Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. 25 DV Dægradvö] Það getur verið ósköp gott að tylla sér aðeins í mjúkan snjóinn. DV-mynd KAE Er skautaíþróttin á undanhaldi? Fyrir nokkrum árum var blóma- skeið skautaíþróttarinnar og keppt var í íshokkíi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Sá tími virðist liðinn undir lok, allavega í bili, því þegar Reykvíkingar misstu skautasvelliö á Melavelli lagðist íshokkíkeppnin niður. DV kom við á Tjörninni síð- astliðinn þriðjudag og mátti sjá örfáa, gallharða skautaiðkendur, enda var Tjörnin ekki árennileg. Þykkt lag af snjó þakti ísinn en börnin sem þarna voru höfðu út- búið nokkrar brautir sem þau notuðu óspart. Eins og allir vita er það í tísku að vera hraustur og vel á sig kom- inn, samanber umfjöllun um líkamsrækt hér í Dægradvöl ekki alls fyrir löngu. Skíðaíþróttin nýt- ur töluverðra vinsælda á íslandi en það lítur út fyrir aö landinn haíi að mestu lagt skautana á hill- una. Á Akureyri má þó búast viö að áhugi á þessari íþrótt glæðist að nýju en um síðustu helgi var tekið í gagnið nýtt skautasvæði þar. í höfuðborginni nýtur Tjörnin í miðbænum enn mestra vinsælda sem skautasvell á veturna en einn- ig er hægt að njóta þessarar íþrótt- ar á Rauðavatni, við Blöndubakka og Rofabæ samkvæmt upplýsing- um DV. Borgarbúar ættu nú að seilast í gömlu skautana sína, þurrka af þeim rykið og skella sér á ísinn. Ekki vantar veðrið. -StB Ágúst Björnsson skiðakennari virðist fær i flestan sjó á þessari mynd. Hentug fjölskylduíþrótt „Áhugi á skíðaíþróttinni fer vax- andi, einkanlega á skíðagöngu,” sagði Ágúst Björnsson, kennari hjá Skíðafélagi Reykjavíkur, þegar DV innti hann eftir áhuga borgarbúa á skíðum. Kennsla á vegum félagsins fór fram á túninu við Kjarvalsstaði í síðustu viku og kenndi Ágúst þar hóp nemenda. Skíðaíþróttin er tilvalin fjölskyldu- íþrótt, sagði Ágúst, og virðist sem kynslóðabilið sé lagt til hliðar um leið og skíðin eru tekin fram. í einni grein þessarar íþróttar, göngunni, er þó áberandi ákveðinn aldurshópur. „Fólk yfir miðjum aldri virðist sækja meira í skíðagöngu en aðrir,“ sagði Ágúst „og hef ég kennt elstum 83 ára manni sem aldrei hafði stigið á skíði fyrr.“ Hóparnir í kennslunni hjá Ágúst eru blandaðir, bæði hvað varðar ald- ur og kyn, og er raðað í þá eftir getu hvers og eins. Ung börn fylgja gjarn- an mæðrum sínum, sagöi Agúst, allt niður í fjögurra ára gömul. Kennsla á gönguskíðum fer yflrleitt fram á Miklatúni og verður á laugardögum og sunnudögum það sem eftir er vetrar þegar veður leyfir. Skíðafélag Reykjavíkur gengst einnig fyrir skíðagöngumótum auk kennslunnar og að sögn Ágústs er öldungamótið einkar vinsælt. Það er haldið árlega og í ár verður það hald- ið í Hlíðarfjalli við Akureyri í' lok apríl. Gönguleiöir eru víða í nágrenni Reykjavíkur en Ágúst segist vonast til að hægt sé að ryðja braut fyrir göngumenn frá Skíðaskálanum í Hveradölum að hverunum í Skála- felli. „í fyrra var veður annaðhvort of slæmt til að hægt væri að ganga þessa leið eða snjór ekki nægur,“ sagði Ágúst Björnsson. Núna hefur snjó aftur á móti kyngt niður og má því búast við að Reykvíkingar sjái vaska skíðagöngumenn í nágrenni borgarinnar. -StB Á skíðum í miðri höf- uðborginni Skíðafélag Reykjavíkur hefur stað- ið fyrir kennslu