Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. 23 Merming Isaldarrómantík Jean M. Auel: „Dalur hestanna". Vaka Helgafell 1987. Þýðing: Ásgeir jngólfsson og Bjarni Gunnars- son. Bók Jean M. Auel „Dalur hest- anna“ fjallar um ísaldarstúlkuna Aylu. „Dalur hestanna" er sjálf- stætt framhald bókarinnar „þjóð bjarnarins mikla“ sem út kom í fyrra'. „Dalur hestanna" hefst þeg- ar stúlkan Ayla verður að yfirgefa fyrri heimkynni sín hjá Neander- dalsmönnum vegna bölvunar ættarhöfðingja þeirra, Brouds. Lýst er erfiðleikum útlagans unga við að afla sér lífsviðurværis í óbyggðum. Til þess þarf bæði kjark og þor og gildir þar hin darvinska kenning að sá hæfasti komist af. En ætlun Aylu er ekki að dvelja í óbyggðum, heldur komast til manna sem eru af sama sauöahúsi og hún, en sérstaða Aylu hjá Ne- anderdalsmönnum fólst einkum í því að hún tilheyrði öðrum kyn- stofni og er komin lengra á þróun- arbrautinni en þeir. í leit Aylu að sínum eigin kynþætti kemur hún í dal hestanna og þar hittir hún loks- ins mann af sama kynþætti, þó óvíst sé að hann tilheyri sömu ætt- kvísl. Milli ungmennanna takast ástir, þrátt fyrir ýmsa tjáskiptaörð- ugleika og sagan endar í sælu elskendanna yfir því að ná saman og í gleði Aylu yfir því að hafa loks mánnlegt samneyti. Dægurhöfundur - Vinsælt söguefni sem um lang- an aldur hefur verið aUsráðandi í skemmtibókmenntum. Miklar um- ræður hafa verið undanfarin ár um þá tegund bókmennta sem ekki er ástæða til að fjölyrða um hér, held- ur skal bent á að vanda þurfi til slíkra bóka ekki síður en ann- arra. Höfundur „Dals hestanna" og Þjóðar bjarnarins mikla“ banda- ríska skáldkonan Jean M. Auel, Bókmenntir Sigríður Tómasdóttir lætur hafa eftir sér á blaðamanna- fundi í haust að til þess að skrifa bækur á borð við ofangreindar þurfi ómælda rannsóknarvinnu. Að því leyti vill hún láta skilja sig frá þeim höfundum sem skrifa „venjulegar" ástarsögur, en sögu- efnið þar er oftast, eins og kunnugt er, ástfangið par sem nær saman að lokum eftir ýmis smávandræði. Það má til sanns vegar færa að höfundurinn hafi lagt á sig mikla vinnu við undirbúning bókanna beggja, en að sama skapi hefur hann ekki vandað nóg til úrvinnsl- unnar. Að því leyti sver skáld- konan sig í ætt við dægurhöfunda ástarsagnanna. Óskemmdur mammút Sögulegar upplýsingar í „Dal hestanna" koma oft á tíðum eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Er þeim víöa skotið inn í frásögnina á stöðum sem þær eiga ekki heima. Virðist álitamál hvort höfundur hafi ætlað sér að skrifa fræðibók eða skáldsögu. Ekki er það þó ætl- unin að kasta rýrð á þá viðleitni höfunda skemmtibóka að nota tækifærið til að fræða lesendur um landshætti, jarðsögu, gróðurfar og annað shkt. Ef gera á hvort tveggja, skemmta og fræða, verður þó að samræma þessa þætti betur. Setja upplýsingarnar fram á þann hátt og takmarka þær þannig að þær falh betur að þeim hugsunarhætti sem höfundur gefur sér aö sé hjá sögupersónum sínum á ísöld, en ekki gefa upplýsingar um hvernig mammút geymist óskemmdur í freðmýrunum fram á okkar daga. Leyfi ég mér að efast um að sú vitn- eskja hafi verið til staðar á því tímabili. Æxlun og vígslur Þrátt fyrir þessa annmarka og þeirra sem lúta aö þýðingu, ensk- ættaðri setningaskipan, prentvill- um og öðru shku, má hafa nokkra ánægju og gagn af lestri bóka á borð við „Dal hestanna“. Til dæmis mættum við nútímamenn taka okkur til fyrirmyndar vígslu ungra kvenna inn í samfélagið eins og henni er lýst í „Dal hestanna". Þar Jean M. Auel. er um einkar skynsamlega til- högun að ræða í kynferðismálum, en hún flest í því að eldri konur leiða ungar stúlkur í allan sannleik um mikilvægi kynlífs og æxlunar. Möguleikar stúlknanna á hjóna- bandsmarkaðinum