Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. 1 Frækiiegt íslandsmet Kræfasti skylmingamaður ríkisstjórnarinnar er fjár- málaráðherrann, sem segir fullum fetum, að svart sé hvítt og hvítt sé svart og að önnur sjónarmið séu bara rugl eða skepnuskapur úr DV. í ráðuneytinu endurtek- ur sölustjóri ráðherrans þetta með minni tilþrifum. Rök ráðherrans og upplýsingafulltrúans eru þau, að skattahækkanirnar staldri ekki við í ríkissjóði, heldur renni jafnóðum til brýnustu nauðsynja borgaranna, hvort sem þær felast í feitu kjöti eða smjöri. Samkvæmt þessu tekur ríkið raunar alls enga skatta af fólki! Óneitanlega eru þetta skemmtilegri fullyrðingar en nöldur málsvara Sjálfstæðisflokksins um, að gagnrýn- endur geti ekki í senn heimtað hallalaus íjárlög og engar skattahækkanir. Þessi rök fótgönguliðsins eru orðin ósköp shtin og hæfa vel öldnum stjórnmálaflokki. Fjárlög og ríkisrekstur má hafa án halla með því að hækka skatta og einnig með því að lækka útgjöld. Menn geta því hafnað halla og skattahækkunum í senn, ef þeir þora að benda á, hvaða útgjöld megi skera niður. Og svo vel vill til, að af nógu slíku er að taka. Landbúnaðurinn á að fá til sín tæpa sex milljarða króna á næsta ári. Það er meira en tvöföldun milli ára. Þessi þurftarfreki ómagi á að gleypa tæplega tíunda hlut útgjalda ríkisins á næsta ári. Ríkisbúskapurinn snýst raunar um þennan þjóðlega félagsmálapakka. Fólk grætur hástöfum út af smápeningum, sem hafa runnið til ævintýra á borð við Kröflu og Leifsstöð og jafnvel smáaurum, sem hafa runnið til minni háttar ævintýra á borð við Þörungaverksmiðju og Sjóefna- vinnslu. Margir gráta þetta meira en landbúnaðinn. Fáir þingmenn tárast, þegar þeir samþykkja að verja til landbúnaðar fjárhæð, sem mundi nægja til að mal- bika allan hringveginn um landið rúmlega tvisvar sinnum á hverju einasta ári. Það er heilög byggðastefna að taka landbúnaðinn fram yfir allt, líka hringveginn. Segja má, að mikilvægasti tilgangur ríkisvaldsins sé nú á dögum hinn sami og hann var á einokunartíman- um; að halda þjóðinni í gíslingu hins hefðbundna landbúnaðar og láta peninga, sem fæðast í sjávarút- vegi, renna um kerfið til að deyja að lokum í landbúnaði. Núverandi ríkisstjórn er trúrri fangavörður en flestar fyrri stjórnir. Hún hefur verið ötulh en aðrar við að afla fjár handa eigendum landsins. Vikulega hefur hún hækkað álögur um 420 milljónir króna að meðaltah eða samtals um tíu milljarða króna á 22 vikum ævi sinnar. Ríkisstjórnin, sem var á undan þessari, hafði skatt- lagt þjóðina tiltölulega hóflega. Á valdaskeiði hennar dansaði skattbyrðin í kringum 22% af vergri fram- leiðslu landsins. Nýja ríkisstjórnin er hins vegar svo skattaglöð, að skattbyrðin fer í 25% á næsta ári. í tilefni íslandsmets í skattlagningu er hressilegast og hugmyndaríkast að segja eins og úármálaráðherr- ann, að skattar hafi ahs ekki hækkað. Málsvararnir, sem játa hækkunina og verja hana með hugsjón jafnvægis í ríkisrekstri, eru hversdagslegri og leiðigjarnari. Með því að stara á A-hluta fjárlagafrumvarpsins sjá málsvarar ríkisstjórnarinnar hahaleysið, sem þeir tala um. En ráðgerður heildarhalh á búskap hins opinbera á næsta ári verður rúmlega 14 milljarðar, svo sem sést áf, að sú verður lánsfjárþörf hins opinbera árið 1988. Landsfeður okkar sameina stórfelldan hallarekstur og íslandsmet í skattheimtu - í blindri trú á þá hug- sjón, að fé þjóðarinnar skuh brenna til ösku í land- búnaði. Jónas Kristjánsson Flugstöðin: A