Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988.
Fréttir
Boris Spassky um aðra skák Jóhanns Hjartarsonar og Kortsnojs:
Tel að Jóhann hafi misst
af vinningi í 38. leik
Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada:
Æöisgengin baráttuskák fór í biö í
gærkveldi - enn stálu þeir félagar
senunni hér í Saint John. „Ég held
aö Jóhann eigi aö hanga á þessu en
hann teygði sig of langt því hann
átti jafnteíli og raunar sigurlíkur
fyrr í skákinni," sagöi hollenski stór-
meistarinn Ree í samtali viö tíðinda-
mann DV í gærkveldi. Þegar skák
þeirra Jóhanns og Kortsnoj fór í bið
eftir 60 leiki, voru flestir á því að
skákinni mundi ljúka meö jafntefli
en ef einhveijir möguleikar væru'í
stööunni þá væru þeir Kortsnojs
megin.
„Kortsnoj var með betri stööu
framan af skákinni en mér þótti Jó-
hann jafna taflið auðveldlega, þaö er
eitthvað að hjá Kortsnoj, hann er
ekki vanur aö tefla svona. Síðan tel
ég aö Jóhann hafi verið meö unna
skák undir lok fyrri setunnar þegar
hann lenti í hroöalegu tímahraki. Ég
held aö hanri hafi misst af vinningi
í 38. leik,“ sagöi Boris Spassky í sam-
tali við DV.
Það má fullyröa aö aftur stálu þeir
Jóhann og Kortsnoj senunni því eng-
in skákanna í gærkveldi var jafn-
spennandi og þeirra. Það var æði
gaman aö fylgjast meö þeim Margeiri
Péturssyni og Friöriki Ólafssyni, aö-
stoðarmönnum Jóhanns, og raunar
líka Helga Ólafssyni og Þráni Guö-
mundssyni, formanni Skáksam-
bandsins, meðan mest gekk á. Menn
sveifluðust milli vonleysis og vonar
enda miklar sveiflur í skákinni.
Ýmist töldu menn stöðu Jóhanns
lakari, síðan jafna og loks betri. Helgi
Ólafsson fullyrti aö um tíma heföi
Jóhann veriö með unna skák.
Hitt er annað aö Jóhann hefur teflt
af miklu öryggi. Skáksérfræöingar
hér segja styrkleika Jóhanns hafa
komiö sér nokkuö á óvart. Boris
Spassky sagöi aö vissulega væri Jó-
hann góður skákmaður en hann
sýndi meiri styrk en hann hefði átt
von á og greinilegt aö honum hefði
farið fram frá mótinu í Ungveija-
landi þár sem hann heföi þó teflt
fima vel.
Biðskákin verður tefld áfram í dag
og hefst klukkan 15.00 að staöartíma,
en þá er klukkan 19.00 aö íslenskum
tíma.
Úrslit í gærkveldi
Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada:
Timman ergilegur:
„Þettaeróþolandi“
' Það vekur athygli hve tauga-
veiklaöur og -vansæll Ungverjinn
Sax virðist vera. Hann lék hroða-
lega af sér í gærkveldi og Short
átti ekki í neinum vandræöum meö
aö innbyrða vinninginn og hefur
því unniö báðar skákirnar. Speel-
man vann sannfærandi í gær og
hefur þvi tekiö forystuna í einvíg-
inu viö Seirawan frá Bandaríkjun-
um en fyrri skákinni lauk meö
jafntefli.
Annars urðu úrslit í gærkveldi
þessi:
Seirawan-Speelman 0-1
(1/2-1 1/2)
Sax-Short 0-1 (0-2)
Vaganjan-Portisch 1/2-1/2 (1-1)
Timman-Salov 1/2—1/2 (1-1)
Sokolov-Spraggett 1-0
(i 1/2; 1/2)
Kortsnoi-Jóhann biö (0-1)
Jusupov-Ehlvest 1/2—1/2
(1 1/2-1/2).
í dag verður frí hjá skákmönnun-
um nema Jóhanni og Kortsnoj, sem
munu tefla biðskák sína. Þriöja
umferð verður téfld á morgun, miö-
vikudag.
Jóhann Hjartarson nær liklega jafn-
tefli i annarri skákinni.
Simamynd Reuter
Sigurdór Sigurdórsscm, DV, Kanada:
„Þetta er óþolandi," sagði Jan Tim-
man eftir annaö jafnteflið „Þetta er
svekkjandi, já raunar óþolandi aö ná
mun betri stööu í báöum skákunum
en missa þær svo niður í jafntefli.
Einkum er ég ergilegur yfir jafntefl-
inu í fyrstu umferð en.þá var ég með
gerunna stöðu,“ sagði Jan Timman
í samtali viö DV í gærkveldi en þá
hafði hann aftur gert jafntefli við
Salov.
