Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988.
37
Klæðnaður
keppnis-
fólks
Rússar gerast nú æ tískusinnaðri
og færast nær tískulínunum í
vestri. Þó reyna þeir að halda sér-
kennum sínum og tekst það ágæt-
lega. Nú, þegar vetrarólympíuleik-
arnir eru í nánd, sem haldnir eru
í Calgary í Kanada, hafa Sovét-
menn tekiö sig til og kynnt línuna
sem íþróttamenn þeirra munu
klæðast á leikunum. Þau líta bara
nokkuð nýtískuléga út en þó með
rússnesku yfirbragði.
Sviðsljós
Svona lítur hann út, klæðnadurinn á rússneska keppnisfolkinu á vetrar-
ólympíuleikunum í Kanada. Símamynd Reuter
Gitte Nielsen
Rætur vaggs og veltu
Nú fyrir skömmu var boðið saman
ílestum þeim listamönnum sem áttu
upphafið að rock and roll bylgjunni
á sérstaka samkomu þeim til dýrðar
í New York.
Miklum vonbrigðum olli að sumir
þeir þekktustu úr þeim hópi létu sig
vanta þó að flestir hafi séð sér fært
aö mæta. Þannig vantaði Paul
McCartney á meðan George Harri-
son, Ringo Starr og meira að segja
Yoko Ono mættu. McCartney lýsti
þvi yfir að mismunandi hagsmunir í
peningamálum hjá þeim gerðu það
að verkum að hann gæti ekki mætt.
Keith Richards úr hljómsveitinni
Rolling Stones lét sig einnig vanta,
en gaf enga skýringu. Diana'Ross
mætti ekki, en þarna átti að sameina
hljómsveitina Supremes. Alkunna er
að ósætti hefur verið á milli Díönu
Ross og Mary Wilson úr hljómsveit-
inni.
Þeir sem mættu voru þó margir.
Þar má telja Bruce Springsteen, Bob
Dylan, Beach Boys, The Drifters,
Billy Joel, Little Richard og Joan
Baez. Það var því frítt liö tónlistar-
manna, sem þarna var samankomið,
og áttu þeir það sameiginlegt að vera
drifkraftarnir í vagg og veltusveifl-
unni. Nokkrir þeirra tóku lagið fyrir
viðstadda við mikinn fógnuö.
Meðal þeirra sem tóku lagið á samkomunni voru fyrrum Bitiilinn George Harrison og Bob Dylan.
Simamynd Reuter
Hertoga-
ynja a
frumsýn-
mgu
Nú er veriö að frumflytja nýjasta
söngleik Andrews Lloyd Webber
sem nefnist „Phantom of the op-
era“ í New York. Meðal frumsýn-
ingargesta var Sarah Ferguson,
sem hafði Bernard Jacobs, eiganda
breska konunglega leikhússins,
sem fylgdarmann í þetta sinn. Eig-
inmaður Fergie, Andrew, komst
ekki vegna anna.
Félagar í írsku samtökunum ÍRA
sáu sér leik á borði og gengu með
mótmælaspjöld framhjá við opnun
sýningarinnar. Hvort sem það var
viljandi eða óviljandi lék Sarah á
hóp mótmælenda því hún mætti tíu
mínútum of seint og varð því ekki
vör við nein mótmæli.
Aðgöngumiðar voru seldir á 35
þúsund krónur á frumsýninguna
og ágóðinn látinn renna til velgerð-
armála í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Mikils er vænst af þessari
sýningu sem öörum verkum
Andrews Lloyd Webbers sem nær
undantekningalaust hafa notið fá-
dæma vinsælda.
Sarah tekur við blómvendi úr hendi litillar bandarískrar stúlku á frumsýn-
ingu verksins Phantom of the opera. Fylgdarmaður Söru, Bernard
Jacobs, horfir hrifinn á. Simamynd Reuter
sem á síðustu árum hefur
varla haft tíma til þess að stíga
fæti á danska grund síðustu
árin lét sig þó hafa það aó
koma í nokkurra daga heim-
sókn þangað stuttu eftir jólin.
Ástæðan var sú aó hún var
að taka við verðlaunum sem
Dani ársins sem er sams kon-
ar kosning og maður ársins
hjá okkur íslendingum. Þar
vann hún sigur yfir til dæmis
Jannie Spies, Preben Elkjær,
Margréti Danadrottningu og
Paul Schlúter.
Mel Gibson
hefur látið fara frekar lítið fyrir
sér upp á síðkastið og lítið
leikið í kvikmyndum. En nú
verður líklega breyting þar á,
aðdáendum hans til mikillar
gleði. Hann hefurskrifað und-
ir samning um að leika í nýrri
kvikmynd sem mun heita
„Tequila sunrise". Mel Gib-
son er ekki meðal þeirra lægst
launuðu, því fyrir leik sinn fær
hann borgaðar 120 milljónir
króna.
George Michael
er maður með fjármálavit.
Hann hélt nýlega hljómleika
í Randers í Danmörku og
hafði hugsað sér að leigja
þyrlu til þess að komast aftur
heim til Englands. En hún
átti að kosta hálfa milljón
króna og flugtíminn áætlaður
7 tímar svo George leigði sér
bara einkaþotu í staðinn og
hún kostaði „aðeins" 200
þúsund krónur, svo hann
sparaði 300 þúsund krónur.