enginn að bera ábyrgðina? Flugstöö Leifs Eiríkssonar. „Kostnaður við endurhönnun varð yfir 100 milljónir. Þannig mætti lengi telja,“ segir greinarhöfundur m.a. Lýöræði felst ekki bara í kosning- um á nokkurra ára fresti. Grund- völlur þess er að ráðherrar og embættismenn bera ábyrgð á eigin verkum. Siðgæðiskröfur séu strangari í þeirra garö en annarra. Þeir verði að sýna og sanna að þeir verðskuldi trúnaði og traust. í öllum þeim löndum, sem vilja með réttu skipa sér í flokk lýðræö- isríkja, er víðtækur skilningur á því að ábyrgð ráðherra og embætt- ismanna er mikilvægasti próf- steinninn á hið raunverulega eðli stjórnkerfisins. Þess vegna berast okkur við og við erlendar fréttir um að ráðherrar hafi beðist lausn- ar og embættismenn farið frá störfum vegna þess að þeir hafa axlað ábyrgð á mistökum, röngum ákvörðunum, framkvæmdum sem verið hafa án heimilda eða um- framútgjöldum sem ekki sam- rýmdust verkáætlunum. Nýlega fengum við slíkar fréttir frá Noregi og oft áður frá Bretlandi, Banda- ríkjunum, Svíþjóð og öðrum virt- um lýðræðisríkjum. Flugstöðvarmálið er prófsteinn Meðferð flugstöðvarmálsins er prófsteinn á það hvort ísland getur með réttu gert tilkall til þess að vera raunverulegt lýðræðisríki. Það hefur löngum legið í loftinu að hér værr allt hægt. Enginn þyrfti að bera ábyrgð á neinu. Það vísaði bara hver á annan. Ótal afsakanir væru tíndar til og sumir jafnvel svo óskammfeilnir að vera bara kok- hraustir yflr mistökunum. Gamla máltækið um að þeir kunni ekki einu sinni að skammast sín hefur löngum sett svip á vörn þeirra sem ábyrgð bera á óförum. A undanfornum árum hefur þó ýmislegt bent til að hérgæti breyt- ing verið í vændum. Á Islandi ætti að fara að taka ábyrgð ráðherra og embættismanna alvarlegum tök- um og gera sömu siögæðiskröfur til valdsmanna og tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Fyrrverandi menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins vék fræðslustjóra úr embætti vegna þess að hann hafði farið nokkrar milljónir fram úr fjárlagaheimild- um. Var sú upphæð þó eins og krækiber í samanburði við þann frumskóg umframeyöslunnar sem Ríkisendurskoðun afhjúpaði varð- andi byggingu flugstöðvarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins rak Albert Guðmundsson úr ráðherra- embætti á þeim forsendum að nú ætti að gera nýjar og strangari kröfur um siðgæði og ábyrgð. Það væru runnir upp nýir tímar. Flugstöðvarmálið verður próf- steinn á þaö hvort þessi tvö tilvik voru stundarfyrirbrigði vegna póh- tískra hagsmuna forystusveitar Sjálfstæðisflokksins eða hvort á íslandi eiga nú að gilda hhðstæðar ábyrgðarkröfur og eru við lýði í siðferðislega þróuðum lýðræðis- ríkjum. Eiga sömu kröfur að ná yfir Þor- stein Pálsson, Matthías Á. Mathie- sen og embættismennina sem stjómuðu byggingu flugstöðvar- innar? Eða ætlar ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins að láta þá sleppa við ábyrgðina? Það verður beðiö eftir svörum Þor- steins, Steingríms og Jóns Baidvins KjáUarinn Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins á næstu dögum. Þau munu sýna hvort lýðræðislega ábyrgðin á ís- landi er raunveruleiki eða bara í plati, hvort séra-jónarnir, sem sitja í núverandi ríkisstjórn, eiga að vera í sama ábyrgðarflokki og hin- ir venjulegu jónar eða hvort þeir verða enn einu sinni úrskurðaðir stikkfrí. 