Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Stjómmál Símakostnaður Alþingis: Þingmenn virðast liggja í símanum Símakostnaður Alþingis frá ársbyrj- un til októberloka nam um 2,4 millj- ónum króna. Eru það um 38 til 40 þúsund krónur á hvern alþingis- mann, eftir því hvort miðað er við 60 eða 63 þingmenn. Þessi peningur samsvarar því að hver einasti þingmaöur gæti hafa átt yfir þrjú þúsund tveggja mínútna símtöl við kjósanda á Þórshöfn á Langanesi eða legið í símanum í fimm sólarhringa samíleytt, dag og nótt, við að tala við þennan sama kjósanda hinum megin á landinu. Á þessu tíu mánaða tímabili starf- aði Alþingi í minna en þrjá mánuði, frá miðjum janúar fram í miðjan Alþingismenn tala mikið í símann. Hér sést Jón Baldvin Hannibalsson munda tólið. Ekki er þó þar með sagt að hann noti það meira en aðrir. mars. Nýtt þing kom saman 10. okt- óber. Það eru að sjálfsögðu fleiri en þing- menn sem tala í síma Alþingis. Aðrir starfsmenn þingsins eru yfir 60 tals- ins. Þeir starfa allt árið þótt löggjaf- arsamkundan sé í fríi stóran hluta úr ári. Póstburðargjöld Alþingis námu á áðurgreindu tímabili 470 þúsund krónum. Fyrir þann pening má senda um 36 þúsund bréf. Sé fjár- hæðinni deilt niður á þingmenn fást hátt í átta þúsund krónur eða frí- merki undir 600 bréf. -KMU Ný læknalög fyrir Alþingi Guömundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp til læknalaga. Frum- varpið er að stofni til það sama og Ragnhildur Helgadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra, lagði fyrir síðasta þing. Frumvarpið var þá rætt í heil- brigðis- og trygginganefnd efri deildar Alþingis. Þar voru gerðar á því nokkrar breytingar að höfðu samráði við ráðuneytið, Læknafé- lag íslands og læknadeild Háskól- ans. Frumvarpið var þannig útbúið lagt fyrir neðri deild rétt fyrir þing- lok en ekki vannst tími til frekari umræðu. Meðal breytinga má nefna að í fyrra frumvarpinu var gert ráö fyr- ir að lækningaleyfi félli niður við 75 ára aldur. Nú er gert ráð fyrir að lækni sé óheimilt að reka lækn- ingastofu eftir 75 ára aldur en lækningaleyfið sem slíkt falli ekki niður. „Að mati ráðuneytisins er mjög brýnt að frumvarpið verði lagt fram aftur til þess að færi gefist á þvi að Alþingi taki endanlega af- stöðu til þess,“ segir í athugasemd- um við frumvarpið en þar kemur fram að gildandi læknalög eru frá árinu 1932. „Leggja hagsmunasamtök lækna mikla áherslu á að frumvarpið hljóti afgreiðslu á yfirstandandi Alþingi," segir í athugasemdunum. -KMU Bera einhverjir hópar óeðlilega mikið úr býtum? spyr Borgaraflokkurinn Þingmenn Borgaraflokksins, meö Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur í broddi fylkirigar, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um saman- burð á dagvinnulaunum og tekjum á íslandi og í nágrannalöndum okkar. Borgaraflokksmenn vilja að skipuð veröi nefnd hlutlausra sérfræðinga til að annast verkefnið. í greinargerð með tillögunni eru birtar tölur um þjóðartekjur á Norð- urlöndunum og dagvinnulaun ýmissa hópa. Segir að þær tölur sýni að laun á íslandi gætu verið svipuð og annars staðar á Norðurlöndun- um. Dagvinnulaun á íslandi séu hins vegar mun lægri. Finna megi mörg dæmi þess að dagvinnulaun launa- fólks á íslandi séu meðal hinna lægstu sem þekkjast í Vestur-Evr- ópu. „Því vakna spurningar um það hvort þjóðartekjum íslendinga sé misskipt. Er hlutdeild launafólks í þjóðartekjunum minni en gengur og gerist í nágrannalöndunum? Eru ein- hveijir hópar í þjóðfélaginu