Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 34
■*34
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Jarðarfarir
Karl Bjamason lést 30. nóvember sl.
Hann var fæddur 13. desember 1913,
sonur hjónanna Bjama Bjamasonar
og Auðar Jóhannesdóttur. Karl var
. starfsmaður Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins frá 1975 og síðar lausráö-
inn ráðgjafi Byggðastofnunar í
ýmsum útgerðar- og tlskvinnslumál-
um. Eftirlifandi eiginkona hans er
Anna Guðjónsdóttir. Útfor Karls
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Fundir
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Jólafundur félagsins veröur haldinn í
safnaöarheimili lúrkjunnar fimmtudag-
inn 10. desember kl. 20. Boriö verður fram
~jólahangikjöt, laufabrauð og fleira. Dag-
skrá verður fjölbreytt. Aö lokum verður
hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson
flytur. Eldra fólk sem óskar eftir bílferö
á fundinn hafi samband við Dómhildi
Jónsdóthn- í s. 39965. Félagskonur mega
taka með sér gesti.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Jólafundurinn veröur haldinn í Domus
Medica í dag, 8. desember, kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Fræðslufundur
Næsti fræðslufundur Fuglavemdunarfé-
lags íslands verður haldinn í Norræna
húsinu fimmtudaginn 10. des. kl. 20.30.
Efni: Fuglalíf og vemdun Reykjavíkur-
tjamar og nágrennis. Flytjendur: Ólafur
Nielsen líflræðingur og Jóhann Óli Hilm-
arsson.
Kvenfélag Kópavogs
Jólafundurinn verður haldinn í félags-
heimili Kópavogs flmmtudaginn 10.
desember kl. 20.30. Hallgerður Gísladóttir
talar um gamla eldhúsið.
Kvenréttindafélag íslands
Jólafundur félagsins verður haldinn miö-
vikudaginn 9. desember kl. 20 að Hall-
veigarstöðum, sal í kjallara. Fiölmennum
í jólaskapi og eigum saman skemmtilega
kvöldstund. Veitingar, jólaglögg og pipar-
kökur.
TjJkyimingar
^ Tískuverslunin Cara í Kringl-
una
Tískuverslunin Cara er flutt 1 Kringluna.
Verslunin sem var áður til húsa við Bar-
ónsstíg 18 er þegar orðin viðurkennd
fyrir vandaðan kvenfatnað, aðallega frá
þekktum vestur-þýskum fyrirtækjum. Þá
hefur verið leitast við að hafa líka á boð-
stólum nærfatnað og alhliða fatnaö í
yfirstærðum. Verslunin Cara er í eigu
Steinars Waage og Clöm Waage.
Jólaplata með aðventu- og
jólalögum
Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefiir sent
frá sér sína elleftu hljómplötu, er það
jólaplata með 14 aðventu- og jólalögum
sem ber nafnið Vetrarperlur. Ragnheiður
Guðmundsdóttir syngur en með henni
leika Þórarinn Sigurbergsson á gítar og
Jóhannes Georgsson á kontrabassa.
Hróðmar Ingi Sigurbjömsson útsetti lög-
in. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
samdi ljóö við þrjá aðventusöngva með
hhðsjón af upprunalegum þýskum text-
um sérstaklega fyrir þessa útgáfu.
Flóamarkaður
í sal Hjálpræðishersins, í dag, þriðjudag,
og á morgim, miðvikudag, kl. 10-17. Mik-
ið úrval af góðum fatnaði.
Myndakvöld Ferðafélagsins
Miðvikudaginn 9. desember kl. 20.30 efnir
Ftrðafélagið til myndakvölds á Hverfis-
götu 105. Efni þessa myndakvölds er
fjölbreytt að vanda. Félagsmenn sýna
myndir og segja frá eftirminnilegri ferð
sem þeir hafa farið á þessu ári eða fyrri
árum. Dregið verður úr nöfnum þátttak-
enda í afmælisgöngum FÍ sl. sumar.
Veitingar í hléi. Aðgangur kr. 100.
