Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAQUR 8. DESEMBER 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Hollt og ódýrt hækkar
Ekkert fúsk er í frumvörpum ríkisstjórnarinnar til
öflunar aukinna ríkistekna. Sjaldan hefur sézt jafn nak-
in og beinskeytt atlaga sérhagsmunahópa aö hagsmun-
um almennings. Ríkisstjórnin er að afla sér milljarða
frá almenningi til að leggja í hefðbundinn landbúnað.
Eins og jafnan áður er árásin í formi einfóldunar og
hagræðingar á tekjuöflunarkerfi ríkisins. Að gamalli
venju telja ráðamenn sig þurfa að einfalda þetta kerfi
og hagræða því, af því að þeir sjá í uppstokkuninni
greiða leið til að ná auknum tekjum til gæludýra sinna.
í fyrsta sinn breiðir ríkisstjórn ekki af alúð yfir stað-
reyndina. Á blaðamannafundi sagði fjármálaráðherra
næstum berum orðum, að ein aðalskýring aðgerðanna
væri, að afla þurfi meira en milljarðs til að unnt sé að
greiða niður kjöt og mjólkurvörur í auknum mæh.
Stjórnin hyggst hækka verð á fiski, brauði, ávöxtum
og grænmeti um hvorki meira né minna en heilan fjórð-
ung. Þessar vörur eru bezta hohustufæðan á boðstólum;
viðurkennd vörn við menningarsjúkdómum, sem meðal
annars stafa af ofáti á feitu kjöti og mjólkurvörum.
Um leið eru í þessum flokki einmitt vörurnar, sem
almenningur hefur efni á að kaupa. Þetta kemur þyngst
við fólkið, sem kaupir í matinn ódýran fisk, en ekki
kjöt; notar mikið af hohustubrauði og þá með ódýru
viðbiti, en ekki því smjöri, sem dýrast er í heiminum.
Auknar niðurgreiðslur á dilkakjöti gagna Utt fólki,
sem telur hæfa pyngju sinni að hafa fisk fimm daga í
viku. Auknar niðurgreiðslur á smjöri og osti gagna lítt
fólki, sem telur fé sínu betur varið í meira brauð og
smjörUki. Þetta eru niðurgreiðslur í þágu vel stæðra.
AUt stafar þetta af, að hinn hefðbundni landbúnaður
hefur samið við sjáUan sig, það er að segja við land-
búnaðarráðherra, um, að ríkið kaupi í raun næstum
alla framleiðsluna. Til að koma offramleiðslunni í lóg
telur ríkið sig þurfa að skekkja verðlagið í landinu.
Fróðlegt er, að fjármálaráðherrann, sem býr tfl um-
fangsmiklar tflfæringar á tekjuaukningarkerfinu tU að
þjónusta sérhagsmuni hins hefðbundna landbúnaðar,
kemur frá Alþýðuflokki, sem nýlega er búinn að sætt-
ast við Framsóknarflokk um, hvað gæludýrið skuli fá.
Ekki er síður athyglisvert, að samkomulag þetta
strandaði á yfirboði SjáUstæðisflokks, sem allur þing-
flokkur hans stóð að. Flokkurinn heimtaði enn meiri
þjónustu við sérhagsmunina. Yfirboðið setti af stað
skriðu, sem endaði í skattahækkun síðustu helgar.
Þetta ættu í huga að hafa þeir, sem hneigjast til að
kenna Framsóknarflokki um gælurnar við hinn hefð-
bundna landbúnað og til að sýkna um leið aðra flokka.
Hinir stjórnarflokkarnir bera ekki minni ábyrgð á gælu-
dýrinu, svo sem nú hefur rækilega komið í ljós.
Ennfremur ættu kjósendur einnig að minnast þess,
að fóst venja hefur verið, að flokkarnir, sem nú skipa
stjórnarandstöðu, yfirbjóði Framsóknarflokk í dálæti á
sérhagsmunum hins hefðbundna landbúnaðar. í raun
vinna nærri allir flokkar gegn almannahagsmunum.
Hér hefur verið gefm rétt og köld mynd af skatta-
hækkunaráformum ríkisstjórnarinnar. Myndin stingur
að sjálfsögðu í stúf við fleðulætin, sem einkenndu frétta-
flutning ríkisQölmiðla um helgina, einkum spariviðtöl
þeirra við ráðherra, er sýndu rammfalska ímynd.
Rétt er orðað, að ekkert fúsk er í skattheimtunni.
Ríkisstjórnin siglir þöndum seglum í þjónustu við sér-
hagsmuni á kostnað hagsmuna og hoflustu almennings.
Jónas Kristjánsson
Munaðarleysing-
inn í Fossvoginum
Heilbrigðisráðherra hefur svarað
fyrirspurnum á alþingi um b-álmu
Borgarspítalans sem hefur veriö
kallaður „munaðarlausa sjúkra-
húsið“ í Reykjavík.
Árið 2002
í svarinu kemur fram að B-
álmunni verður fyrst lokið áriö
2002 með sama framkvæmdahraða
og verið hefur á þessu ári, 1987. Eða
orðrétt í svari heilbrigðisráðherra:
„.. .samkvæmt áætlun um
kostnað við að ljúka byggingunni
tæki það 15 '/j ár að ljúka „bygging-
unni“ með þeim framlögum sem
eru til verksins í ár“!
Framlög ríkisins og Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra til bygging-
ar B-álmunnar á þessu ári eru 18
milljónir króna. Á síðasta heila ári
þeirrar ríkisstjórnar er Aiþýöu-
bandalagið fór með heilbrigðismál
og þar með málefni aldraðra var
framlagið meira en þrisvar sinnum
hærra eða 58 milljónir rúmar á
verðlagi ársins 1987.
