Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Stjómmál Tveir ráðherrar Alþýðuflokksins stinga saman nefjum: Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir. DV-mynd: GVA Nýir skattar sem leggjast á þjóðina á næsta ári: 160 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu Hver fjögurra manna fjölskylda í landinu þarf vegna nýrra skatta að greiða að jafnaði 160 þúsund krónur í viðbótargjöld til hins opin- bera á næsta ári. Þar vegur þyngst að söluskattur leggst á fleiri vörur og þjónustugreinar en áður. Við myndun ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar í sumar sömdu Sjálfstæöisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuílokkur um nýja skatta sem skila áttu 3,7 milljörð- um króna í ríkiskassann á næsta ári. Nokkrum dögum áður en fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi í haust sömdu stjórnarflokkarnir enn um nýjar skattaálögur upp á 2 milljarða króna. í fjárlagaræðu sinni á Alþingi sundurliðaöi Jón Baldvin Hannib- alsson þessar 5.700 milljóna króna viðbótartekjur ríkissjóðs þannig: Breikkun söluskattsstofns og aðrar breytingar á honum ásamt breytingum á tollum og vörugjaldi gefa um 3.200 milljónir króna, bif- reiðaskattar 950 milljónir króna, skattar á atvinnurekstur 600 millj- ónir króna og ýmsir tekjustofnar, lántöku- og ábyrgðargjöld, kjarn- fóðurgjald og arðgreiðslur 950 milljónir króna. Fjárlagafrumvarpið var miðað við söluskattur yrði lækkaður nið- ur í 22% um áramót þegar fjöldi nýrra vöruflokka, svo sem matvör- ur, myndu fá á sig þennan skatt. Þann 4. desember síðastliðinn til- kynnti ríkisstjórnin að hún hefði hætt við að hafa söluskattinn 22%. Hann yrði áfram 25%. Þar bættust við 4,9 milljarðar króna. Tollar og vörugjöld voru hins vegar lækkuð um 2,8 milljarða króna. En eftir sat ný skattahækk- un upp á 2,1 milliarð króna. Ennfremur skýrði ríkisstjórnin frá því að fyrri skattahækkanir hefðu verið vanreiknaðar um 600 milljónir króna og að frá skattsvi- kurum myndu nást 400 milljónir króna vegna betra kerfis. DV telst til að með öllum þessum aðgerðum fái ríkissjóður 8,8 millj- arða króna í viðbótartekjur á næsta ári. Sveitarfélög leggja einnig byrðar á þegnana. Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að hækka útsvarsá- lagningu í staðgreiðslukerfi skatta um 0,45%. Það þýðir 750 milljónir króna á næsta ári í hærri rauntekj- um sveitarfélaga. Loks skulu landsmenn búast við hærri fasteignasköttum, 300 til 600 milljóna króna raunhækkun. Sé millitala valin, 450 milljónir króna, fæst sú heildarniðurstaða að hið opinbera muni með nýjum sköttum ná tíu milljörðum króna úr vösum þegnanna. -KMU í dag mælir Dagfari Brjánslækur mest í hafnarframkvæmdir Bijánslækur á Barðaströnd fær hæsta fjárveitingu til byggingar hafnarmannvirkja í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár, 29,8 milljónir króna. Þar á meðal annars að gera ferjubryggju fyrir nýja Breiðafjarð- arferju. Fjárveitinganefnd leggur til að framlög til hafnamála hækki um 148,5 milljónir króna frá frumvarp- inu í haust og verði alls 398,5 milljón- ir króna. Ólafsvíkurhöfn fær næsthæsta fjárveitingu, 26,2 milljónir króna. Sandgerði fær 26 milljónir, Eskifjörö- ur 24 milljónir og Sauðárkrókur 20 milljónir króna. Húsavíkurhöfn er úthlutað 19,2 milljónum króna, Vestmannaeyjum 18,7 milljónum