Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988.
7
Fréttir
keypt á 8 milljónir, en það er tæplega
350 fermetra stórt. Síðan keypti ríkis-
sjóður Þingholtsstræti 29 fyrir
Stofnun Sigurðar Nordals á 6 millj-
ónir króna, en öll upphæðin var
greidd með skuldabréfi. Loks má
nefna að ríkissjóöur keypti húsnæði
við Álfabakka 6 á byggingarstigi, en
fyrir það voru greiddar 18,2 milljónir
króna. Þar verður ein útsala Áfengis-
og tóbaksverslunar ríkisins til húsa.
Af eldri fasteignakaupum ríkis-
sjóös má nefna að árið 1986 var keypt
húsið Ármúli la fyrir starfsemi rík-
isspítala og var kaupverð þess húss
70 milljónir króna, en sú upphæð var
greidd út. Árið áöur var einnig keypt
húsnæði fyrir ríkisspítala; Dalbraut
12 til 14. Sama ár var keypt húsið
Bókhlöðustígur 7 fyrir starfsemi
Menntaskólans í Reykjavik, en það
er 188 fermetrar að flatarmáli og
kaupverð var 4 milljónir króna og
greitt út í hönd. Þetta ár voru einnig
keyptar Hafnarbúðir í Tryggvagötu
fyrir St. Jósefsspítala og var kaup-
verðið 55 milljónir króna og voru 5
milljónir greiddar út en afgangurinn
á skuldabréfi til 10 ára. Þá var 1986
keypt húsnæði aö Grensásvegi 12
fyrir Háskóla íslands og var kaup-
verðið tæplega 33 milljónir króna og
einnig var Þingholtsstræti 37 keypt
fyrir Háskólann á sama tíma, en það
hús er liðlega 900 fermetrar að stærð.
Kaupverð Þingholtsstrætisins var
20,5 miUjónir króna og greitt út og
sama ár var húsnæði að Laugavegi
24 keypt fyrir Kvikmyndasjóð ís-
lands og var kaupverð þess húsnæöis
8 milljónir króna. Fyrir Veiðimála-
stofnun var keypt húspláss að
Laugavegi 105, við Hlemm, árið 1983
og var kaupverðið á þeim tíma 2,8
milljónir, en hér er um að ræða 317
fennetra húsnæði.
Árið 1985 var keypt húsið Lauga-
vegur 162 fyrir Þjóðskjalasafn ís-
lands og var sú ráðstöfun mjög í
fréttum á sínum tíma. Hér er um að
Kaupin á Sambandshúsunum við Sölvhólsgötu ber hæst i husakaupum rikissjóðs að undanförnu. Á þessari mynd má sjá þetta „flaggskip" i stein-
steypufjárfestingum ríkissjóðs, en hús Sambandsins kostuöu alls 280 milljónir króna.
ræöa tæplega 7.500 fermetra hús og
var kaupverðið á þeim tíma 110 millj-
ónir króna sem greiddar voru með
skuldabréfi. Húsið að Sólheimum 7
var keypt fyrir unglingaheimili ríkis-
ins árið 1985 og var kaupverð þess
5,2 milljónir og voru 3,5 milljónir
greiddar út en eftirstöðvar á skulda-
bréfi til fjögurra ára.
Ekki má gleyma þvi aö árið 1984
voru keypt húsin aö Vonarstræti 10
og Kirkjustræti lOb fVrir Alþingi, en
kaupin voru gerð meö makaskipta-
samningi við ReyHjavíkurborg.
Samanlagt fasteignamat þessara
eigna var á þeim tíma liðlega 23 millj-
ónir króna. Þá keypti menntamála-
ráðuneytið húsnæði að Skipholti 37
árið 1983 og er þar um að ræða 276
fermetra stórt húsnæði að grunn-
fleti. Fasteignamat á þeim tíma var
tæplega 6,5 milljónir en kaupverö
kemur ekki fram í yfirliti því frá fjár-
málaráðuneytinu sem þessi saman-
tekt er byggð á.
Rétt er að taka fram að í þessari
samantekt er getið um vel flest fast-
eignakaup ríkisins á Reykjavíkur-
svæðinu en hér er ekki greint frá
sölum fasteigna eða fyrirtækja á því
tímabili sem hér um ræðir, frá 26.
maí 1983 til ársloka 1987. Hér er held-
ur ekki skýrt frá vaxtakjörum, þegar
kaupverö er greitt með skuldabréfi,
eða matsverði eignanna, nema í und-
antekningartilfellum. -ój
Laugavegur 118. Þar keypti rikið húsnæði fyrir Verðlagsstofnun og Fasteignir ríkissjóðs og Að Bildshöfða 16 var keypt húsnæði undir Vinnueftirlit ríkisins og voru greiddar fyrir það 16
greiddi fyrir það á 38. milljón króna. miiljónir króna.
Húsnæði Grænmetisverslunarinnar að Siðumúla 34 kostaði litlar 62,5 milljónir króna en hér Jarðhýsi Grænmetisverslunarinnar i Ártúnsbrekku.
er um 5.600 fermetra hús að ræða. Raunar fylgdi meö i kaupunum jarðhýsi i Ártúnsbrekku.
ÍÍÍliÍlj
ÍMUÍÍU*
Dugguvogur 12, en hluti þess húsnæðis var keyptur fyrir Þjóöminjasafn Islands og er hér um
að ræða 143 fermetra sem kostuðu 15,8 milljónir króna.
Njörvasund 2, en það hús var keypt undir meöferðarheimili fyrir þroskahefta. Húsið kostaði
8 milljónir króna og er 350 fermetrar tæpir að stærð.