Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Neytendur Jólaávextimir annó 1987 Jólaávextírnir í ár eru meö öðru sniði heldur en þeir voru í þá gömlu góðu daga þegar aöeins fengust epli og appelsínur hér um jólaleytið. Fólk, sem komið er um miðjan ald- ur, kemst enn í jólaskap þótt um mitt sumar sé við það eitt að frnna góðan eplailm. Nú eru slíkir ávextir á boðstólum allan ársins hring og þykir engum lengur neitt nýmæli. Hins vegar hafa aðrir ávextír komið í staðinn sem spariávextír. Þeir heita framandi nöfnum eins og pepino, karambóla, rambútan, salak, kúmkat og m.fl. Sumir þessir ávextír eru dularfullir i útlití, flestir kosta dágóðan skilding en fæstir neytendur hafa hugmynd um hvernig á að bera sig til við að borða þá eða hvernig þeir eru á bragöið. Neytendasíðan brá undir sig betri fætínum og fór i innkaupaleiðangur og keypti sautján tegundir af ávöxt- um sem ekki eru á borðum okkar daglega. AUa þessa ávextí var hægt að kaupa á einum og sama stað, þ.e. í Hagkaupi í Kringlunni. Þar er aö jafnaði tU mjög gott úrval af bæði daglegum ávöxtum og einnig þessum framandi. Hagkaup hefur einnig lát- ið sérprenta leiðbeiningar um notkun á mörgum af ávöxtunum fyr- ir viðskiptavini sína en lítíð var af leiðbeiningum þann daginn sem okk- ur bar að. Framandi nöfn Ávextimir, sem við keyptum, reyndust sumir of þroskaðir og sum- ir ekki nægilega þroskaðir. Bragð- prófunin hittí því e.t.v. ekki alveg í- mark með allar tegundirnar. Pepino nefndist ein tegundin, sem er í laginu eins og lítil melóna, ljós með grænleitum röndum. Þessi ávöxtur var greinilega ekki nægilega þroskaður, var safamikill en líktíst einna helst hrárri kartöflu á bragðið. Kg af honum kostaði 549 kr. og eitt stykki kr. 197,60. Karambola er stjörnulagaður, gul- ur eða gulgrænn ávöxtur. Hann er aðallega notaður til slcrauts í drykki eða í salöt. Karambóla bragðaðist vel, var svolítið sætt. Ávöxturinn er skorinn í sneiðar sem verða þá líkt og stórar stjörnur. Hann kostar 595 kr. kg. En hægt er að komast langt með aðeins eitt stykki sem kostar 95 kr. Við tókum avocado með, þótt sá ávöxtur eða grænmeti hafi nokkuð lengi verið á boðstólum hér og marg- ir þekki hann. Verðið hefur hins vegar farið niður á við, er núna 249 kr. kg. Þannig kostar eitt stykki 71,20 kr. Avocado er skorinn í tvennt og stór steinninn í honum fjarlægður. Hijúfur börkurinn er skorinn af og kjötíð notað í salöt. Bæði er hægt að nota avocado í grænmetissalat sem er mjög gott og einnig í ávaxtasalat sem er einnig mjög gott. Þá passar avócado vel með rækjum og öðrum KANNAR sjávarréttum. En gætið að ykkur, kjötíð vill dökkna þegar það kemst í samband við súrefniö og því er gott að láta sítrónusafa dijúpa á það. Avocado er hæfilegur til neyslu ef hann gefur r-volítíð eftir í endann. Papaya er grænleitur ávöxtur á Þarna má sjá er við vorum búin að opna alia ávextina sem við brögðuðum á. Þeir eru, efsta röð, talið frá vinstri: mango, pepino, pomelo. Önnur röð, að ofan: papaya, karambóla, sweetie og lime, Þriðja röð: granatepli, avocado, guave og salak. Næstfremsta röð: tamarilio, litcie og kaktusfíkjur. Fremst á myndinni eru svo rambútan og kúmkat. DV-myndir KAE stærð við epli. Kjötið er bleikt á lit og mikið er af svörtum kjörnum. Þessi ávöxtur er vel sætur á bragöið en hann var óþroskaður og því dálít- ið haröur. Er áreiðanlega mjög góður í ávaxtasaiöt eða til skrauts vegna