Sannleikurinn er sá aö Timman
var með yfirburðastöðu í fyrri skák-
inni og betri í annarri umferö en
missti báöar stöðumar niður. Skák-
skýrendur hafa lýst undrun sinni á
þessu þar eö þeir segja þetta afar
ólíkt Timman.
„Allar aðstæöur hér eru með því
besta sem gerist og þaö er afar
ánægjulegt hve mótshaldarar eru
farnir aö sinna vel öllu því sem aö
okkur skákmönnum snýr,“ sagði Jan
Timman. Hann og Nigel Short eru
einu keppendurnir í einvígjunum
sem koma í námunda vdö frétfamenn
og eru afskaplega elskulegir í vdð-
móti. Aö vísu þykir mönnum Nigel
Short ef til vdli of áberandi ástfanginn
en hann er nýgiftur og sleppir ekki
höndum af hinni ungu og glæsilegu
konu sinni hvar sem þau fara hér
um svæöið. Rómantísk sjón að mæta
þeim hjónum.
Önnur einvígisskák Jóhanns við Kortsnoj:
Jafhteflisleg biðstaða
Jóhann Hjartarson varö aö berj-
ast fyrir jafntefli í lok setunnar
gegn Viktor Kortsnoj eftir að hafa
fengiö lakara tafl í byrjun en náö
síðan að snúa á áskorandann fyrr-
verandi meö frábærri tafl-
mennsku. í miklu tímahraki beggja
rétt fyrir 40. leik lék Kortsnoj af sér
og Jóhann náöi vænlegri stöðu. í
tímahraksfátinu bauð hann upp á
hrókakaup en gætti ekki aö því að
þá slapp riddari Kortsnojs í leik-
inn.
Er fyrri tímamörkunum, viö 40.
leik, var náð var staöan afar tvd-
sýn. Spurt var hvort Kortsnoj næöi
að gera usla með frelsingja sínum
á drottningarvæng eða hvort Jó-
hann yrði fyrri til með gagnsókn
sína á kóngsvæng.
í næstu leikjum skýröust málin.
Kortsnoj varö að gefa frelsingja
sinn til að sporna viö mátfærum
Jóhanns. Jóhann átti þá peði meira
í endatafli en hafði harla gagnslít-
inn biskup gegn hættulegum
riddara Kortsnojs. Að mínum dómi
tók Jóhann hárréttan pól í hæðina
er hann gaf peð sitt til baka meö
góðu. í biðstöðunni hafa báðir þijú
peð, Jóhann á biskup en Kortsnoj
riddara. Flestir spá því að Jóhann
haldi jafntefli tiltölulega auðveld-
lega en vinningsmöguleikar, ef
einhveijir eru, eru Kortsnojs meg-
in.
Jóhann tefldi erfiða vöm í þess-
ari skák mjög vel. Taflmennska
hans í miðtaflinu gefur fögur fyrir-
heit - hann átti í fullu tré vdö
Kortsnoj og vel það. Minnstu mun-
aði að honum tækist að bæta
annarri sigurskák við en afleikur
í tímahraki gerði þann draum aö
engu. Skákin var báöum til sóma
eins og stundum er sagt. Sönn bar-
áttuskák sem bauö upp á miklar
sviptingar og spennu. Taflinu
halda þeir áfrafti í dag kl. 19 að ís-
lenskum tíma.
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Jóhann Hjartarson
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3
c5 5. g3
Kortsnoj kemur Jóhanni á óvart.
Þetta er afbrigði sem hann hefur
litið teflt en hefur þó átt vdnsældum
að fagna. Kasparov og Karpov
börðust með þessum vopnum í ein-
vígjunum í Moskvu 1985 og London
og Leningrad 1986. Jóhann hefur
áður þurft að veija svörtu stöðuna
en mér er til efs að hann hafi ranns-
akað afbrigðiö sérstaklega fyrir
einvígið.
5. - cxd4 6. Rxd4 0-0 7. Bg2 d5 8. 0-0
dxc4 9. Da4
Með uppskiptum sínum í 5. leik
beinir Jóhann taflinu yfir í farveg
enska leiksins. Síðasti leikur
Kortsnojs er nýjasta framlag hvíts,
ættað frá sovéska stórmeistaran-
um Romanishin.
9. - De7
Nýr leikur í stöðunni? Áður hefur
svartur reynt 9. - Ra6, 9. - Db6 eða
9. - Da5 með misjöfnum árangri þó.
Jóhann hefur e.t.v. verið að tefla
af fingrum fram því að hann hugs-
aði sig um i hálfa klukkustund fyrir
næsta leik.
10. Rc2 Bc5 11. Dxc4 Rbd7 12. Be3
Hb8 13. Hadl b6
Ljóst er að Jóhann hefur fengið
þrengra tafl eftir byrjunina og þarf
að tefla nákvæmt í næstu leikjum
svo hann verði ekki leiddur til
slátrunar. Mögulegt er hér 13. -
Bxe3 14. Rxe3 Rb6 15. Db3 Bd7 og
reyna að létta á stöðunni.
