Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. 5 Fréttir Tíu fiystíhús á tæpasta vaði að fa vinnsluleyfi í sumar er leið framkvæmdi Ríkis- mat sjávarafurða úttekt á 100 frysti- húsum í landinu. Kom í ljós að ýmsu var ábótavant hjá mörgum frystihús- anna. t Um næstu áramót- gefur Ríkismatið út vinnsluleyfi til frysti- húsa og fiskiskipa sem vinna afla um borð. Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar Hallgrímsdóttur, matvæla- fræðings hjá Ríkismatinu, eru 10 frystihús í landinu á tæpasta vaði með aö fá vinnsluleyfi um áramót, nema ákveðnar lagfæringar hafi ver- ið framkvæmdar. Guðrún sagði að í þessum húsum væri mörgu ábótavant. Mætti þar tilnefna aðbúnað starfsfólks, hrein- læti almennt og umhverfi húsanna. Eftir skoöunina í sumar er leið fékk hvert frýstihús verkefnalista yfir það sem lagfæra þurfti og einnig hefur hvert hús fengið sína niðurstöðu úr skoðuninni. í fréttabréfi Ríkismats sjávaraf- urða kemur fram að mörg frystihús- anna hafi þegar lagfært það sem að var í sumar, en nokkur frystihús hafa ekki gert það. Bent er á að þrátt fyrir að hefð sé fyrir veitingu vinnsluleyfa muni frystihús ekki fá vinnsluleyfi nú nema að uppfylltum ákveönum skilyrðum. Guðrún Hallgrímsdóttir sagði að öll fiskiskipin sem vinna afla um horð myndu fá hæfnisvottorð um áramótin. Ástand þeirra væri að vísu misjafnt en ekkert þeirra væri undir lágmarkskröfum. -S.dór íþróttamál hækka um 16 milljónir Framlög til íþróttamála á fjárlög- um hækka um 15,8 milljónir króna samkvæmt tillögu fjárveitinganefnd- ar og verða því samtals 46,3 milljónir króna. Mesta hækkun, 15 milljónir króna, er undir liðnum íþrótta- og æsku- lýðsheimili til stuðnings við fram- kvæmdir á vegum íþróttafélaga. Fjárveitinganefnd mun í þessari viku gera tillögu um hvemig þessum fjár- munum skuli skipt að höfðu samráði við íþróttafulltrúa ríkisins. Handknattleikssamband íslands fær 500 þúsund krónur vegna heims- meistaramóts á íslandi árið 1994. Þá hækkar framlag til ólympíunefndar fatlaðra um 310 þúsund krónur. -KMU Verslunarstjori í Eminum: Bamareiðhjól lækka um 20% í mesta lagi „Það er ekki rétt að barnareiðhjól lækki um 48%. Þau lækka í mesta lagi um 20%,“ sagði Sverrir Agnars- son, verslunarstjóri í reiðhjólaversl- uninni Erninum, vegna frétta frá fj ármálaráðuneytinu um verðlækk- anir um áramót. í yfirliti ráðuneytis- ins segir að tollur á bamareiðhjólum sé nú 50%. „Það hefur enginn tollur verið á barnareiðhjólum síðan 1979 þegar hann var felldur niður með undan- þágu. Tollur hefur aldrei verið tekinn upp aftur en í staðinn var lagt á 30% vörugjald. Samkvæmt fmmvarpi ríkisstjórn- arinnar verður 10% tollur á bama- reiðhjólum en ekkert vörugjald," sagði Sverrir. -KMU Söluskattur á fisk gefiur 400 milUónir „Áætlað er að söluskattur á soðn- inguna gefi ríkissjóði 400 milljónir króna í tekjur á árinu 1988,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra er hann við umræður um söluskattsframvarp ríkisstjórnar-' innar svaraði fyrirspurn Svavars Gestssonar, þingmanns Alþýðu- bandalagsins, um það hvað 25% söluskattur á fisk þýddi' í tekjur fyrir ríkið. Jón Baldvin skýrði einnig frá því að áætlað er að söluskattur á nudd- og ljósastofur skili 100 milljónum króna til ríkisins á næsta ári. -KMU lólagjafir barnanna ur framtiðarinna ^ahraðaogná spennandi leikur stelpur, sem str: J°í sem hittir í n erð 2.890,- kr Mikki Mús og Mír hvaða lag, sem er, Dásamlegir dans Jólaverð 1.980,- SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.