Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987.
21
H-
Iþróttir
Eriend myndsjá
Italinn Alberto Tomba hcfur farið
hamfórum á skíðum sínum það sem af er þessu tímabiii - unnið hvern
sigurinn á fætur öðrum og skotiö aftur fyrir sig ekki verri skíða-
manni en gullkálfinum sjállum, Pirmin Zurbriggen.
Um helgina vann Tojnba enn einn sigurinn, þá i stórsvigi í Leuker-
bard í Sviss. Hér heldur hann fmgrurn á lofti til merkis um þetta
nýjasta afrek sitt
Ida Ladstetter
frá Austurríki hreppti sigur i
svigi kvenna um síöustu helgi.
Camilla Nilsson frá Svíþjóð varð
önnur en spánska stúlkan Blanca
Femandez Ochoa vai'ð þriðja.
Einnig var keppt í risastórsvigi
kvenna um helgina. I þeirri
keppni sigraði Michela Figini frá
Sviss. Önnur varð Sylvia Eder frá
Austurríki en þriðja sætinu náöi
v-þýska stúlkan Regina Mösen-
lechner
Hér fagna Tékkarnir Tomas Smid og
Miroslav Mecir Iræknum sigri í tennis. Þeir urðu hlutskarpastir í
meistarakeppni í tvíliðaleik en mótið fór fram í Royal Albert Hall í
Lundúnum.
í úrslitaleik mættu þeir Bandaríkjamönnunum Ken Flash og Robert
Seguso og höföu betur, 6-4, 7-5, 6-7 og 6-3
Svíamir Anders Jarryd og Stefan Edberg höfðu áður beðiö lægri
hlut fyrir þeim tékknesku í undanúrslitum mótsins.
Símamyndir Reuter/JÖG
íþróttamaður ársins 1987
Nafn íþróttamanns:
íþróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn:.
Sími:
Heimilisfang:_
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.'
KA-menn gerðu sér lítið fyrir og lögðu íslandsmeistarana að velli norðan heiða. Á inn-
felldu myndinni fagna þeir þessum frækna sigri en á þeirri stærri er hávörn Þróttar föst fyrir DV-myndir Gylfi
> íslandsmótið í blaki
Islandsmeistaramir
lagðir á Akureyri
- KA vann Þrótt 3-2 í hórkuleik
Gylfi Krístjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta var afar kærkominn sigur
og reyndar átti ég von á því fyrirfram
að Þróttararnir væru betri en viö,“
sagði Haukur Valtýsson, þjálfari og
leikmaður blakliðs KA í 1. deild karla
sem um helgina gerði sér lítið fyrir
og sigraði meistara Þróttar 3-2 í
hörkuleik á Akureyri.
„Jú, ég er á því að þetta sé okkar
besti leikur til þessa. Vandamálið hjá
okkur er að við eigum of misjafna
leiki en þessi sigur sýnir að við erum
á réttri braut og styrkir stöðu okkar
í baráttunni um að komast í 4-liða
úrslitin," sagði Haukur.
Leikur liðanna var æsispennandi
og stóð yfir í rúmlega tvær og hálfa
klukkustund. Þróttarar náðu íljót-
lega undirtökunum í 1. hrinunni,
komust í 12-5 og unnu átakalaust,
15^12.
í næstu hrinu voru liðin jöfn í byij-
un en þegar staðan var 4-4 kvöddu
KA-menn, þeir komust í 13-5 og unnu
örugglega, 15-7.
Þriöja hrinan var lík þeirri fyrstu,
Maradona verður
kyir hjá Napoli
liðin jöfn í byrjun en Þróttur komst síðan í 12-6
og sigraði 15-10.
Fjórða hrinan var æsispennandi. Jafnt var 7-7
en Þróttur komst í 11-7. Með geysilégri baráttu
jafnaði KA 13-13 og sigraði síðan 15-13.
Og þá var það úrslitahrinan. Jafnt var 4-4 en
Þróttur komst yflr, 10-5, og virtist með unninn
leik í höndunum. KA-menn voru ekki af baki
dottnir, þeir jöfnuðu 11-11 en Þróttur komst yfir
á ný og náði stöðunni 14-12. Hörkuvörn KA varð
hins vegar til þess að liðið jafnaði 14-14 og komst’
yfir, 15-14. Þróttur jafnaði 15-15 en KA skoraði
tvívegis og vann 17-15 og leikinn þar með.
Haukur Valtýsson hefur gert geysilega góða
hluti með KA-liðið og auk þess var hann lang-
besti maður vallarins í þessum leik, en Hafsteinn
Jakobsson var einnig geysilega góður. Annars
er liðið nokkuö jafnt og til alls líklegt á næs-
tunni. Hjá Þrótti var Jón Ámason sterkur en
aðrir jafnir.
