Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Viðskipti___________________________________________________ ^ Ragnar í Ragnarsbakaríi: Eg varð einfaldlega „Ég varð einfaldlega undir og þetta var búið. Dæmið lá fyrir og ég var ekki að teygja það neitt og líklegast hefur ákvörðun mín verið tekin of seint. Það sem gerðist raunverulega var að fjármagnskostnaðurinn reið mér að fullu. Peningarnir voru það sem vantaði. Ég lánaði vörur í 45 til 60 daga án vaxta en varð að greiða háa vexti, oftast dráttarvexti, vegna vanskila til þeirra heildsala sem lán- uðu mér hráefni." Þetta segir Ragnar Eðvaldsson, fyrrum eigandi Ragnarsbakarís í Keflavík, en fýrirtækið var lýst gjald- þrota í síðustu viku. Frétt sem kom mörgum á óvart í viðskiptaheimin- um. Svo kom önnur frétt um helgina sem vakti jafnmikla athygli þegar þeir félagarnir í Ávöxtun sf., Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, keyptu þrotabúið og hafa endurreist fyrirtækiö, ráðið Ragnar í vinnu og annað starfsfólk. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 20-22 Lb.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20-24 Úb 6mán. uppsogn 22-26 Ab 12mán.uppsogn 24-30,5 Úb 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb Sértékkareikningar 10-23 Ib Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb Innlán með sérkjör- 19-34,5 Úb um Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7,25 Ab.Sb, Vb Sterlingspund 7,75-9 AbVb, Sb Vestur-þýsk mork 3-3,5 Ab.Sp, Vb Danskarkrónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp Viöskiptavixlar(forv.) (1) 36 eða kaupqenqi Almennskuldabréf 35-36 Úb.Vb, Sb.Sp Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 35-39 Sp Utlan verötryggð Skuldabréf 9.5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandarikjadalir 9-10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýskmork 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Drátlarvextir 49,2 4.1 á mán. MEÐALVEXTIR Överðtr. des. 87 35 Verötr. des. 87 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalades. 1886stig Byggingavísitala des. 344 stig Byggingavisitala des. 107,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóóa Ávoxtunarbréf 1,3456 Einingabréf 1 2,484 Einingabréf 2 1,454 Einingabréf 3 1,534 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,497 Lífeyrisbréf 1.249 Markbréf 1,272 Sjóðsbréf 1 1,218 Sjóðsbréf 2 1,077 Tekjubréf 1,308 HLUTABREF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr Hampiöján 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr Skagstrendingur hf. 182 kr. Verstunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Áb = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Ragnar Eðvaldsson í Ragnarsbakaríi: Fjármagnskostnaðurinn reið mér að fullu. Heildsalar tapa á gjaldþrotinu Ragnar segir að þeir sem fyrst og fremst tapi á gjaldþrotinu séu hann og þeir heildsalar sem lánuðu honum hráefni. „Mig tekur það sárt þegar menn tapa vegna mín.“ Um það hvort hann hafi fengið rekstrarlán hjá fyrirtækinu Ávöxtun sf. segir Ragnar svo ekki hafa veriö. En spennti hann bogann of hátt? „Það má kannski segja það. Og auð- vitað má spyrja sig hvort þessa ákvörðun hefði ekki átt að taka fyrr.