Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987.
íslenski jassballettflokkurinn vonast til þess að leikhúsfólk geti nýtt sér krafta hans.
íslenskur jassballett
Afrakstur þriggja mánaða vinnu
hjá íslenska dansflokknum mátti sjá
á sviðinu í Broadway fyrir helgi er
sýning flokksins Áfram veginn (Mo-
ving on) var sýnd í fyrsta sinn.
íslenski dansflokkurinn er skipað-
ur níu dönsurum og stjórnandi
flokksins er Evrol Puckerin. List-
dansstjórar eru Karl Barbee og
María Gísladóttir.
Flokkurinn var stofnaöur í þyí
skyni að skapa íslensku dansfólki
fleiri tækifæri til að vinna að jass-
ballett, sérstaklega með það í huga
aö leikhúsfólk gæti nýtt sér krafta
íslenska jassballettflokksins.
Á sýningunni kom fram áskorun
til þeirra sem áhuga hafa á jassball-
ett, eða vilja styðja hann, að skrifa
sig á áskriftarhsta til styrktar ís-
lenska jassballettflokknum. Ljós-
myndari DV brá sér í Broadway og
tók myndir af sýningu flokksins.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Elton Jöhn
er þekktur fyrir geysigóðar
lagasmíðar sínar sem virðast
koma á færibandi frá honum.
Nú hefur mönnum loksins
hugkvæmst að nýta hann á
sviði. Hann hefur samið sinn
fyrsta söngleik sem færður
verður upp á Broadway, lík-
lega seint á næsta ári.
Söngleikurinn verður um
söguna frægu, Rauðu akur-
liljuna. Ekki er þó talið líklegt
að Elton John komi sjálfur
fram í söngleiknum.
Marlon Brando
sem áður var vinsælasti eða
allavega hæst launaði leikari
Hollywood, er nú líklega
þekktur fyrir lítið annað en
vera feitasti leikari Holly-
wood. Hann er víst á annað
hundrað kíló að þyngd og
hefur engin áform um að
grenna sig. Hann á heima í
Beverly Hills og íssali nókkur
þar í nágrenninu segir að
Brando sé fastagestur hjá sér.
Brando kemur einu sinni í
viku og kaupir fjóra lítra af ís
sem hann innbyrðir alla sjálf-
ur.
Sting
hljómlistarmaðurinn kunni,
sem lék í hljómsveitinni
Police hér áður fyrr, er nú í
hljómleikaför um heiminn til
styrktar Amnesty Internation-
al. Honum gengur bara
nokkuð vel því hann hefur
safnað sem svarar 34 milljón-
um íslenskra króna hingað
til, og bætt um 250 þúsund
nýjum félögum í samtökin í
Bandaríkjunum. Þó er Sting
ekki nema rétt nýbyrjaður á
tónleikaför sinni.
Susan Dey, sem leikur i Lagakrókum, lifði af sjúkdóminn illvíga, anorexia
nevrosa.
Víti til vamaðar
Alltaf af og til skjóta upp kollinum nöfn frægra leikara sem þurfa að berj-
ast við sjúkdóminn anorexia nevrosa sem lýsir sér í sjúklegri megrunarþörf
og lystarleysi sem getur leitt til dauða. Það vakti til dæmis mikla athygli
þegar stúlkan úr systkinaparinu sem kallaði sig Carpenter söngdúettinn lést
eftir að hafa fengið sjúkdóminn.
Fyrir nokkrum árum átti þekkt leikkona við þennan sjúkdóm að stríða,
Susan Dey, sem leikur annað aðalhlutverkið í Lagakrókum sem Stöð 2 er
nú aftur að taka til sýninga. Susan Dey lék einnig dóttur Matlocks lögmanns
í bíómyndinni, en myndin var undanfari þáttanna. Susan barðist við sjúk-
dóminn í mörg ár og hafði loks sigur. Hún segir að það að eignast bam hafl
hjálpað henni mikið.
Sjúkdómurinn er að miklu leyti sjálfskaparvíti sem skapast oft af því að
fólk byrjar í megrun og missir svo alla lyst á mat, fær jafnvel viðbjóð á hon-
um. Það réynir allt til þess aö komast hjá því að boröa og reynir að kasta
þeim mat upp sem inn er kominn og má nærri geta að erfitt getur verið að
ná sér upp úr þannig sjúkdómi.
Susan Dey er þekkt fyrir að vera ákaflega ákveðin og hún reyndi mikið til
þess að slá í gegn í Hollywood. Hún gekk einfaldlega of langt fram í því að
reyna að líta vel út því hún hélt að leikkonur kæmust ekkert áfram nema
vera ákaflega grannar og glæsilegar útlits.
Hún segist nú vona, eftir að hún náði sér, að hún sé víti til vamaðar og
segir hveijum sem heyra vill sjúkdómssögu sína.
Kraftaverkin
gerast enn
Aldrei bjóst hann við að draumur
hans myndi rætast en kraftaverkin
gerast enn.
Fyrir 26 árum bað sovéski dans-
arinn, Rudolf Nureyev, um póli-
tískt hæli í Frakklandi eftir
sýningu Kirovballettsins þar. Hann
fékk hælið, og var hann fyrstur í
hópi nokkurra flóttamanna úr so-
véskum ballettflokkum til Vestur-
landa. Alexander Godunov og
Mikail Barishnikov fylgdu í kjöl-
farið á eftir honum.
Rudolf Nureyev, sem nú er 49 ára
gamall, hefur alltaf þráð að heim-
sækja fóðurland sitt aftur og hitta
móður sína sem nú er dauðsjúk.
Hann gerði sér engar vonir um að
draumur hans gæti ræst en nú hef-
ur ástand breyst það mikið í
Sovétríkjunum og þíða í stjóm-
málum að hann fékk leyfi til þess
að heimsækja föðurland sitt.
Hann gat heimsótt gamla
heimabæ sinn, Oufa, sem er þorp
um 180 kílómetra frá Moskvu, og
hitt móður sína. Hin nýja glasnost,
slökunarstefna Sovétleiðtogans
Gorbatsjovs, kemur greinilega
mörgu góðu til leiðar.
Sovéski ballettsnillingurinn er þarna að fá gamlan draum sinn til að
rætast á heimaslóðum sínum í Sovétríkjunum.