Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Utlönd Sextán fórust í flugslysi Sextán manns fórast í Frakklandi í gær þegar htil farþegaþota hrapaði í skóglendi skammt frá Bordeaux. Slysiö átti sér stað þegar þotan, sem var af gerðinni Embraer Brasilia, var í aðflugi aö Merignac flugvelli við Bordeaux. Þoka var við flugvöllinn og hrapaði þotan nokkur hundrað metra frá flugbrautarendanum. Þotan tók þrjátíu farþega en í þessari ferð vora þrettán farþegar um borð í henni, auk tveggja flugmamia og einnar flugfreyju. Allir sem um borð vora fórast. Þotan var á leið frá Amsterdam til Brassel og Bordeaux. Meðal farþega voru nokkur belgísk böm sem vora á leið í jólaleyfl. Að sögn talsmanns flugfélagsins Air France, sem þotan var í leiguflugi fyrir, rofnaði samband við þotuna fáeinum minútum áöur en hún átti að lenda. Af ummerkjum á siysstað má merkja aö þotan hafi hugsanlega flogiö of lágt og lent í tijátoppum.. EKa kontra tll Honduras Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagði í gær aö stjómarhermenn væru nú að eltast við skæruliða úr kontrahreyfingunni sem væra á flótta í átt til landamæranna að Honduras eftir aö hafa gert árásir á námabæi í norðvestanverðu Nic- aragua. Ortega skýrði þinginu í Nic- aragua frá því í gær að stjómar- herinn heföi þegar hrakiö skæruliðana á flótta frá tveim af þrem bæjum, sem þeir tóku síöustu daga, en bardagar stæðu enn í þriðja bænum. Kommúnistankin nueta Suöur-Kóreumenn eru nú vongóðir um að flest eða öll kommúnistaríki heims muni mæta til leiks á ólympíuleikunum f Seoul á næsta ári. Ung- verjar og Austur-Þjóðverjar hafa þegar þegið boð Suöur-Kóreumanna um þátttöku í leikunum og búist er við að önnur kommúnistaríki, þeirra á meðal Sovétríkin, muni sömuleiðis svara boöinu játandi. íþróttamálaráöherra Suður-Kóreu sagði í gær að nokkur Austur-Evr- ópurfki heföu þegar sagst ætla aö mæta til leikanna þótt opinber yfirlýsing hafl ekki enn verið gefin út þar aö lútandi. Búist er við aö eitt hundrað sextíu og sjö ríki taki þátt 1 leikunura í Seoul en til þessa hafa liðlega hundrað staðfest þátttöku sfna á einn veg eða annan. Stöðvuðu skip með blóðm Óskalistinn Jafnvel stjómmálamenn eiga sér óskaiista og gott getur verið aö ná eyra jólasveinsins í von um að hann komi til aöstoðar. Svo virðist sera Bruce Babbitt, fyrrum fylkis- stjóra f Arizona í Bandaríkjunum, sem nú keppir að útnefningu sem forsetaefni demókrata þar í landi, hafi einhveijar óskir fram að færa. Hann er í öllu falli vongóður á svip þar sem hann hvískrar í eyra sveinka. Þeir kurapánar hittust í verslanamiðstöð þar sem þeir voru báöir aö kynna sig og stefnumið sín. Væntanlega vita allir hvað er efst á óskalista Babbitts, Eitt stykki hvítt hús eða svo. Fimm menn úr Greenpeaee hreyflngunni heftu ,í gær fór jap- ansks hvalveiðskips frá Yokohama í Japan með því að draga fimmtán metra uppblásinn hvai í veg fyrir , það. Blöðruna nefnaþeir félagamir Flo. Þrír þeirra voru handteknir og hnepptir í varöhald um stundar- sakir. Mennimir fimm, sem allir vora Vesturlandabúar, voru að mót- mæla áætlaðri brottfór hvalveiði- skipsins Nisshin Maru No. 3 frá Yokohama, skammt frá Tokýo. Ætlunin var að skipið færi tii suö- ur-heimskautssvæðisins til veiða á þijú hundmð hvölum. ísraelsmenn boða hertar aðgerðir Yfirvöld í ísrael hafa tilkynnt að þau ætli að herða aðgerðir gegn mót- mælendum á herteknu svæðunum. Óeirðimar hafa nú breiðst út til borga araba í ísrael og enn fjölgar þeim er falla fyrir byssukúlum ísra- elskra hermanna. I gær voru þrír Palestínumenn skotnir til bana. Þrátt fyrir að arabar í ísrael efndu til allsherjarverkfalls í gær í samúð- arskyni við Palestínumenn á her- teknu svæðunum reynir