Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 45 Sviðsljós Merkum áíanga náð r ■ Um helgina útskrifuðust 119 kandi- datar úr Háskóla íslands en Háskól- inn útskrifar kanditata þrisvar sinnum á ári. Útskriftin fer að jafn- aði fram í Háskólabíói og mætti fjöldi aðstandenda með nemendum. Að þessu sinni var skiptingin milli deilda þannig. Tveir úr guðfræði- deild, 15 úr læknadeild, tveir úr lögfræðideild, 30 úr heimspekideild, 38 úr viðskiptadeild, 10 úr félagsvís- indadeild, 20 úr raunvísindadeild og tveir úr verkfræðideild. DV-myndir S Séð yfir sal Háskólabíós, fremst sitja útskriftarkanditatar. '' '' v.' í 1 ■ Hér sést hluti af kanditötum úr hjúkrunarfræði Sigmundur Guðbjarnason háskóla rektor fiutti setningarræðu. Kanditatar úr heimspekideild voru 30 talsins. Sly og Gitte í vandræðum Nýjar fréttir berast stöðugt af Sylvester Stallone og fyrrverandi eiginkonu hans, Brigitte Stallone. Aumingja Stallone þurfti að borga stjarnfræðilegar upphæðir þegar hann skildi við Gitte en nú bætist enn við. Fyrri eiginkona hans, Sasha, viU nú ekki vera út- undan og hefur krafist 360 miUjóna til viðbótar við þær 80 skitnu millj- ónir sem hún fékk fyrir skilnaðinn áður. Stallone er víst lítið hrifinn af þessum útgjöldiun sem hann hefur þó enn efni á. Stuttu eftir að Gitte Nielsen skildi við Sly Stallone fékk hún upp- hringingu frá Penthouse. Pentho- usemenn tilkynntu henni á kurteisan máta að þeir hefðu undir höndum gamlar nektarmyndir af henni frá því áður en hún kynntist Stallone. Það sem verra var, þær voru teknar fyrir ýmsar aðgerðir sem gerðar voru á henni, svo sem brjóstastækkun. Þeir buðu henni síðan að velja hvört hún vildi sitja fyrir á nýjum nektarmyndum eða þær eldri yrðu birtar. Gitte valdi fyrri kostinn og lái henni hver sem vill. Elísabet Breta- drottning er vinur í raun. Náungi, sem hefur komið í heimsfréttirn- ar fyrir að vera sífellt að sniglast I kring um Bucking- hamhöll, tilkynnti um daginn að hann væri að hætta þessum starfa sínum. Þegar Elísabet frétti það bauð hún honum I tesopa sem skilnaðarvott. Aum- ingja maðurinn, sem sífellt hafði reynt að komast inn í höllina, þurfti ekki annað en að hætta því til þess að komast inn! Ólyginn sagði... Ursula Andress fyrrum kyntákn, vakti aldeil- is athygli um daginn. Hún hefur ávallt haft þörf fyrir að sýna sig og vera glæsileg og um daginn mætti hún í hvítum kjól úr þunnu efni á leikhús undir berum himni. Hún var svo seinheppinn að skyndilega kom úrhellis- rigning. Kjóllinn var þeirri ónáttúru gæddur að verða gegnsær þegar hann blotn- aði og áhorfendur höfðu skyndilega meiri áhuga á að horfa á hana heldur en leik- ritið. Rock Hudson hefur fengið nýtt hlutverk þótt hann sé kominn til feðra sinna. Aðstandendur Louis Tussauds vaxmynda- safnsins í Blackpool hafa tilkynnt að þeir ætli að búa til tvær vaxbrúður af Hud- ? son. Sú fyrri á að sýna hann þegar hann var hvað glæsi- legastur, sú seinni þegar hann var orðinn þjáður af Aids. Þetta ku vera liður í baráttunni gegn Aids. ■s.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.