Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. íþróttir Heimsmeistaramótið í judó fór fram um ný- liðna helgi. Hér kljást Hirotaka Okada og Bashir Varasev í 78 kilógramma flokki. Ofurstirnið Kareem Abdul-Jabbar tekur hér eitt af sínum „eitruðu" sveifluskotum i viðureign LA Lakers og Milwaukee Bucks. La- kers tapaði leiknum 124-116 Jteffi Graff heldur hér sigurlaunum sínum á lofti. Hún lagði Gabri- u Sabatini að velli i úrslitum Virginu-Slim tennismótsins nú um helgina. Rannsókn vegna kaupa Maxwells á Watford Enska knattspyrnusambandið hefur fyrirskipað rannsókn vegna kaupa Roberts Maxwell á hlutabréfum Eltons John í Wat- ford, hvort það samrýmist regl- um þess að félög eða fjölskyldur geti keypt knattspyrnufélög hvert á fætur öðru. Maxwell, einn mesti blaða- og bókaútgefandi heims, keypti hlutabréf Eltons á tvær milljónir sterlingspunda. Þessi innflytjandi frá Tékkóslóvakíu og fyrrum þingmaður breska Verkamannaflokksins er nú ásamt fjölskyldu sinni og fyrir- tæki stærsti eigandi íjögurra enskra knattspymufélaga. Auk Watford, 1. deildar félaganna Ox- ford og Derby og Reading, sem leikur í 2. deild. Robert Maxwell er stjórnarformaður Derby. Son- ur hans gegnir sama hlutverki hjá Oxford og einn nánasti sam- starfsmaður hans verður stjórn- arformaðuf Watford. Fyrir nokkrum árum reyndi Maxwell að kaupa Man. Utd en tilboði hans var hafnað. Um tíma virtist þó stefna í að hann næði fram kaupum. Man. Utd er að mestu í eign Edwards-fjölskyldunnar. • Terry Venables, fyrrum stjóri Barcelona, er kominn til Lund- úna eftir fríið á Florida og tók við stjóminni hjá Tottenham í gær. • Chic Bates, stjóri og leikmaður Shrewsbury í 2. deild, lét af störf- um hjá félaginu í gær. Shrews- bury er meðal neðstu liða deildarinnar. -hsím „Islenska HM-liðið í Sviss besta landslið íslands“ - segir norski dómarinn Öjvind Bolstad sem hefur dæmt á 4. hundrað landsleikja í 36 löndum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Norsku dómaramir Öjvind Bol- stad og Terje Anthonsen, sem dæmdu landsleiki í Reykjavík í síð- ustu viku gegn Póllandi og landsleiki íslands í 4-landa mótinu á Akureyri, eru með reyndustu dómurum heims í dag og hafa dæmt geysilega mikið. „Veistu það að ég man þetta ekki, sennilega er þetta þó í 18. skipti sem ég kem til þess að dæma á íslandi,“ sagði Bolstad er DV ræddi við hann eftir að mótinu á Akureyri lauk. Hann hefur því séð mörg íslensk landslið. En hvert liðanna, sem hann hefur séð, er það besta? „Tvímælalaust liðið á HM í Sviss á síðasta ári. Það lið var feiknagott og sýndi að það gat borið sigur úr býtum í jöfnum og spennandi leikjum. Ég hef oft séð Island leika vel en tapa en í Sviss lék hðið vel og vann leikinn." Landsleikirnir, sem Bolstad hefur dæmt, eru komnir vel yfir 300 en síð- ustu 10 árin hefur hann dæmt með Anthonsen. Hann er því orðinn geysilega reynslumikill og segist sjálfur t.d. vera steinhættur að heyra í áhorfendum þótt þeir séu að senda dómurum tóninn, hann viti bara að þeir geri það. „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég kom fyrst til íslands og þá ekki síst eftir bílferðina frá Keflavík að Hótel Sögu. Þarna sat ég