Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Side 8
8 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Utlönd Eldsneytis- leki veldur vatnsskorti Um flmmtíu þúsund manns búa nú viö vatnsskort í vesturhluta Pennsylvaníufylkis í Bandaríkjun- um, vegna eldsneytisleka, sem mengað hefur vatnsból þeirra. Talið er að um íjórar oghálf millj- ón gaUona, eða liðlega sautján milljónir lítra af bensíni og dísilol- íu, hafi lekið úr tönkum í birgða- stöð olíufyrirtækis eins hðlega tuttugu kílómetra suður af Pitts- burg. Björgunarmenn vinna nú að því að hefta frekari leka úr tönkum stöðvdrinnar. Eldsneytið lak beint út í Monoga- hela ána, sem sér íbúum Pittsburg fyrir miklum hluta neysluvatns síns. Um tólf hundruð íbúar svæðis þess sem eldsneytiö flæddi yfir voru fluttir á brott vegna lekans. Talið er að það muni taka allt að fjórum vikum að hreinsa lekann upp. Ekki hefur enn fengist úr því skorið hvað olh lekanum, en haft hefur verið eftir embættismönnum aö líklegt sé tahð að niistök hafi átt sér stað við byggingu birgðastöðv- arinnar. Björgunarmaður undirbyr búnað sem ætlað er að hefta útbreiðslu eldsneytis þess sem lak út i Mono- gahela ána á laugardagskvöld. Símamynd Reuter fyrir árás ísraela Samtök Palestínumanna, sem studd eru af Sýrlendingum, hétu því í gær að hefna grimmilega dauða nítján Palestínumanna og Líbana sem féhu í árásum ísraelsmanna á flótta- mannabúðir og önnur skotmörk í Líbanon um helgina. ísraelski flugherinn og sjóherinn felldu að minnsta kosti nítján manns og særðu að minnsta kostí fjórtán í fjölmörgum árásum á þorp norður af hafnarborginni Sidon í sunnan- verðu Líbanon. Árásimar voru gerðar á laugar- dagskvöld á þorpin Barja, Awah, Damour og Jiyeh. ísraelskar herflug- vélar héldu svo áfram aö ógna þorpunum á súnnudag en án þess að grípa tíl beinna árása. Meðal hinna fóllnu vora sjö smá- börn, ein kona, þrír karlmenn sem voru almennir borgarar, þrír þjóð- varðhðar og þrír palestínskir skæruhðar. Af hinum föUnu voru tóU' Palest- ínumenn og verða þeir grafnir í dag. Talið er að árásir þessar hafi verið gerðar tU þess að hefna fyrir árás palestínsks skæruhða á ísraela í nóv- embermánuði en í þeirri árás komst skæruUðinn inn fyrir landamæri ísraels í svifdreka og feUdi sex ísra- elska hermenn áður en tókst að ráða niðurlögum hans. Þau samtök, sem stóðu að árás svif- Palestinsk hjón sitja í rústum heimilis sins og syrgja ættingja sem létu lífið í árás ísraelsmanna á laugardag. Símamynd Reuter ureKamannsins, naia nu neiuo pvi að beita grimmilegum hefndum gegn ísraelsmönnum fyrir árásina á laug- ardaginn. Árásir þessar juku enn á spennu þá sem ríkt hefur undanfarið á svæð- um þeim norður af Sidon þar sem Druzar ráða ríkjum. Heita hefndum *7 vo#

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.