800 milljónir verða að 2300 mllljónum Þegar bygging núverandi flug- stöðvar kom til alvarlegrar um- fjöllunar upp úr 1980 þá ráku forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins mikinn áróður fyrir byggingunni. Þeir notuðu einkum þau rök að Bandaríkin ættu aö borga helminginn af byggingar- kostnaðinum, eða 20 mihjónir dollara af þeim 40 milljónum doll- ara sem sagt var að flugstöðin myndi kosta. Þessum tölum var óspart veifað framan í almenning líkt og einstæðum lottóvinningi og margir fengu glýju í augun. Á þessum árum benti ég á það hvað eftir annað, bæði innan stjórnskipaðrar nefndar og á opin- berum vettvangi, að þessar áætlan- ir væru alrangar. Byggingin yrði mun dýrari og ahur sá viðbótar- kostnaður myndi bætast á herðar íslenskra skattborgara. Bandaríkin höfðu nefnhega vit á því að binda framlag sitt við fasta upphæö. Reynslan hefur sýnt að viðvaran- ir mínar voru á rökum reistar. Ef miðaö er við 40 króna gengi á doh- ar hljóöuðu þær áætlanir, sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins byggðu ákvarðanir sínar á, upp á 1600 mihjóna heildarkostnað við bygg- inguna. Þegar upp er staðið kemur hins vegar í ljós að heildarkostnað- ur við flugstöina nemur nú um 3.000 milljónum. íslendingar þurfa að borga rúmlega 2.300 milljónir i stað þeirra 80Ö milljóna sem upp- haflega var talað um. Byrðin á skattborgarana í landinu hefur nærri þrefaldast. Saga heimildarleysis, mistaka og óhófs Skýrsla Ríkisendurskoðunar rekur á ítarlegan hátt hörmunga- sögu þessara framkvæmda. Þar er lýst hvernig fariö var fram úr áætl- unum, stækkað og breytt umfram upphaflegar fjárveitingar. Stórfelld mistök urðu vegna krafna um flýti frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sem vhdu opna flugstöðina fyrir kosningar og héldu þar opnunar- veislu sem kostaði með öllu um 12 mihjónir króna. Listinn, sem Ríkisendurskoðun rekur, er langur og ærið skrautleg- ur. Lampar, sem í verklýsingu áttu að vera um 3000, urðu hins vegar í framkvæmd 5500 og reikningur- inn hljóðaði upp á rúmar 53 mhlj- ónir. Kostnaður við endurhönnun varð yfir 100 milljónir. Þannig mætti lengi telja. Grundvaharspurningin er hins vegar: Hver ber ábyrgðina? Á eng- inn að standa reikningsskil gerða sinna? Eiga allir að sleppa og sum- ir jafnvel hækka í tign? Fjármála- ráðherrann var gerður að forsætisráðherra, formaður bygg- ingamefndarinnar aö sendiherra og hinir eiga kannski að fá orðu um næstu áramót. Tillaga Alþýðubandalagsins Það er ekki hægt að una því að gamla íslenska óperettulausnin, að ahir séu stikkfrí og enginn beri ábyrgð, verði enn á ný niðurstaðan í stórmáli. Slíkt væri thkynning um að ísland ætti ekki heima í hópi þeirra ríkja þar sem lýðræðið og stjómarfarsábyrgðin em tekin al- varlega. Þess vegna hefur Alþýðubanda- lagið flutt tihögu um að Alþingi kjósi sérstaka rannsóknarnefnd þingmanna til aö meta ábyrgð fyrr- verandi utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra og annarra sem stjórnuðu fram- kvæmdum. Rannsóknamefndin skuli sérstaklega fjalla um hvort þeir sem ábyrgð bera á slíkum mis- tökum geti áfram gegnt opinberum trúnaðarstöðum og skih híún nið- urstöðum fyrir lok mars á næsta ári. Viðbrögðin við þessari tihögu munu varpa ljósi á siðferðisstig ríkisstjómarinnar og meirihluta Alþingis. Ef enginn ber ábyrgð og allir sleppa þá hefur gamli óper- ettustíllinn enn á ný náð yfirhönd- inni á íslandi. Ólafur Ragnar Grimsson „Meöferð flugstöðyarmálsins er próf- steinn á það hvort ísland getur með réttu gert tilkall til þess að vera raun- verulegt lýðræðisríki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.