Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Menning Það er aldrei neitt skýrt í mannlegum samskiptum Rætt við ÁHrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund Hringsól, önnur skáldsaga Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur, byggist á hugrenningum Boggu, sem kemur ung frá fátækri fjölskyldu í sjávar- þorpi úti á landi og er tekin í fóstur af efnuðum hjónum í Reykjavík. Sögusvið bókarinnar er Reykjavík frá því á millistríðsárunum og fram á okkar daga, við fylgjumst með Boggu og því fólki sem hún um- gengst og fáum að vita hver verður æfi hennar og örlög. Þráður frá- sagnarinnar er spunninn úr minningum Boggu, minningabrot- um sem raöast saman og mynda að lokum eina heild svo að úr verö- ur lifandi mynd af Boggu og því umhverfi sem hún lifir og hrærist í. - Álfrún, þessar skýru myndir sem þú dregur upp af fólki og af stöðum eins og til dæmis húsinu við Tjörn- ina, eru einhverjar fyrirmyndir að þeim? Nei, það eru engar raunverulegar fyrirmyndir, hvorki að húsinu né persónunum, ég bara byggði þarna hús og ákvað nokkurn veginn hvar það ætti að standa og eins er með persónurnar, þær eru held ég mín hugarsmíð þó svo að þær hafi smám saman öðlast eigið líf og far- ið að ráöa sér sjálfar. Ég get vel fallist á þá hugmynd að verk í heild sé maður sjálfur en persónurnar koma til manns og taka síðan, eins og svo oft er sagt, sína eigin stefnu. Og þegar líður á verkið þá fara drættimir að skýrast. Það mætti kannski segja að ég hafi skapað verkið út frá persónunum. - Ræður Bogga einhveiju um sína æfi? Nú virðist mér stundum eins og hún lóti ráðskast með sig, eins og aðrar persónur bókarinnar hafi hana á valdi sínu. Hún er eins og fólk er oft, við höfum öll okkar takmarkanir og getum kannski ekki náð fram öllu því sem við viljum þó aö við gerum tilraun til þess. Mér finnst Bogga vera nokkuð ákveöin, einkum þeg- ar hún eldist, sér þá hlutina mun ákveðnari augum en búast mætti við af því sem gerist. En hún er oft haldin angist og kvíða sem getur gripið fólk og lamað, kemur í veg fyrir aö það komi í framkvæmd því sem það vildi helst. Það mætti kannski láta sér detta í hug að hún væri dálítið önnur en hún heldur að hún sé en annars er erfitt að tala um hana sem persónu, skáld- sögupersónur lútá nú einu sinni öðrum lögum en lifandi fólk. En mér finnst hún gera eins og við gerum oft, reynum að öðlast frelsi og stundum tekst það en stundum ekki, það fer eftir aðstæðum og styrk hvers og eins og það eru ekki allir sem hafa styrkinn til að halda áfram að berjast. En ég held að hún sjái skýrt í lokin og sætti sig við það sem hðið er, ekki sér hún eftir neinu eða harmar neitt, spyr sig ekki hvað hefði getað orðið - þetta var bara það sem gerðist. Eiginlega finnst mér að hún hafi yfir sér vissa reisn, vitaskuld er þetta ekki nein baráttukona í nútímaskilningi orðsins en hún er kona sem tekst á við líf sitt þrátt fyrir allt. - Mætti ekki búast við að mann- eskja, sem reynir margt eins og Bogga, taki skýrari afstöðu til þess sem gerist í kringum hana? Fái ákveðnari skoðun á málunum, til dæmis í pólitíkinni? Eins og svo margir, kannski, þá hugsar hún ekki um þessa hluti, ímyndar sér að hún hafi ekki tök á að skilja þá. Hins vegar er hún að ýmsu leyti sjálfstæð og gerir sjaldnast beinlínis það sem er ætl- ast til af henni. Hún leitar frá því og finnst kannski þess vegna að það sé margt sem er fyrir aðra en ekki fyrir hana sjálfa. En samt finnst henni auðvitað að sumt sé rétt og annað rangt. Hún sér ýmsa þætti Bókmenntaviðtalið Lilja Gunnarsdóttir sem henni finnst að mættu fara betur en það er samband hennar við aöra, nálægðin eða löngun eftir nálægð við aðra sem skiptir hana mestu máli. Það mætti kannski segja að hún sé ekki áhrifagjöm, hún lætur ekki draga sig út í það sem hún ekki vill, hún vill kanna málið fyrst, þó að sú afstaða hennar sé ef til vill blekking. - En samband Boggu og Daníels? Er hún á einhvern hátt fórnarlamb eða er hægt að kalla hann hennar örlagavald? Elskar hún hann eða er honum þröngvað upp á hana? Er til nokkurt algilt svar við því hvað ást er? Er þessi tilfmning, sem er kölluð ást, alltaf hrein og ómeng- uð, býr ekki líka að baki leit að öryggi, löngun til að tilheyra ein- hverjum, eiga sér samastað og tilheyra íjölskyldu? Það væri nátt- úrlega best að ástin væri hrein og ómenguð en spurningin er hvort hún er til í slíku formi. Það er með samband Boggu og Daníels eins og samband manna yfirleitt, það er aldrei neitt skýrt í þessum efnum, menn eru að leita og þreifa fyrir sér, stundum er það eitt og stund- um annað, en samband manns við aðra er oft mun óskýrara en maður vildi að það væri og þess vegna skapast togstreita. Það reynir hver