á gönguskiðum á túni Kjarvalsstaða. Fátt fólk var mætt þegar DV kom þar við á dögun- um en áhuginn leyndi sér ekki í andlitum nemendanna. Myrkur var skollið á og kalt var í veðri þegar göngugarparnir renndu sér fyrstu metrana. Heldur voru fyrstu skrefin reikul og sumir duttu öðru hverju en furðu fljótt renndu þeir sér af vaxandi öryggi um túnið. Meðal nemenda var ung kona kom- in alla leið frá Ameríkunni, Sonia Chavarria. Sonia flutti hingað fyrir ári og býr í Reykjavík ásamt unnusta sínum sem er íslenskur. „ísland er yndislegt land,“ sagði hún „og er ég komin til langdvalar." í gærkvöldi var frumraun Soniu á gönguskíðum en hún ætlar ekki að láta hér staðar numið. „Ég ætla á skíði eins oft og ég kemst, þetta er mun skemmtilegra en að vaska upp, það eitt er víst,“ sagði Sonia Chavarria að lokum og renndi sér hikandi af stað á þessum framandi fótabúnaöi. Þær stöllur, Guörún Björnsdóttir og Elín Magnúsdóttir, létu hvorki kuldann né reynsluleysið aftra sér. „Bóndinn fór í fyrsta sinn i gær en hafði lítið gaman af,“ sagði Elín. „Þetta er aftur á móti í fjóröa sinn sem ég fer á skíði og fmnst alveg meiriháttar," sagði hún og gekk vasklega af stað. -StB Hvernlg skyldu þau nú eiga að snúa? gæti hún Sonia Chavarria verið að hugsa á þessari mynd. DV-mynd KAE Nýtt skautasvæði á Akureyri Skautafélag Akureyrar vígði nýtt skautasvæði um síðustu helgi. Svæð- ið er með vélfrystingu en erfitt hefur reynst að halda ísingu á þeim svæð- um sem hingaö til hafa verið notuð til skautaiðkana í höfuðstað norður- lands. íþróttavellir Þórs og KA hafa verið vinsælir sem skautasvell en að sögn Ingólfs Ármannssonar hjá Skautafélagi Akureyrar hafa vetur verið of mildir síðastliðin tvö til þrjú ár til að iðka þessa íþrótt af fullum krafti. Skautafélagið hefur í samráði við Æskulýðsráö Akureyrar haldið uppi kennslu á skautum og má búast við að fjörkippur komist í þessa íþrótt með tilkomu nýjo svæðisins. Að sögn Ingólfs mun félagið standa fyrir kennslu í listhlaupi. íshokkíi og ein- faldlega „að standa á fótunum”. Nýja svæðið verður sem áður sagði opnað um næstu helgi og mun verða opið á sömu tímum og önnur íþrótta- mannvirki. Ingólfur sagði að nú þegar notfærði fjöldi fólks sér þessa aðstöðu en vinnu við svæöið væri ekki að fullu lokið þannig aö það væri ekki opið almenningi nema að mjög takmörkuðu leyti. Hjá Skíðafélagi Ákureyrar eru skráðir á annað hundrað manns sagði Ingólfur Ármannsson að lok- um. -StB Snævi þakin tjörn Það fellur undir starfsmenn Laugardalsvallar að hreinsa snjó- inn af skautasvæði borgarbúa á Tjörninni í Reykjavík og þegar DV spurði Jóhannes Óla Garðarsson vallarstjóra hvenær vænta mætti þess að Reykvíkingar gætu iðkað þessa vinsælu íþrött á sléttu skautasvelli kvað hann ísinn of veikan til að hægt væri að koma við þeim tækjum sem til þyrftu. „Snjórinn, sem nú liggur yfir ísn- um, virkar sem einangrun," sagði Jóhannes Óli, „og víða hafa mynd- ast vakir upp við land. Tækin sem Laugardalsvöllur hefur yfir að ráða eru of þung.“ Jóhannes Óli benti á í lokin að víðar væru skautasvell á höfuð- borgarsvæðinu en á Tjörninni í miðbænum. Viö Blöndubakka og Rofabæ verða svæði sprautuð og ísinn á Rauðavatni verður hreins- aður á allra næstu dögum. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.