Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Menning Seiðþrunginn frásagnarháttur Játvaröur Jökull Júliusson: Hefur liðugt tungutak - annarra.visur og aðrir þættir. Víkurútgáfan 1987. Játvarður Jökull frá Miðjanesi, sem hristi stórsögu Torfa í Ólafsdal og Ólafsdalsskóla, ásamt fjöl- mennu nemendatali, fram úr „erminni" með munnstönginni sinni og tölvunni á sl. hausti, send- ir okkur nú aUvænt bókarkver, eins konar skjóðu með samtíningi af ýmsu tagi- til skemmtunar og fróðleiks. Þetta er sannarlega mislitur varningur og að sama skapi ósam- stæður en um það er ekki að sakast. Rúmur helmingur bókarinnar er kveðskapur af ýmsu tagi eftir „aðra“, eins og Játvarður segir, bæði nafngreinda og ónefnda vísnasmiði. En Játvarður er örlát- ur á skýringar og skilgreiningu og beitir þá oft kankvísi og kímni með smásögum að baki vísunum. Þetta gefur þeim auðvitað líf og lit. Meg- inbálk þessa kveðskapar kallar hann „kerskni-, skamma- og sveita- vísur“, og eiga þeær flestar ætt að rekja til heimahaga Játvarðar. Fá- ar þessara vísna standa þó undir Bókmenntir Andrés Kristjánsson skammavísunafni, en sumar eru stríðnar eða jafnvel kersknar. Með- al góðra hagyrðinga sem þarna eru leiddir fram er Ingimundur í Bæ sem sendi mörgum skeyti en fleiri leggja vísur í þennan belg. Flökkukveðlingar Fæstar þessara vísna eru mergj- aðar eða listilega kveðnar, flestar með gömlum sveitavísnabrag og hvorki verri né betri en þúsundir annarra flökkukveðlinga í sveitum landsins á fyrri tíð. Þær eru varla gæddar söfnunargildi af sjálfum sér en þær eru stundum mann- og lífslýsingar, bregða upp myndum og sögubrotum af því mannlífi og manngerðum sem á bak við er. Og það tíundar Játvarður vel svo að það verður mergur þessa máls. Hann leikur sér í kringum kveðl- ingana og skyggnist bak við þá. Hversdagsvísur er öllu betri þáttur, enda eru frásagnarefnin þar sam- felldari og ítækari, kveðskapurinn hka. Játvarður lokar hagyrðinga- hring sínum með Jóni járnsmið á Miðjanesi. Loks ritar hann sér- stakan þátt um Júlíus skáld Sig- urðsson á Litlanesi, sem var siyrkjandi langa ævi, en „tapaði 1200 vísum sínum í Svefneyjum", en réttarríma hans frá 1893 hefur þó geymst og birtist þama. Hún er lipurlega kveðin og tekur fram mörgum gömlum bæja- eða bænda- rímum og er þar drjúg lýsing á fólki og búskap. Af þýskum kaupakonum Þegar vísnasyrpum sleppir koma nokkrir þættir sem Játvarður hef- ur ritað um atvik á seinni tíð. Þar þykir mér langbestur þátturinn um „þær þýsku“ og er þar átt við kon- ur sem sóttar voru eftir stíðið til Þýskalands til þess að bæta úr kvenmannsleysi í sveitum lands- ins. Margar þeirra vom valkvendi og ílentust hér en einnig var misjafn sauður í mörgu fé éins og gengur og komust þeir Reykhóla- sveitarmenn í kast við slíkar konur sem kunnu að snúa snældunni sinni og léku menn allgrátt. En frá- sögnin af þessu brölti öllu saman er bráðskemmtileg, sögð í gamana- lvöru og af léttleik sem minnir á smásögu. Og satt að segja er smásö- gustíllinn oft nálægur Játvarði þegar hann ritar frásagnarhátt. Stuttur þáttur sem nefnist í poka að hurðarbaki þar sem Játvarður nýtur Steinþórs á Hala í Suður- sveit lítillega við í öflun heimilda um örlagavef ungra hjóna af Aust- fjörðum á síðustu öld, fer þama á eftir. Fólk undir dauðasvipu Mikil umræða og geigvænlegar frásagnir af hinni nýju plágu, eyðn- inni, verður Játvarði hvöt til þess að rekja feril og dauðaslóð tæring- arinnar í sinni sveit fyrr á árum og nefnir þáttinn Undir þrumuskýi tæringarinnar. Þetta er fróðlegur þáttur og lýsingin er með þeim blæ að gefur glögga mynd af lífi fólksins undir þessari dauðasvipu og bar- áttunni við ógnina. Svipaða sögu var að segja úr mörgum héruðum landsins. Tveir síðustu þættirnir heita Og skógar glymja og Streymir lifsins lind. Þetta eru eiginlega hugvekjur um verndun gróðurs, lands og skóga fyrr og nú, og lífsvatnið, báð- ar hugtækar og fagurgerðar. Játvarður Jökull ritar fagurt mál, hefur vald á heillandi og seið- mögnuðum frásagnarstíl. Þessi bók er enn til vitnis um þessa höfundar- kosti. Hún er því hin læsilegasta þótt efnið sé sundurleitt og úr mörgum stað. A.K. BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Bíltegund. Varahlutur: Verð: Bíltegund: Varahlutur: MAZDA POLSKY 929, árg. 1973-77 bretti 