Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Neytendur I Handíð fæst föndurefni og er margt af því upplagt til að gera skreytingar Jóla- skraut Unnið við skreytingar í Blómavali. Þar er úrvalið einna best. DV-myndir KAE ....-..... I Blómaskálanum eru til gamlar birgðir af jólaskrauti og er verðið í samræmi við það. Hvort á að kaupa jólaskrautið tilbúið eða gera það sjálfur. Hið síð- arnefnda er oft skemmtilegra en það er tímafrekt og ekki allir sem gefa sér þann tíma sem til þarf. DV leit inn í nokkrar verslanir og leit á það skraut og skreytiefni sem á boðstólum var. Fyrst litum við í Handíð en sú verslun er bæði við Nýbýlaveg og við Síðumúlann. Verslunin sér- hæfir sig í föndurvörum, og er þá skreytiefni ekki undanskilið. Enda fæst þar nánast allt sem til þarf, fllt, kúlur, bjöllur, skeggefni, perl- ur og pílárar. Svo fólk fái einhveija hugmynd um verð þá kostar metrinn af filt- efni, 180 cm breiðu, kr. 446, vattkúl- ur kosta frá 1,50-40 kr. Trékúlur kosta frá 0,80-29 kr. og silkikúlur fást í pokum og kostar pokinn 120 kr. Einnig fást svartir vatthattar og kosta þeir 4-6 kr. Þeir eru gjarnan notaöir með vattkúlum til að búa til snjókarla. Einnig fást föndur- pokar með öllu sem til þarf og kosta þeir á bihnu 110-1190 kr. Hamaperlur eru mikið notaðar í ýmsar skreytingar. Þær fást bæöi í í pokum eftir vikt og í kössum fyrir jólaskraut. Kassi kostar 672 kr., efni í óróa 431 og 100 gramma poki kostar 51 kr. Einnig má fá tilbúið jólaskraut. Poki með 4-12 silkikúlum kostar 120 kr. og óbijótanlegar glerkúlur fást í pökkum með sex stykkjum á 200. í Blómaskálanum við Nýbýlaveg eru til gamlar birgðir af jólaskreyt- ingum og er verðið eftir því. Svo dæmi séu tekin þá kostar kassi meö átta Utlum kúlum 20 kr., og kassi með sex stærri kúlum kostar 92. Hefðbundnar glerkúlur eru seld- ar í stykkjatali og kostar lítil kúla 28 kr., stór 45 og risakúla kostar 320 kr. Margir setja einnig köngla á trén. Þeir fást í pokum í Blómaskálanum og kostar poki með 12 litlum köngl- um 25 kr. og stærri könglar, tíu í poka, kosta 60 kr. Einnig fást pokar með smá- skreytingum, s.s. trékúlum, svepp- um, beijum og bjöllum, og kostar poki með tólf slíkum 78 kr. Ef menn vilja reyna fyrir sér með gerð þurrskreytinga þá fæst efni í þær tilbúið í pakka sem kostar 290 kr. Búnt af þurrkuðum greinum kostar aftur kr. 300. Einnig fást litl- ar silkirósir og kostar grein með þremur 78 kr. í hugum margra eru jóhn hátíð ljóssins og er þá yfirleitt átt við kertaljós. Kerti fást einnig á góðu verði. Hægt er að fá löng og mjó kerti í tólf htum og kosta sex stykki 130 kr. Fjögur aðventukerti kosta 70 kr. Flotkerti fást 12 í pakka og kostar pakkinn 230 kr. Einnig fást sprittkerti og kostar poki með 30 litlum slíkum 230 kr. og fjögur stór kosta 75. Hin síðari ár hefur það og færst mjög í vöxt áð láta kertaljós loga úti við, bæði í kirkjugörðum og heima. Lítil útikerti kosta 65 kr. og stór kr. 140. Sólarhringskerti kosta 175 kr„ fimm í pakka. Einnig fást kerti sem loga í þrjá sólarhringa. Þau kosta 98 kr. Útikyndlar kosta 120 kr„ stórir, og minni gerðin kost- ar 126. Kertaskreytingar kosta 290 kr„ kertastjakar 150 kr„ 2 hthr, og 150 einn stærri. Einnig fást kerami- kjólatré fyrir sprittkerti og kosta þau 590 og 640 kr. Aðrar verslanir eru einnig meö mikið af skreytingum og skreyt- ingaefni. Ein sú stærsta er Blómav- al við Sigtún en þar fæst skreyt- ingaefni í miklu úrvah, sem og tilbúnar skreytingar. Svo dæmi séu tekin þá fæst þar mosi, greinar, leir, kúlur, könglar og allt sem til þarf til þurrblómaskreytinga. -PLP Hvað viltu vita um tiyggingar? Fæðingarorlof bændakvenna Ég er með fyrirspurn varðandi fæðingarorlof bændakvenna. En samkvæmt núverandi lögum um fæðingarorlof þá eiga þær rétt á 2/3 af fuhu fæðingarorlofi. Einhvers staðar las ég að þær gætu fengið fuht fæingarorlof með því að sanna að þær ynnu eða heföu unniö 1032 dagvinnustundir undanfama 12 mánuði. Nú langar mig að biðja þig um að skýra þetta nánar fyrir mér á síðum Dagblaðsins. Með þakklæti fyrir góða þætti. Sveitakona. Svar: Atvinnuþátttaka maka bænda við landbúnaðarstörf miðast við þann dagstundaíjölda sem þeim er áætlað- ur samkvæmt gmndvehi vísitölu- bús. Sú áætlun hefur miðast við 857 vinnstundir á ári og þ.a.l. hafa makar bænda fengiö greidda 2/3 af fullu fæðingarorlofi. Aftur á móti, ef um störf maka utan bús er að ræða, telst sú atvinnuþátt- taka th vinnuframlags og bætist við þessar 857 stundir. Sé hins vegar sannað að bóndakona hafi síöustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs unnið meira en sem nemur 857 stundum við landbúnað- arstörf skal miða fæðingarorlofsúr- skurö við þær upplýsingar. Þarf þá að leggja fram staöfestingu frá Bú- reikningastofu landbúnaöarins eða skattframtal (vottorð skattstjóra). í þessum tveim tilfehum gæti veriö um fullt fæðingarorlof að ræöa. Vona ég að þessar skýringar svari spurn- ingunni. Kær kveðja, Margrét. P.S. Rétt er að taka fram að um næstu áramót taka gildi ný lög um fæðing- arorlof og munu þá þessar reglur að einhvetju leyti breytast. Þau lög verða kynnt í DV á næstunni þegar reglugerð um þau verður thbúin. Margrét Thoroddsen Tryggingamál Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast á neytendasíðunni á þriöjudögum. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún syarar einnig fyrirspurnum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV, c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.