Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Tíðarandi Ég hef tröllatrú á nálastungunum - segir Krislján Ari Einarsson „Ég var ekki trúaður á nálastunguaðferðina en var þó til í að reyna hana. Og hún reyndist mér svo sannarlega vel,“ segir Sverrir Einars- son, knattspyrnumaður í Fram og starfsmaður Kirkjugarða Reykjavikur. DV-mynd KAE Nálastungu- meðferðinkom mérálappimar - segir Sverrir Einarsson „Eg hef margoft reynt að hætta að reykja en hef alltaf sprungið. Reyk- lausu tímabilin hjá mér hafa verið stutt og stormasöm, ég hef verið upp- stökkur, eirðarlaus og leiðinlegur og löngunin í tóbak hefur verið óbæri- leg. Þar til ég reyndi nálastunguað- ferðina. Ég er reyklaus sem stendur og fráhvarfseinkennin eru væg og skapið tiltölulega gott,“ sagði Krist- ján Ari Einarsson fréttaljósmyndari en hann er nýlega hættur að reykja með aðstoð nálastungulæknis. „Ég reykti rúmlega tvo pakka af sígarettum á dag. Oft reyndi ég að hætta. Ég reyndi að hætta einn, meö vinum og vandamörtnum og í stórum hópum. Alltaf var ég einn af þeim fyrstu sem sprungu. Ég reyndi nikó- tíntyggjó og allar mögulegar og ómögulegar aðferðir en ekkert gekk. Svo sá ég erlenda fréttamynd á Stöð 2 þar sem stúlka sagði frá því að hún hefði hætt að reykja með því að fara í nálastungumeðferð. Þetta höfðaði til min og þar sem ég hafði heyrt minnst á Hallgrím Magnússon nála- stungulækni pantaði ég tíma hjá honum. Ég fór í eina meðferð til reynslu og hún dugði í þijá sólar- hringa. Þá komst ég ekki í aðra meðferð hjá honum vegna anna í vinnunni og ég sprakk með látum. Viku síöar fór ég aftur í meðferð til Hallgríms og það dugði aftur í þrjá daga en þá fór ég að reykja eina til þijár sígarettur á dag, sem er vísasti vegurinn til að springa gersamlega. Þetta gekk í þrjá daga en þá fór ég í þriðju meðferðina og síðan hef ég farið í nálastungur á 3^1 daga fresti og hef ekkert reykt á þvi tímabili. Ég geri ekki ráð fyrir því að þurfa að fara í íleiri nálastungur en ef ég fmn að nikótínþörfin er að verða cóbærileg er ekkert mál að skreppa í meðferð. Hún kostar um 700 krónur í hvert sinn og þó ég færi á 4 daga fresti í nálastungumeðferð það sem eftir er ævinnar myndi ég spara stór- lega því sígarettuútgjöldin hjá mér voru um 1.050 krónur á fjórum dög- um. Fyrir utan það að reykingar eru stórhættulegar." Kristján sagði að fráhvarfsein- kennin hefðu alltaf háð sér mikið þegar hann hefði reynt að hætta að reykja. Hann hefði orðið svo skap- mikill og bráður og auk þess eirðar- laus. „Ég réðst að mönnum með skömm- um og sagði vinum mínum og samstarfsmönnum að halda kjafti að tilefnislausu. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við hendurnar og gat aldrei setið kyrr. Svo tók ég lítið eft- ir því sem var að gerast í kringum mig. Það var því í stuttu máli óbæri- legt að umgangast mig á reyklausu tímabilunum." Kristján sagðist enn finna fyrir þessum fráhvarfseinkennum en meðferðin drægi mjög úr þeim og eins lönguninni í sígarettur. Hann sagðist líka hafa verið illa haldinn af vöðvabólgu og eftir reynsluna af meðferðinni við reykingum hefði hann ákveðið að reyna nálastungu- aðferð gegn vöðvabólgunni og hefði meðferðin nánast upprætt hana. Kristján sagðist því hafa tröllatrú á nálastungum. „Ég fór í fyrstu meðferðina klukk- an eitt eftir hádegi og þá um morguninn hafði ég svælt í mig meira en pakka, en eftir meðferðina reykti ég ekki eina einustu sígarettu og hafði ekki löngun til þess. Það sannaði fyrir mér að meðferðin gat borið árangur," sagði Kristján Ari. -ATA „Nálastunguaðferðin kom mér beinlínis á lappir. Ég sá ekki fram á annað en að ég þyrfti að hætta allri þátttöku í íþróttum. Sársauk- inn olli mér líka óþægindum í vinnunni og allt þetta var farið að fara á sálina á mér. Ég þakka með- ferðinni það að ég gat spilað fót- bolta í sumar,“ sagði Sverrir Einarsson, knattspyrnumaður í Fram og starfsmaður hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur er hann var inntur eftir reynslu hans af nála- stungum. „Ég meiddist á hné í knattspyrnu í fyrravor. Ég fór þá í aðgerð og gat ekkert æft það keppnistímabil en ég ætlaði að leika af fullum krafti nú síðasta sumar. En batinn lét á sér standa og hnémeiðslin háðu mér svo mikið í vor sem leið að ég gat ekkert hlaupið og átti ekki gott með gang. Það var eins og járn í járn þegar ég beygði hnéð og þetta angraði mig verulega bæði í vinnu og einkalífi og íþróttaiðkun var út úr myndinni. Ég reyndi flestar aðferðir til að ráða bót á mínum meinum, fór í nudd, sprautur, æfingar og hvað- eina, en ekkert gekk. Þetta var farið aö fara verulega í taugarnar á mér, skapið versnaði og ég var nánast búinn aö útiloka alla þátttöku í íþróttum um alla framtíð. Þá var mér bent á að reyna nála- stungumeðferð, sem margir íþróttamenn hafa farið í. Ég hafði enga sérstaka trú á því fyrirbæri en var til i að reyna hvað sem var. Fyrst tók nálastungulæknirinn mig í sprautumeðferð og fór síðan að beita nálunum. í fyrstu var þetta sársaukafullt en svo gerðist hið ótrúlega. Á tveimur til þremur vik- um fann ég rosalegan mun og eftir rúman mánuð var ég farinn að æfa knattspyrnu aftur af fullum krafti og gat leikið með Fram í allt sumar. Núna er ég væri svo til alheill af meininu en ég ætla þó að halda áfram í meðferöinni þar til ég er orðinn albata. Nú orðið hef ég tröllatrú á nálastunguaðferðinni enda hefur hún gefist mér frábær- lega vel,“ ságði Sverrir Einarsson. -ATA Nálastungusérfræðingur stingur nál í eyra sjúklings. Þessi stunga á að hjálpa sjúklingnum að hætta að reykja; draga úr löngun i tóbaksreyk og minnka fráhvarfseinkennin. DV-mynd GVA Við erum minni - þess vegna verðum við að gera betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.