sem bera óeðlilega mikið úr býtum?" spyrja borgaraflokksmenn. -KMU Vilja skilatryggingu vegna úreldingar bíla „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að undirbúa frumvarp tii laga um skilatryggingu vegna úreldingar bifreiða." Svo hljóðar þingsályktunartil- laga þriggja þingmanna, Guð- mundar H. Garðarssonar, Sjálfstæöisflokki, Guðrúnar Agn- arsdóttur, Kvennalista, og Jóhanns Einvarðssonar, Framsóknarflokki. „Fyrirsjáanlegt er að á næstu árum muni tugir þúsunda bifreiða úreldast. Áætlað er að árlegur fjöldi þessara bifreiða verði Lýsingu á Eggert Haukdal er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um að setja upp lýsingu við Suðurlandsveg um Hellisheiði að Hveragerði. Sex aðrir þingmenn úr Suðurlandskjör- dæmi og Reykjavík, stjórn og stjórn- arandstöðu, flytja málið með honum. „Vegna hæðar yfir sjó og náttúru- 10-20.000. Nú þegar er það orðið alvarlegt vandamál víða um land að koma þessum bifreiðahræjum fyrir," segja flutningsmenn í grein- argerð. „Er brýnt að nú þegar verði grip- ið til nauðsynlegra ráðstafana til að fyrirbyggja frekari neikvæða þróun í þessum efnum og skylda bifreiðaeigendur til þess að gera viðeigandi ráðstafanii' til að koma gömlum og ónýtum bifreiðum til úreldingar." -KMU Hellisheiði fars eru gjarnan, sérstaklega í skammdeginu, mörg veðrabelti á leiðinni. Fyrirvaralaust skapast oft hættuástand enda hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys, sérstaklega á leiðinni úr Hveradölum og niður í Kamba," segir í greinargerð. -KMU Tveir sagt sig úr Bovgaraflokknum - segir skrifstofustjóri flokksins „Fréttir um mikinn óróa og fjöld- aúrsagnir úr Borgaraflokknum eru úr lausu lofti gripnar," sagði Hrönn Hafsteinsdóttir, skrifstofustjóri Borgaraflokksins. „Tveir eöa þrír menn, sem ekki fengu þann frama sem þeir ætluðu sér, eru með einhveija undirróður- starfsemi. Ég er búin að vera hér á skrifstof- unni í tvo mánuði. Tveir hafa skráð sig úr flokknum en mun fleiri gengið í hann á sama tíma," sagði Hrönn. Hún sagði að annar þessara tveggja heföi sagt sig úr flokknum 21. októb- er en hinn í síðustu viku. -KMU Ríkið reki heilbrigðisfræðsluráð Kvennalistaþingmennimir Guðrún Agnarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir hafa endurflutt frumvarp um að ríkið starfræki stofnun sem nefnist heilbrigðis- fræðsluráð. „Heilbrigðisfræðsluráð skal ann- ast heilbrigðisfræðslu sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Það skal samræma og skipuleggja heilbrigðisfræðslu fyr- ir almenning í landinu í samvinnu við stjórnendur heilbrigðis-, skóla- og félagsmála og önnur stjórn- völd," segir í frumvarpinu. í greinargerð segir að einungis lítið brot af heildarfjármagni til heilbrigðisþjónustunnar renni til forvarna. Flestir myndu þó sam- þykkja að í forvörnum lægi vænlegasti fjárfestingarkostnaður framtíðarinnar. -KMU Sundur og saman Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman um helgina. Þar bar þaö helst til tíðinda að formaður- inn, Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra, flutti langa og mikla ræöu og hvatti til sameiningar sjálfstæð- ismanna á ný. Þetta er óneitanlega nýr tónn í Sjálfstæðisflokknum og kemur sumum stuðningsmönnum hans og kjósendum nokkuð á óvart. Á undanfórnum árum hefur nefni- lega veriö unnið markvisst að því innan Sjálfstæðisflokksins að sundra sjálfstæðismönnum og sú barátta hefur skilað þó nokkrum árangri, enda var hún tekin alvar- lega af óbreyttum, eins og dæmin sanna, meðal annars