Lögfræðiaðstoð laganema
Orator, félag laganema, er með ókeypis
lögfræðiaðstoð fyrir almenning á
fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30
og 22 í síma 11012.
Tapað - Fundið
Högni í óskilum
Gul- og hvítflekkóttur ungur högni er í
óskilum í Torfufelli 44. Hann hefur þann
einkennilega vana að sjúga á sér einn
spena með mikilli ánægju. Hann hefur
verið þama í 10 daga. Upplýsingar í
Torfufelli 44. Nafnið Svava Guðjónsdóttir
stendur á bjöllunni.
Tónleikar
Háskólatónleikar í hádeginu
Áttundu Háskólatónleikar vetrarins
verða haldnir í Norræna húsinu miA
vikudagjnn 9. desember kl. 12.30-13. Á
tónleikunum munu Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari, Bjöm Th.
Ámason fagottleikari og Sigurður Ingvi
^Snorrason klarínettuleikari flytja verk
'"eftir Beethoven og Glinka.
Skák___________________________________et
Spennan magnast í Sevilla:
Era taugar heims-
meistarans að bresta?
- Kasparov þralék í betri stóðu
Skáksérfræðingar á heimsmeist-
araeinvíginu í Sevilla voru furðu
lostnir er Kasparov tók upp á því
að þráleika í 21. skákinni í gær. Þá
hafði hann náð undirtökunum í
skákinni með laglegri taflmennsku
og átti hrók gegn riddara og peði
Karpovs. Flestir héldu að hann
myndi reyna að tefla til vinnings
þótt jafntefli í lokaskákum einvíg-
isins nægi honum til að halda
heimsmeistaratitlinum.
„Kasparov gæti séö eftir þessu
síðar,“ sagði Helgi Ólafsson stór-
meistari við Jonathan Tisdal],
fréttaritara Reuters, í gær. „Ég veit
ekki hvort hann átti vinningsstöðu
en hann stóð greinilega betur að
vígi.“ Helgi og Tisdall þekkjast vel
og er augljóst af fréttaskeytum þess
síðamefnda að hann nýtur góðs af
samverunni.
Aðrir spekingar í Sevilla tóku í
sama streng og margir höfðu á orði
að með þráleiknum hefði Kasparov
hugsanlega misst af tækifæri til að
gera út um einvígið. „Svona teflir
ekki nema feigur maður," sagði tíð-
indamaður DV í gær og hristi
hausinn.
Nú eru aðeins þijár skákir eftir
af einvíginu. Staðan er 10 'A-IO 'A
en Kasparov nægja 12 vinningar til
sigurs. Aðeins einn og hálfur vinn-
ingur skilur milli feigs og ófeigs. í
slíkum tilvikum getur taugaspenn-
an verið slík að menn sjá drauga í
hverju horni skákborðsins. Karpov
hefur hvorki sérlega draugslega
rödd né útlit en eitthvað í fari hans
virðist Kasparov óttast.
Byrjunin var sú sama og í 15.
skákinni, Prins-afbrigði Griinfeld-
svamar. Karpov endurbætti aðferð
sína lítillega í 14. leik. Taflmennska
hans var þó ekki sannfærandi. Frá
og með 19. leik, er Kasparov fleygði
riddara í opinn dauöann, fór staða
Karpovs versnandi og hann varð
að láta skiptamun af hendi nokkr-
um leikjum síðar til þess eins að
ná andanum. Hann var heppinn að
sleppa með skrekkinn en um leið
varla ánægður með aö hafa bruðlað
svona með hvítu mennina. Karpov
á aöeins eftir aö tefla eina skák
með hvítu en stýrir svörtu mönn-
unum í tveimur.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
Griinfeldsvörn
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. RcS d5
Drottningarbragðiö, sem hefur
átt miklum vinsældum að fagna í
síðustu skákum, er loks lagt á hill-
una. Grúnfeldsvömin þykir bein-
skeyttari og ekki beinhnis jafnte-
flisvopn. Em þetta merki þess að
Kasparov sé í sóknarskapi?