skemmtilegs útlits. Er flysjaður fyrir notkun. Papaya kostaði 459 kr. kg, en hann er þungur í sér því eitt stykki kostaði 123,90 kr. Lime er afbrigði af sítrónu, fallega grænn á litinn. Hann er súr eins og sítróna en svolítið öðruvísi á bragðið. Lime er gott í alls kyns matargerð eins og í pæfyllingu. Er mest notað hér í drykki og höfðu smakkararnir orð á að hann færi einkar vel með gini. Lime er miklu dýrari en sítrón- ur, kostar 369 kr. kg eða 31,40 kr. stykkið. Pomelo er systir greipaldinsins, sætara og mildara á bragöið en venjulegt greip. Þetta er risastór ávöxtur, borðaður líkt og greip. Hann var ódýr, kostaði 125 kr. kg, og stykkið 89 kr. Annar ávöxtur af greipaldinætt var þarna sem við höfum ekki séð áöur en það var „sweetie“. Minni en venjulegt greip, mjög sætt og gott á bragðið. Kostaði einnig 125 kr. og 28,20 kr. eitt stykki. Lítill grænn ávöxtur, líkt og lítið epli eða pera, nefnist guave. Kjötið af þessum ávexti var grænleitt og inní í miðjunni hálfgert hlaup með miklu af kjörnum. Kjamana á að sigta frá og síðan má borða hlaupið og sjálft kjötið. Það var sérstætt sætt bragð að þessum ávexti sem er ör- ugglega góður í ávaxtasalat eða í frómas. Guave kostaði 495 kr. kg eða kr. 54,50 stykkið. Salak minnti heilmikið á perulag- Lög um málefni fatlaðra Tryggingamál Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast á neytendasíðunni á þriöjudögum. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhveijar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV, c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. 1. janúar 1984 gengu í gildi lög um málefni fatlaðra sem mörkuðu tímamót í málefnum þessa hóps. Markmið laganna er að tryggja fotluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna. Er þá bæði átt við þá sem eru and- lega og líkamlega fatlaöir. Enn- fremur að tryggja heildarsamtök- um fatlaðra að hafa áhrif á ákvarðanatöku um málefni sín. Mál fatlaðra heyra undir þijú ráðuneyti: 1. Heilbrigðisþjónusta, þ.á m.. læknisfræðUeg endurhæfing undir heUbrigðis- og trygginga- ráðuneytið. 2. Fræðslu- og uppeldismál undir menntamálaráðuneytið. 3. Félagsleg endurhæfing og at- vinnumál undir félagsmála- ráðuneytið. Sérstök nefnd fer með yfirstjóm málefna fatlaðra og kallast hún stjómarnefnd. Stjórnamefndin er skipuð 7 mönnum. Ráðuneytin skipa sinn manninn hvert en síðan er einn fulltrúi frá hveiju eftirtal- inna samtaka: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fatlaðra, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag- inu. Fulltrúi félagsmálaráðuneytis er formaður nefndarinnar. Nefnd- in úrskurðar ágreiningsatriði sem upp kunna að koma vegna fram- kvæmdar laganna. Félagsmálaráðuneytið skal annast málefni fatlaðra og í því skyni hef- ur verið stofnuð sérstök deild innan ráðuneytisins sem Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi veitir forstöðu. Landinu er síðan skipt í átta starfs- svæði: 1. Reykjavíkurborg. 2. Reykjanessvæði. 3. Vesturland. 4. Vestfirðir. 5. Norðurland vestra. 6. Norðurland eystra. 7. Austurland. 