Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988.
3
Fréttjr
Kristján Valdimarsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins.
Spennandi
tímar
framundan
Kristján Valdimarsson var ráð-
inn framkvæmdastjóri Aiþýðu-
bandalagsins 18. janúar síðstlið-
inn. Enginn framkvæmdastjóri
hafði þá verið starfandi hjá Al-
þýðubandalaginu síðan í sept-
ember en þá lét Óttar Proppé,
fyrirrennari Kristjáns, af störfum
og gerðist ritstjóri Þjóðviljans.
Kristján starfaði síðast sem
skrifstofustjóri Alþýðubanda-
lagsins og þar áður sem fram-
kvæmdastjóri Alþýöubandalags-
ins í Reykjavík. „Starf
framkvæmdastjóra Alþýðu-
bandalagsins er á margan hátt
ólíkt starfl framkvæmdastjóra
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
sem ég gegndi áður. Þetta nýja
starf mitt snýst meðal annars um
rekstur flokksins, tengsl við
flokksfélög og flokksmenn og
skipulagningu á fundum innan
hans. Þaö leggst ákaflega vel í
mig að taka við þessu starfi enda
nóg að gera og spennandi tímar
framundan. Flokkurinn hefur
undanfarið staðið illa hvað fylgi
varðar og er nú efst á verkefna-
listanum að ná aftur fótfestu og
einnig að efla félagsstarfið innan
flokksins.“
Kristján er fæddur á Akureyri
í maí 1951. Faðir hans heitir Vald-
imar Jakobsson, deildarstjóri hjá
Olís, en móðir hans, sem nú er
látin, hét Fanney Unnur Kristj-
ánsdóttir. Sjálfur á Kristján einn
14 ára son sem heitir Hrafn.
Kristján flutti sem barn til
Reykjavíkur með foreldrum sín-
um en fór í menntaskóla til
Akureyrar. Hann útskrifaðist
stúdent frá MA og bjó svo eitt ár
eftir stúdentspróf á Akureyri en
hélt þá til Reykjavíkur í Háskól-
ann. Þar lagði hann stund á
stjórnmálafræði og útskrifaðist
með BA-próf í stjórnmálafræði
1976. Næstu þrjú árin starfaði
Kristján sem deildarfulltrúi fé-
lagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands og á svipuðum tíma gekk
hann í Alþýðubandalagið. Áriö
1979 var hann ráðinn fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík.
- En hver eru helstu áhugamál-
in?
„Það má segja að áhugamál mín
séu almenn útivera. Ég fer í sund
á hverjum degi og stunda skíði á
veturna. Svo finnst mér mjög
gaman að komast út úr bænum á
sumrin og ferðast um landið. Það
er ákaflega gott að komast út á
land frá skarkala dagsins í
Reykjavík. Nú svo er maður ekki
alveg laus við pólitíkina. Ég hef
áhuga á þjóðmálum og stjórn-
málum og það er meðal annars
þess vegna sem ég valdi stjórn-
málafræðina. Nú svo er það
líklega einnig ein ástæðan fyrir
því aö ég starfa fyrir Alþýðu-
bandalagið.
-JBj
Nú á að nota ökuljós allan sólartiringinn:
Kostar bifreiðaeigendur
600-700 milljónir á ári
Með gildistöku nýrra umferðar- ' enásamatíma voru 10% afvegakerf-
laga 1. mars næstkomandi verður inu hér á landi með bundnu slitlagi.
meðal annars gert skylt að aka með Jónas sagði að bensíneyðslan ein
ökuljós hér á landi allan sólarhring- hefði aukist að jafnaði um 8,5% í
inn, allt árið. í Svíþjóð eru í gildi Svíþjóð. Bifreið, sem áður eyddi 11
sams konar ákvæði. Eftir að lögin lítrum á hverja hundrað kílómetra,
höfðu verið í gildi í eitt ár í Svíþjóð eyðir nú tæplega 12 lítrum. Það er
var reiknað út hversu mikið þessi fleira en aukinn bensínkostnaður
aukna ljósanotkun hefði kostað sem kemur til, t.d. aukið álag á raf-
sænska bifreiðaeigendur. Ef miðað geymi og reyndar allt rafkerfiö.
er við sömu forsendur og Svíar má . Perur koma til með að duga mun
áætla að lagabreytingarnar komi til skemur en áður.
með að kosta bifreiðaeigendur hér á Jónas Bjamason sagði að hér væri
landi um 6 til 700 milljónir árlega, um meðaltal að ræða og munur á
varlega áætlað. milli einstakra bifreiðategunda gæti
Jónas Bjarnason, framkvæmda- verið allt að 40%.
