Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. Spumingin Ert þú hlynnt(ur) hvalveiö- um okkar íslendinga? Gunnar Þór Sveinsson: Ekkert á móti þeim. Finnst þær eiga rétt á sér í þeim mæli sem við höfum ákveðið. Elin Elísdóttir: Já, það er ég, hef aldr- ei séð neina ástæðu til að stöðva þessar veiðar. Sigurður Sigurðsson: Já, ég er hlynntur þeim. Mér líst vel á ákvörð- un Halldórs og þaö mætti einnig huga að hrefnunni. Guðjón Guðmundsson: Já, að sjálf- sögðu. ■f * % ið # i Matthías Pálsson: Nei, ég er nú eigin- lega á móti þeim. Lesendur Gervihnöttur á fastri braut endurvarpi rafmagni til móttöku á jöröu niðri? Rafmagnssala frá íslandi: Gervihnöttur eða sæstrengur? Gísli skrifar: Við lestur frétta um hugsanlega sölu rafmagns til Evrópu í gegnum sæstreng og þá aðallega til Bret- lands rifjaðist upp fyrir mér að hafa fyrir allmörgum árum heyrt ávæning af hugmyndum um flutn- ing rafmagns gegnum gervihnött til Afríkulanda. í þá daga voru ekki til eins full- komnir sæstrengir og nú virðist vera, samkvæmt fréttum um að orkutap verði ekki nema 10%. Þá var orkutapið miklu meira, svo að sú hugmynd gekk ekki upp. Gervihnattarhugmyndin minnir mig að hafi gengið út á að framleiða rafmagn hér á íslandi, senda það upp til gervihnattar sem yrði á fastri braut á heppilegum stað í himingeimnum til að endurvarpa rafmagninu niður, t.d. á Miðjarðar- hafsströnd Afríku. Þar yrðu byggðar nokkrar geysi- stórar verksmiðjur („desalination phnts“) til að vinna hreint vatn úr sjó með hjálp rafmagnsins og dæla því síðan til þurrkasvæða og eyðimarka Afríku, m.a. til Sahara og til auðugra oliuríkja. Mætti þannig hugsaniega breyta Afríku í gróðrastöð sem koma myndi í veg fyrir sívaxandi hungursneyð þar í álfu vegna vaxandi fólksfjölgunar. Auðvitaö yröi kostnaðurinn gíf- urlegur við slíkan gervihnött en fimmfaldur sæstrengur um 800 km úthafið myndi heldur ekki kosta neina smápeninga, auk þess sem hann gæti orð'3 fyrir kostnaðar- sömum skemmdum, t.d. vegna veiðiskipa, kafbáta eða jafnvel náttúruhamfara eins og dæmi eru til um við aðra neðanjarðar- og neðansjávarstrengi. Áhugavert væri að einhver tæknifróður aðih upplýsti um hvort slíkar gervihnattarsendingar eru mögulegar og hver kostnaður- inn gæti orðið samanborið við sæstreng sem aðeins tæki land á einum stað, t.d. í Skotlandi, og kall- aði því hugsánlega á dýran fram- haldsflutning til annarrr svæða. Saltflutningaskip Nesskips, m.s. Hvítanes, sem nefnt er til sögunnar i bréfinu. Árás á íslenska farmenn Jónas Garðarsson, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, skrif- ar: Á liðnum árum hefur kaupskipaút- gerð höggvið stórt skarð í raðir íslenskra farmanna með leigu á er- lendum skipum, mönnuðum erlend- um farmönnum, til siglinga til og frá landinu. í Þjóöviljanum hinn 15. des. sl. er haft eftir Guðmundi Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Nesskips, að EKKl sé í bígerð hjá útgerðarmönn- um að reyna að fá erlendar áhafnir á kaupskipin. Sama dag og þetta er haft eftir Guðmundi keyrði um þver- bak þegar íslenskir farmenn voru látnir víkja úr skiprúmi á saltflutn- ingaskipi Nesskips - m.s. Hvítanesi - og Pólverjar ráðnir í þeirra stað fyrir brot af launum íslenskra far- manna sem þykja léleg. Tveimur dögum síðar er haft eftir Guðjóni Á. Einarssyni, rekstrar- stjóra Nesskips, í Þjóðviljanum að íslenskir farmenn séu lélegir starfs- kraftar! Finnst mér þetta furðu sæta þar sem íslenskir farmenn eru þver- skurður af íslensku vinnuafli þar með töldu skrifstofuliði Nesskips. Eftir þessi ummæh og athafnir þeirra Nesskipsmanna furða ég mig á hvað þeir eru að gera í íslensku samfélagi. Hvers vegna flytja þeir ekki á erlenda grund og starfa þar? - Þá geta aðrir íslendingar, sem treysta sér th að vinna með löndum sínum, spreytt sig á t.d. saltfiskflutn- ingum og öðrum þeim flutningum sem til faha hér á landi. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Frftími stjómmálamanna: Ólíkt hafast þeir að Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: Eins og kunnugt er kveina ís- lenskir stjórnmálamenn og kvarta ef þeir fá, ekki sín venju- legu: 1) nokkurra vikna jólafrí, 2) nokkurra vikna páskafrí og 3) nokkurra mánaða sumarfrí. Nýlega var hins vegar sagt frá því í blöðum að Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Breta, ynni aha virka daga frá því eld- snemma á morguns (fer á fætur kl. 6) og fram að miðnætti. Þá er því og við að bæta aö hún gefur sér naumast tíma th að taka sumarfrí. Tekur þó venjulega einnar viku frí að sumrinu. - Af þessu gætu íslenskir stjórnmála- menn dregið nokkum lærdóm. Dagskrá Stöðvar 2 versnar K.Þ hringdi: Ég er ein þeirra sem eru áskrif- endur aö Stöð 2 og ég hef þá kvörtun fram aö færa, sem kannski fleiri eru búnir að koma á fram- færi, að myndir, sem endursýndar eru, og það eru þær oft, eru mjög oft sýndar í miðri kvölddagskrá. Þetta er mjög óþægilegt fyrir þá sem þurfa snemma á fætur á morgnana og geta ekki setið við sjónvarp lengi fram eftir aö kvöld- inu. Þess vegna væri hlskárra að þessar endursýningar væiu með þvi efhi sem seinast er í dagskránni ef á annað borð er verið að endur- sýna myndir. Ég veit um þó nokkra sem hafa haft við orð að hætta alveg við áskrift að stööinni ef þessu heldur áfram og ég er einmitt í þeim hópi. Vona að þetta atriði a.m.k. verði tekið til greina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.