Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 36
V 36 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Andlát Guðmundur Guðmundsson, fyrrv. forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, lést á sunnudaginn. Guðmundur fæddist að Önundarholti í Villingaholts- hreppi 4. júní 1910, sonur hjónanna Hildar Bjarnadóttur og Guömundar Bjarnasonar. Guðmundur varö fyrir slysi á 7. ári og missti sjónina. Guð- mundur rak húsgagnavinnustofu á árunum 1930-1945, er hann stofnaði Trésmiöjuna Víði og var hann for- stjóri hennar lengst af. Árið 1985 stofnaði hann ásamt sonum sínum trésmiöjuna Viðju. Guömundur sat í ýmsum stjórnum og starfaði hann mikið í Vinnuveitendasambandinu og var í stjórn Reykjaprents, útgáfu- félags Vísis. Eftirlifandi eiginkona hans er Ólafía Ólafsdóttir. Jarðaifarir Guðbergur S. Guðjónsson lést 7. desember sl. Hann fæddist í Ásgarði í Grímsnesi 15. september 1902. Guð- bergur stundaði lengst af sjóinn ásamt bústörfum. Eftirlifandi eigin- kona hans er Ingveldur Stefánsdótt- ir. Þau eignuðust tvö börn og er sonur á lífi. Útför Guðbergs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Selfoss: Ekiðá bam við Barnaskólann Sex ára gamalt barn varð fyrir bif- reið við Bamaskólann á Selfossi um klukkan hálfþrjú í gær. Barnið var á gangbraut er það varð fyrir bifreið- inni. Flytja varð barnið á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Það mun hafa brotnað á báðum fótleggj- um. -sme Dollarinn á 36,2 kr. Bandaríkjadollar var í morgun skráður á 36,2 krónur hjá Seðlabank- anum. Hann hefur ekki verið skráð- ur svo lágt síðan aö hann byijaði að falla á þessu ári. Það eru ár og dagar síöan að dollarinn sást á þessu verði hjá Seðlabankanum. Miðað er við kaupgengi. í gær mátti sjá merki þess að dollarinn væri að komast niöur í 36 krónumar, þá var hann skráður á 36,23 krónur. Einnig miðað við kaupgengi. -JGH Meiming Mozart í æðsta veldi Blásarakvintett Reykjavíkur og níu aðrir úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands héldu aðventutónleika á vegum Tónhstarfélags Krists- kirkju um síðustu helgi. Þetta var kallað „Kvöldlókkur", sem er fal- Blásarakvintett Reykjavíkur. leg þýðing á Serenade, en undir þessu nafni hefur kvintettinn leikiö um jólaleytið nokkur undanfarin Tónlist Leifur Þórarinsson ár. Reyndar voru þarna aðeins fjór- ir úr kvintettinum því viðfangsefn- ið var Serenade í B-dúr K 361 eftir Mozart, en þar er engin flauta. Þessi serenaða er samin fyrir 13 blásturshljóðfæri, sumir segja reyndar tólf, og kontrabassa en djúpa röddin er oftast leikin á kontrafagott og reyndar að þessu sinni. Hins vegar var kontrabass- inn hafður með líka, sem hljómaði virkilega vel. Já, þetta voru sannarlega yndis- legir tónleikar og það eina sem var kannski við þá að athuga var að þeir vom í styttra lagi. Og þó; ser- enaðan tekur þrátt fyrir allt um 50 mínútur og þegar þess er gætt að Mozart kemur þarna fyrir meiri fegurð en mörgum tókst á heilli ævi er líklega út í hött að kvarta. Það er annars engin smálukka að við skulum eiga svona góða blás- arasveit. Óbóin vom dýrðleg og klarínettin ekki síðri, fagottin fín og ekki létu þá hornin fjögur á sér standa. Og svo voru þama tvö basethorn (eins konar tenórklarín- ett) sem hljómuöu einkar skemmti- lega og gáfu lífinu Mt. Hljómur Kristskirkju er vissulega mikill (3-4 sek. eftirhljómur) og hann er vandmeðfarinn. En hraðaval og áherslur vora greinilega þaulhugs- aðar og æföar og útkoman var Mozart í æðsta veldi. LÞ I gærkvöldi Gunnhildur HróHsdóttir rithöfundur: menguð af enskunni íslenskan Almennt horfi ég fremur lítið á sjónvarp þvi ég er frekar önnum kafin. Eftir langan vinnudag var gott að geta blundað örlítið yfir fréttum Ríkissjónvarpsins í gær- kvöldi. Úr þeim vakti umræðan um staðgreiðslukerfi skatta einna mesta athygli mína. Mér finnst, sérstaklega nú í skammdeginu, að meira mætti vera um jákvæðar fréttir. Á þetta finnst mér vanta á báðum stöðvum. íslenskar auglýs- ingar gera þó heilmikið í því að krydda tilveruna, þær eru góðar á alþjóðamælikvarða og ekki lýti að þeim á Stöð 2 með fréttum. Gleraugað, sem fjallaði um frum- sýningar á leikritum um jólin í Reykjavík og á Akureyri, var góður og skemmtilegur þáttur. Aftur-á móti var þátturinn á eftir, Drögum úr hávaðamengun, hundleiðinleg- ur og heldur lítið fyrir augað. í nútímaþjóðfélagi era ýmis vanda- mál mun meira aðkallandi og hávaði að miklu leyti óumflýjan- legur. Júgóslavneska myndin Hver syngur þar? var ágæt. Það er af- skaplega nauðsynlegt að fá eitt- hvað annað en bandarísku síbyljuna yfir sig. Bandarísk fram- leiðsla er alltaf eins hvað varðar klippingu, hraöa og kvikmynda- töku og það er hollt að fá einhvers konar aðra vinnslu á efni. Auk þess er áberandi, bæði meðal fuUorð- inna og barna, hversu margar slettur úr enskri tungu koma inn í málið vegna þessa flæðis af efni frá