Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. 19 Leið stundum eins og stóiglæpamanni - segir Sigmundur Ó. Steinarsson sem safnar bjórflöskum „Þetta er erfið söfnun. Bæði eru bjórflöskurnar þungar og fyrir- ferðarmiklar og svo er bannaö að flytja bjór til landsins. Ef ég væri að safna frímerkjum væri ekkert mál fyrir mig að skrifa kunningja mínum í útlöndum og láta hann senda mér þúsund frímerki í um- slagi en það yrði erfiðara að láta hann senda mér þúsund bjórflösk- ur,“ sagði Sigmundur Ó. Steinars- son blaðamaður, en hann á mikið og glæsilegt safn af óuppteknum bjórflöskum. „Ég á núna um fimm hundruð bjórtegxmdir frá ýmsum löndum. Ég hef alltaf verið mikill safnari en ég byijaði að safna bjórflöskum árið 1965. Þá var ég staddur í Hull, var sjómaöur, og sá nokkrar sér- stæðar bjórflöskur uppi í hiliu á krá. Ég keypti þessar flöskur og fór með þær um borð og heim til ís- lands. Eftir þetta tók ég alltaf með mér 1-2 bjórkassa með flöskum af ýmsum gerðum og með því móti stækkaði safnið ört. Eftir að ég hætti á sjónum varð söfnunin erfiðari. Bannað var aö flytja bjór til landsins en ég reyndi samt að taka með mér 2-3 flöskur þegar ég kom frá útlöndum. Þá leið mér alltaf eins og stórsmyglara og glæpamanni og var stimdum tek- inn með bjór. Tollþjónunum fannst lítið tíl afsakana minna koma þegar ég sagðist ekki ætla að drekka bjór- inn eða selja, ég væri safnari. Þeim hefur sjálfsagt fundist afsökunin einstaklega léleg.“ Sigmundur sagði að svona safn væri plássfrekt og það krefðist helst stórra lokaðra glerskápa því annars söfnuðu flöskumar á sig svo miklu ryki. En hefur hann aldr- ei freistast til að opna eina og eina flösku til að gæða sér á innihald- inu? „Nei, aldrei. Ég fer ekki að drekka safnið mitt. Fyrir utan það að margar flöskurnar eru orðnar nokkuð gamlar og bjórinn varla drykkjarhæfur. Einu sinni slæd- dist óvart íslensk pUsnerflaska upp í hiUu hjá hinum fíöskunum og þar stendur hún óhreyfð enn.“ Sigmundur sagðist líka safna glösum með bjórmerkjum og eitt ,sinn safnaði hann Uka dvergflösk- um. „Ég missti áhugann á því þegar ég var einu sinni stoppaður í tolUn- um með tólf dvergflöskur. Ég var færður inn tU varöstjóra og tekm skýrsla þar sem smyglvarningur- inn var talinn upp, tólf dvergflösk- ur og aUar tegundir tílgreindar þannig að þetta varð löng og skuggaleg skýrsla. Og flöskurnar sá ég náttúrlega aldrei aftur," sagði Sigmundur. ' -ATA Dægradvö] Sigmundur 0. Steinarsson dustar hér rykið af nokkrum bjórllöskum. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af safninu þvi hann á um 500 bjórtegundir. DV-mynd KAE Að baki hverjum grip liggur saga segir Sigurður R. Pétursson sem safnar vindlamerkjum og rakvélarblöðum „Ég held að söfnunareölið sé geysilega ríkt í öllum mönnum enda safna aUir menn einhveijum hlutum á lífsleiðinni. Söfnunarár- áttan er sérstaklega mikU í mér og ég hef verið safnari frá því ég var sex ára. Ég byijaði að safna frí- mérkjum og ég er enn fyrst og fremst frímerkjasafnari. En ég hef haldið ýmsum öðrum hlutum til haga í gegnum tíðina, til dæmis minnispeningum, vindlamerkjum _og rakvélarblöðum," sagði Sigurð- ur R. Pétursson, framkvæmda- stjóri og kunnur frímerkjasafnari. Það var fyrst og fremst vindla- merkja- og rakvélarblaðásafn Sigurðar sem vakti athygU DV enda munu sUk söfn fremur fátíð. „Það er algengur misskUningur að það þurfi að vera mikUr fjár- munir að baki góðum söfnum og sumir áljta að menn séu að koma sér upp söfnum til að skapa sér einhver auðæfi. Mitt álit er að með því að safna séu menn að fá útrás fyrir vissa áráttu og að einnig Uggi þar fróðleiksfýsn að baki. A bak við hvern safngrip Uggur