Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. 7 Fréttir Héðinn Emilsson hjá Samvinnutryggingum: Eldsvoðar eru að verða landsplága „Þetta ár ætlar að verða þungt fyr- ir brunatryggingafélögin. Undanfar- in ár hafa verið viðunandi hjá okkur. Ég held ég megi segja að við höfum verið frekar heppnir. Það hafa mörg stór brunatjón síðasta áratug farið fram hjá okkur. Aftur á móti hafa þau hitt okkur upp á síðkastið," sagði Héðinn Emilsson, deildarstjóri brunadeildar Samvinnutrygginga, þegar hann var spurður hvort brunatjón yrðu sífellt fleiri og stærri. - Gerið þið ekki athugasemdir við byggingar sem ekki eru nógu traust- ar að ykkar mati? „Við höfum staðið í frystihúsi og sagt, talið við okkur þegar þið haflð gengið frá ykkar málum varðandi Rafmagnseftirlitið og eldvarnaeftirlit sveitarfélagsins, þá skulum við ganga frá tryggingunni. Áöur en til þess kom brann húsið. Ef þetta hús hefði verið í Hafnarfirði þar sem við erum með skyldutryggingar hefðum viö orðið að greiöa tjónið. Trygginga- félögin eru ekki yflrvöld á brunasvið- inu. Til þess hefur þjóðfélagið valið sér aðra. Með sérstökum lögum frá 1969 var komið á stofn Brunamála- stofnun ríkisins. Hún er yfirvald í brunatæknilegum málum. Hún á að styðja við framkvæmdavaldið í landinu, það er lögreglustjóra og sýslumenn. í þessum öryggismálum þarf að halda uppi lögum og reglum eins og í öðrum þáttum, svo sem umferðinni. Ég hef ekki rekið mig á neitt dómsmál sem farið hefur í gegn- um íslenska réttarkerfið vegna brota á lögum um brunavamir og bruna- mál. Ég held að kerfið sofi.“ Þessi setning er upp á nokkur hundruð milljónir - Eru eldsvoðar að verða lands- plága? „ Já, miöað við stöðuna í dag. Ef við tökum það sem er tryggt hjá okkur og öðrum þá sérðu í einni hendingu Lystadún í Reykjavík, Málningu í Kópavogi, Meitilinn í Þorlákshöfn, Nesfisk í Garði, fiskvinnsluna í Grímsey og Fataverksmiðjuna Gefj- un við Snorrabraut. AUt er þetta á einu ári og allt eru þetta milljóna tjón. Þetta er það sem ég man í hend- ingskasti. Það finnst töluvert í viðbót. Þessi stutta setning er upp á nokkur himdruð milljónir. Fyrirtæki sem starfa undir svo mikilli pressu þurfa opinberan stuðning um hvem- ig þetta á að vera. Þá finnst alltaf einhver leið til að gera það. Ef bíllinn þinn er bremsulaus, þá er sama hvemig stendur á í tékkheftinu, þú verður að láta laga bremsurnar. Þú ferð ekkert öðruvísi. Hafa sparað húseigendum 40 milljónir Samvinnutryggingar gerðu tilboð í skyldutryggingu húsa í Hafnarfirði á árinu 1985. Bæjarstjórnir Hafnar- fjarðar og Garðabæjar höfðu tekið ákvöðmn um að bjóða út lögbundnar bmnatryggingar húsa. Uppsögn bæj- arstjórnar Garðabæjar var dæmd ólögleg þar sem hún hafði ekki kom- ið fram nógu tímanlega. Áður hafði Brunabótafélag íslands haft þessar tryggingar. Tilboð Sam- vinnutrygginga var helmingi lægra en veröið sem var á iðgjöldunum áður. Öll stóm tryggingafélögin buðu í tryggingarnar í Hafnarfirði. Tilboð Sjóvá og Samvinnutrygginga voru mjög lík, aðeins munaöi fimm krón- um á hverri milljón. „Við höfum verið þeirrar skoðunar hjá Samvinnutryggingum að bruna- tryggjngar húsa ættu að vera frjáls- ar. Að húseigandi ráði hjá hvaða Tíðir brunar frystihúsa undanfarið hafa vakið mikla athygli. Eldsvoðar eru að veröa landsplága segir Héðinn Emilsson deildarstjóri brunadeildar Sam- vinnutrygginga. félagi hann tryggir sitt hús. Ein- hverjir hagsmunaaðilar í þjóöfélag- inu hafa verið á móti þessari fijálshyggju okkar. Það eru kannski þeir sem safna saman peningum í einhveija sjóði í gegnum bruna- tryggingar húsa. Pólitískar hugsjón- ir lifa ekki nema menn græði á þeim.