enskumælandi þjóðum. Því era þættir eins og þessi júgóslavneski, Svejk og fleiri slíkir kærkomn- ir. Sigurborg Karlsdóttir lést 7. des- ember sl. Hún var fædd 26. október 1909 í Hlíð í Kollafirði. Foreldrar hennar voru Karl Þórðarson og Guð- björg Þorsteinsdóttir. Sigurborg giftist Hákoni Jónassyni en hann lést árið 1981. Þeim hjónum varð níu barna auðiö. Útför Sigurborgar verð- ur gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 15. Guðrún Ragna Guðmundsdóttir,' Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi, verð- ur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. desember kl. 15. Guðvarður Pétursson, Hrafnagils- stræti 31, Akureyri, lést 11. desemb- er. Útför hans fer fram frá Barði í Fljótum, laugardaginn 19. desember kl. 14. Útför Ólu Óladóttur, Bústaöavegi 63, fer fram frá Fríkirkjunni miðviku- daginn 16. desember kl. 13.30. Klara Magnúsdóttir, Barmahlíð 44, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 15. Ingibjörg Thorarensen andaðist í hjúkrunardeild Hrafnistu, laugar- daginn 12. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu fóstudaginn 18. desember kl. 15. Ingvar Kristjánsson bifreiðaeftir- litsmaður sem lést 5. desember verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Guðjón Ó. Guðmundsson hús- gagnasmíðameistari, sem andaðist í Borgarspítalanum 7. desember, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30. Emil B. Jónsson, fyrrv. umdæmis- stjóri Pósts og síma, frá Seyðisfirði andaðist í Landakotsspítala 11. des- ember. Hann verður jarðsettur föstudaginn 18. desember frá Foss- vogskirkju kl. 13.30. Tónleikar Háskólatónleikar í Norræna húsinu Síöustu háskólatónleikar á haustmisseri verða haldnir í Norræna húsinu mið- vikudaginn 16. desember kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum mun Trio Fuoco flytja Tríó Op. 67 fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Dmitri Shostakovitch (1906-1975). Tilkyimingar Stofnfundur Átaks gegn hávaða Sunnudaginn 6. des. sl. var haldinn stofn- fundur Átaks gegn hávaða að Hótel Borg. Allmargt manna var á fundinum. Sam- þykkt voru lög fyrir félagið og stjórn kjörin: Svanhildur Halldórsdóttir, Stefán Edelstein, Kristin Bjarnadóttir, Stein- grímur Gautur Kristjánsson og Atli Heimir Sveinsson. Til vara Örlygur Hálf- dánarson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson. Þá var og kjörið í fulltrúaráð. Síðan fóru fram frjálsar umræður og eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Fundurinn skorar á verslun- armenn og aðra, sem komið hafa gjall- hornum fyrir á almannafæri, meðal annars til að vekja athygli á varningi sín- um, að láta af því háttalagi án þess að koma þurfi til klögumála. Jafnframt beinir fundurinn því til sérleyfishafa og rekstraraðila strætisvagna og sundstaða að hætt verði að útvarpa tónlist um gjall- arhom í almenningsvögnum og á sund- stöðum." Menn geta gerst stofnfélagar fram til áramóta. Samband má hafa við Kristínu Bjarnadóttur í síma 15781. Jólamarkaður í Borgarnesi Jólamarkaður verður haldinn í Röðli, Borgamesi, dagana 16. og 17. desember nk. Á boðstólum verður jólabakkelsi, fatnaður, prjónavömr, skrautvörur og fleira. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræðiaðstoö fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg og kl. 19.30 bridge. Happdrætti Jólahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Dregnir hafa verið út vinningar vikuna 6.-12. desember. Upp komu númer 919, 635, 186, 1489, 382. Happdrætti SAO Drætti í 2000 miða happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi, sem vera átti 7. desember sl., hefur verið frestað til 24. desember nk. Aðalvinningurinn, Fiat Uno bifreið, er til sýnis daglega framan við Kjörgarð við Laugaveg og þar verða einnig seldir miðar meðan birgðir endast. Fundir Aðalfundur Félags bifreiðasala Á aðalfundi Félags bifreiðaeigenda, sem haldinn var 8. des. 1987, var samþykkt samhljóða að skora á yfirvöld að stöðva innflutning á skemmdum bifreiðum, nýj- um og notuðum. Jafnframt styður félagiö þá ákvörðun að bifreiðir, sem lent hafa í meiriháttar tjóni, séu afskráðar og skoð- aðar sérstaklega af Bifreiðaeftirhti ríkis- ins. Brú yfir Hvalfjörð í dag, 15. desember, heldur Verkfræð- ingafélag íslands opinn fund um efnið „brú yfir Hvalfjörð“ í Verkfræðingahús- inu að Engjateigi 9. Á þessum fundi er ætlunin aö fara yfir þá möguleika sem til greina koma, áhrif framkvæmdarinn- ar, fjármögnun og arðsemi. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og hefst hann kl. 17. ** BLAÐ f í BURÐARFOLK t t I Hátún Miötún i t i t tí t t t t t t ■fr t ^ 11 11 ^ i 11 t t 11 Hverfisgötu 1-66 Smiöjustíg Þórsgötu Lokastíg Freyjugötu Hverfisgötu 68-11 5 Snorrabraut 22-24 Barónsstíg 1-9 Kópavog Álfhólsveg 64-95 Digranesveg 90-125 Lyngheiði Melaheiði Tunguheiöi t t ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.