Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. 9 Utlönd Gonzalez endurkjörinn Bryrihíldur Ólafadómr, DV, Spáni; Felipe Gonzalez, forsætisráö- herra Spánar, var endurkjörinn aöalritari og þar meö leiðtogi Sós- íalistaflokksins á Spáni meö yfir- gnæfandi meirihluta atkvæöa á flokksþingi um helgina. í stjóm flokksins voru einnig kosnar sex kcnur en það em helm- ingi fleiri en árið áöur. Ráðstefnan einkenndist mikiö af aukinni þátt- töku kvenna og samþykkt var tillaga sem konur í flokknum hafa lengi barist fyrir. Gerir tillagan ráð fyrir að í framtíðinni fylli konur aö minnsta kosti tuttugu og flmm prósent allra sæta á listum fiokks- ins. Fyrir utan aukna þátttöku kvenna snerust umræður flokks- þingsins helst um versnandi samband flokksins og verkalýðsaf- lanna, aukiö atvinnuleysi og efnahagsstefhu stjómarinnar. Auk þess var þróun sósíalisma og bar- átta fyrir friði í heiminum á dagskrá enda sat ráðstefnuna fjöldi fulltrúa sósíalistaflokka hvaö- anæva aö úr heiminum. Felipe Gonzalez varði löngum tíma i að veija efnahagsstefnu rik- isstjómar sinnar sem sætt hefur mikilli gagnrýni verkalýðsaflanna. Benti hann á minnkandi verðbólgu og' aukinn hagvöxt. Gonzalez viö- urkenndi að atvinnuleysið, sem nú er 21 prósent, væri eitt helsta vandamál þjóðarinnar en sagöi jafhframt aö aukið atvinnuleysi nú væri eingöngu til komiö vegna nýskráningar fólks sem ekki hefði haft atvinnnu áður. Fiokksþingið samþykkti samt sem áður áskorun á ríkisstjórnina að taka á atvinnuleysinu og þá aö- allega atvinnuleysi unga fólksins sem forgangsmál í aðgerðum stjórnarinnar á komandi árum. Á flokksþinginu voru menn einn- ig einróma sammála um aö bæta yrði hið versnandi samband milli sósialistaflokksins og verka- mannasambandsins og aö meðlim- um flokksins bæri aö auka þátttöku sina innan verkalýösfé- laganna. Felipe Gonzalez bauö Nicolás Redondo, formanni verka- lýössambandsins, að taka aftur sitt fýrra sæti í stjóm flokksins en Ro- dondo, sem enn hefur ekki svaraö tilboðinu, yfirgaf sæti sitt fyrir tæp- um fjórum áram þegar gæta tók erfiöleika milli flokksins og verka- lýðsfélaganna. í kjölfar flokksþingsins er gert ráð fýrir einhverjum breytingum hjá ríkisstjóm Spánar. Gjarnan er talaö um „nýtt tímabil“ í áætlun sósíalista. Talið er aö breytingar þessar muni aðallega beinast að þ ví aö bæta stjóm hinna svokölluðu velferðarkerfisráðuneyta, það er menntamála-, dómsmála- og heil- brigðisráðuneytanna. 1 Felipe Gonzalez, forsætisráöherra Spónar, var endurkjörinn aðalritari flokksins og ieiötogi Sósialistaflokksins á Spáni með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæóa á tlokksþingi um helgina. Valda- barátta í Hægri flokknum Páil Vflhjálmsson, DV, Osló: í blendnu andrúmslofti sorgar og valdabaráttu hélt Hægri flokkurínn í Noregi landsfund sinn um helgina. Sviplegur dauði Rolfs Presthus, formanns flokksins, fyrir fáeinum' vikum setti mark sitt á fundinn. Ekki síður bar á valdabaráttu ólíkra fýlk- inga um stöður og embætti í flokkn- um. Fyrir landsfundinn var ljóst að Jan P. Syse, formaðiu- þingflokksins, yrði kosinn næsti leiðtogi Hægri flokks- ins og gekk það eftir. Syse nýtur nær einróma stuðnings allra meginstofn- ana Hægri flokksins. Styr stóð hins vegar um embætti fyrsta varaformanns og léku tvær konur þar aðalhlutverkin. Á síðasta landsfundi var Kaci Kullman Five kosin fyrsti varaformaður. Five er ásamt Syse dæmigerður fulltrúi höf- uðborgarbúa í Hægri flokknum. Hún vildi halda sínu embætti en gegn henni var stefnt annarri konu, Wenche Frogn Sælleg, og var Sælleg stillt upp sem fulltrúa landsbyggðar- innar. Síðustu vikurnar fyrir landsfund- inn var reynt að ná samkomulagi um hvor konan skyldi setjast í sæti vara- formanns. Eftir taugastríð á milli stuðningshópa kvennanna dró Kaci Kullman Five framboð til baka. Wenche Frogn Sælleg hlaut því kosn- ingu sem fyrsti varaformaður Hægri flokksins. Deilur um persónur skyggðu á þann höfuðverk sem þjakað hefur Hægri flokkinn mest en það er stefn- an gagnvart Kristilega þjóðarflokkn- um og Miðflokknum annars vegar og Framfaraflokknum hins vegar. Tveir fyrrnefndu flokkamir eru hefðbundnir samstarfsflokkar Hægri flokksins en framgangur Framfara- flokksins upp á síðkastið neyðir Hægri flokkinn til að ákveða hvort hann vilji vera áfram hægfara borg- aralegur flokkur eða hvort flokkur- inn skuli nálgast frjálshyggjusjónar- mið Framfarafloklfsins. Landsfundurinn tók ekki af skarið í þessum vanda og kemur það að mestu í hlutverk Jan P. Syse, nýkjör- ins leiðtoga, að finna stefnu sem stuðningsmenn flokksins geta sam- einast um. PSEpsgHEDffBpEI!! ÍVA'RIETiý “...entertaining horror spoof... gonuinuiy funny..!' wmut Steele Justice Return to Horror High Wild Thing Modern Girls dreifing REYKJAVÍKURVEGI 68, SÍMI 65-20-15 The Good Wife Nutcracker ir iayu.cn Smim: From the directbrfof,- BLACKSTALLIÖNfRd N'EVER CRY WOL’E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.