4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0
7. e4 Ra6 8. Be2 c5 9. d5 e6 10. 0-0
exd5 11. exd5 Bf5 12. Hdl He8 13. d6
h6 14. Bf4
í 15. skákinni lék Karpov 15. h3
til að tryggja biskupnum samastað
á h2 ef þörf krefur og „lofta út“
fyrir kónginn um leið. Leikur hans
nú er betri en ef taka skal miö af
gangi mála gefur hann lítið í aðra
hönd.
14. - Rd7 15. Hd2 Rb4 16. Db3
Leikurinn 16. h3 myndi í þessari
stöðu flokkast undir leiktap. Þá
væri sama staða komin fram og í
15. skákinni sem bendir til þess að
Karpov hafi tekist að endurbæta
taflmennsku sína. Þá féllu leikir 16.
- a6 17. Db3 b5 og Karpov hafði
rænu til að leika 18. Db3 - svartur
hótaði 18. - Rc2! 19. Hxc2 c4 o.s.frv.
16. - Be6 17. Bc4 Rb6 18. Bxe6 Hxe6
19. a3?
Óheppilegur leikur. Betra er 19.
Bg3 en trúlega er svartur þegar
búinn að ná undirtökunum.
Skák
Jón L. Árnason
19. - Rd3!
Getur verið að Karpov hafi sést
yfir þennan einfalda leik? Ef 20.
Hxd3 þá 20. - c4 og gafflar hrók og
drottningu.
20. Bg3 c4 21. Dc2 Hc8 22. Hadl Dd7
23. h4 f5!
Kasparov hótar nú að „stinga upp
í“ biskupinn með 24. - f4 og klippa
þannig á vamir peðsins á d6.
Karpov á ekki um annað að velja
en að fóma skiptamun til að losa
sig úr klemmunni.
24. Hxd3 cxd3 25. Dxd3
25. - Rc4 26. Dd5 Rb6 27. Dd3 Rc4 28.
Dd5 Rb6
Kasparov bauð jafntefli um leið
og hann lék og Karpov þáði eftir
tíu mínútna umhugsun. Eftir 29.
Dd3 væri sama staðan komin upp
þrisvar og svartur ætti leik í öll
skiptin. Karpov hefði því sjálfur
getað krafist jafnteflis áður en
hann léki 29. leik sinn.
Það kom á óvart aö Kasparov
skyldi ekki reyna að tefla áfram.
Karpov hefur vissulega bætur fyrir
skiptamuninn en engum blandast
hugur um að staða Kasparovs er
betri. „Getur hugsast að Kasparov
hafi séð eitthvað í stöðunni sem
enginn annar sá?“ spurði Eganov,
fararstjóri heimsmeistarasveitar-
innar, og lét sér hvergi bregða.
-JLÁ
í gærkvöldi
Sigurbergur Sveinsson framkvæmdastjóri:
Betra háð sést ekki
Ég læt fréttatíma Ríkissjónvarps-
ins helst aldrei fram hjá mér fara
ef ég kemst hjá því. Því miður er
fréttatími Stöðvar 2 heldur
snemma á ferðinni fyrir mig en
mér finnst þó fréttatími Ríkissjón-
varpsins betri. Það að hafa veður-
fréttir í lokin finnst mér alltaf
hæfilegur endir á góðum frétta-
tíma.
Þátturinn um jólamyndir kvik-
myndahúsanna var fróðlegur og
næsti þáttur þar á eftir, um góða
dátann Svejk, er með betri þáttum
sem ég hef séð. Aðalleikarinn í
þeim þáttum er alveg óborganlegur
og háðið, sem sést í þessum þáttum,
er sjaldgæft, en með betra háði sem
maður sér. Ég skil ekki fólk sem.
getur ekki haft gaman af þessum
þáttum.
Ég hef afruglara á mínu heimili
og nota hann eftir Jjörfum. Dag-
skráin á Stöð 2 stendur yfirleitt
langt fram á nótt og ég gefst venju-
lega upp um ellefuleytið við glápið
enda vinnudagur að morgni. Dallas
á Stöð 2 horfi ég ekki á og hef aldr-
ei gert. Danska sjónvarpsleikritið í
Ríkissjónvarpinu höfðaði ekki til
mín heldur svo ég lét þetta nægja
af sjónvarpsglápi í bili. Eg reyni
yfirleitt að nota tímann eftir ellefu
á kvöldin til þess að melta dag-
blöðin.
