Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. 15 Meira um fískveiðistefnur „Aflamennirnir með hin feiknalega af- kastamiklu veiðiskip í höndunum geta því miður ekki fengið að fiska af hjart- ans lyst, a.m.k. ekki allir sem til eru.“ í grein hér í blaöinu fyrir nokkru voru leidd að því rök aö til tak- mörkunar á fiskveiðum komu aðeins tvær grundvallaraðferðir aö haldi. Að skammta hverju skipi afla eöa stöðva allar veiðar þegar fyrir- fram ákveðnum heildarafla er náð. Seinni aðferðin er einfaldari og skiljanlegri en hún er dýrari og krefst mikils eftirlits og strangs framkvæmdavalds. Menn mega ómögulega misskilja það að hér sé á ferðinni eitthvert „skrapdaga- kerfl.“ Skrapdagakerfl er ófært um að takmarka afla við fyrirfram ákveðin mörk eins og dæmin sgnna. En með veiðistöðvunum er vissulega hægt að takmarka afla. Sú aðferð hefur verið og er jafnvel enn notuð til þess. Má þar nefna veiðar á hrygningarsíld við vestur- strönd Kanada, lúðuveiðar í Kyrrahafi, sumar hvalveiðar og nokkur fleiri dæmi eru til. E.t.v. væri ástæða til að fjalla sérstaklega um takmarkanir á heildarafla með veiðistöðvunum en hér var mein- ingin að velta fyrir sér ýmsum framkvæmdaatriðum við að skipta afla á skip. Enn skal ítrekuð sú al- menna staðreynd að það þarf að takmarka fiskveiðar. Aflamennirn- ir með hin feiknalega afkastamiklu veiðiskip í höndunum geta því mið- ur ekki fengið að fiska af hjartans lyst, a.m.k. ekki allir sem til eru. Eignarhald á skipum Það á ekki að vefjast fyrir neinum að fiskafli verður ekki sóttur í sjó nema á skipum eða bátum. Þeir sem skipin eiga gera þau út til flskj- KjáUarinn Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur ar og ráða til þess sjómenn. Þannig hefur þetta gengið í margar aldir á íslandi og segja má allt frá upphafi byggðar. í marga áratugi hafa sjó- menn falið útvegsmönnum að selja aflann. Nú er spurt: Verður ekki að breyta þessu fyrirkomulagi fyrst aflinn er orðinn takmarkaður? Hér er rétt aö staldra aðeins við. Það er verið að biöja um lög til að skerða eignarrétt manna, jáfnvel taka hann af þeim sem áttu fiski- skip þegar stjórnvöld ákváðu að takmarka notkunarmöguleika þeirra skipa. Það má ekki rugla þessu saman við þá ákvörðun að stöðva stækkun fiskiskipaflotans. Sú ákvörðun hefur gilt í ein 10-12 ár, að vísu verið lítið virt á stund- um. En hvað um það. Kröfurnar eru býsna háværar. Annaðhvort skulu menn skattlagðir sérstaklega fyrir það eitt að eiga skip, umfram aðrar skattgreiðslur, eða þá að einhverjir aðrir, t.d. sveitarstjórnir eða stjórnir verkalýðsfélaga, skuli ráöa því hvernig eigendur nýta skip sín. Auðlindaskattshugmyndin Hugmyndin um auðlindaskatt er engan veginn ný, hvorki hérlendis né í öðrum löndum. Rétt er þó að vekja athygli á því að beinum auð- lindaskatti er hvergi í heiminum beitt til að stjórna meiri háttar fisk- veiðum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. í fyrsta lagi eru fiskveiðar yfir- leitt ekki mjög eftirsóknarverður atvinnuvegur og miklu algengara er að stjórnvöld styrki fiskveiðar en skattleggi þær fyrirfram. Það á m.a. viö um allar nágrannaþjóðir okkar og keppinauta á fiskmörkuð- um. Þá hefur það vafist fyrir mönnum að fmna „rétta“ upphæö á auð- lindaskatti, þ.e. rétt verð á veiði- leyfi fyrirfram. Of lágt verð hlýtur að leiða til þess að fjársterkir menn eða aðilar með „sjóöasambönd" kaupa mikið af veiðileyfum sem þeir finna síðan leið til að versla með enda vandséð hvernig hægt er að banna slíkt. Of hátt verð leið- ir til taps og gjaldþrots þeirra sem sjávarútveg stunda eða þá að menn láta það vera að róa til fiskjar. Tals- menn auðlindaskatts segja: Það á að láta uppboðsmarkað ráða verði veiðileyfa. En það tryggir auövitað ekkert frekar „rétt" verð heldur mun eingöngu endurspegla sjóða- og bankasamböndin. Það eru að vísu til ríkisstjórnir sem selja fiskveiðiheimildir, eink- um til erlendra kaupenda. Yfirleitt er þá andvirði slíkra viðskipta látið renna á einn eða annan hátt til sjávarútvegsins heima fyrir. Svo eru sums staðar seld veiöileyfi til málamynda, rétt fyrir útgáfukostn- aði og eftirliti. Ein eru þau áhrif auðlindaskatts sem íslendingar þurfa sérstaklega að athuga og þaö er tilfærsla fiár- magns frá útgerðarstöðum til ríkissjóðs, frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Ýmsum mun nú finnast nóg að gert í þeim efnum. Og ætli fiskverðið hækki ekki u.