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- Jónas sagði að þótt breyting þessi
enda, FÍB, segir að kostnaðurinn sé kostaði mikla peninga væri FÍB sam-
þó líklega ennþá meiri hér en saman- mála þessum breytingum á umferð-
burður við Svíþjóö gefur til kynna. arlögum. Öryggi verður mun meira
1. desember 1986 voru 70% af vega- • en áður, sagði Jónas Bjamason. -sme
kerfi Svíþjóðar með bundnu slitlagi
Með ökuljósin á fullu: það kostar bifreiðaeigendur hundruð milljóna að
nota Ijósin viö akstur allan sólarhringinn.
Boris Spassky:
Tölvur hafa ger-
breytt skákinni
Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada:
Tölvur hafa gerbreytt öllum undir-
búningi og rannsóknum skákmanna
frá því sem áður var, sagði stórmeist-
arinn Boris Spassky í fyrirlestri sem
hann hélt hér í St. John um helgina.
Hann flallaði að mestum hluta um
einvígi þeirra Fischers á íslandi 1972.
Sem dæmi um þessa breytingu
sagði Spassky sagði að nú gætu menn
verið með allar skákir væntanlegs
andstæðings síns inni á tölvudiski
og það tæki engan tíma að kalla þær
fram og skoða þær. Eins sagði hann
menn nú leggja miklu meiri áherslu
á byrjanir og endatöfl eftir aö tölvur
komu og væri svo komið að ef menn
gerðu hin minnstu mistök í byrjun
réðist andstæðingurinn strax á þann
veikleika, kannaðist við hann og réð-
ist á hann, hversu lítill sem hann
væri. Svona hefði þetta ekki verið.
Það voru mest bandarískir blaða-
menn sem komu á þennan fyrirlestur
og spurðu grimmt um samband
Spasskys við Fischer. Spassky sagði,
það sem áður hefur komið fram í
fréttum, aö hann hefði hitt Fischer
nýlega að máli en af honum hefði
verið tekið loforð um að segja ekki
neitt um líðan Fischers né hvar hann
býr.
Olafsfjarðarmúli:
Útboð verður
síðla vetrar
Nú ér að ljúka svokölluðu forvali
Vegagerðarinnar vegna fyrirhug-
aðra framkvæmda við jarðgöng um
Ólafsflarðarmúla. Forvalið fer þann-
ig fram að verktakar senda inn
upplýsingar um tækjabúnað sinn,
reynslu og önnur þau atriði sem
máh skipta, samkvæmt upplýsingum
sem DV fékk hjá Helga Hallgríms-
syni, yflrverkfræðingi hjá Vegagerð
ríkisins.
Sagði Helgi að nú hefðu borist upp-
lýsingar frá 11 verktökum en vera
kynni að fleiri myndu lýsa áhuga
sínum á þátttöku í fyrirhuguðu út-
boði. Nú er verið að vinna að undir-
búningi útboðs og kvaðst Helgi búast
við að útboðið færi fram seinna í
vetur.
Jarðgöngin verða grafin í einum
verkáfanga og boðin út í einu lagi.
Áætlað er að verkið taki þrjú ár, en
göngin verða þrír kílómetrar að
lengd.
...........................
Jöri
Jöri
Burgeisar
HUSIÐ OPIÐ FRA KL. 19-03
Svart & hvítt - á tjá og tundri
ÖLL FÖSTUDAGS-
^ OG LAUGARDAGSKVÖLD
eru byrjaðar sýningar ársins á fjörugum og eldhressum Þórskaba-
rett sem hlotið hefur nafnið Svart & hvítt á tjá og tundri. Söngur, dans, glens og
grín eru allsráðandi í grínveislu ársins sem stendur öll föstudags- og laugardags-
kvöld fram á vor - og dugar ekki til!!!
Þríréttuð veislumáltíð. Verðið kemur sérstaklega á óvartl!
Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá veitingastjórum alla virka
milli klukkan 10.00 og 21.00 í símum: 23333 og 23335.
Saga
°9
Maggi
Dansstúdió Disu
Brautarholti 20, símar 23333 og 23335.
Hafið samband sem fyrst, i fyrra komust færri að en vildu
LEONE TINGANELLI
flytur Ijúfa
dinnermúsík fyrir
matargesti.
Þórskabarett - litrík skemmtun vid allra hæfi!