Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 22. DEgEMBER 1987. 31 . Menning Burt með sorg og sút eða köttur í veiðihug Veiðiferöin Höfundur: Sven Nordqvist Útgefandi: Iðunn 1987 Splunkuný bók eftir hinn sænska myndabókasmið Sven Nordqvist kemur út hér hjá Iðunni á sama útgáfuári og í heimalandi höfund- arins. Sagansegirímáhogmyndumfrá . Pétri gamla einsetukarh sem er í vondu skapi og hefur ekki geð í sér th að gera nokkurn hlut og kettin- um hans honum Brandi sem er staðráðinn í að lyfta brúninni á karlinum og fá hann með sér út að leika. - Nei, mig langar ekki til aö leika mér, tautaði Pétur og starði eitt- hvað út í tómið. - Ég má ekki vera að því. Ég þarf að höggva í eldinn. En ég vil ekki höggva í eldinn. Ég þarf aö taka upp kartöflur. En ég vh ekki taka upp kartöflur. Ég vU bara sitja héma í allan dag og vor- kenna sjálfum mér.(ekkert blstal) Kötturinn beitir öllum hugsan- legum brögðum, leikur hstir sínar, fettir sig og brettir og framkahar hávaða. Loks tekst honum með ' kænsku að plata Pétur gamla á veiðar og í hita veiðigleöinnar gleymist öll sorg og sút. Pétur gamli er aftur eins og hann á að sér að vera þó að afrakstur veiði- ferðarinnar sé ekki stórkostlegur. Það var ekki svo vitlaus hug- mynd að fara út á veiðar,“ segir hann í lokin og ákveður að þegar heim komi skuli hann bæði leika við köttinn, höggva í eldinn og taka upp kartöflur. Kettir eru vinsælar söguhetjur í bamabókum enda skemmtileg dýr sem fara sínar eigin leiðir. Köttur- inn Brandur er lævís eins og eðli hans býður og fer sínu fram. Hér leikur hann jafnframt hlutverk vinarins sem bregst ekki í raun. Brandur gefst ekki upp fyrr en hann hefur hrakið burtu raunir húsbóndans og gert hann virkan í Ein af myndum Svens Nordqvist úr bókinni. Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir lífinu á ný, hvort sem eitthvað al- varlegt.þjakar nú karlgreyið eða aðe.ins timburmenn þarna í skógin- um. Honum líður bölvanlega eftir myndunum að dæma. Kattar- skrattinn leikur hins vegar við hverja sína kló og beitir brögðum í ætt við Tommabrögð og Jenna. Auk þess talar hann máli manna svo hér er á ferð n.k. Tommi stíg- vélaköttur, klæddur brók en ekki stígvélum. Myndir bókarinnar eru hug- myndaríkar og kostulegar, einkum myndir sem sýna köttinn á mörg- um stöðum í einu og eiga að sýna ferðina á honum. Myndirnar frá veiðiferðinni eru í öðrum dúr, fall- egar náttúrulífsmyndir í haustlit- um. Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt ' bókina á látlaust og smekklegt mál og vel er vandað til útgáfunnar. HH Fíni Vínarstfllinn Eina hljómplatan á þessari ver- tíð, sem inniheldur íslensk tónverk af stærri sortinni, er klarínettplata. Þar leikur Sigurðúr Ingi Snorrason verk eftir Pál Pampichler Pálsson, Jón Nordal og svo er verk eftir austurrískan íslandsvin, Werner nokkurn Schulze. Með Sigurði leika Sinfóníuhljómsveit íslands (Klarínettkonsert eftir Pampichler) og Anna Guðný Guðmundsdóttir (Ristur eftir Nordal og Tilbrigöi eftir Schulze). Páll stjómar sjálfur konsert sín- um og er þaö mjög ánægjulegt því gera verður ráð fyrir að þar með fáist besta mynd af verkinu meö þessum flytjendum. Þetta er langur konsert og alvarlegur. Hann er í þrem þáttum sem mér virðast nokkuð einlitir en það er sterk og ákveðin meining í þessari músík og tilgerðarlaus og hreinn stíll ein- leikarans nýtur sín vel. Samspihð allt er með miklum ágætum og hljóðritun er með þeim bestu sem heyrst hefur úr Háskólabíói. Ekki er minni alvara í Ristum Hljómplötur Leifur Þórarinsson eftir Jón Nordal. Þetta haglega byggöa verk vinnur vel á við nán- ari kynningu, eins og reyndar flest eftir þennan höfund og þarna er það frábæriega flutt af Sigurði og Ónnu Guðnýju. Hins vegar eru „Steflaus til- brigði" fyrir klarinett og píanó, eftir Wemer Schulze léttari á bá- runni. Þetta eru níu þættir, af býsna ólíkum toga, en verkið hang- ir vel saman enda saumað af kunnáttu. Þessi plata er stór- skemmtileg viðbót við klarínett- plötu Einars Jóhannessonar og Philip Jenkins frá í fyrra. Þar heyrði maður allt annan stíl, ættað- an úr Frakklandi. Hérna er stílinn eins og hann gerist fínastur í Vín og það er ekki verra. Ljómandi plata. LÞ Polaroid - Myndavél og vasadiskó ^|SAMAN í PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman f,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið mmnsta á markaðinum. Cr02 metal 7/i THE ULTIMATE POWER PRESSURE WASHER W07TATÆKID Alhliða þvottatæki tengt beint við garðslönguna. „SOFT-SUDS“ sápubrúsi fylgir hverju tæki. „TURBO-WAX“ bóni ersprautao á bílinn með tækinu. Tilvalið á: * bilinn * húsið * gluggana * stéttina og márgt fleira. Tilvalin jólagjöf gj imiÆL ÍZ?\ Varahlutaverslun Bildshöfða 18 - Reykjavik - Simi 91-672900 möguleikar 4 litir,!Ií> í ir elle Skólavörðustíg 42 Amaró Garðarshólmi Akureyri Húsavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.