14. Bf4 e5 15. Bg5 h6 16. Rd5 De6 17.
Bcl Rxd5 18. Bxd5 De7 19. b4
Tafl svarts virðist horfa þung-
lega. Eftir 19. - Bd6 er 20. Dc6!?
athyglisverður leikur, sem hótar
21. Bxf7+ og undirbýr að svara 20.
- Bxb4 með 21. Bxh6!? með
skemmtilegum flækjum. Ekki
gengur 21. - gxh6 22. Dg6+ Kh8 23.
Dxh6+ Kg824. Dg6+ Kh825.Dh5 +
Kg7 26. Dg4+ Kh8 27. Rxb4 með
vinningsstöðu. Jóhann sér vdð
þessu með næsta leik.
19. - b5! 20. Dc3
Eftir 20. Dd3 Bb6 21. Bxh6? kæmi
nú 21. - e4! og hvítur tapar manni.
20. - Bd6 21. Be3 Rb6 22. Bxb6
Nánast þvdngað því að eftir 22.
Bg2 Be6 mætti svartur vel vdð una.
22. - Hxb6 23. a3 Bh3 24. Hfel H6b8!
25. Re3 a5!
Þennan kafla skákarinnar teflir
Jóhann mjög vel. Óhætt er að segja
Skák
Jón L. Árnason
að hann hafi þegar náð að jafna
tafliö og smám saman nær hann
yfirhöndinni.
26. Hbl axb4 27. axb4 Hbc8 28. Db3
Bb8! 29. Bg2 Bxg2 30. Kxg2 Ba7 31.
Rd5 De6 32. e4 Kh8 33. He2 Bd4 34. f3?
Betra er 34. Re3 og jafntefli eru
líkleg úrslit. Báðir voru nú komnir
í mikið tímahrak eins og næstu
leikir bera með sér.
34. - Hc4! 35. Re3?
Nú getur Jóhann svo gott sem
tryggt sér jafntefli meö 35. - Bxe3
en hann eygir óvæntan möguleika
til að snúa taflinu sér í vil.
35. - Hc3! 36. Dxe6 fxe6 37. Rc2 Hcxf3
38. Kh3 Hf2?
En nú er hann of fljótur á sér.
Eftir t.d. 38. - h5 ætti svartur frá-
bæra vinningsmöguleika.
39. Hxf2 Hxf2 40. Ra3!
Riddari Kortsnojs skerst í leikinn
og nú er b-peð Jóhanns dæmt til
að falla. Bót er í máli að samvinna
hróks og biskups er að jafnaði
markvissari en samvdnna hróks og
riddara og Jóhann nær gagnfærum
á kóngsvæng.
40. - h5 41. Rxb5 Be3!
Langsterkasti leikurinn. Hvítur
hótaði að skipta upp og skríða svo
fram með b-peðiö. Eftir 41. - Bb6?
er 42. Ra3! og síðan 43. Rc4 sterkt
svar sem gæfi hvítum betri færi.
Nú er 42. Ra3? slæmt vegna 42. -
g5 43. g4 Bf4 44. gxh5 Hf3+ 45. Kg2
Hxa3 og svartur hefur unnið mann.
42. Hb3 He2 43. Rc3 Hc2 44. Rdl Bd4
45. b5 g5
Staðan sem upp kemur eftir
þennan leik er ekki eins dautt jafn-
tefli og ætla mætti. Einhverjir vildu
gagnrýna þennan leik og bentu á
45. - Bb6.
46. b6 Bgl 47. Hb2 Hxb2 48. Rxb2
Bxb6
Þvinguð leikjaröð. Jóhann er peði
yfir í endatafli en samt má hann
stórlega vara sig.
49. Rc4 Bd4 50. g4 h4 51. Kg2 Kg7 52.
h3 Kf6 53. Kfl Ke7 54. Ke2 Kd7 55.
Rd2
Ef nú 55. - Ke7 56. Rf3 Kf6 kæmi
57. Kd3 og síðan siglir hvíti kóngur-
inn á auðum sjó yfir á drottningar-
vænginn. Á því er enginn vafi aö í
því tilvdki væru vdnningsmöguleik-
ar Kortsnojs talsverðir. Þótt biskup
svarts geti hindrað hreyfifrelsi
riddarans er sá möguleiki ávalit
fyrir hendi að svartur lendi í leik-
þröng. Jóhann tekur hárrétta
ákvörðun. Fórnar peði til að fá
aukið svigrúm.
55. - Bb2! 56. Rf3 Bcl 57. Rxe5+ Kd6
58. Rd3 Ba3 59. Kd2 Bc5 60. Kc3 Bgl
61. Kb4 Ba7
Biðstaðan. Kortsnoj, sem hefur
hvítt, lék biðleik. „Ef þessi staða
er unnin á hvítt þarf að breyta
skákreglunuiji," sagði Margeir Pét-
ursson, aðaiaðstoðarmaður Jó-
hanns, og var hinn kokhraustasti.
-JLÁ