630 einstaklingar og 122
hjón á biðlistunum
í sama svari heilbrigðisráðherra
kom fram að á biðlistum eftir þjón-
ustu við aldraða í Reykjavík eru
aUs um 630 einstaklingar og 122
hjón eða alls um 870 manns. Þar
af viðurkennir ráðuneytið „brýna
þörf ‘ hjá 354 einstaklingum og 76
hjónum.
Ástandið í málefnum aldraðra í
Reykjavík er þannig, að hluti af
þessu fólki mun aldrei fá neina
þjónustu ef svo heldur fram sem
horflr.
Hvað á að.gera
Þegar Alþýðubandalagið fór með
heilbrigðisráðuneytið var gerö
áætlun um úrbætur í þjónustu við
aldraða á landinu öllu sem meðal
annars gerði ráð fyrir því að bið-
listar eftir þjónustu yrðu tæmdir á
tilteknu árabili. Til þess að fram-
kvæma þessa áætlun var stofnaður
Framkvæmdajóður aldraðra, sem
hefur þegar skilað verulegum ár-
angri í þjónustu við aldraða um
allt land. Ljóst er að félagasamtök
hafa rekið á eftir og þeim hefur oft
tekist að ná í hlut úr Framkvæmda-
sjóönum. Hins vegar er Borgarspít-
adinn munaðarlaus. Borgarstjórn-
aríhaldið hefur engan áhuga á því
að sinna þeirri stofnun eins og al-
kunna er þegar borgarstjórinn
ætlaði að selja Borgarspítalann
seint á sl. ári. Þess vegna er ljóst
að b-álma Borgarspítalans heldur
Kja]]aiinn
Svavar Gestsson
alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið
áfram aö vera í Fossvoginum fáum
til gagns og að lokum breytast auðu
hæðimar í háðsmerki á baki borg-
arstjórnaríhaldsins. Því auðvitað
hefur meirihlutinn getað náð því
sem hann vildi í þessum efnum.
Fjármálaráðherrann og heilbrigð-
isráðherrann voru úr Sjálfstæðis-
flokknum allt kjörtímabil síðustu
ríkisstjómar.
Hvaö gerist nú?
í fjárlagafrumvarpi næsta árs
hggur ekkert fyrir um að ætlunin
sé að halda áfram með B-álmuna.
Þó em þrír þingmenn - allir þing-
menn Alþýðuflokkíins í Reykjavík,
í ráðherrastóh, einn þeirra reyndar
íjármálaráðherra. Vonandi fer
ekki eins illa árið 1988 og þegar
Alþýðuflokkurinn var síðast í rík-
isstjóm og fór með heilbrigðisráðu-
neytið. Þá var framlag ríkisins til
b-álmu borgarspítalans ALLS ein
milljón fimm hundruð og flmmtíu
þúsund krónur! Þá fór Framsókn-
arflokkurinn með fjármálaráðu-
neytið.
0
Hin pólitíska skýring
Hin pólitíska skýring á margfóld-
un framlaga á ámnum 1980-1983
var hins vegar sú staöreynd að
Alþýðubandalagið fór með heil-
brigðisráðuneytiö og fjármála-
ráðuneytiö og var um leið sterkasti
aðilinn að meirihlutanum í borgar-
stjórn . Reykjavíkur. Það munar
alltaf um Alþýðubandalagið. það
sást þá á mörgum sviðum félags-
legra athafna, það sést einnig nú
þegar Alþýðubandalagið hefur
ekki nægilegan styrk til þess aö
fylgja málum eftir. En ég tala fyrir
mig og mína: Viö munum halda því
áfram að berjast fyrir úrlausnum
í málefnum aldraðra í Reykjavík.
Núverandi ástand í einu ríkasta
sveitarfélagi landsins eftir stór-
felldan hagvöxt er fyrir neðan allar
hellur.
Kvittað fyrir skæting
Borgarstjórinn í Reykjavík sendi
höfundi þessarar greinar bréf á
dögunum sem hófst með þessum
smekklegu orðum:
„Framhjá borgaryfirvöldum hef-
ur ekki farið aö skyndilega hefur
vaknað áhugi, a.m.k. sumra þing-
manna Reykjavíkur, fyrir málefn-
um borgarinnar."
Ljóst er að þingmenn Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík hafa
meiri áhuga á málefnum B-álmu
borgarspítalans en borgarstjórinn
í Reykjavík. Þar með er ekki sagt
að hann hafi engan áhuga á borgar-
málum sem væri reyndar sams
konar hundalógík og hann notar
sjálfur. Honum væri nær að nota
tímann núna fram að afgreiðslu
íjárlaga til þess að tryggja hags-
muni borgarbúa með því að gera
kröfur á ríkið um að staðið verði
við gerða samninga af hálfu ríkis-
ins um Borgarspítalann og bygg-
ingu hans. Tilgangur greinar
minnar er að vekja athygli á
ófremdarástandi í málefnum aldr-
aðra í Reykjavík - og að kvitta fyrir
skæting Davíðs Oddssonar.
Og eftir því verður gengið á al-
þingi; Hver er stefna ríkisstjómar-
innar í málefnum aldraðra og ætlar
hún að miða við að B-álmunni ijúki
árið 2002, eins og fram kom í svari
heilbrigðisráðherra?
„Astandið í málefnum aldraðra í
Reykjavík er þannig að hluti af þessu
fólki mun aldrei fá neina þjónustu ef
svo heldur fram sem horfir.“