forsætis- ráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, enn að reyna að halda því fram að ástandið sé ekki svo alvarlegt. Segir hann enga ástæðu til þess að óttast þar sem ísraelsmenn hafi þurft aö horfast í augu við slíkt áður og muni ráöa við þetta nú eins og þá. Shamir, sem ekki hefur heimsótt herteknu svæðin frá því að óeirðirnar hófust, tilkynnti í gær að hann myndi í dag heimsækja íbúðahverfi gyðinga á vesturbakkanum. Þar skutu her- menn tvo Palestínumenn til bana nálægt Nablus og þann þriðja við flóttamannabúðir í jenin þegar mót- • mælendur köstuðu bensínsprengjum að hermönnunum. Mótmæli araba í ísrael í gær náðu einnig til borgarinnar Jaffa nálægt Tel Aviv þar sem bæði arabar og ísraelsmenn búa. Þar var bílum velt og vegatálmum komið upp. Það sama geröist einnig í Abu Gosh nálægt Jerúsalem. Að sögn lögreglunnar voru hundrað manns handteknir víðs vegar um landið. israelskur hermaður skýtur táragasi að mótmælendum í israel sem sýndu Palestinumönnum á herteknu svæðunum samúð sína. Simamynd Reuter Ottast kynþáttaróstur í New York-borg vegna dómsúrskurðar yfir hvítum Lögreglumenn í New York-borg stöðvuðu umferð viðs vegar um borgina til að tryggja að allt færi friðsamlega fram eftir að hvít ungmenni voru fund- in sek um að hafa orðið völd að dauða blökkumanns. simamynd Reuter Ólafur Amaison, DV, New York: Kviðdómur í New Yórk-borg úr- skurðaði í gærkvöldi að þrír af fjórum hvítum unglingum, sem ákærðir voru fyrir líkamsárás og að hafa orðið valdir að dauða blökku- manns, væra sekir. Þaö var 20. desember á síöasta ári að tveir ungir blökkumenn sem voru staddir í Howard Beach hverfi í Que- ens hluta New York-borgar sem er rétt við Kennedyflugvöll, uröu fyrir árás hóps hvítra ungmenna. Annar blökkumannanna var barinn nær til óbóta og hinn lét lífið er hann varð fyrir bifreið þegar hann reyndi að komast undan. I Howard Beach era flestir íbúar hvítir. í kjölfar þessa atburðar fylgdu hefndaraðgerðir af hálfu blökku- manna annars staðar í borginni og var um tíma óttast að atburðimir myndu magnast upp í kynþáttaóeirð- ir. Því tókst að afstýra. Réttarhöldin í málinu hófust í sept- ember á þessu ári og hafa þau vakið geysilega athygli um öll Bandaríkin. Hafa blökkumenn litið á þau sem prófstein á það hvort réttur þeirra væri fyrir borð borinn vegna litar- háttar. Kviðdómurinn hafði setiö á fund- um í tólf daga er niðurstaöa náðist. í fyrradag héldu blökkumenn víða um borgina minningarathafnir vegna þess að eitt ár var liðið frá dauða unga mannsins í Howard Be- ach hverfinu. í gær höfðu síðan blökkumenn í frammi ýmiss konar mótmæli víðs vegar um borgina til aö mótmæla því að hvítu ungmennin höíðu ekki þegar verið úrskurðuð sek. Var umferð bíla á götum stöðv- uð. Einnig vora neðanjarðarlestir stöðvaðar. Um þaö bil sjötíu og fimm manns voru handteknir. En það var svo klukkan 20.30 í gærkvöldi að kviðdómur birti úr- skurð sinn. Gífurlegar varúðarráð- stafanir vora haíðar til að tryggja að allt færi friðsamlega fram og var þrjú hundrað manna lögregluliö við dómshúsið. Var talið nauðsynlegt að vemda hvítu ungmennin fyrir hefni- gjömum blökkumönnum. Fór svo að nokkrir voru handteknir. Eftir að úrskurður lá fyrir létu blökkumenn í ljós óánægju sína með að ungmennin skyldu ekki hafa verið sakfelld fyrir morð heldur aðeins manndráp. Hvítir íbúar Howard Be- ach umhverfisins voru hins vegar á því að ungmennin hefðu átt skilið sýknun. Hæsta mögulega refsing fyr- ir brot af þessu tagi er fimmtán ára fangelsi og dómarinn mun ákveða í lok janúar hvern dóm þau fá. Þaö var mikifl æsingur í fólki, bæði hvítiun og svörtum, í gærkvöldi og óttast yfirvöld nú mjög að róstur milli kynþátta fylgi í kjölfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.