“ Bakarar svartsýnir Að sögn Ragnars eru bakarar svartsýnir um þessar mundir. Lagð- ur var á þá 10 prósent söluskattur 1. ágúst en salan í krónum talið hefði verið sú sama og áður, sem þýddi að rauntekjur hefðu minnkað um 10 prósent. „Áður var komið 3,6 prósent vörugjald sem ekki skilaði sér held- ur. Salan í Ragnarsbakaríi skiptist þannig að um 40 prósent voru brauð en um 60 prósent kökur. „Á innflutt- ar kökur koma um 32 prósent vörugjald svo á vissan hátt búa bak- arar við vernd. En ég sé ekki annað en að verulegt vandamál komi upp þegar virðisaukaskatturinn kemur á Stjórn Steypustöðvarinnar hf.: Rangt að Ós sé að kaupa Steypustöðina Vegna fréttar í DV hinn 4.12.1987, sem birt var með feitletraðri fyrir- sögn „Ós að kaupa Steypustöðina hf.“, vill stjórn Steypustöðvarinnar hf. taka fram að engar viðræður hafi farið fram milh forráðamanna fyrir- tækisins og Óss hf. Frétt þessi er algjörlega úr lausu lofti gripin. Það vekur undrun okkar að jafn- virtur fjölmiðill eins og Dagblaðið skuli ekki leita upplýsinga hjá Steypustööinni hf. áöur en slík frétt er birt. Frétt sem þessi er aö sjálf- sögðu skaðleg fyrir fyrirtækið og getur rýrt það trausti fólks er ekki þekkir til þess. Enn meiri furðu vekur þegar fram- kvæmdastjóri Óss hf., Einar Vil- hjálmsson, lætur að því liggja í viðtali við DV að fréttin gæti allt að því verið sönn. Steypustöðin hf„ sem heldur upp á fjörutíu ára afmæh sitt á þessu ári, stendur traustum fótum fjárhagslega og tæknilega. Steypustöðin hf. horfir stolt yfir farinn veg og lítur björtum augum til framtíðarinnar. Reykjavík 4.12.1987. Stjórn Steypustöðvarinnar hf. Dr. Ágúst Valfells verkfr. Júlíus Sólnes prófessor Sveinn Valfells, verkfr. og viðskiptafr. Halldór Jónsson verkfr. Gunnar Indriöason tæknifr. - 1 Dyr]un lanuar <* a»ur ■ greiðsluafslitt og ^ að kauP® Steypustöðina hf? .£g get hvorid játaö þvl né neit- að“ se»r Einar hór VUhjálmsson framkvæmdastjón Steypustöövar- Innar Os hf. I Garöab* um það hív“ft Ús hf. sé að kaupa Steypu- stóðina hf. Mikll samkcppnl cr A stcypumarkaöinum og cr ós vax- mkN. fýriruekl sem skilaöi u,. ^ mllljóna króna hagnaöl I fyrra. Samkvæmt heimildum DV hafa fanð fram viðneöufundir á milli forráöamanna fyrirtækjanna um kaup óss hf. á Steypustööinni ht Stcypustööin Ós hf. framleiöir rör, hellur og steypu. A næstunni mun fyrirtmkið taka i notkun nýla 3 þusund fermetra verksmlöju og er ætlunin að hefla framleiöilu í steyptum dningura. Alkastagcto núvcrandi iteypu- stöðvar Oss mun vera fullnýtt og vantar fyrirtækiö þv( aukna getu ttl aö fraralciöa iteypu vegna nýju elnlngaverksmiöiunnar sem þaö tekur I notkun sncmraa á nýju ári. -JGH Ólafur Bjömsson, eigandi steypuverksmiðju Óss: Bað lögmann um að ræða við Svein Valfells um kaup á Steypustöðinni hf. „Gífurleg aukning hefur orðið á steypusölu hjá steypuverksmiðju Óss, um 70 til 80 prósent á þessu ári. Okkur vantar orðið meiri afkasta- getu til að anna eftirspurninni. Við leituðum því leiða til að auka af- kastagetuna og ein leiðin var sú að ég bað ónefndan lögmann hér í bæ í vor um að spyija Svein Valfells um það hvort Steypustöðin hf. væri til sölu. Hann kom með það svar til baka hvort steypuverksmiðja Óss væri til sölu. Aðrar viðræður hafa ekki átt sér stað,“ segir Ólafur Björnsson, einn aðaleigandi steypu- verksmiðju