Það kom mörgum á óvart aö Mara-
dona skyldi skrifa undir nýjan
samning við félag sitt, Napoli, um
helgina. Með því bast hann nefnilega
liðinu til ársins 1993 en þá verður
kempan á þrítugasta og fjórða ald-
ursári.
Kvitturinn hreint ekki
á rökum reistur
Það hefur gengið flöllunum hærra
á síöustu misserum að argentínski
snillingurinn ætli í hebúðir Totten-
ham Hotspur eða Bayem Múnchen.
Þetta ku eiga að gerast áður en sól
hans gengur undir. Nú er hins vegar
ljóst að þessi kvittur er hvergi á rök-
um reistur. Maradona vill nefnilega
enda ferilinn í heimalandi sínu, Arg-
entínu, við hlið bræðra sinna, þeirra
Hugo og Lalo.
Þess má geta að Maradona hóf að
leika með Napoli árið 1984 eftir tvö
tímabil með spánska liöinu Barcel-
ona.
Að dómi flestra átti Maradona
stærstan þátt í fyrstu meistaratign
ítalska félagsins á síðasta leikári.
-JÖG
Valsmenn í þriðja sæti
Valsmenn lögðu KR-inga að velli í
Hagskólanum á sunnudagskvöld -
gerðu 76 stig en Vesturbæingar 74.
Leikurinn var jafn og spennandi en
Valsmenn náðu að tryggja sér sigur.
Eftir leikinn, sem var sá síðasti í
8. umferð, eru Njarðvíkingar efstir
með 14 stig samhliða Keflvíkingum.
í kjölfar sigursins á KR eru Vals-
menn í þriðja sæti með 10 stig en
Vesturbæingamir eru á hælum
þeirra með 8.
Blikar em í neðsta sæti með 2 stig,
unnu þó sinn fyrsta sigur um helgina
er þeir lögðu Hauka úr Hafnarfirði.
Hoddle meiddur
Þótt Monaco hafi enn forystuna í
frönsku fyrstu deildinni er baráttan
hatrömm.
Monacoliðið hefur nú 33 stig en á hæla
þess koma meistarar fyrra árs, Bordeaux
og „spútnikkfélagið“ Matra Racing, hvort
um sig með 30 stig.
Tvö síðasttöldu félögin unnu bæði
frækna sigra á útivöllum um helgina,
Matra Racing vann Nice, 1-2, en Bordeaux
sigraöi botnliðið Le Havre, 0-1.
Monaco, sem lék einnig fjarri heimavelli
sínum, gerði hins vegar jafntefli, 1-1.
Mætti Toulouse sem er um miðja deild.
Það kann aö hafa ráðiö einhveiju um
úrslitin að skæmstu stjömur Monacoliðs-
ins, þeir Glenn Hoddle og Mark Hateley,
vom báöir Qarri vegna meiðsla. -JÖG
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987.
l^D 700
■ Vlii m
OKKAR VERÐ
1. Dögun-Bubbi Morthens
2. Loftmynd - Megas
3. Rikshaw
4. Önnur veröld-Bjarni Tryggva
5. Best af öllu-Ríó tríó
6. Rökkurtónar
7. Leyndarmál
8. Dúbl í horni-Greifarnir
9. í fylgd meö fullorönum-Bjartmar Guðlaugsson
10. Hugflæði-Hörður Torfason
TIL ÞIN
ELLÝ OG VILHJALMUR
syngja jólaiög.
Kr. 699,-
HVIT JOL
40 jólalög i flutningi okkar
kunnustu söngvara og
kóra.
2 plötur á veröi éinnar.
Kr. 799,-
KKURTONAR
30 róleg lög frá
árunum 1955 til 1985.
2 plötur á verði einnar.
Kr. 799,-
RIO TRIO, Best at öllu.
25 bestu lögin.
2 plötur á verði einnar.
Kr. 799,-
Einnig á CD
Kr. 1.250,-
GÁTTAÞEFUR
Loksins komín
aftur í búðir.
Kr. 699,-
RIKSHAW
Metnaðarfull,
vönduð og góð plata.
Kr. 799,-
Landsins
mesta úrval
af
geisladiskum
LAUGAVEGUR 24 - SUÐURLANDSBRAUT 8 - ARMULA 17
m
iL
FALKANS
SÍMAR 688840-83176 ■ PÓSTKRÖFUSÍMI 685149 ALLAN SÓLARHRINGINN
ii