og ísafirði 16,7 millj- ónum. Hafnir, sem einnig fá 10 milljónir króna eða meira á næsta ári, eru: Borgaríjörður eystri 12,8 milljónir, Grindavík 12,5 milljónir, Akureyri 12,4 milljónir, Þórshöfn 12 milljónir, Hvammstangi 11,5 milljónir, Fá- skrúðsfjörður 11,4 milljónir, Bíldu- dalur 11 milljónir, Hafnarfjörður 10,6 milljónir og Raufarhöfn 10 milljónir króna. -KMU Áfengisvarnir tvöfaldaðar Fjárveitinganefnd Alþingis leggur til að framlög til bindindisstarfsemi verði ríflega tvöfólduð frá því sem ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarpi í haust. Nefndin leggur til að viðfangsefnið áfengisvarnir hækki um 2,6 milljónir króna. Samtals verði ætlaðar til áfengisvarna 4,5 milljónir króna. Þessum fjármunum verður varið til reksturs áfengisvamaráðs. -KMU Jón Baldvin reynir að afþakka íslandsmetið Sú aðferð Jóns Baldvins Hanni- balssonar fjármálaráðherra og Sighvats Björgvinssonar, formanns fjárveitinganefndar, aö draga hækk- anir á niðurgreiðslum til landbúnað- ar og hækkanir á barnabótum og tryggingabótum frá skattahækkun- um til að fá þá niðurstöðu aö nýir skattar ríkisstjórnarinnar á næsta ári nemi aöeins 5 milljörðum króna, sætti harðri gagnrýni stjórnarand- stæðinga á Alþingi í gær. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, sagði að þetta héti á íslensku hundalógík. Kallaði hann þetta leikfimi og sagði að samkvæmt þessum rökum legði ríkisstjórnin ekki á neina skatta vegna þess aö hún eyddi þeim öllum. Þessi uppsetning fjármálaráðherra væri svo ræfilsleg að það væri alveg dæmalaust að hann kæmi aftur og aftur í ræðustól og léti svo Sighvat tyggja þetta líka. Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokks, sagði afskaplega sjaldgæft að sjá ráðherra standa uppi algjörlega rökþrota. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárveitinganefnd, Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi, Málmfríður Sigurðardóttir, Kvenna- lista, og Óli Þ. Guðbjartsson, Borg- araflokki, lýstu því yfir að samkvæmt tölum fjármálaráðherra væri um að ræða samtals 8.750 millj- óna króna skattaaukningu til ríkis- sjóðs. Athygh vakti að fjármálaráðherra kom með eigin tölur um skatthlutfall næsta árs sem stangast á við tölur frá Þjóðhagsstofnun. Jón Baldvin sagði að hlutfall skatta af lands- framleiðslu yrði á næsta ári 24,2% og því ekki íslandsmet. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar frá 10. des- ember síöastUðnum verður skatt- hlutfalUð 24,7%, sem er það hæsta sem sögur fara af hérlendis. -KMU Flott flugstöð Alltaf þurfa íslendingar að rífast og skammast. Ekki var fyrr búið að byggja nýja flugstöð en þjóðin fór að fetta fingur út í það hvað flugstöðin ksotaöi, rétt eins og menn haldi að hægt sé að byggja flugstöð fyrir ekki neitt. Þar að auki borgaði kaninn bróðurpartinn af flugstöðinni en við aðeins af- ganginn. Það verður að vísu að viðurkenna að þessi afgangur varð aðeins ögn meiri en áætlað hafði verið, eða átta hundruð og sjötíu miUjónir en hvaö með það? Ekki er það bygginganefndinni að kenna þótt flugstöðin reyndist dýrari heldur en til stóö. Byggingamefnd- in var búinn að segja fram- kvæmdastjóranum, framkvæmda-. stjórinn var búinn að segja fjármálaráðuenytinu, fjármála- ráðuneytið var búið að segja fjármálaráðherranum, fjármála- ráðherrann var búinn að segja fjárveitingarnefnd