Óss hf. Olafur segir ennfremur að þeir hjá Ósi leiti nú annarra leiða til að auka afkastagetu sína, eftir að ljóst varð að þessi fyrsta leið þeirra, að kaupa Steypustöðina hf„ kom alls ekki til greina. -JGH Tölvu-trésmíði íMosó Þeir hjá trésmíðaverkstæðinu Mosfelli í Mosfellssveit eru meö at- hyglisverða tölvustýringu í trésmíði sinni. Vélin er ættuð frá Ítalíu og er sú eina sinnar tegundar hérlendis. Inn í tölvustýrðu vélina fer efnið óunnið en þegar út kemur er búið að fræsa það sem fræsa þarf, taka hliðar- og þverstykki og auðvitað fyr- ir skránni líka. „Véhn kostar rúmlega 20 milljónir króna. Hún hefur reynst mjög vel. Það er nauðsynlegt í samkeppninni að geta unnið hratt án þess að fara niöur í gæðum,“ segir Kristján Þór Vídalín, framkvæmdastjóri Mosfells. -JGH Kristján Vidalin Oskarsson, framkvæmdastjóri Mosfells, styöur sig við tölv- una. DV-mynd Brynar Gauti undir næsta ári. Ég tel að þá hverfi sú vernd sem íslenskir bakarar hafa haft til þessa." Get ekki annað en litið upp núna En hvernig hður svo Ragnari Eð- valdssyni núna þegar hann hefur orðið að gefast upp í rekstrinum og lýsa sig gjaldþrota? „Ég reyni að vera bjartsýnn, ég get ekki annað en litið upp núna. Það er ánægjulegt að nýir eigendur skuli hafa tekið við rekstr- inum og að allt fólkið mitt skuli hafa fengið aftur vinnu. Gjaldþrot mitt snýst ekki hvað síst um atvinnumál á Suðurnesjum, það sýnir að fólk hér þarf að taka höndum saman og reyna að skipta eins mikið við þau fyrir- tæki sem eru af Suðurnesjum og kostur er.“ Kollegunum var brugðið - Hafa kollegarnir haft samband við þig undanfarna daga? „Þeir hafa hringt og vottað mér samúð sína, þeim var á vissan hátt brugðið," segir Ragnar Eðvaldsson, áður eigandi og framkvæmdastjóri Ragnarsbakarís en nú framleiðslu- stjóri hjá fyrirtækinu. -JGH Beðist velvirðingar í frétt DV síðastliðinn fóstudag, undir Tyrirsögninni Ós aö kaupa Steypustöðina hf.?, segir: „Sam- kvæmt heimildum DV hafa farið fram viðræðufundir á milli forr- áðamanna fyrirtækjanna um kaup ðss hf. á Steypustöðinni hf.“ Þetta er rangt. Áðumefndar heimildir reyndust ekki traustar. DV biöst velvirðingar á fréttinni. -JGH Olíuviðskipti: Skrifað undir í Moskvu íslendingar og Sovétmenn skrifuðu þann 1. desember í Moskvu undir samning um kaup íslendinga á 80 þúsund tonnum af bensíni, 80 til 120 þúsund tonnum af svartolíu og 140 þúsund tonnum af gasolíu af Sovét- mönnum. Olían verður afgreidd á næsta ári. Þetta er svipað magn og íslendingar hafa keypt af Sovét- mönnum á þessu ári. Bensínið verður með mjög lágu blýinnihaldi og gasohan með lágu brennisteins- innihaldi, hvort tveggja vegna umhverfisverndar. -JGH Horfur á mikilvægum mörkuðum Útflutningsráð íslands er með þijá athyghsverða fundi þessa dagana um ástand og horfur á mikilvægum markaðssvæöum íslenskra útflytj- enda. Fundirnir eru haldnir í Holiday Inn. Öllum er heimil þátt- taka. Fyrsti fundurinn hófst í morgun og er hann um málefni mat- vælaiðnaðar. Á fimmtudaginn verður rætt um markaöi fyrir vélar og tæki og loks verður fataiðnaður- inn tekinn fyrir á fóstudaginn. Á meðal ræðumanna eru viöskiptafull- trúar Útflutningsráðs í Kaupmanna- höfn, Frankfurt og New York. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.