þ. b. um andvirði veiðileyfisgjaldsins? Hvar skyldi íslenska fiskvinnslan taka fé til að gréiða þann aukna kostnað? Hugmyndin um auðlindaskatt til að stjórna fiskveiðum nýtur fylgis margra fræðimanna. En hér á landi, eins og reyndar annars stað- ar, virðist alltof mörgum spurning- um ósvarað til þess að veiðiley- fasala fáist einu sinni rædd i alvöru. Björn Dagbjartsson „Fiskafli verður ekki sóttur í sjó, nema á skipum eða bátum," segir greinarhöfundur m.a. Opið bréf til umferðaiyfiivalda: Umferðarljós á gatnamótum „Umferðarnefnd Reykjavíkur hefur reynt að réttlæta fyrirkomulagið og bent á að dæmi séu um sama útbúnað einhvers staðar 1 Evrópu.“ .Þar sem „lokað“ bréf til umferð- aryfirvalda, dags. 11.12 ’87, virðist ekki hafa borið tilætlaðan árangur sé ég ástæðu til að taka þráðinn upp að nýju en mál þetta varðar umferðaröryggi á einum fiölfórn- ustu gatamótum Reykjavíkur. Tilgangur þessa bréfs er að knýja fram breytingar á núverandi fyrir- komulagi umferðarljósa á gatna- mótunum og í öðru lagi að vara ökumenn við þeirri slysagildru sem þarna hefur verið lögð. Áðursent bréf er hér með birt og skýrir það þá hættu sem felst í að 6 ekur á grænu ljósi löngu eftir að kviknað hefur rautt hjá A. „Umferðard. lögreglu, b/t Arnþórs Helgasonar 11.12. 1987. Varðandi gatnamót Vestur- landsvegar/Höfðabakka. Undirritaður hefur fyrir tveimur vikum síðan haft samband við umferðard. lögreglu og umferðar- ráð og gert athugasemdir við fyrirkomulag umferðarljósa á þessum gatnamótum og mælst til að þeim verði umsvifalaust breytt vegna þess að hér er um augljósa slysagildru að ræða og einungis tímaspurning hvenær fyrirkomu- lagið leiðir til stórslysa. I dag hefur hér engu verið breytt, og ítreka ég hérlneð fyrri tilmæli. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati forkastanlegt og hlýtur að varða við lög eða reglur. Eins og áður hefur verið bent á felst hættan í eftirfarandi. - A er í vinstri beygju á miðjum gatanmótum, á grænu ljósi. - Gult Ijós. kveiknar en A kemst ekki yfir vegna x, y og z. - Rautt ljós kveiknar hjá A og hann lýkur við beygjuna. A grunar hins vegar ekki, frekar en aðra ökumenn, að B sé á leiðinni á 60-80 km hraða á grænu ljósi. Kjállarmn Aðalsteinn Arnbjörnsson verkfræðingur - A hefur enga möguleika að sjá B vegna þeirra sem eru að taka vinstri beygju á móti. Hver er ábyrgur fyrir þessu fyrirkomulagi? Aðalsteinn Arnbjörnsson (sign)“ Eftir að hafa ekið öruggan akstur í yfir 10 ár á íslandi og víða í stór- borgum Evrópu er þetta í fyrsta skipti sem ég hef orðið var við slíkt fyrirkomulag og hef fram aö þessu treyst því aö þegar rautt ljós kvikn- ar beri að rýma gatnamót enda sé þá kviknað rautt fyrir umferð á móti. í framhaldi af ofangreindu óska ég svara frá umferðaryfirvöldum við eftirfarandi spurningum. 1. Hver ber ábyrgð á þeim mörgu umferðaróhöppum og fiárhags- legu tjóni sem þegar hefuroröið og rekja má til þessa fyrirkomu- lags og hver bæri ábyrgð á stórslysum? 2. Hafa umferðaryfirvöld kynnt sér hvernig nemendum í öku- kennslu er kennt að bregðast viö í vinstri beygju þegar gult/rautt ljós kviknar? 3. Þegar ekið er yfir gatnamót á grænu ljósi hafa ökumenn hing- að til getað treyst því að ekki sé logandi grænt ljós á öllum ljós- um gatnamótanna. Á sama hátt hafa ökumenn talið sig geta treyst því að fiúka megi og eigi við vinstri beygju eftir að rautt fiós kviknar vegna þess að nær 100% umferðarfiósa hafa þá lok- að fyrir umferð á móti. Ég spyr að lokum: Ætla umferðar- yfirvöld að gera tilraunir með grænt fiós á öllum götuvitum gatnamóta í framtíðinni? Umferðarnefnd Reykjavíkur hef- ur reynt að réttlæta fyrirkomulag- ið og bent á að dæmi séu um sama útbúnað einhvers staðar í Evrópu. Ég leyfi mér í fyrsta lagi að efast um að svo sé og þótt svo væri, að sama fyrirkomulag fyndist á gata- mótum í Tyrklandi eða Albaníu, væri það hreint ábyrgðarleysi að innleiða slíkt hér, án nokkurrar viðvörunar. Hvernig væri aö innleiða vinstri umferð á Miklubrautinni, vinstri umferð gefst vel í Bretlandi? En munið bara að láta ökumenn þá ekki vita af slíkum „smábreyting- um“! Aðalsteinn Arnbjörnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.