Almennt fmnst mér báðar sjón-
varpsstöðvamar vera með þokka-
legt efni. íþróttaþættir Stöðvar 2
eru mjög góðir, sérstaklega maga-
sínþættirnir á þriðjudögum. Golf
er einnig alltaf skemmtilegt þegar
það er tekið fyrir í sjónvarpinu.
Eins fylgist ég með einstaka
fræðsluþáttum ef þeir eru áhuga-
verðir. Þættimir um mannslíkam-
ann, sem vom sýndir fyrir stuttu,
vom til dæmis mjög áhugaverðir.
Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags borgarinnar:
Allir stöðumælaverðir fá vinnu sem hentar þeim
„Það er síður reiknað með því að
allir þessir menn fari í starfsþjálfun
hjá lögreglunni," sagði Haraldur
Hannesson, formaður Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar, en eins og
kunnugt er þá hefur stöðumæla- og
gangbrautarvörðum veriö sagt upp
frá og með 1. desember síðastliðnum.
Haraldur sagði að hér væri um að
ræða nauðsynlega endurskipulagn-
Tímarit
Tímaritið Þroskahjálp,
4. tölublað 1987, er komið út. Útgefandi
er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju
eru í ritinu ýmsar greinar, viðtöl, upplýs-
ingar og fróðleikur um málefni fatlaðra.
Sem dæmi má nefna mjög ítarlega grein,
ingu á umferðareftirliti borgarinnar
og það yrði reynt að koma eins mildi-
lega fram við þessa menn og unnt er.
„Viö höfum loforö fyrir því að þeir
mannanna, sem treysta sér ekki í
starfsþjálfunina, fái vinnu sem hent-
ar þeim. Margir þeirra eru að komast
á eftirlaunaaldur og getur verið að
því verði flýtt að setja þá á eftir-
laun.“ Það hefur komið fram hér
sem Sveinn Már Gunnarsson læknir
skrifar, um böm með MBD (væg truflun
á heilastarfsemi) og fjallað er um efnið
kynlif og þroskaheftir. Heftið hefur að
geyma efni að norðan þar sem fólk er
tekið tali og ljósi varpað á ólikar kring-
umstæður þess. Einnig birtast áhuga-
verðar frásagnir nokkurra þeirra er sóttu
NFPU þingið í Uppsölum í sumar og sagt
frá ólympíuleikum þroskahefta.
áður að mörgum starfsmannanna
fannst að það hefði verið komið aftan
að þeim í þessu máli og brá þeim í
brún þegar þeir fengu uppsagnar-
bréfiö í hendurnar.
„Þaö átti aldrei að koma aftan að
þessum mönnum. Ég hef loforð borg-
arstjóra fyrir því að það verði leitað
allra leiða til að greiða til fyrir þeim.“
Það má búast við að það verði að
Basar
Köku- og sælgætisbasar
verður í safnaðarsal Hallgrímskirkju
fóstudaginn 11. desember kl. 19. Tekið
verður á móti kökum og sælgæti á fóstu-
dag kl. 10-16. Allur ágóði rennur til
eldhúss safnaðarheimilisins.
mestu nýr mannskapur sem verður
ráðinn í hið nýja starf sem í felst tölu-
verð löggæsla. Þess má geta að eftir
að þessi breyting kemur til á enginn
að sleppa við að greiða stöðumæla-
sektir því nú verður einfaldlega farið
heim til manna og bílar þeirra sóttir
og boðnir upþ ef dregst að borga sekt-
ir.
-SMJ
Happdrætti
Jólahappdrætti
Kiwanisklúbbsins
Heklu
Dregiö hefur verið í jólahappdrætti Kiw-
anisklúbbsins Heklu. Upp komu númer
1496, 762, 733, 370 og 1332.