleika sem útgefendur standa frammi fyr- ir. Það verður nefnilega aö horfast í augu við það að til að lifa af þarf blaðið að aðlaga sig breiðum mark- aði og þóknast mörgum mismun- andi lesendahópum. Er vonandi að það takist. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.