“ - Hafði þessi mikla lækkun á iögjöld- - um í Hafnarfirði þá ekki áhrif víðar? „Jú, Húsatryggingar Reykjavíkur og Brunbótafélagið lækkuðu iðgjöld í kjölfar lækkunarinnar í Hafnar- firði. Á árinu 1986 spöruðu þessar lækkanir húseigendum í landinu 40 milljónir. Þessir stóru samkeppnis- aðilar okkar fylgdu ekki eftir lækkunum okkar á iðgjöldum vegna atvinnuhúsnæöis. í samanburði, sem gerður var eftir þetta, kom fram að Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Bruna- bótafélaginu fyrir hús sín á Akur- eyri, rúmlega helmingi hærri iðgjöld heldur en þeir þyrftu að gera væru þessi hús í Hafnarfirði eða á skyldu- tryggingasvæði Samvinnutrygg- inga. Tjón í Reykjavík eru 25% af iðgjöldum - Hefur þessi mikla hækkun þá ekki kippt stoðunum undan Sam- vinnutryggingum? „Nei, þegar tryggingafélögin reikn- uðu út iögjöldin fyrir Hafnarfiörð þá gekk það alla vega þannig á þessum bæ að menn litu yfir reynsluna á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til tuttugu árin og fundu út hverjir taxt- arnir þyrftu að vera til þess að tjónin færu ekki yfir 60 til 70% af iðgjöldum. Þannig var taxtinn ákveðinn. Tjóna- prósentan í Reykjavík síðustu tíu til tuttugu árin er ekki nema um 25% af iðgjöldum. í Reykjavík eru einna minnstu tjón í eldsvoðum í heimin- um þrátt fyrir ýmis óhöpp. Hér eru góð hús og eru kynt upp með heitu vatni, hér eru raflagnir góðar og hér er mikið af skynsömu fólki. Við höf- um samt verk að vinna í sambandi við ýmsa þætti í atvinnulífinu. Sérs- taklega í frystiiðnaðinum, bæði í landbúnaöi og fiskvinnslu. Þar er yfirspennt álag á raflögnum og fiár- málaálagið er líka yfirspennt, það virðist ekki vera svigrúm til að gera nauðsynlegar ráðstafanir og lagfær- ingar. Við höfum ekki komið inn í skipulag bygginga að neinni bruna- tæknilegri hönnun. Þetta er alltaf að gerast, þetta gerðist til dæmis hjá Nesfiski. Þegar eldur verður laus í þessum húsum breytast þau í sam- fellda rúst. Það er byggingatæknilegt slys. -sme Hótel Húsavík: Rekstur- inn erfiður Rekstur Hótel Húsavíkur hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og sögusagnir komist á kreik í bæn- um um að lokun hótelsins stæði fyrir dyrum. Katrín Einarsdóttir, stjómar- formaður hótelsins, sagði í samtali við DV að það væri rétt að rekstur hótelsins hefði verið þungur undanfarin ár, eins og er með nær öll hótel úti á lands- byggðinni. „Þaö eru erfiðleikar í rekstrinum hjá okkur en þeir eru ekki þess eðlis að við sjáum ekki fram úr þeim,“ sagði Katrín. Hún sagði ástæðu erfiðleikanna fyrst og fremst vera þá að hótelið nýttist illa yfir vetrarmánuðina en reksturinn á sumrin gengi ágætlega. Bæjarsjóður Húsavík- ur er aöaleigandi hótelsins með 64% eignarhlut en aðrir eigendur em Kaupfélag Þingeyinga, Flug- leiðir, Ferðamálasjóður og ein- staklingar. SMJ Bílvelta á Reykja- nesbraut Bíl var ekið út af Reykjanesbraut viö Kúagerði á laugardagsmorgun. Bíllinn valt og skemmdist hann tölu- vert. Tveir menn vom i bílnum og sluppu þeir lítt meiddir. Mikil bleyta var á Reykjanesbraut- inni er óhappið varð. -sme Bakkus í bðtúr Tuttugu og fimm ökumenn vora teknir vegna meints ölvunaraksturs í Reykjavik um síöustu helgi. Skrán- ingamúmer voru klippt af þrjátiu og þremur ökutækjum vegna van- rækslu á aðalskoðun. -sme Meðal efnis: Albert Guðmundsson „Ég er stríðsmaður í mér“ Finnur Ingólfsson, „arftaki Steingríms?“ Ólafur Laufdal: „Eg er bestur!“ Hvað raunverulega skeði í aldingarðinum! Að vera flottur um fimmtugt. „Ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Viltu læra að fljúga? Karlmenn og snyrting. Hárlos og skalli - er lausnin fundin? Bridge, golf, sport o.fl. Skólavörðustíg 30 • Sími 23233 Náðu þér í blað í tima á næsta útsölustað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.