saga. Sjaldnast er það merkileg saga sem hefur breytt menningarþróuninni, en saga samt. Ég byijaði til dæmis 'að safna vindlamerkjum eða magabeltum vegna þess aö ég reyki vindla. Ég ferðast töluvert og prófa nýja vindla á hveijum stað og geymi vindlamerkin. Þannig getur eitt vindlamerki til dæmis minnt mig á hitabylgju sem ég lenti í árið 69 í Hollandi eða eitthvað slíkt. Vindla- merkjasöfnunina hóf ég því með að safna afurðum af eigin notkun en síðan hafa ýmsir verið að gauka að mér skemmtUeginn merkjum og önnur hef ég fengið í skiptum. Upphafið aö rakvélarblaðasafn- inu var þannig aö ég var að aðstoða mann meö frímerkjasafnið hans. Hann hafði haldiö til haga rakvél- arblöðum en ekki skipulagt safnið eða flokkað það. Hann gaf mér blöðin og síðan hef ég haldið tíl haga nýstárlegum rakvélarblöðum sem ég hef rekist á. Ég held að þessi söfn mín sýni nokkuð vel tilgang söfnunar al- mennt. Ég get ekki ímyndað mér að það liggi íjármunir í þesstun söfnum en þau eru mér mikils virði. Á bak viö blöðin og merkin eru sögur og jafnvel fróðleikur, minningar sem riíjast upp þegar ég skoöa munina. Það fer í taugarnar á mörgum sem safna af ástríðu þegar sífellt er verið að verðleggja söfn. Vissu- lega eru til menn sem halda hlutum tU haga vegna þess að þeir halda að í þeim Uggi veraldleg verðmæti. En hinir eru miklu fleiri sem safna söfnunarinnar vegna,“ sagði Sig- urður Pétursson. -ATA Sigurður Pétursson heldur hér á hluta af rakvélarblaða- og vindlamerkja- safni sinu. Fyrir aftan hann eru bikarar sem fyrirtæki hans, Ís-Spor, framleiðir ásamt barmmerkjum og verðiaunapeningum. DV-mynd S Hefur safhað 100 þúsund mismunandi ölflöskumiðum - Þórður Jónsson á marga fágæta ölflöskumiða „Ég byijaði aö safna miðum af öl- og" gosflöskum árið 1959 en þá vann ég hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Þá komu svo margar skringilegar flöskur með þessum hefðbundnu Egils flöskum og ég fór að losa miðana af þeim. Svo ágerð- ist þessi árátta smám saman, ég fór að skrifa tii útlanda eftir miðum og er nú kominn með allítarlegt safn ölflöskumiða hvaðanæva úr heiminum. Ég á orðið töluvert á annað hundrað þúsund ölmiða. Ég á um 90 þúsund mismunandi gerð- ir en nokkur eintök af sumum þeirra." Meðal skemmtilegra safngripa, sem Þórður á, eru gamlir íslenskir gosflöskumiðar. Margir þeirra eru frá framleiðendum sem fólk á miðj- um aldri veit ekki að hafl verið tft. Sem dæmi má nefna „Champagne Limonade“ frá Gosdrykkjaverk- smiðju Seyðisfjarðar, Kondítori Bergsson í Vestmannaeyjum, „Bakk-Öl“ frá Ölgerðinni á Eyrar- bakka og margvíslegir miðar frá Þórs-Ölgerðinni í Reykjavík. Þá er í safninu miði af gamalli maltflösku og stendur á honum: „Egils-Malt- extrakt. Konunglegur hirðsali". „Mér þykir nú einna vænst um íslensku miðana. Þeir vekja hjá manni minningar og bera vitni þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi." Þórður, sem vinnur hjá hreins- unardeildinni, dundar aðaUega við safnið á kvöldin þegar eiginkonan er að vinna, en hún vinnur vakta- vinnu á Borgarspítalanum. „Ég hef verið að sanka að mér alls kyns dóti í gegnum tíðina. Ég safnaði lengi bjórplöttum og á nokkur þúsund stykki en er hættur að safna þeim vegna þess að ég hef ekki tíma fyrir þá. Þá hef ég haldið frímerkjum til haga og á orðið óhemju magn af þeim. En ölmið- arnir eru í fyrsta sæti hjá mér. Áráttan er svo mikil að þegar ég kemst í bjór skoða ég fyrst miðana á flöskurium vel og vandlega áður en ég fer að huga að innihaldinu," sagði Þórður Jónsson. -ATA Þórður Jónsson með nokkrar möppur, fullar af ölflöskumiðum. Þetta er aðeins örlítið brot af safninu. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.