Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. 21 itu viðurkenningu í kjölfar KEA-mótsins. Þetta eru þeir Bogdan Wenta, Wieslaw Gol- i. DV-mynd GUN (EA-mótið í handknattleik reinsson besti armaðurinn voru Pólveijarnir Bogdan Wenta, Wi- eslaw Goliat og Leslaw Dziuba. Bogdan Wenta var kjörinn besti sókn- armaður mótsins. Fer þar skæður og útsjónarsamur leikmaður enda burðar- ás pólska liðsins. Þá var risinn Wieslaw Goliat valinn besti markvörðurinn en hann er gjarn- an hinn versti viðureignar undir markslánni. Leslaw Dziuba varð hins vegar markahæsti leikmaður KEA-mótsins, gerði 24 mörk. Þess má geta að Wenta varð næstmarkahæstur, eins og kom raunar fram í blaðinu í gær, með 18 mörk. Á hæla hans kom síðan Kristján Arason með 17. -JÖG „Ég fékk slæman skurð á hnéð“ - Ásgeir Sigurvinsson enn meiddur á hnéð því þá hefði þetta án efa farið miklu verr,“ sagði Ásgeir í spjallinu. „Það er ómögulegt að segja hvernig ástandið væri nú ef svo hefði farið.“ Ásgeir verður líklega I eldlínunni næsta laugardag „Ég reikna fastlega með að þetta lagist og ég verði orðinn fullgóður og leikfær fyrir næstu helgi. Ég geri því ráð fyrir að verða í eldlínunni á laugardag," sagði Ásgeir. Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: „Ég fékk slæman skurð á hnéð og þetta leit verulega illa út í fyrstu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli við DV. Eins og kom fram í blaðinu í gær var brotið á Ásgeiri með hinum fólskulegasta hætti er hann hafði brotið vörn Mannheim á bak aftur. Þótti mörgum rangt af dómar- anum að beita ekki rauðu spjaldi og þá sérstaklega með hhðsjón af meiðslum Ás- geirs sem urðu þegar ljós. „Sem betur fer kom sparkið ekki beint __________________________________Iþróttir Milljónagróði hvers? Athugasemd frá Halli Hallssyni, formanni handknattleiksdeildar Víkings Eg varð hissa þegar ég sá klausu eftir „Mugg“í DV mánudaginn 8. nóvember þar sem greint var frá millj ónagróða handknattleiksdeildar Víkings, skrifað að Víkingur hefði grætt tvær milljónir á leikjunum við Kolding. Betra að satt væri! Því mið- ur, Muggur - hver sem þú ert - þá varð ekki tveggja milljóna gróði. Hagnaður varð en enginn milljóna- gróði. Með feikilegu starfi tókst að ná um 700 þús. kr.í auglýsingar að viðbættri Lödunni ágætu sem við fengum í verðlaun frá Bifreiðum & landbúnaðarvélum - sem sagt tæp milljón í auglýsingatekjur og að- gangseyrir til Víkings var 630 þús. kr. Að þessu viðbættu koma ein- hveijar sjónvarpstekjur en þar sem samningar hafa ekki náðst milli HSÍ og Sjónvarpsins hafa engar greiðslur borist. Það má því segja að tekjur veröi um eöa yfir 1700 þús. kr. sem er frá- bær árangur. En Muggur, kostnaður er óheyrilegur. Það kostaði okkur tæpar 430 þús. kr. að fara til Kold- ing. Síðan kostaði mikla peninga að halda Kolding-liðinu uppi hér á landi, einnig að fá þrjá dómara hingað fyrir utan annan kostnaö, bæði hér á landi og í Danmörku. Heildarkostnaður af 2. umferð Evrópukeppninnar er um 830 þús. kr. Það eru háar tölur, hreint ótrúlegar. En það er rétt hjá þér, Muggur. Þaö er hagnaður, líklega um 850 þús. kr. af leikjunum við Kolding og þar vegur þyngst stuðningur Bif- reiða & landbúnaðarvéla, sem hét Lödunni á Víking. Þar með er ekki öll sagan sögð því í 1. umferð lék Víkingur við ensku meistarana frá Liverpool og þú gleymir að geta þess í pistli þínum. Þá tapaði Víkingur miklum pening- um. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar í því dæmi þá er tapið senni- lega um 430 þús. kr. Hagnaður af þessum tveimur ferðum er því sem betur fer um 400 þús. kr. Þar skiptir Ladan góða sköpum og sú staðreynd að Víkingur komst í 8-liða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða. Og þessi 400 þús. kr. „gróði“ fer ekki í vasa einhverra manna, hann fer í starf öflugustu handknattleiksdeildar landsins og ég get sagt þér að það er umfangsmikið. Hátt á annað hundr- að unglingar.stunda handknattleik í Víkingi og félagið leggur metnað í að hafa hæfa þjálfara til að leiðbeina þeim fyrir utan hið mikla starf í kringum meistaraflokka félagsins. Þetta er nú allur gróðinn og gjarn- an hefði ég viljað, Muggur minn, að þú hefðir snúið þér til Víkings til að fá upplýsingar um raunverulega stöðu handknattleiksdeildar félags- ins. Fyrir nokkru var sagt í DV að það hagnaður hefði verið af handknatt- leiksdeild Víkings á sl. ári. Það er alveg hárrétt en þeir peningar fóru í að greiöa skuldir deildarinnar og dugði ekki til því í síðustu ársreikn- ingum handknattleiksdeildarinnar var, því miöur, höfuðstóll enn nei- kvæður. Næsta verkefni er ZSKA Moskva og ég get' sagt þér að það verður dýrt að fara austur þangað, mikill kostnaður, en við Víkingar erum staðráðnir í að reyna að standa vel að leikjunum við Sovétmenn. Víkingur á möguleika Ég var ekki síður hissa miðvikudag- inn 11. nóv. þegar ég sá DV þar sem skýrt var frá drætti í Evrópukeppni meistaraliða en Víkingur mætir ZSKA Moskvu. Þar stóö: „Víkingar voru mjög óheppnir og möguleikar þeirra eru litlir." Svo mörg voru þau orð, málið afgreitt. Hins vegar lítum við Víkingar ekki svo á að möguleik- ar okkar séu litlir. Viö gerum okkur grein fyrir að Sovétmenn eiga meiri möguleika á að komast áfram, ekki síst þar sem síðari leikurinn fer fram í Moskvu, en við fórum til þessara leikja með því hugarfari að komast í undanúrslit Evrópukeppninnar. Af hverju skyldum við hugsa öðru- vísi? Lítum á staðreyndir. í heims- meistarakeppninni í Sviss hafnaði ísland í sjötta sæti, sællar minning- ar. Rússar féllu niður í B-riöil. íslendingar og Sovétmenn hafa marga hildi háð undanfarin ár og undantekningarlaust hafa þeir leikir verið jafnir. Víkingur hefur á að skipa sterku liði með marga lands- liðsmenn innanborðs, menn á borð við Guðmund Guðmundsson, Sigurð Gunnarsson, Kristján Sigmundsson, Karl Þráinsson, Bjarka Sigurösson og Hilmar Sigurgíslason, að ógleymdum okkar snjalla þjálfara, Árna Indriðasyni. Þá eru ungir og upprennandi leikmenn að koma fram. Þetta lið hefur sjóast i Evrópu- keppni í samfellt 10 ár, býr yfir mikilli reynslu. Víkingur hefur lagt mörg fræg liða að velh, meðal annars unnið Barcelona, Crevenka, Dukla Prag, Tatabanya,, Ystad, Tres de Mayo, St. Ottmar, Kolbotn, Fjell- hammer og Kolding; gert jafntefli við Lugi og Gdansk. Oft hefur Víkingur komist áfram og stundum fallið úr keppni eins og gengur. Nokkur þess- ara liða hafa orðið Evrópumeistarar, sum leikið til úrslita, hin náð mis- jöfnum árangri. Reynslan hefur kennt okkur að betra liðið vinnur ekki alltaf. Víking- ur hefur fallið úr keppni þó liðið . hafi verið betra en andstæðingurinn að mínu mati, eins og til dæmis móti Lugi 1981 og Atletico Madrid árið eftir. En stundum hefur andstæðing- urinn verið sterkari þó Víkingur hafi komist áfram, til dæmis þegar Víkingur sló út ungverska liðið Tata- banya. Nú veit ég ekki hvort ZSKA er betra lið an Víkingur. Það kann vel að vera en við Víkingar fórum í leikina með því hugarfari að komast í undanúrslit. Við förum alltaf í leiki með það að markmiði að sigra. Þá er rétt aö benda á litla staðreynd. St. • Ottmar sigraði 1. maí, Sovétríkjun- um, í 2. umferð Evrópukeppni á dögunum. Víkingur vann St. Ottmar næsta auöveldlega 1 Evrópukeppni meistaraliða í fyrra. Viö höfum enga minnimáttarkennd gagnvart rúss- neska birninum - af hverju skyldi DV hafa það? Með kveðju, Hallur Hallsson, for- maður handknattleiksdeildar Vík- ings. Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 Nýjar perur 24 tímar aðeins' 1800 krónur. Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? ATH! Tilboðið 'stendur eina viku. VISA OG EURO VERIÐVELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.