meðvitað eða ómeðvitað að halda sínu og hvort sem manneskjan er á litlum velli eða stórum þá ríkir þar sjaldnast eining og friður. Daníel ánetjast kannski ytri gildum meira en Bogga gerir, hans völlur er breiöari en hennar. Spurningin fyrir Boggu er meira hvort hún nær sambandi við fólk, eins og aðr- ir leitar hún fegurðar og hamingju og veit kannski ekki hvað það er, bara eitthvað fallegt og hlýtt. Kannski finnur hún líka til sam- kenndar, hún er í það minnsta í sterkri snertingu viö heiminn. Hún er ekki fórnarlamb og erfitt að kveða upp úr með hvort einhver einn sé örlagavaldur í hennar lífi, því er einu sinni þannig varið í til- verunni að menn koma og fara, fólk hefur áhrif á líf manns og maður veit fyrst eftir á hvaða áhrif það voru. En fórnardýr er ekki hægt að kalla hana enda kennir hún engum um, og það er einmitt þess vegna sem hún getur staðið utan við hlutina, skoðað þá úr fjar- lægð og nálægð í senn. Atburðirnir gerast bara undir þessu hvers- dagslega yfirborði og það spilar svo margt inn í, eins og til dæmis tilvilj- unin. Tilviljunin er líka stór þáttur Álfrún Gunnlaugsdóttir. DV-mynd Gand í okkar lífi. Ég myndi halda að þeg- ar Bogga og Daníel ná loksins saman hafi þau bæði viljað þaö af mismunandi ástæðum en þar með er ekki sagt að togstreitunni sé lok- ið. Það koma upp nýjar aðstæður sem þau þurfa að bregðast við og þau eru bæði þátttakendur í því sem gerist. - Hvað með stílinn á sögunni? Áttu þér einhverja ákveðna fyrirmynd á bókmenntasviðinu? Ekki veit ég til þess, þótt auðvitað hljóti maður á einhvern hátt að vinna úr því sem aðrir hafa gert. Mig langaði til aö spinna verkið áfram og sjá hvað úr því yrði, leyfa sköpunargleðinni að ráða, þannig að ég veit ekki hvort það er mikil formfesta í verkinu í raun, ég verð víst að láta aðra um að athuga það. Frá minni hendi byggir verkið á hugrenningatengslum og það sem eftir er byggist á samspili höfundar og lesanda. Höfundur fitjar upp á hlutunum en það er auðvitað ætl- \ ast til að lesandinn taki þátt í sköpuninni. Þegar maður er búinn að láta frá sér verk þá er annarra að taka við. Lilja Gunnarsdóttir Nýjar bækur íslenskt þjóðlíf í þúsund ár eftir Daniel Bruun. Heimildarverk um gamalgróið þjóðlíf og horfna lifshætti. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi. Þór Magnússon þjóðminjavörður rit- ar formála og fræðilegar skýringar. Val mynda: Ásgeir S. Björnsson lekt- or og örlygur Hálfdánarson. Myndatextar: Ásgeir S. Björnsson. Með rannsóknum sínum og könn- BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bllamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bllasala og bílaumboða fjölbreytt úrval blla af öllum gerðum og I öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar í bllakálf þurfa að berast f sfðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar I helgar- blað þurfa að berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Sfminn er 27022 mm 1 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA unum hefur Daníel Bruun bjargað ómældum fróðleik og þekkingu um íslenska menningarsögu, allt frá minjum frá landnámi og fyrstu byggð og til híbýlahátta fólks á 19. og 20. öld. Hafa aðrir í rauninni ekki náð lengra í þeim efnum og eru þá ekki taldar sérrannsóknir einstakra þátta innan menningarsögunnar. Þannig hefst formáli Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar að nýút- komnu stórvirki í bókaútgáfu, ritverkinu íslenskt þjóðlíf í þúsund ár eftir Daniel Bruun í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur ritverkið út og hefur unnið að útgáfunni í rúman áratug. Ritiö er í tveimur stórum bindum í fagurlega skreyttri bókaröskju. Daniel Bruun var Ustfengur teiknari og ljósmynd- ari og á ferðum sínum um landið kappkostaði hann að teikna og Ijós- mynda íslenskt þjóðlíf eins og það kom honum fyrir sjónir, mældi upp torfbæi, útihús, torfkirkjur og önnur mannvirki svo þúsundum skipti. Árið 1897 var í fór með honum arki- tektinn Johannes Klein sem einnig var mjög snjall listmálari og ljós- myndari. Johannes Klein var mjög mikilvirkur við. teikningar og ljós- myndun meðan hann dvaldist hér. Allt myndasafn þeirra félaga er geymt í Nationalmuseet í Kaup- mannahöfn og er mikið að vöxtum. Ásgeir S. Björnsson lektor og Ör- lygur Hálfdánarson völdu mynda- efnið og sá fyrrnefndi samdi alla myndatexta nema við myndir af fatn- aði, þá samdi Fríður Ólafsdóttir lektor. í tengslum við útgáfu bókarinnar efnir Bókaútgáfan Örn og Örlygur til sýningar á myndum og teikningum úr safni Daniels Bruun í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin er opin almenningi og aðgangur ókeypis. Verð á bókinni er 9975,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.