Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. 13 Neytendur Meðatverð: Mýkingarefni Nú getur enginn þvegiö þvott nema hafa mýkingarefni. Bæði gerir það allan þvott meðfærilegri og svo ilmar þvotturinn líka vel af mýkingarefn- inu. í verðkönnun Verðlagsstofnun- ar í október munaði 22,3% á verði Dún mýkingarefnis í 2ja lítra pakkn- ingu. Lægst var verðið 119 kr. en hæst 145 kr. Það'munaði talsverðu á verði allra þeirra mýkingarefna, sem tekin voru fyrir í könnuninni, eða frá 14,6% upp í 22,3%. Sjá meðfylgjandi töflu. Reynið að leggja sem flestar tölur á minniö. Þannig er leitast við að gera hagkvæm innkaup til heimilis- ins. -A.Bj. Mýkingarefni Dún 11tr. Meðal- verð 71.29 Lægsta 'verð 67.20 Hæsta verð 77.00 Mismunur í% 14,6% Mýkingarefni Dún 2 Itr. 133.26 119.00 145.50 22,3% Mýkingarefni Fini-tex 2000 g 142.24 135.00 156.90 16,2% Mýkingarefni Plús 11tr. 70.31 66.00 76.30 15,6% Mýkingarefni Plús 2 Itr. 120.18 111.90 128.80 15,1% Mýkingarefni Hnpðri 1000 ml 67.53 64.00 74.00 15,6% Elín og Hilmar opna matreiðsluskóla Elín Káradóttir og Hilmar B. Jóns- son hafa stofnað matreiðsluskóla sem tekur til starfa eftir áramótin. Nýr matreiðsluskóli tekur til starfa í febrúar. Það eru Hilmar B. Jónsson og Elín Káradóttir, stofnendur og fyrrum ritstjórar og útgefendur Gestgjafans, sem eru þar að verki. Skólinn verður til húsa að Bæjarhrauni 16, Hafnar- firði. Verður hann rekinn með svipuðu sniði og þekkist viða er- lendis, með sýnikennslu á stuttum dag- og kvöldnámskeiðum og einn- ig með lengri verklegum námskeið- um. Námskeið þessi verða fyrir alla konur jafnt og karla á öllum aldri. Elín og Hilmar hyggjast fá til liðs við sig ýmsa leiöbeinendur, bæði sérfræðinga og minna lærða á sviði matreiðslu og matargerðar og alls sem lýtur að borðhaldi. Hilmar og Elín stofnuðu tímaritið Gestgjafann árið 1981. Blaðið varð fljótt eitt útbreiddasta tímarit hér á landi og eina tímaritið sem fjall- aði eingöngu um mat og það sem honum viðkemur. Sáu þau Elín og Hilmar um allar hliðar útgáfunnar. í vetur seldu þau blaðið sitt nýjum útgáfuaðilum. Þekktasti matreiðslumaður Islands Hilmar B. Jónsson er áreiöanlega einn þekktasti matreiðslumaður þjóðarinnar. Undanfarin 17 ár hef- ur hann séð um kynningar á íslenskum mat á erlendri grund fyrir íslenska útflutningsaðila. Þá hefur hann séð um flestar veislur fyrir forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, bæði heima og erlend- is. Hilmar útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskóla íslands árið 1966. Starfaði hann lengst af á Hótel Loft- leiðum bæði sem matreiðslumaður og síðar sem veitingasljóri. Hilmar hefur verið sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum og viðurkenningum fyrir störf sín bæði hér heima og erlendis. Hann er forseti Klúbbs matreiðslumeist- ara á íslandi og á einnig sæti í stjórn Samtaka norrænna mat- reiðslumeistara. Ætlunin er að nýi matreiðslu- skólinn taki til starfa í febrúar næstkomandi. FARANGU RSGRINDUR-BU RDARBO GAR OG SKÍÐABOGAR Á RENNULAUSA BSLA 20% afsláttur til áramóta gegn staðgreiðslu í peningum. Burðarbogar fyrir fólksbíla og jeppa. D D Bogar og grindur fyrir rennulausa bíla. ______Munið eftir ódýru pústkerfunum okkar úr álseruðu efni._ BÍLTJAKKAR A MJOG HAGSTÆÐU VERÐI 1 tonn kr. 880 2tonn 4tonn 6tonn 8tonn lOtonn 12tonn 20 tonn 1,7 tonn kr. 4.090 2,0 tonn kr. 5.350 kr. 970 1-275 1.660 2.510 2.885 3.275 HVER BÝÐUR BETUR? Bílavörubú&in Skeifunnia FlÁnPIN 82944 M Púströraverkstæói 83466 0 0 0 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.