ráðast af fyrstu reynslu þeirra og er því mikilvægt að til hennar sé vandað. Gildi pilts- ins hins vegar felst í því hvernig hann stendur sig í þessum efnum en ekki eftir tjölda stúlknanna sem kjósa hann til vígslunnar. Væri ekki ráð nú á tímum skaðlegra far- sótta og kynsjúkdóma að taka okkur aðferðir mæðraveldisins til fyrirmyndar? S.T. Sigurinn Sjállstraust og sigurvissa, 255 bls. Höfundur: Irene Kassorla. Útgefandi: Iðunn. Þýðandl: Eglll Egilsson. Er allt í rush hjá þér? Gengur ekkert upp? Neikvæður og allir vondir við þig? Ertu ilh ræðarinn sem kennir árinni? Sé þetta tilfellið þá ertu tapari sámkvæmt bók dokt- ors Kassorla. Ef hins vegar þú ert vinsæl stjarna sem allir brosa við, ef þú þorir að taka áhættu, ert já- kvæöur og vinnusamur þá ertu vinnandi, þ.e. sigurvegari í lífinu. í þessari bók, sem samin er sérstak- lega fyrir þig, er að finna leiðbein- ingar um hvernig snúa má vonlausri stöðu taparans upp í sælukennda sigurgöngu, þar sem lífið er ekki bara ljúfara en áður heldur tekjurnar líka margfaldar og forstjórinn miklu ánægðari með þig - ef þú ert þá ekki orðin(n) for- stjóri sjálf(ur). Koma auga á hegðunar- mynstrið Bókin Sjálfstraust og sigurvissa er allra góðra gjalda verð. Höfund- ur höðfar hér til fjöldans í því skyni að leiða honum fyrir sjónir að hægt sé að breyta lífinu til hins betra - allt sem til þurfi sé að heíjast handa og reyna. Kassorla brýnir fyrir les- andanum að vera jákvæöur, hreinskihnn og heiðarlegur í sam- skiptum sínum viö náungann því einungis með því að tileinka sér þessa og þvíumhka eiginleika geti hann orðið vinnandi (sigurvegari). Irene tilgreinir íjölda dæma frá löngum og farsælum starfsferli sín- um á Bretlandi og í Bandaríkjun- um og skýrir með þeim ýmsa hegðan og samskiptamunstur sem ok.kur er tamt að beita fyrir okkur gagnvart nánunga okkar og þá ekki síst þegar að kreppir. Irene hvetur Bókmenntir til að menn komi auga á eigin hegö- unarmunstur, átti sig á stöðu sinni gagnvart öðru fólki og breyti því sem breyta þurfi svo lífið verði bæði léttara og fegurra en áður og hamingjan meiri. Og þetta eru svo sannarlega atriði sem fólk hefur gott af að huga að í lífi sínu. Kass- orla leiðbeinir lesandanum við breytingarnar sem nauðsynlegar eru til að verða vinnandi og setur fram æfingar sem gott sé að gera - því hver vill ekki bæta samskipti sín við aðra, auka velgengni sína og hamingju? Lesandinn kvaddur Og niðurstaða dr. Irenar Káss- Kjartan Árnason er sætur orla er gleðileg: Það er hægt að snúa jafnvel vonleysilegustu stöðu upp í sigur með því að vera jákvæð- ur, heiðarlegur, hreinskilinn og ákveðinn. Gallinn er bara sá að bókin er ahs ekki vel skrifuð. Höfundurinn talar ætíð beint til lesandans og nefnir hann aldrei annað en „þú“ og er það gott og gilt. En endurtekn- ar tilraunir til að sannfæra lesand- ann um að bókin sé skrifuð fyrir hann og ekki aðra eru afar ósann- færandi. Höfundur lætur þess heldur enganveginn ógetið hversu farsæl hún hafi verið í starfi sem sálfræðingur, hvar hún hafi unnið og hve undragóðum árangri hún hafi náð. Þetta og reyndar margt fleira gerir bókin að mínu mati yfirborðskennda og dregur mjög úr sannfæingarkrafti hennar. Og lokaorðin fóru svo alveg með það: „Ég sit við skrifborðið mitt, og aug- un í mér fyllast af tárum... “ Þarna var Irene Kassorla að kveðja les- andann, þig, og var það ekki létt' verk. Þýöandanum hefur verið vandi á höndum að þýöa svo slaklega stíl- aða bók; hann hefur þó snúið henni yfir á allgóða íslensku en víða finnst mér þó frummáhð skína í gegn. Bandarískur jólapappír og merkimiðar með Gretti Líka Grettis toðdýr Phusið tAUGAVEGI 178, SlMI 68Ó780.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.