og hugs- aði með mér að ég hlyti að vera kominn til tunglsins, landslagið var alveg furðulegt og er auðvitað ennþá. Eins langar mig að minnast á mót- tökurnar, þær eru ávallt mjög notalegar á íslandi." Bolstad hefur dæmt landsleiki í 36 löndum víða um heiminn. Hann hef- ur dæmt úrslitaleik í World Cup og á ólympíuleikunum í Los Angeles dæmdi hann úrslitaleikinn ásamt Anthonsen. Það er því ljóst að þetta eru engir meðaldómarar. Handbolti kvenna Framsigur í lélegum leik Stjaman vann öruggan sigur á Mörk Víkings: Inga 7/4, Svava 5, slöku liði Þróttar. Leikuriim var Jóna og Heiða 4, Eiríka 3/1, Sigur- ekki vel leikinn og fátt sem gladdi rós, Valdis, Halla og Margrét eitt augaö fyrir þá áhorfendur sem hver mættu í Höllina. Leiknum lauk • Fram - FH 15-9. með stórsigri Stjörnunnar, 33-18, Leikur Fram og FH olli miklum eftir aö staðan í liálfieik hafði verið vonbrigðum. Búist var viö hörku- 15-8. viöureign þegar tvö af toppliðum Mörk Þróttar: María6/4, Þórlaug deildarinnar mættust en annaö 3/2, íris 3, Ágústa, Sigurlín 2, Ásfa kom á daginn. Leikurinn víir slak- og Unnur eitt hvor. ur og sóknarleikur liöanna í Mörk Stjörnunnar: Ragnheiöur molum og þá sérstaklega hjá FH 9/2, Dríiá 8, Herdís 5, Hrund 4, en liðið skoraði aöeins tvö mörk í Helga, Inglbjörg og Ásta 2 hver, fyri'ihálfleikogviilisteinsogallan Guðný eitt kraft vantaði í hðið. Fram byrjaði leikinn hla og fóru með margar • KR - Víkingur 13-27. sóknir í vitleysu en náöu að rífa sig Frískar Víkingsstúlkur áttu ekki upp og tryggja sér forskot sem í miklum vandræðum með að bera nægði þeim til sigurs i leiknum. sigurorð af KR. KR-líöiö náði að- Bestu menn vallarins voru mark- eins að halda í Víking fyrstu menn liöanna, þær Haha Geirs- mínúturnar en svo skildu leiðir og dóttir, sem varði 16 skot, og Víkingur sigraði örugglega raeð Kolbrún Jóhannsdóttir, sem varði fjórtán marka mun, 27-13. Staðan 17 skot og þar af þrjú vítaköst. í hálfleik var 11-6 Víkingi í hag. Mörk Fram: Guðríður 7/4, Oddný Mörk KR: Sigurbjörg 4/3, Birthe 3', Arna og Jóhanna 2, Ingunn 1. og Karólína 3, Nellý og Áslaug eitt Mörk FH: Eva 6, Rut 1/1, Kristín mark. 1, Sigurborg 1 Þessir kappar h.u iat, Leslaw Dziuba og Geir Sveinssor I Geir S\ vam Geir Sveinsson var kjörinn besti varnarmaður nýliðins KEA-móts á sunnudagskvöld. Kom sá úrskurður fæstum á óvart enda er Geir sem fjall í vörn landsliðs- ins með sama lagi og hjá félagsliði sínu, Val. Aðrir leikmenn sem hrepptu sér- stakan heiðurssess í kjölfar þessa móts Páfinn er áhugamaður um skíði Jóhannes Páll páfi er mikill áhuga- maður um skíðaíþróttir og fylgist gjarnan með keppni í sjónvarpi, segir skíðasnilhngurinn Pirmin Zuer- briggen. Hann hitti Jóhannes Pál nýverið að máh og ræddust þeir lengi við. Bar vart annað á góma á fundinum, að sögn Zurbriggen, en skíði og skíðaíþróttir. „Páfmn sagðist sjálfur fara talsvert á skíði,“ sagði Zurbriggen í spjalli við blaðamenn. Skíðamaðurinn svissneski hreifst mjög af páfa á fundi þeirra enda er skíðagarpurinn rómversk kaþólskur og að sögn mjög trúhneigður. • Ásgeir fagnar hér marki ásamt Fritz Walter, stallbróður sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.