nú síðast á aðalfundi Hvatar, þegar Auður Auðuns sagði sig úr kvenfélaginú til að mótmæla afskiptum áhugas- amra kvenna af félaginu. Formaðurinn hefur sjálfur geng- ið á undan með góðu fordæmi. Hann rak Albert Guðmundsson úr fyrrverandi ríkisstjórn og lýsti yflr því að Albert yrði aldrei aftur skip- aður ráðherra á vegum flokksins. Þessi skelegga yflrlýsing form- annsins skilaöi árangri þegar í stað og varð til þess að Albert stofnaði nýjan flokk og hirti nokkur þúsund atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum. Albert tók formann sinn alvarlega eins og reyndar allir þeir sjálfstæð- ismenn sem honum fylgdu yfir í Borgaraflokkinn. Útkoman úr al- þingiskosningunum í vor var mjög góð og leiddi til þess að fimm eða sex þingsæti töpuðust og er ekki að efa að forystan hefur glaðst ákaflega yfir svo skjótum árangri í stefnu sinni að sundra flokks- mönnum sem mest. Valdimar Stefánsson, Björn Dag- bjartsson, Árni Johnsen, Gunnar Schram og vonarpeningar í Reykjavík duttu allir út og þar að auki féll Vilhjálmur Egilsson í sæti sem hingaö til hefur verið öruggt til þingsetu. Allt þetta fólk hlýtur að hafa verið mætt á flokksráðs- fundinum til að láta hylla sig fyrir vasklega framgöngu í þágu þess málstaðar, sem flokkurinn hefur barist fyrir að undanfömu og felst í fækkun og sundrangu sjálfstæðis- manna. Formaðurinn sparkaði síðan Sverri, Ragnhildi og Matthíasi Bjarnasyni út úr ríkisstjórninni og Matthías hefur látið hafa það eftir sér í viðtali að hann hafi ekki haft minnsta áhuga á setu í núverandi ríkisstjórn, og bera þau ummæli vott um flokkshollustu Matthíasar. Hann gengur á undan með góðu fordæmi og tekur ekki lengur að sér forystustörf í þágu flokksins eftir að flokkurinn hefur ákveðið að ýta fólki eins og honum út úr áhrifasföðum. Nú er unnið að því öllum árum aö koma Sverri Hermannssyni fyr- ir í Landsbankanum þannig að flokkurinn sé líka laus við hann. Reyndar getur það verið ástæðan að formaðurinn sé að verðlauna Sverri fyrir að hafa fylgt flokks- stefnunni eftir í Austurlandskjör- dæmi með því að fækka kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi svo myndarlega að ekkert nema kraftaverk bjargaði Agli á Selja- völlum inn á þing. Það voru eigin- lega einu mistökin í kosningabarát- tunni að Egill skyldi ná kjöri og spurning hvort Sjálfstæðisflokkur- inn eigi ekki að refsa honum fyrir þau mistök. En ef Sverrir kemst í" Landsbankann hverfur einn í við- bót úr gamla liðinu af vettvangi og svona er hægt að fækka í flokknum svo lítið beri á. Formaðurinn munstraði þá Frið- rik Sophusson og Birgi ísleif inn í ríkisstjórnina og síðan hafa þeir sest í helgan stein og látið fara eins lítið fyrir sér og mögulegt er, þann- ig að enginn fái það á tilfinninguna að þessir tveir ráðherrar séu að vinna flokknum fylgi. Það hefði verið dauðadómur fyrir nýju stefn- una, að fækka flokksmönnum sem allra, allra mest. Matthfas Á. Mat- hiesen er að vísu enn í ríkisstjórn- inni, en það er nú bara af því að Matthías er svo gamall í hettunni og skilur ekki þá nýju strauma, að aðalatriöið er aö hafa sem fæsta í flokknum. En einmitt þegar ný stefna Sjálf- stæðisflokksins er farin að skila árangri kemur formaðurinn og hvetur til sameiningar sjálfstæðis- manna á ný. Menn rekur í rogast- ans. En þegar betur er að gáð er þetta í lagi. Flokkurinn er nefnilega að móta sér stefnu fyrir næstu öld! Sundrungarstefnan mun áfram ríkja til aldamóta. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.