8. Suðurland. Á hveiju svæði starfa sjö manna svæðisstjórnir, sem hafa það hlut- verk að gera tillögur um þjónustu. og samræma aðgerðir þeirra aðila sem fara með þessi mál á svæðinu. í hverri svæðisstjóm eru héraðs- læknir, fræðslustjóri og fimm menn skipaðir af ráðherra. Þeir sem skipaðir em í svæðisstjórn skulu vera búsettir á svæðinu. Svæðisstjórnir eru á eftirtöldum stöðum: Svæðisstjórn Reykjavíkur, Hátúni 10, Reykjavík. Svæðisstjóm Reykjaness, Lyngási 11, Garðabæ. Svæðisstjóm Vesturlands, Gunn- laugsgötu 6A, Borgarnesi. Svæðisstjóm Vestfjarða, Bræöra- tungu, ísafiröi.k Svæðisstjórn Norðurlands vestra, Varmahlíð, Skagafirði. Svæðisstjóm Norðurlands eystra, Stórholti 1, Akureyri. Svæðisstjórn Austurlands, Kaup- vangi 6, Egilsstöðum. Svæðisstjórn Suðurlands, Eyrar- vegi 37, Selfossi. Umsóknir um þjónustu og vistun á stofnunum fyrir fatlaða skulu sendar viðkomandi svæðisstjóm. Svæðisstjórnir skulu í samráði við hlutaöeigandi ráðuneyti sjá svo um að fatlaðir eigi kost á endurhæf- ingu svo að þeir geti sem best séð sér farborða með eigin vinnu og tengsl séu milli endurhæfingar og , atyinnuleitar. Ég mun nú í stuttu máli víkja aö ýmiss konar þjónustu sem heimilt er að veita að tillögum svæðis- sfiómar en almenningi er ef til vill ekki kunnugt um: 1. Styrk eða lán til verkfæra- og tækjakaupa . og aöra fyrirgreiðslu í sam- bandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi að endur- hæfingu-Jokinni er heimilt að veita fótluðum 18 ára og eldri. Margs konar tæki koma til greina, s.s. saumavélar, tré- smíöavélar og tölvur, svo eitt- hvað sé nefnt. Umsókn sendist svæðisstjóm á þar til geröum eyðublööum ásamt rekstará- ætlun og læknisvottorði þar sem kemur fram hveijar horfur séu á að hinn fatlaði sé fær um að stunda fyrirhugaða starf- semi. Svæðistjórn metur umsóknina og sendir síðan til- lögur til félagsmálaráðuneytis sem tekur ákvörðun í málinu og sér um útborgun. 2. Námsstyrkir og námslán. Heimilt er að veita fótluðum 16 ára og eldri styrk eða lán til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur skv. ákvæðum annarra laga. Með námskostn- aði er átt við: a. Styrk til framfærslu meðan á námi stendur. b. Kostnað vegna námsgagna og námskeiðs eða skólagjalda. c. Styrk vegna sérstaks útlagðs kostnaðar sem tengist fótlun- inni, svo sem sérstakra náms- gagna vegna hennar. Umsóknir sendist svæðisstjóm með ítarlegri greinargerð og áætlun um námið sem síðan sendir rökstuddar tillögur til félagsmálaráðuneytis sem sér síðan um þær greiðslur sem samþykkt er að veita. Fjárhagsaðstoð við framfærend- ur fatlaðs barns eða unglings undir 18 ára aldri, sem dvelur í heimahúsi og þarfnast sérstakrar umönnun- ar. Greiðslumar eru misháar. Hámarksgreiðsla' er nú kr. 21.782 á mán. en hún lækkar eftir því sem hinn fatlaði nýtur meiri þjónustu á vegum hins opinbera. Umsókn skal send svæðisstjórn sem kannar vand- lega aðstæður hins fatlaöa og metur hvort framfærandi er hæfur til að annast þessa þjón- ustu. Að uppfylltum settum skilyrðum eru félagsmálaráðu- neytinu sendar tillögur. Kveður það upp úrskurð í málinu sem sendur er Tryggingastofnun ríkisins og annast hún greiðsl- umar. 4. Stuðningsfjölskyldur Svæðisstjómir skulu beita sér fyrir því að á hverju svæði sé að finna stuðningsfjölskyldur eftir því sem þörf krefur. Hlut- verk stuðningsfjölskyldna er að taka fatlaðan einstakling í sól- arhingsvistun í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu hans. Miðað er við að samfelld dvöl fari ekki yfir 3 sólarhringa í mánuði. Svæðis- stjóm gerir samning við stuðn- ingsfjölskyldur um greiðslu og skerða þær ekki aðrar bætur sem hinn fatlaði eða aðstand- endur hans kunna að njóta. Margrét Thoroddsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.