og í rauninni var búið að segja öllum frá því að flugstöðin yrði dýrari heldur en til stóð - það er aö segja öllum nema einum. Þjóðinni. En þá er líka rétt að spyrja: hvað kemur þjóðinni þetta við? Hún borgar að vísu reikninginn, en ekki var hún að puða í eftirvinnu án þess að komast i sumarfri í fjögur ár eins og þeir í byggingamefnd- inni. Ekki var það hennár mál, hvemig flugstöðin var hönnuð. Það var mál arkitektanna og það var líka mál arkitektanna þegar lo- fræstingarkerfið reyndist ónýtt og ákveðið var aö stækka kjallarann, eftir að búið var aö teikna kjallar- ann og byggja hann. Og það var líka mál arkitektanna að lengja landgangana og þar að auki var utanríkisráðherra búinn að sam- þykkja lengri landganga og það er hann sem tekur slíkar ákvarðanir en ekki þjóðin. Þjóðin hefur ekkert vit á þessu og hún á að skammast sín fyrir að skammast út í þá góðu menn sem taka að sér að sitja í byggingamefnd og reisa flugstöð. Þetta er arðsöm bygging og átta hundruð mfiljónir til eða frá, skipta ekki öllu. Smápeningar miðað við hitt, hvað hún kostaði í heild sinni. Ef reikningarnir eru skoðaðir kem- ur í ljós, að nefndin fór bara þijú prósent fram úr áætlun, vegna þess að allt hitt var ekki henni aö kenna. Þaö voru aðrir sem ákváðu stækk- un og breytingar og nefndinni kemur þaö ekki við. Auk þess rým- aði dollarinn og það var ekki nefndinni aö kenna þótt dollarinn rýmaði og kom henni ekki við. Hún var bara að byggja flugstöð og flug- stöðvar geta ekki tekiö mið af því þótt dollarinn rýrni eöa loftræst- ingarkerfin sé biluð. Vildu menn kannske hafa bilað loftræstingar- kerfi í nýrri flugstöð? Ríkisendurskoðun er að fetta fingur út í vanrækslur hjá bygging- amefndinni. Ríkisnefndin hefur ekki hundsvit á þessari byggingu og ennþá síður á reikningunum enda hefur byggingarenfdin rekið allar athugasemdimar ofan í ríkis- endurskoðunina og Geir Hall- grímsson hefur verið dregin fram úr helga steininum til að taka und- ir það sjónarmið byggingarnefnd- arinnar að byggingamefndin hafi staðið sig vel. Þarf frekar vitnanna við? Þarf að spyrja þjóðina þegar byggingamefndin er búinn að segja frá því að hún hafi staðið sig vel og Geir er búinn að taka undir það? Sjá ekki allir að þetta er glæsileg flugstöð, sem aldrei heföi verið svona glæsileg ef byggingamefndin heföi ekki byggt hana og farið fram úr ur áætlunum um átta til níu hundruð milljónir króna? Nei, byggingarnefndin getur þvegið hendur sínar. Fram- kvæmdastjórinn getur þvegið hendur sínar. Fjármálaráðuneytið, fjármálaráðherra, fjárveitingar- nefnd, utanríkisráðherra og raunar allir sem nálægt þessu máli komu geta þvegið hendur sínar, vegna þess að þeir voru búnir að upplýsa hvern annan um að bygg- ingin mundi kosta sitt og ríflega það. Hvað er þá ríkisendurskoðun og almenningur að koma loksins núna, þegar flugstööin er risin og segja að hún sé of dýr? Vilja menn kannske rífa hana niður aftur, eða þann hluta hennar, sem fór um- fram áætlun? Þjóðin á að þakka byggingar- nefndinni fyrir að hafa farið fram úr áætlun og hún á að þakka fyrir að fá að borga þessar átta hundmð og sjötíu milljónir. Og hún á að þakka fyrir að fá að borga lausnar- gjald í flugstöðinni þegar flogið er úr landi. Það fær enginn að gera annars staöar í heiminum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.