Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Dægradvöl Textí: Axel Ammendrup Myndir: Kristján Ari Menn safna frekar af ástríðu en hagnaðawon Söfnun er afar algeng tómstunda- iöja og allir hafa safnað einhverju einhvem tíma á ævinni. En söfnun- areðlið er misríkt í mönnum og sumir láta sér nægja að safna pening- um en fleiri eru iðnir við að safna skuldum. En til þess að hafa ánægju af iðju sinni veröur aö flokka og skipuleggja safnið vel og skiptir þá Utlu máU hveiju safnað er. Það eru tvær meginástæður fyrir því að menn fara _að safna. Önnur ástæðan er sú að menn þykjast sjá veraldleg verðmæti í safninu og telja sig hugsanlega geta hagnast á söfn- uninni. ÁstríðufuUir safnarar eru lítt hrifnir af þessum hugsunarhætti því þeir halda hlutum til haga söfnunar- innar sjálfrar vegna. Með því að beita nákvæmni, útsjónarsemi og vakandi huga geta þeir oft.náð saman ein- stæðum munum sem ekki hafa kostað þá miklar fjárhæðir. Þessi söfn myndu sjaldnast seljast fyrir miklar upphæðir á almennum mark- aði en þau eru eigendum sínum mikUs virði fyrir því. Það sem fólk er að safna er óendan- lega íjölbreytilegt. Frímerki og myntir eru þeir hlutir sem algengast telst að safna og oft geta slík söfn verið verðmæt jafnvel þó svo safnar- inn hafi ekki kostað til miklum peningum við að nálgast safngripina. Og sé um ástríðufullan safnara að ræða skiptir það ekki svo miklu máli hvort safnið hans er verðmætt eða ekki. Það er hvort eð er ekki til sölu - hugsanlega er hann þó til við- tals um að skipta á einhverjum gripum, sem hann á fleiri en eitt ein- tak af, fyrir annan sem hann vantar. En menn safna fleiri munum en frímerkjum og myntum. Póstkorta- söfnun er frekar algeng svo og söfnun verðlauna- og minjapeninga. Litlar stelpur safna oft servíettum og þegar þær verða eldri henda flest- ar munnþurrkunum en nokkrar halda áfram, flokka safnið og betr- umbæta það. Söfnun er bæði ástríða og lifibrauð Magna R. Magnússonar sem rekur verslunina Hjá Magna á Laugaveginum. Hann safnar og selur nánast alla hluti, ekkert safn er nógu fjarstæðukennt til þess að hann hafi ekki áhuga á því. Nýlega var útvarpsstöð með símasprell og hringdi í Magna og bauð honum til sölu safn sem innihélt nokkur þúsund sveskjusteina. Magni sagð- ist vera til í að kaupa safnið ef það væri vel flokkað. Á myndinni er Magni með hluta af orðusafni sínu en hann á flestar gerðir heiðursmerkja, frá frímúraraorðum til heiðursmerkja úr Kóreustríðinu. DV-mynd S Sem fyrr segir safrra menn öllum sköpuðum hlutum. Margir safna steinum, aðrir gömlum ljósmyndum, umslögum, stimplum, ábyrgðar- merkjum, skotvopnum, sverðum, straujámum, eldspýtnastokkum, merkjum af síldartunnum, annálum, eiginhandaráritunum, bókum, blöð- um, límmiðum, skordýrum og svo framvegis. Það er flestum sameigin- legt sem standa í slíkum söfnunum að þeir hafa gott skipulag á safni sínu og flokkunin er í lagi. Annars væri safnið hka lítils virði og lítill ánægju- auki fyrir eigandann. -ATA A minningargreinar um 18 þúsund Islendinga - Guðmundur Guðni Guðmundsson hefur safnað minningargreinum í þrjátíu ár „Söfnunarhneigðin hefur alltaf verið rík í mér. Ég var kominn á kaf í ættfræðina og farinn að safna að mér alls konar dóti tíu ára gam- all,“ segir ^Guðmundur Guðni Guðmundsson rithöfundur en hann hefur komið sér upp allsér- stæðu safni á síðustu áratugum. Hann hefur semsé safnað minning- argreinum og á nú greinar um töluvert á nítjánda þúsund íslend- inga. Safnið hefur hann gefið Bókasafni Kópavogs. „Ég hóf þessa söfnun fyrir áhrif frá kunningja mínum, Þorvaldi Kolbeinssyni, prentara á Alþýðu- blaðinu. Við unnum saman og hann klippti út minningargreinar en hafði ekki gott skipulag á safn- inu. Ég fór að safna minningar- greinum líka og það endaði með því að Þorvaldur gaf mér sínar greinar. Það var svo árið 1952 að ég fór að skipuleggja safnið og flokka það. Það er nú flokkað eftir nöfnum, föðurnöfnum og stöðuheitum. í hverju umslagi eru allar minning- argreinar, sem ég hef fundið, um viðkomandi menn, myndir, af- mæhsgreinar, slysasögur, gamlar íþróttafrásagnir og fleira. Þetta er þvi sannkallað mannfræðisafn. í safninu eru 18.700 umslög en ein- staka menn hafa þurft tvö umslög þannig að ég giska á að í safninu séu greinar um 18.600 íslendinga." Guðmundur vann lengst af við húsgagnagerð hjá Trésmiöjunni Víði en hefur hin seinni ár skrifað nokkrar bækur. „Eftir að ég lagði ritstörfin fyrir mig sá ég hafði ekki nægan tíma aflögu til að sinna safninu þannig að ég varð að leggja það að mestu til hliðar. Svo var safnið oröið plássfrekt þannig að ég ákvað að færa Bókasafni Kópavogs það að gjöf. Þorsteinn Jónsson, útgefandi í Sögusteini, hefur fengið leyfr til að ljósrita safnið og hefur tekið saman efni í eina bók sem hann hefur þó ekki gefið út ennþá. Ef af útgáifu verður verður þetta fyrsta bindið í tuttugu binda ritröð með fróðleik um látna íslendinga." Guðmundur sagðist líka safna annálum. Hann hefur skráð hjá sér öh ártöl frá upphafr íslandsbyggðar og reynt að frnna einhveija atburði sem gerðust hvert einasta ár frá víkingaöld. „Þetta er mikið.verk en skemmti- legt,“ sagði Guðmundur Guðni Guðmundsson. -ATA Guðmundur Guðni Guðmundsson með hluta af minningargreinasafni sínu. Skúffan, sem hann er með í fanginu, og skúffurnar á gólfinu eru hluti af safninu sem geymir minningargreinar á nítjánda þúsund íslend- inga. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.