Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. 11 Utlönd DV í sovéskum bás við hlið Pravda Ólafur Amarsan, DV, Washingtoru Það var greinileg þíða í lofti í samskiptunif stórveldanna er blaðamaður DV kom í gærmorgun inn í anddyri fjölmiðlamiðstöðvar- innar sem komið hefur verið upp í Marriot-hótelinu í Washington. Inni stóð Gennady Gerasimov, blaðafulltrúi sovéska utanríkis- ráðimeytisins. Skömmu síðar bar að garði Marlin Fitzwater, tals- mann Hvíta hússins. Er Fitzwater kom auga á Gerasimov hrópaði hann upp yfir sig: „Gennady!" Bros færðist yfir andlit Gerasimovs og síðan hrópaði hann á móti: „Marl- in!“ Þeir hlupu síðan til, tókust hjartanlega í hendur og helltu sér síðan út í samræður sem DV hafði ekki tök á að fylgjast með. Mikið álag er á íjölmiðlamiðstöð- inni hér í Washington því á áttunda þúsund blaðamenn eru komnir til Washington til að fylgjast með fundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs. Það er hins vegar einung- is pláss fyrir rúmlega sjö hundruð fréttamenn í sal þeim sem opin- berir blaðamannafundir vegna leiðtogafundarins fara fram í. Þeir sem ekki komast að þar verða að fylgjast með blaðamannafundum á sjónvarpsskjáum í öðrum bygging- um. Eitthvað virðist skipulagningu íj ölmiðlamiðstöð varinnar vera ábótavant hjá Bandaríkjamönnum. Blaðamaður DV hafði með löngum fyrirvara pantað sér sæti í áður- nefndum sal en þegar til kom hafði sú pöntun týnst. Nú voru góð ráð dýr. Starfsfólk fjölmiðlamiðstöðv- arinnar er hins vegar ákaflega elskulegt og hjálplegt. Einn starfs- maður benti blaðamanni á að eina leiðin til að fá sæti í salnum væri að villa örhtið á sér heimildir. Það er þess vegna sem DV er orðið sov- éskur fjölmiðill. DV hefur nú bás á einum besta stað í salnum við hhð fulltrúa Prövdu við borð sem er sérstaklega afmarkað fyrir sovéska fjölmiðla. Blaðamenn Prövdu velta því nú sennilega fyrir sér hvar í Sovétríkjunum þetta DV er gefið út og hvaða tungumál það er sem blaðamaður DV talar. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki sýnt nein merki þess að þá gruni að blaðamaðurinn við hhö þeirra sé frá íslandi og eigi í raun ekkert með að vera þarna. Bás DV er mjög nálægt sviðinu og á næsta borði situr Tom Brokow, aðalfréttamaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Aðrir ís- lenskir fjölmiðlar fengu úthlutað sætum alhangt frá sviðinu. Það er til töluverðra vandræða í fj ölmiðlamiðstöðinni að hvergi skuh vera hægt að nálgast allar upplýsingar á einum stað og er með ólíkindum að Bandaríkjamenn, sem höfðu mánuð til að undirbúa þennan leiðtogafund, skuh ekki hafa gengið betur frá hlutunum. Blaðamaður DV hefur hins vegar fengið vilyrði fyrir því hjá Sam Donaldson, hinum þekkta frétta- manni ABC sjónvarpsstöðvarinnar í Hvíta húsinu, að hann og starfshö ABC sjónvarpsstöðvarinnar veröi DV innan handar með öflun upp- lýsinga. Donaldson mun einnig leggja mat á stöðu mála í viðræðun- um fyrir DV meðan á fundinum stendur. HANN VEIT HVAÐ HANN SYNCUR "'LES Urval Það verður við skin Ijósa af jólatré sem Reagan Bandaríkjaforseti tekur á móti Gorbatsjov Sovétleiðtoga á flötinni fyrir framan Hvíta húsið í dag. Símamynd Reuter Kveikt á jólatré Ólafur Amaison, DV, Washington: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kveikti í gærkvöldi á jólatrénu fyrir framan Hvíta húsið. Reagan sagði við það tækifæri að það væri skemmtileg tilviljun að þessa athöfn, sem tengist jólum, há- tíð friðarins, skyldi bera upp á sama dag og Gorbatsjov Sovétleiðtogi kæmi í fyrsta skipti til Bandaríkj- anna til að skrifa undir afvopnunar- samning og ræða frekari fækkun kjarnavopna. Reagan lét í ljós þá ósk sína að fundir hans með Gorbatsjov bæru góðan árangur. Mikið um mótmæli Ólalur Amarson, DV, Washington: Margir og mislitir hópar hafa und- anfama daga efnt til mótmælaað- gerða í Washington í tengslum við komu Mikhails Gorbatsjov Bandaríkjamenn af sovéskum ætt- um mótmæla þeirri meðferð sem þeir telja ættingja sína fá, gyðingar hafa efnt til mótmæla, inníluttir Afg- anir sömuleiðis. Þá hafa ýmsir þrýstihópar tahð nauðsynlegt að minna á sig og mál- efni sín. í gær, um svipað leyti og Gorbatsjov átti að lenda í Washing- ton, efndu stuðningsmenn SDI, geimvamaáætlimar Reagans forseta, til aðgerða þar sem þeir báðu forset- ann að láta ekki undan á því sviði. r3ja ára ábyrgð. |J Þriggja geisla kerfi. 8 gerðir. Verð frá kr. 17.990,- Sex diska geislaspilarar m/öllu Verð kr. 26.695,- Fáanlegir í svörtu og silfurlituðu HLJÐMBÆR CvD PIONEER Mest seldi geislaspilarinn í Evrópu - enda feti framar ■ - .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.