4.900 Polonez frambretti 929, árg. 1978-81 818, árg. 1972 - - bretti bretti 5.800 4.900 RANGE ROVE 323, árg. 1977-80 bretti 4.900 frambretti Plckup 1977-81 bretti 4.900 afturbretti SUBARU svunta 2.200 GMC USA Chevrolet Blazer frambretti 1600 4WD, árg. 1977-79 bretti 4.900 1973-1982 brettakantar 1600 FWD, árg. bretti 4.900 do stærri gerö 1977-79 do skyggni do svuntur 2.300 brettakantar 1600, árg. 1980-84 bretti , 4.900 do mlnni gerð VOLVO Ch. Blazer Jimmy 1986 brettakantar 242-2651980-83 bretti 5.500 Ch. Van 1973 — brettakantar Lapplander brettakantar (sett) 10.000 AMC USA Volvo vörub. sólskyggni 6.500 AMC Concord bretti F88 bretti 5.500 AMC Eagle bretti FORD UK FORD USA Ford Esc. 1974 bretti 4.800 F. Econoline 1976-86 brettakantar FordEsc. 1975-80 bretti 4.900 skyggni Ford Cort/Taunus bretti 5.800 F. Econoline st. gerð 1976-79 skyggni NISSAN DATSUN F. Econoline F. Bronco 1965-77 m. gerð bretti Dateun280C 1978-83 bretti 9.600 brettakantar Datsun 220-2801976 bretti 7.800 do stærri gerö 79 brettakantar Datsun 180B1977-80 brettl 4.900 do minni gerð D. Cherry Pulsar bretti 4.900 Bronco 111986 brettakantar 1977-82 Ðronco Rangerog ' brettakantar Date. 120Y-140Y- bretti 4.900 pickup B3101978-81 do skyggnl Nissan Patrol brettakantar 10.000 do bretti do silsalistasett TOYOTA 7.000 CHRYSLER Dodge Dart 1974 bretti T. LandCruiser, I. gerð brettakantar 12.000 Dodge/Aspen T. LandCr., minni gerð brettakantar 12.000 Pl. Volaré 1976 — bretti 1986 Chrysler Baron Toyota Tercel 1979-82 bretti 4.900 D. Diplomat 1978 - - - bretti Toyota Tercel 1977-78 bretti 4.900 brettak. Toyota Carlna bretti 4.900 Dodge Van1978--- meö spoiler 1970-77 do skyggni Toyota Crossida 1977-80 Toyota HiLux do do skyggni brettak., breiðir brettak., mjóir LADA Lada 12001972 station Lada 1306-15001973 Lada Sport do do bretti bretti Irambretti brettakantar framstykkl DAIHATSU Charmant 1978-79 Charmant 1977-78 Charmant 1977-79 Charade 1978-1983 bretti bretti svunta bretti MITSUBISHI Lancer1975-79 Galant 1975-77 Galant 1977-80 Pajero brettl bretti bretti brettakantar 5.500 12.000 9.000 3.900 l 4.900 3.900 6.800 4.800 6.000 6.000 2.800 6.500 5.000 5.800 6.800 10.000 5.800 6.800 15.000 6.000 10.000 10.000 8.000 8.000 10.000 8.000 6.000 7.500 8.900 12.000 10.000 6.000 7.500 8.000 8.000 8.000 13.000 6.000 JEEP Gj-5 bretti, styttri gerð 5.900 Gj-7 bretti, lengri gerð 6.900 Gj-5 samstœða framan 32.500 do brettakantar, breiðir 10.000 HONDA Honda Accord1981 bretti 4.900 ISUZU Isuzu Trooper bretti 7.500 BENZ Vörubíll (húddlaus) bretti 11.000 SCANIA VABIS Scania, afturbyggð Scania Scania Scania Scania 80 Scania Scanla bretti 30.000 brettab. f. framb. 5.000 kassl f. kojubíl 5.600 hlif f. aftan framhjól. frambretti frambretti sólskyggni 4.800 6.800 6.800 6.000 Póstsendum BILAPLAST Vagnhöfða 19, 110 Reykjavík, sími 688233, box 161. Póstsendum Nýjar bækur Heimili og húsagerð 1967-1987 Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bók um íslenskan arkitektúr 'er nefnist Heimili og húsagerð 1967-1987. í bókinni fjallar Pétur H. Ármanns- son arkitekt um þróun húsagerðar- hstar og heimila á íslandi síðustu tvo áratugina. Bókinni er skipt í fimm kafla. í hverjum kafla eru raktar ýmsar hugmyndir sem efst hafa ver- ið á baugi í skipulagi og húsagerð á síðustu árum. I tengslum við hvern kafla er ítarleg umfjöllun um valin dæmi sem endurspegla efni hans. Eru alls 30 dæmi í bókinni um íbúð- arhús af ýmsum stæröum og gerö- um, fjölbýlishús, raðhús og sérhönnuö einbýlishús sem öll bera vitni um markverðar nýjungar í ís- lenskri húsagerð. Myndir eru af hverju dæmi auk vandaðra skýring- arteikninga. Fjöldi glæsilegra ljósmynda er í bókinni en þær hafa tekiö þeir Guð- mundur Ingólfsson, Kristján Magnússon og Ragnar Th. Sigurðs- son. Bókin er 192 bls. að stærð í stóru broti, prentuð í Graflk hf. Verð kr. 2.750 ________________ f Gagnkvæm /nllltsseml allra vegfar- I enda bætlr umferöina. V yUMFffieWI RAÐ 2S, iina. ] BLAÐ BURDARFÓLK REYKJAVIK Hátún Miðtún Þórsgötu ( Lokastíg Freyjugötu Aðalstræti Garðastræti 20 - út Hávallagötu 1-17 K0PAV0G Álfhólfsveg 64-95 Digranesveg 90 - 125 Lyngheiði Melaheiði Tunguheiði AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 ^ ^ n n. 1 SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.